Morgunblaðið - 05.02.1974, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRUAR 1974
19
ÞAÐ hefur orðið að samkomulagi, að á meðan á VI.
Reykjavíkurmótinu standi muni undirritaður skrifa dag-
legan þátt frá mótinu, þar sem reynt verður að lýsa gangi
hverrar umferðar í stuttu máli og birta skákir. Ég mun
reyna að birta að minnsta kosti eina skák með skýringum
á hverjum degi, en vil þó taka mönnum vara fyrir því að
taka skýringarnar sem heilagan sannleika. Þær verður í
flestum tilfellum að vinna í flýti og sömuleiðis kemur það
rúm, sem mér er skammtað, í veg fyrir að um nokkra
tæmandi könnun á skákunum geti verið að ræða. Þá skal
það enn tekið fram, að ekki mun endilega verða um að
ræða birtingu beztu skáka hverrar umferðar, heldur
mun ég reyna að velja þær skemmtilegustu og mest
spennandi.
VI. Reykjavfkurmðtið I skák
var sett á Kjarvalsstöðum f fyrra-
dag. Guðmundur G. Þórarinsson
forseti Skáksambands Islands
flutti stutt ávarp, þar sem hann
rakti sögu þessara móta og skýrði
tildrög þess, að þetta mót er hald-
ið. Síðan flutti Magnús Torfi
Ólafsson menntamálaráðherra
hina eiginiegu setningarræðu.
Ráðherranum mæltist vel að
vanda, en mikil ósköp og skelfing
eru að heyra hvern stjórnmála-
manninn á fætur öðrum koma til
þess að setja skákmót og rugla
alltaf saman hneftafli og skák.
Alltaf á að sfna fram á, að Islend-
ingar hafi stundað skák sfðan
iand byggðist, hvenær svo sem
það nú var, en gallinn er bara sá,
að menn voru ekki að tefla skák,
þá er þeir sátu tveir að tafli f
túnfætinum heima hjá sér. Helzt
er talið, að tafl fornmanna hafi
verið hneftafl, en ekki er fylli-
lega ljóst, hvernig það var teflt,
kannski svipað og kotra.
Að lokinni setningarræðunni
lék Birgir tsleifur Gunnarsson
borgarstjóri fyrsta leiknum f
skák þeirra Tringovs og Smyslovs
og þar með var keppnin formlega
hafin.
1 upphafi beindust augu áhorf-
enda eins og gefur að skilja mest
að skákum stórmeistaranna, en
þar gerðist þó fátt markvert
fyrsta kastið. Tringov og Smyslov
tefldu spánskan leik og fékk
Tringov heldur þægilegri stöðu út
úr byrjuninni. Þung undiralda
var í skákinni allan tímann og fór
hún í bið í tvísýnni stöðu. Fáir
menn eru eftir á borðinu og kæmi
mér ekki á óvart þótt úrslitin
yrðu jafntefli.
Davið Bornstein hafði svart
gegn Norðmanninum Leif
0gaard. 0gaard er þekktur fyrir
mjög örugga taflmennsku og ekki
brá hann vana sínum að þessu
sinni. Bronstein komst lftið áfram
og var samið um jafntefli eftir 27
leiki.
Friðrik Ólafsson hafði svart
gegn Kristjáni Guðmundssyni.
Flestir munu hafa búizt við þvf
fyrirfram, að Friðrik ynni þarna
auðveldan sigur, en það fór á aðra
leið. Kristján hafði lengi framan
mjög góða stöðu og á tímabili
heyrði maður þær raddir, að
sennilega væri staða Friðriks töp-
uð. I tímahrakinu gerðust hins
vegar margir hlutir í senn og þeg-
ar því lauk var Kristján með
skiptamun meira, en þar á móti
hefur Friðrik peð og enn getur
allt gerzt.
Ingvar Asmundsson hafði hvítt
gegn júgóslavneska stórmeistar-
anum Velimirovic, sem beitti Sik-
ileyjarvörn. Mikil barátta var f
skákinni og þegar hún fór f bið,
hafði Ingvar riddara, biskup og
þrjú peð gegn hrók og fjórum
peðum Júgóslavans. Peðin eru öll
á sama væng og þykir mér senni-
legt, að skákin endi með jafntefli.
Sagt var, að Ingvar hafi boðið
jafntefli í biðstöðunni en stór-
meistarinn hafnað. En hann ætti
að gá að sér sá góði maður, í svona
stöðu gætu vopnin auðveldlega
snúizt í höndum hans.
Júlfus Friðjónsson tefldi
Benónýbyrjum gegn Freysteini.
Tefldi Július býsna djarflega
framan af og fórnaði m.a. peði.
Þegar átökin virtust vera að ná
hámarki sömdu keppendur hins
vegar um jafntefli, enda mun tími
beggja þá hafa verið orðinn
naumur.
Þá er komið að þeirri skákinni,
sem mesta athygli vakti, og er það
skemmtilegasta skák umferðar-
innar.
Hvftt: G. Forintos (Ungverjal.).
Svart: Guðmundur Sigurjóns-
son.
Griinfeldsvörn
1. d4 — Rf6, 2. c4 — g6, 3. Rc3 —
d5,
(Grunfeldsvörnin nýtur alltaf
mikilla vinsælda og Guðmundur
hefur oft beitt henni með góðum
árangri. Hér er hins vegar sá galli
á gjöf Njarðar, að Forintos er
einn helzti sérfræðingur i þessari
byrjun, jafnvígur með hvitu og
svörtu).
4. Bg5,
(Hér komu auðvitað fjölmargir
leikir til greina, en þessi er sagð-
ur mikið i tizku um þessar mund-
ir).4. — Re4, 5. Bh4
(Þetta er líka tízkuleikur. Sumir
meistarar hörfa með biskupinn til
f4, en aðrir leika einfaidlega 5.
cxd5 og svara Rxg5 með 6. h4).
5. — c5,
(Svartur verður að ráðast gegn
hvita peðamiðborðinu án tafar).
6. e3 — Da5, 7. Db3 — cxd4, 8.
exd4 — Bh6, 9. Hdl — 0-0,
(Skemmtileg peðsfórn, sem virð-
ist gefa svörtum góða möguleika
við fyrstu sýn).
10. cxd5 — Bd7
(I skýringarherberginu stungu
menn uppá 10. — e6, en eftir 11.
Bc4 virðist allt vera í lagi hjá
hvitum).
11. Bd3
(Forintos hugsaði alllengi um
þennan leik og þegar hann birtist
töldu ýmsir, sem vit þóttust hafa
á, að nú hefði honum orðið alvar-
lega á í messunni, hann tapaði
skiptamun án þess að fá nokkuð í
staðinn).
11. — Rxc3, 12. bxc3 — Ba4, 13.
Da3 — Dxd5, 14. Dxa4 — Dxg2,
15. Ke2 — Dxhl, 16. Rf3 — Dg2,
(Þégar hvitur lék 11. Bd3 var
augljóst, að þessi staða gæti kom-
ið upp. Nú kemur hins vegar i
ljós, að Forintos hefur séð einum
lengra en við spekingarnir).
17. Bf5!
(Hótar að vinna drottninguna.
Kannski var bezt fyrir svartan að
leika hér 17. — Rc6, því að eftir
18. Hgl — Dxgl, 19. Rxgl — gxf5
hefur hann tvo hróka og peð fyrir
drottninguna. Svarta kóngsstaðan
væri að vísu viðsjárverð og hvíti
biskupinn mjög sterkur, en engu
að síður væri mikið eftir af skák-
inni).
17. — e6,
(Hér reiknaði Guðmundur ein-
göngu með svarinu 19. Hgl og lái
honum hver sem vill. Eftir 19.
Hgl — Dxgl, 20. Rxgl — exf5
væri allt í himnalagi hjá svört-
um).
18. Be4!!
(Þessi leikur er hreint og beint
magnaður, hann hótar eiginlega
öllu, sem hægt er að hóta i stöð-
unni).
18. — e5,
(Nú gekk ekki 18. — Rc6 vegna
19. Hgl og hvítur hefur drottn-
ingu og biskup gegn tveim hrók-
um. Svartur reynir því að skapa
sér gagnfæri með atlögu gegn
hvíta kónginum).
19. Bxb7 — e4, 20. Bxe4 — Rd7,
(Hjá liðstapi varð ekki komizt).
21. Dxd7 — Hfe8, 22. Dd5 (Ekki
Borgarstjðrinn f Reykjavfk, Birg-
ir Isleifur Gunnarsson leikur
fyrsta leikinn.
22. Kd3 vegna 22. — Hxe4, 23.
Kxe4 — f5 + ),
22. — Dg4, 23. Kd3 — Hab8, 24.
Hgl — Dc8, 25. Re5
(25. Bxg6 litur vel út við fyrstu
sýn, en þá svarar svartur einfald-
lega með 25. — Da6 + ).
25. — He6, 26. Dc4 — Df8, 27. Bd5
— Hxe5, 28. dxe5 — Hb2, 29. Dc7
— Hd2+, 30. Kc4 og hér fór
svartur yfir tfmamörkin, en staða
hans er allavega töpuð.
Benóný Benediktsson hefur
aldrei þótt rétttrúnaðarmaður i
skákbyrjunum. Hér fer á eftir
skák hans við Jón Kristinsson,
sem notfærir sér vel ónákvæma
byrjunartaflmennsku andstæð-
ingsins.
Hvftt: Jón Kristinsson
Svart: Benóný Benediktsson
Vængtafl
1. C4 — c6, 2. Rf3 — Rf6, 3. g3 —
d5, 4. b3 — Bg4, 5. Bg2 —
Rbd7, 6. Bb2 — Bxf3, 7. Bxf3 —
e5, 8. cxd5 — cxd5, 9. Rc3 — e4,
10. Bg2 — Bc5,11. Ra4 — Bd6, 12.
0-0 — h5, 13. d3 — h4, 14. dxe4 —
hxg3, 15. hxg3 — b5, 16. Rc3 —
Bxg3, 17. fxg3 — Db6+, 18. Hf2
— Rg4, 19. e3 — Rxf2, 20. Kxf2 —
Df6+, 21. Ðf3 — Hc8, 22. Dxf6 —
Rxf6, 23. Hcl — Rg4+, 24. Kgl —
dxe4, 25. Rxb5 — 0-0, 26. Bxe4 —
Hcd8, 27. Bd4 — Hfe8, 28. Bc6 —
Ile6, 29. Hc3 — a5, 30. Bf3 — Rf6,
31. Hc5 — Re4, 32. Bxe4 — Hxe4,
33. Rc3 — Hg4, 34. Kf2 — Ha8, 35.
Rd5 — Kh7, 36. Re7 — g6, 37. Kf3
— f5, 38. Rd5 — Kh6, 39. Hcl —
Hg5, 40. Rf4 — Kh7, 41. Hhl+ —
Hh5, 42. Rxh5 — gxh5 og gafst
upp um leið.
Að lokum skal þess getið, að
skák Magnúsar Sólmundarsonar
og Victor Ciocaltea var frestað,
þar sem Rúmeninn kom ekki til
landsins í tæka tfð.
Jón Þ. Þór.