Morgunblaðið - 05.02.1974, Side 23

Morgunblaðið - 05.02.1974, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRUAR 1974 23 Aðalheiður Sigurgeirs dóttir — Kveðjuorð Sveinn Jónasson — Minningarorð Fædd 5. nóvember 1921 Dáin 30. janúar 1974. Hún Aðalheiður er dáin, sagði konan mín, er ég kom heim þann þrítugasta janúar. Mig setti hljóð- an, gat það verið, á ég ætti aldrei eftir að sjá fallega brosið hennar eða ræða við hana. Atti hún aldrei eftir að birtast á heimili okkar og færa birtu og yl inn í íbúðina. Allt þetta flaug í gegnum hugann. Þetta var mikið reiðarslag. En er ég hafði áttað mig á staðreyndun- um komu minningarnar um sam- verustundirnar fram í hugann hver af annarri. Það var árið 1933, ég átti þá heima norður á Siglufirði. Sólin er að ganga til viðar og varpar gullnum geislum sínum á fjöllin austan fjarðarins, fjörðurinn er sléttur sem spegill. Eitt af þessum fögru síðsumarskvöldum, sem vart eiga sinn líka annars staðar. Aðeins strandferðaskipið, sem kemur utan fjörðinn, rauf kyrran hafflötin. Ég var á gangi með vinkonu minni, sem síðar varð konan mín, hún ætlaði um borð í skipið til að heilsa upp á frænku sína, sem var að koma úr sumardvöl á Akureyri og var nú á leið heim til sín í Reykjavík. Við göngum um borð, er skipið hafði lagzt að bryggj- unni. Við fengum upplýsingar um dvalarstað frænkunnar og konan mín kvaddi dyra. Hurðin opnaðist og í endurskyni kvöldsólarinnar stendur lítil stúlka á að gizka 11 til 12 ára, björt og brosandi og hafði yfir sér slíkan yndisþokka, að hún minnti helzt á prinsessu i ævintýri, prinsessu, sem öllum var góð og allir elskuðu. Þannig sá ég Aðalheiði í fyrsta sinn, og þessi mynd mun aldrei mást úr huga mínum, heldur verða sem bjartur sólargeisli til hinztu stundar. Eftir að ég fluttist til Reykja- vikur 2 árum siðar kynntist ég henni og fjölskyldu hennar. Hún var næstelzt af sjö systkinum, en hin voru Óskar fulltrúi hjá flug- málastjóra, kvæntur Hrafnhildi Ragnarsdóttur, Guðbjörg, gift Steindóri Steindórssyni, járn- smíðameistara á Akureyri, Hall- dór lögfræðingur i Reykjavík, kvæntur ÞÓreyju Björnsdóttur, Oddrún, gift Þorsteini Auðuns- syni skipstjóra, Klara, gift Sigur- laugi Þorkelssyni blaðafuíítrúa hjá Eimskip og Sigríður, gift Kristjáni Andréssyni skipstjóra. Aðalheiður var fædd í Reykja- vík 5/11 1921, dóttir hjónanna Halldóru Guðjónsdóttur og Sigur- geirs Halldórssonar, voru þau bæði ættuð úr Arnessýslu. Bjuggu þau fyrst á Lindargöt- unni, en fluttust síðan á Þórsgötu 10, sem þau keyptu og þar uxu börnin úr grasi. Ég minnist margra ánægjustunda frá því heimili, þegar öll börnin hópuð- ust kringum hljóðfærið og sungu með sinni fallegu rödd. I þessum æskuglaða hópi ólst Aðalheiður upp og innan tíðar var hún orðin gjafvaxta mær. Ekki fölnaði sú mynd, er ég sá hana fyrst, heldur stækkaði hún og varð bjartari og fullkomnari. Ég minnist hennar eftir að dóttir okkar fæddist, hvað hún hafði gaman af því að gera hana fina og lagði þá jafnan til frá sjálfri sér til að svo mætti verða. Aðalheiður giftist eftirlifandi manni sínum, Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni stórkaupmanni 7. marz 1942 og þá hefst lífsstarf hennar fyrir alvöru. Þau voru fyrstu árin í leiguhúsnæði, en byggðu sér jafnframt fallegt sum- arhús fyrir sunnan Vífilsstaði og ræktuðu þar land í kring með grasbölum og skógarrunnum. En ekki leið á löngu þar til þau reistu einbýlishús á Skólabraut 17 á Sel- tjarnarnesi þar sem þau bjuggu æ síðan. Bæði voru þau samhent í að gera heimilið fagurt og aðlaðandi, enda fórst þeim það svo vel úr hendi, að allir dáðust að. En það var ekki eingöngu að heimilið væri fallegt, heldur voru hús- bændurnir alveg sérstakir gest- gjafar, sem tóku öllum með út- breidda arma, og höfðu ótrúlegt lag á að láta öllum líða vel í návist sinni. Þau Aðalheiður og Vilhjálm- ur eignuðust 4 börn, 3 syni og eína dóttur, hún er yngst, aðeins 15 ára, og heitir Guð- rún Brynja. Synir þeirra eru Geir Viðar sálfræðingur, kvænt- ur Ingibjörgu Eyfells, Vilhjálm- ur, nemandi í Háskólanum, kvæntur Frfðu Kristinsdóttur, og Ingi, sem varð stúdent siðastliðið vor og er í heimahúsum ásamt systur sinni. Allt eru þetta mynd- arbörn og líkleg til að halda merki foreldranna hátt á loft. Aðalheiður var aðlaðandi og fal- leg kona, allir, sem kynntust henni, elskuðu hana og dáðust að henni. Hún var félagslynd, skemmtileg í viðræðum og hafði fagra söngrödd og mjög Iagin að fá aðra til að taka þátt i gleðskap. Öll börn þeirra spiluðu meira og minna á ýmis hljóðfæri, og tóku fúslega þátt í slíkum fagnaði. Aðalheiður hafði mjög næmt auga fyrir fegurð náttúrunnar, eins og annarri fegurð og fór því oft út í sveitir landsins til að njóta þar kyrrðar og heillandi útsýnis. Aðalheiður var mjög næm og tilfinningarík og mátti ekkert aumt sjá án þess að reyna að bæta úr því. Hún elskaði hið fagra, bjarta og heilbrigða í lífinu. En lífið er ekki allt rósum stráð og það fékk Aðalheiður að reyna í ríkum mæli.Húnlentiíbílslysi og hlaut af þvi alvarleg meiðsli, þó að hún næði sér að mestu á yfir- borðinu, þá mun það ef til vill hafa átt sinn þátt í veikindum hennar siðar. Hin síðari ár átti hún við mikil veikindi að stríða, náði sér þó á milli til gleði og ánægju venzla- manna og vina. En smátt og smátt dvínuðu kraftarnir og með ný- byrjuðu ári fór hún á sjúkrahús og átti þaðan ekki afturkvæmt. Hún andaðist 30. janúar 1974. En fegurstu bólmin, sem fölna á jörðu fæðast að nýju í bjartari heim. Og í fullvissu þess kveðjum við þessa góðu konu og biðjum algóð- an Guð að taka vel á móti henni og leiða hana í sitt dýrðar ríki. Við hjónin viljum þakka henni fyrir allar elskulegu stundirnar, sem við höfum átt saman. Við munum geyma minningu hennar bjarta og hreina. Fjölskyldu hennar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur Að endingu þetta Göf ug hefur gengið gullnum blómum stráð. Fegurð öðrum fengið, fræjum gleði sáð. Jóhannes Sigurðsson. „Ljós og myrkur eru sagðar eilífar leiðir þessarar veraldar." Miðvikudaginn 30. janúar, við sólris, var frú Aðalheiður Sigur- geirsdóttir kvödd brott af þessum heimi. Loginn á kveik hennar hafði brunnið út í sama mund og bjarma morgunroðans sló á aust- urhimininn. Nýr dagur var að renna upp. Myrkur næturinnar að vikja. Þannig var ævikvöld Aðal- heiðar skrýtt fegurð morgunroð- ans. Ef til vill táknræn mynd af öllu hennar lífi, og Iífi allra yfir- leitt, þar sem ljós og myrkur skiptast á. Aðalheiður hafði búið við lang- varandi vanheilsu.Vonuðu allir og treystu þvi i lengstu lög, að hinar líknandi hendur mættu bæta sjúkdómsböl hennar og að hún fengi á ný að njóta friðar og fagn- aðar með fjölskyldu sinni. Sú von er nú brostin. Og orð fá þá litlu áorkað, þegar örlög eru ráðin. Við treystum þvi samt, að hönd þess alvalds, sem nú hefur Ieitt hana til nýrra heimkynna, sem hulin eru óskyggnum augum okkar, veiti hennr þá likn og lækningu, sem við þráðum í vanmætti okkar heitt og innilega, að henni mætti hlotnast. Við, sem kynntumst Aðalheiði Sigurgeirsdóttur, eigum margar ljúfar minningar frá samvista- stundunum með henni, óvenju- lega fagrar. Þær minningar verða ekki skráðar hér og nú, hvorki í blöð né bækur. Þær geymast bezt í lifandi helgidómi hjartans, sá bústaður einn er verðugur svo helgra minningadjásna. Sá, sem orð þessi færir í letur, getur ekki minnzt Aðalheiðar án ívafs blóma og fegurðar, svo ná- tengd sem hún var hinu fagra skrúði jurtaríkisins. Blómaræktin var hennar hjartans mál, og vissu- lega var hún í ríki fegurðarinnar á þeim stundum, sem hún varði til þess að hlúa að gröðrinum í garð- inum heima við húsið sitt. — En er það ekki ævinlega táknrænt, líkast órofa lögmáli, hve fegurstu blómin fölna oft skjótt og eru viðkvæm fyrir kuldahreti vetrar- ins? Nú þegar ég flyt Aðalheiði hinztu kveðju mína, er mér þakk- lætið efst í huga, þakklæti fyrir minningar um samverustundir á heimili hennar og eiginmanns hennar, Vilhjálms Vilhjálmsson- ar. Þær óbrotgjörnu gjafir eftir- lætur hún mér. Þær mun ég ávallt geyma. — Ég votta eiginmanni Aðal- heiðar, börnum, öldruðum föður og öðrum ástvinum innilega sam- úð. Friður veri með henni og bless- un vors og vaxtar. S. Þorkelsson. S. Helgason hf. STEINIÐJA tlnhohi 4 Sfmar 26677 og U254 I DAG fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði útför Sveins Jónas- sonar, Ölduslóð 15 þar í bæ, en hann lézt í Borgarspítalanum 28. janúar siðastliðinn eftir lang- varandi vanheilindi. Sveinn var fæddur í Hafnar- firði 15. júní 1925. Faðir hans var Jónas Sveinsson, lengi afgreiðslu- maður i trésmíðaverksmiðjunni Dverg, traustur og ötull eljumað- ur, sonur hjónanna í Brautarholti í Hafnarfirði, Sveins Gíslasonar og Kristínar Davíðsdóttur, merkishjóna, og var hann ættaður vestan úr Miklaholtshreppi, en hún norðan úr Miðfirði. Móðir Sveins Jónassonar var kona Jónasar, Guðrún Jónsdóttir, mesta myndarkona. Hún var dótt- ir Jóns Guðmundssonar smiðs í Arnesi i Valþjófsdal í Öundarfirði og konu hans Marsibilar Kristj- ánsdóttur. Liggja þessar ættir um Önundarfjörð og viðar um Vest- fjörðu, og var þar mikill hagleik- ur í ætt og atgervi á marga lund. Sveinn Jónasson var elztur af sex systkinum og fæddur í Brautarholti, en seinna bjuggu foreldrar hans lengi í Mjósundi 15. Sveinn lagði ungur stund á húsgagnasmíð í Dverg og lauk sveinsprófi í þeirri iðn og gekk jafnframt í iðnskólann í H,afnar- firði. Vann hann i Dverg um skeið, en hafði síðan smíðaverk- stæði heima hjá sér. Var hann hagur maður og smekklegur í verkum, eins og hann átti kyn til. En heilsa Sveins var ekki sterk og kom í ljós, að hann þoldi illa að standa við smíðar. Breytti hann þá um atvinnu og stofnaði fyrir- tækið Bíla- og búvélasöluna i Reykjavik, sem hann rak þar til fyrir nokkrum árum, en heilsan leyfði honum ekki að hafa stjórn þess með höndum, svo að hann seldi það. Hinn 4. sept. 1948 kvæntist Sveinn Freyju Leópoldsdóttur. Faðir hennar, Leópold Jó- hannesson, vann lengi við verzlun í Reykjavík, en ættaður var hann úr Hörðudal í Dalasýslu, sonur Jóhannesar Einarssonar á Dunk. Er Freyja mesta myndarkona og hefur sýnt manni sínum frábæra umönnun í löngum og erfiðum sjúkdómi. Þau ei^a fjögur mann- vænleg börn, þrju uppkomin, en hið yngsta, Leópold, á að fermast í vor. Hin eru: Jónas, nemur hag- fræði i Svíþjóð, Guðjón, nemur rafvirkjun og er búsettur austur á Egilsstöðum, en kona hans er þaðan úr héraði, — þeir eru báðir nýlega kvæntir, bræðurnir, — og Agústa hárgreiðslunemi. Sveinn Jónasson var dulur mað- ur og hafði sig ógjarnan mikið frammi, en hann var traustur í skiptum, hlýlegur í viðmót og hjálpsamur, þegar hann fékk því við komið. Börnum sínum og öðr- um skyldmennum var hann sér- lega notalegur. Hann bar veikindi sín með kjarki og jafnaðargeði, kvartaði ekki né æðraðist, hvorki heima né á sjúkrahúsum, varð vinsæll hjá hjúkrunarliði sem þolinmóður og geðprúður sjúkl- ingur. Á hinn bóginn hefur sá, er þetta ritar, fundið hjá fólki Sveins einlægt þakklæti til hjúkrunarfólksins fyrir um- hyggju þess og hlýju í hans garð. Það er jafnan sárt að horfa á bak nýtum manni, sem hverfur frá heimili og störfum á miðjum aldri, ekki fimmtugur. En minningar um góðan dreng verða ekki frá neinum teknar. Ölafur Þ. Kristjánsson t Hjartkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi SIGURÐUR KRISTJÁN GUOMUNDSSON andaðist á heimili sínu Hlaðbrekku 22, Kópavogi, 1 febrúar Fyrir hönd aðstandenda Guðrún Edda Jörundsdóttir. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM HVERJU á að svara bækluðu og vangefnu barni, sem spyr, hvers vegna Guð hafi skapað það öðruvfsi en önnur börn? Ég bið yður að svara þessu í þætti yðar, þvf að dóttur minni hefur verið sagt, að ástæðan sé sú, að hún sé óhlýðin foreldrum sfnum, og mér finnst það grimmilegt. Vesalings barnið! Ef hún spyrði mig, hvers vegna Guð skapaði hana öðruvísi en annað fólk, myndi ég svara því til, að öll fæddumst við með einhvern veikleika eða galla. Fáir menn eru fullkomlega eðlilegir. Þeir hafa ef til vill eðlilegan, hraustan líkama, en þeir hafa andlegan galla, eitthvert mein í sálinni. Ég mundi segja henni, að sumir þeirra, sem mest hefði kveðið að og orðið til mestrar blessunar, hefðu verið líkamlegaibæklaðirog það að hýsa reiði og gremju, iðka venjur, sem fjötra manninn, og drýgja synd, sem veikir manninn, ylli miklu meira tjóni en líkamleg missmíði. Ég mundi segja henni, að fólk, sem byggi í fátæk- legum húsum, væri oft hamingjusamara en þeir, sem byggju í skrauthöllum, og að það aftraði ekki sálinni frá því að hefja sig hátt, þó að líkaminn væri vanheill. Ég mundi segja henni, að Jesús hefði elskað lítil börn, og sum þeirra hlytu að hafa verið bækluð eins og hún. Hann sagði: „Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því að slíkra er guðsríkið." Síðan mundi ég segja henni, að þeir hefðu rangt fyrir sér, sem segðu, að hún hefði orðið bækluð vegna óhlýðni við foreldrana, og benda henni á, að margt sjúkt fólk hefði heilbrigðan líkama og öfugt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.