Morgunblaðið - 05.02.1974, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1974
21
Þorvaldur Sigurðsson:
Ærið oft heyrir maður fólk
ræða það sín á milli, hve
„dæmafár" og vonlaus maður
hann sé þessi eða hinn, sem ratað
hefir I þá óttalegu ógæfu að þurfa
að sitja í fangelsi hér á íslandi og
friðþægja þar fyrir lögbrot sfn,
sem í flestum tilvikum orsakast af
sjúkleika, er orsökin oftast alkó-
hólismi. Hér er á engan hátt verið
að mæla lögbrotum bót, síður er
svo. En það, sem hvað helzt vakir
fyrir mér með þessum línum, er
einmitt það, sem ég gat um í upp-
hafi. Fólki, sem lítt eða ekki þekk-
ir til þessara stórkostlegu vanda-
mála, hættir þvi miður of oft til
þess að kasta fram fullyrðingum
og nefna þann, sem I það og það
skiptið á í hlut, hinum verstu
nöfnum, sem tunga okkar á yfir
að ráða um þá einstaklinga, sem á
engan hátt vilja leggja sitt af
mörkum til þess, að refsivist lok-
inni, að gjörast nýtir þjóðfélags-
þegnar.
I afar mörgum tilvikum er hér
um að ræða einstaklinga, sem
gjörsamlega hafa losnað úr tengsl-
um við ættfólk sitt og raunar
mjög margir lifað um árabil utan
við hið almenna samfélag og eru
þá tíðast nefndir rónar.
Ég, sem þessar línur rita, þekki
þessi vandamál til hlitar, þar sem
segja má, að ég hafi verið í hópi
róna I a.m.k 10—15 ár, en fyrir
Guðs heilögu náð losnað á dásam-
legan hátt úr því „víti“, sem leiðir
til vistar f fangelsi.
Innan veggja fangelsanna hefi
ég kynnzt mörgum afbragðs
„drengjum“, svo elskulegum, að
sambærilegum öðlingum mætir
maður því miður of sjaidan úti í
hinu frjálsa samfélagi, þar sem þó
er, sem betur fer, miklu meira af
sannarlega góðu fólki en ég hafði
t.d. búizt við.
Flestir vilja hverfa
frá villu síns vegar.
Þegar maður situr inni með
mönnum í langan tíma, jafnvel
svo árum skiptir, fer ekki hjá því,
að menn kynnast mjög náið og oft
er þá rætt um það böl, sem menn
Ur fangavist
hafa lifað við og leitt hefir þá inn
í fangelsi.
Flestir þeirra, sem ég hefi verið
á vist með og mál þessi hafa verið
rædd við, þrá svo sannarlega
annað og betra líf en það, sem
aftur og aftur hefir leitt til fanga-
vistar um lengri eða skemmri
tíma. Margir þessara manna eru
uppfullir af góðum áformum um
bættan lífernismáta, þegar út í
lífið kemur, en því miður hafna
flestir aftur í fangelsi, af því að
þeir hafa hreinlega gefizt upp við
að reyna að gjörast nýtir þegnar á
ný. Vera má, að fólki þyki slik
uppgjöf lítt karlmannleg og það
er einmitt slíkt fólk, sem ég hvað
helzt vildi beina orðum mínum til.
Ég efast um, að það fólk, sem
harðast dæmir þá, sem lenda í
þeim hroðalega vitahring að vera
nefndir „síbrotamenn", gjöri sér
grein fyrir því, hversu óskaplegt
áfall það er í okkar fámenna sam-
félagi að lenda í fangelsi. Hér er
útilokað fyrir menn að ætla sér þá
dul að leyna því, að þeir hafi
ratað í þessa ógæfu, vera má, að
það heppnist um stuttan tíma, en
einatt kemur sannleikurinn í ljós
og hefir þá jafnan i för með sér
hinar ömurlegustu afleiðingar.
Menn hafa jafnvel verið komnir
í bærilega vinnu, haft herbergi og
lifað fullkomlega eðlilegu lifi þar
til ósköpin dundu yfir, fólk vill
ógjarnan hafa slika menn í hús-
um sinum og hið sama er að segja
um flesta vinnustaði.
Allt ber því að sama brunni,
fórnarlambið ræður ekki við
vandann, flýr á vit flöskunnar og
leitar uppi gamla félaga og
þannig endurtekur þetta sig aftur
og aftur og afleiðingin verður svo
sú, sem að framan greinir.
Mikill meirihluti þeirra manna,
sem frá Litla-Hrauni losna, koma
þaðan með öllu peningalausir, því
að það eru aðeins örfáir menn,
sem komast þar í þá vinnuað-
stöðu, að þeir geti safnað saman
upphæð, sem nægir þeim til þess
að geta fengið sér herbergi og átt
fyrir nauðþurftum, þar til þeir fá
greidd sin fyrstu vinnulaun.
Það hlýtur að hljóma kynlega,
þegar ég fullyrði, að það séu
aðeins hinir heppnu, sem safnað
geti sér peningum á meðan á
refsivist stendur og þeir eru að
afplána dóma sína á stofnun, sem
nefnist VINNUHÆLI. En svo
undarlegt sem það nú annars er,
þá er þar eystra ekki um neina
vinnu að ræða; ef menn komast
ekki í hin föstu og nauðsynlegu
störf svo sem i eldhúsi, við þvotta
og svo þrifnað á húsakynnunum.
Þarna er hrúgað saman hinum
ólikustu manngerðum án þess að
nokkuð sé gert, sem umtalsvert
er, til þess að skapa mönnum að-
stöðu til hollra og uppbyggilegra
starfa. Af þessu leiðir svo, að upp
koma alls kyns vandamál, sem
alls ekki væri um að ræða ef næg
og holl störf væfu til staðar fyrir
þá ógæfusömu einstaklinga, sem
staðinn þurfa að gista.
Mér er sagt, að um þessar
mundir sé þessi staður fullsetinn
og eru þar þá samankomnir rúm-
lega 50 menn, sem flestir hafa
ekki annað fyrir stafni en að ráfa
um ganga og sali, sitja að fjár-
hættuspili og hópast svo saman og
segja sögur af endemum sinum,
einatt er þá litið mest upp til þess,
sem svæsnastar segir sögurnar, og
öllum ætti að vera ljóst, hver
háski felst í sliku ástandi.
Núverandi dómsmálaráðherra
hefir nú látið setja saman heljar-
mikinn lagabálk og svo raunalegt
sem það er, verður ekki annað séð
en þar sé fremur um spor afturá-
bak að ræða en framþróun, sem
taki mið af þvi, sem bezt hefir
gefizt með þeim þjóðum, sem
lengst eru á veg komnir í þessum
málum. Lagabálk þennan hefir
hið háa Alþingi samþykkt án þess
að leita álits sér menntaðra fólks í
þessum málum, og þvi er naumast
að vænta raunhæfra úrbóta í
þessu mikilvæga máli á næstunni.
<Til gamans vil ég láta þess getið,
að það kostar ríkissjóð aðeins tæp
hundrað þúsund að vista einn
mann á L. H. á mán.) Væri ekki
vitlegra, að hið opinbera veitti þó
ekki væri nema örlítið brot af
kostnaðinum við rekstur L. H. og
fleiri slíkra stofnana til þeirra
aðila, sem sýnt hafa og sannað, að
þeir hafa upp á raunhæfa hjálp
að bjóða, sem sannanlega hefir
bjargað mér og fleirum til nýs og
betra lífs, fært okkur áður
óþekkta gleði, komið okkur til
þess að skynja unað mannlífsins,
fegurð og dásemd sköpunar Guðs,
gert okkur að nýtum þjóðfélags-
þegnum og fært okkur heim sann-
inn um, að ekkert nema sönn og
hrein biblíuleg trú megnar að
bjarga þeim, sem utangarðs hafa
orðið í samfélaginu, þ.e. trúin á
Jesú Krist.
Og hér á íslandi er einmitt um
þessar mundir kappsamlega
unnið að því að efla og styrkja
„Samhjálp hvítasunnumanna“,
sem aðeins hefir starfað hér i eitt
ár við mjög frumstæð og erfið
skilyrði, án allrar fjárhagsaðstoð-
ar hins opinbera, sem, að því er
bezt verður séð, telur, að mál þess
ógæfusama einstaklings, sem
ratað hefir út i þá ógæfu að hafna
i fanglesi, séu og verði leyst með
þvi einu að loka hann inni í svo og
svo langan tíma og vísa honum
síðan allslausum aftur út á þá
braut, sem i ógöngurnar leiddi.
Að lokum
Ég á þvi láni að fagna að vera í
dag frelsað Guðsbarn, sem á
yndislega eiginkonu ásamt
fjórum indælum stjúpdætrum.
Allt þetta hefir Guð gefið mér
ásamt svo ótal mörgu öðru og fæ
ég aldrei nógsamlega þakkað hið
fórnfúsa og hljóðláta starf, sem
söfnuður hvitasunnumanna,
Fíladelfía, hefir um langt árabil
rekið austur á Litla-Hrauni.
Það er fyrst og fremst fyrir
dásamlegt samfélag þeirra, sem
ég er þess megnugur að rita
þessar línur, því að þar kynntist
ég mikilvægi þess að fela Guði öll
mín mál og leita trausts og halds í
hans heilaga orði. Það er vegna
samfélagsins við hann, sem dó á
Golgata fyrir syndir okkar, að ég
hefi verðveitzt frá víni og öðrum
þeim löstum, sem ég hafði svaml-
að í svo lengi (20 ár), þótt oft hafi
á móti blásið, m.a. í sambandi við
atvinnu.
Fimm sinnum á aðeins einu ári
sótti ég um vinnu, er auglýst
hafði verið og lét þess jafnan get-
ið, að ég væri fyrrverandi
drykkjumaður, en væri nú
frelsaður frá öllu slíku. Þessu var
jafnaf mjög vel tekið og haft á
orði, að ekki væri ónýtt að fá
reglumann til starfa, en í öll þessi
fimm skipti fór á sama veg, ég var
kvaddur á fund viðkomandi for-
stjóra og þá tjáð, að þvf miður
gætu þeir ekki haft í þjónustu
sinni mann með mína fortíð. Þeir
höfðu einfaldlega hringt eða á
einhvern hátt haft samband við
sakaskrá ríkisins og fengið þar
uppgefinn allan minn endemis-
feril, Þvi svo undarlegt sem
manni virðist það, er sakaskráin
opinbert plagg, sem öllum virðist
heimilt að skyggnast í.
Þessu ásamt svo mörgu öðru
þurfum við að bréyta til þess að
auðvelda leið þeirra, sem upp-
hefja vilja nýtt og farsælla ævi-
skeið; það hlýtur að vera þjóð-
hagslega hagkvæmt svo ekki sé
minnzt á hið mannuðlega sjónar-
mið, því að svo er Guði fyrir að
þakka, að enn búum við óáreitt í
lýðfrjálsu landi, hvað svo sem
verða kann ef þróun þjóðmála
verður með þeim hætti, sem við
búum við í dag.
— Stórn endurhæfingarráðs ásamt framkvæmdastjóra og sálfræðingi, t.f.v. Haukur Þórðarson
yfirlæknir, Carl Brand framkvæmdast., Ölöf Rikardsdóttir, Heiðrún Steingrfmsdóttir, Oddur
Ólafsson formaður, Sveinn Ragnarsson og Gylfi Ásmundsson sálfræðingur.
Endurhæfingarráð ríkisins:
19 öryrkjar á almennan
vinnumarkað á s.l. ári
„AÐALATRIÐIÐ er, að öryrkjar
viti af starfsemi okkar, svo að
þeir geti leitað hingað eftir að-
stoð,“ sagði Oddur Ólafsson lækn-
ir, formaður endurhæfingarráðs
rfkisins, er stjórn ráðsins boðaði
blaðamenn á sinn fund f vikunni.
Tilefni fundarins var að vekja
athygli á tilveru ráðsins og raktir
voru helztu þættir f starfsemi
þess.
Skrifstofa endurhæfingarráðs
tók til starfa 1. júni 1973, með
viðtalstíma fyrir hádegi, alla
virka daga. Tilgangur hennar er
að hafa umsjón með starfsendur-
hæfingu öryrkja og skipulagn-
ingu á þeim málum. Arið 1970
voru sett fyrstu lög um endurhæf-
ingu á Islandi og er þar kveðið svo
á um, að félagsmálaráðherra skipi
sjö menn f ráðið þar af sex eftir
tilnefningu eftirtalinna aðila,
einn frá hverjum: öryrkjabanda-
lags Islar.ds, Alþýðusambands Is-
lands, Vinnuveitendasamband Is-
lands, Sambands íslenzkra
sveitarfélaga, Læknafélags Is-
iands og menntamálaráðuneytis-
ins. Ráðherra skipar einn mann
án tilnefningar og er hann jafn-
framt formaður ráðsins.
Frá því að skrifstofan opnaði
hafa um 100 einstaklingar leitað
til hennar, og af þeim voru 66
prófaðir. Vikulegir fundir hafa
verið haldnir síðan 6. nóvember
s.l. og hafa þar komið saman til
skrafs og ráðagerða Gylfi As-
mundsson sálfræðingur, Haukur
Þórðarson yfirlæknir og fram-
kvæmdastjóri endurhæfingar-
ráðs, Carl Brand. Mál 40 einstakl-
inga, sem þegar hafa verið próf að-
ir, hafa verið afgreidd og
var 8 manns vísað i nám
eða starfskynningu, 23 vís-
að til frekari rannsókna,
9 vísað á verndaðan vinnu-
stað, en 7 koma sterklega til
greina á verndaðan vinnustað. 19
— Þessi mynd skýrir að nokkru starfsemi endunhæfingarráðs.
(Ljósm. Mbl. 01. K.M.)
öryrkjar voru ráðnir í störf á hin-
um almenna vinnumarkaði.
Verndaðir vinnustaðir í landinu
eru nú 4, Reykjalundur, Múla-
lundur, Blindraheimilið og Björg
á Akureyri og eru pláss á þessum
stöðum eitthvað á annað hundrað.
Lausleg könnun, sem Oddur
Ólafsson og Haukur Þórðarson
gerðu sl. sumar leiddi hins vegar I
ljós, að þörf er fyrir 200—300
pláss í viðbót. Þessi tala gæti þó
hækkað til muna ef atvinnu-
ástand I landinu breyttist til hins
verra, því það gefur auga leið að
öryrkjar eru verst settir þar sem
atvinnuleysi er annars vegar.
Endurhæfingarráð vinnur nú að
undirbúningi á hugsanlegri fjölg-
un verndaðra vinnustaða og er
m.a. í ráði að koma á fót tveimur
slíkum vinnustöðum í Reykjavík
nú í náinni framtíð.
I endurhæfingarráði eiga nú
sæti Ólöf Rikardsdóttir frá
öryrkjabandalagi Islands, Heið-
rún Steingrfmsdóttir frá A.S.I.,
Svavar Pálsson frá .V.I., Sveinn
Ragnarsson frá Sambandi ísl.
sveitarfélaga, Haukur Þórðarson
yfirlæknir frá L.I., Þóra Einars-
dóttir frá menntamálaráðuneyt-
inu og Oddur Ólafsson læknir,
sem er formaður ráðsins og skip-
aður af félagsmálaráðherra.
Skrifstofa endurhæfingarráðs er
til húsa í Hátúni 12.