Morgunblaðið - 05.02.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.02.1974, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRUAR 1974 Virkjunarframkvæmdir á Norðurlandi vestra hefjist á næsta sumri Bæjarstjórn Sauðárkróks sam- þykkti á fundi sfnum 15. jan. sl. áskorun á orkumálaráðherra og þingmenn Norðurlandskjör- dæmis vestra um að beita sór fyrir, að virkjunarframkvæmdir á Norðurlandi vestra verði hafnar á næsta sumri til að bæta úr nú- verandi orkuskorti á væðinu. Bendir bæjarstjórnin á, að full- komin hönnun liggur fyrir á virkjun Svartár við Reykjafoss og Þverár við Skeiðsfoss og þurfi þær framkvæmdir því ekki að taka lengri tíma en nemur af- greiðslufresti vélabúnaðar. Bæjarstjórn hvetur til þess, að jafnframt verði hraðað rannsókn- um, hönnun og undirbúnings- framkvæmd virkjunar í Jökulsám í Skagafirði eða annarrar stórrar virkjunar á Norðurlandi, sem leysir á hagkv-æman hátt úr orku- þörf á Norðurlandi í framtíðirtni. Bæjarstjórn leggur til, að Raf- orkumálanefnd Norðurlands vestra fái heimild til að láta rann- saka virkjunarmöguleikana í Jökulsám. Myndin er af Sigrfði ásamt Gunnari Friðrikssyni forseta kvæmdastjóra. SVFl og Hannesi Hafstein fram- Léleg póst- þjónusta í Súða- víkurhreppi Á FUNDI Verkalýðs- og sjó- mannafélags Álftfirðinga í Súða- vík var samþykkt eftirfarandi ályktun til samgönguráðuneyt- isins og póstmálafulltrúa um póst- flutninga milli Isafjarðarflug- vallar og Súðavíkur: Vegna lélegrar þjónustu við íbúa Súðavíkurhrepps skorar fundur Verkalýðs- og sjómanna- félags Alftfirðinga, haldinn 20. jan. 1974, á ofangreinda aðila að láta gera eftirfarandi breytingar á póstflutningum til og frá Súða- vik: 1. Að póstur verði fluttur til og frá Súðavík fimm daga vikunnar í stað tvisvar í viku nú. Að póstur sé borinn út sama dag og hann kemur í plássið. Kröfur þessar verða að teljast sanngjarnar miðað við, að aðeins um 16 km eru út á flugvöll og óviðunandi að vita, að dagblöðin koma þangað daglega, en eru flutt 9 km á ísafjörð til geymslu. Gaf ullarvoðir til Englands í þakklætisskyni fyrir björgun MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Slysavarnarfélagi Islands: „Kl. níu að kvöldi sunnudag- inn 19. nóvember 1933, strandaði íslenzki togarinn GEYSIR frá Reykjavfk á Torness Point í norðanverðum Pentlandsfirði. Þegar skipið strandaði var vindur allhvass, slydda og skyggni afar slæmt. Sjólitið var, þegar skipið strandaði, en mikill straumur. Þegar eftir strandið náðist samband við Wick-radio, íslenzka og enska togara, er voru þar nálægir. Auk þess var skotið neyðarflug- eldum frá togaranum, til þess að gefa strandstaðinn til kynna. Þessi neyðarljós sá björgunar- báturinn frá Longhope, er var skammt undan, og var hann kominn skipbrotsmönnum til hjálpar innan klukkutíma. Þegar björgunarbáturinn kom á strandstað var búið að sjósetja annan skipsbátinn og voru 8 manns í honum. Er skemmst frá þvf að segja, að skipbrotsmenn komust allir um borð í björgunar- bátinn, er fór með þá til Long- hope á Orkneyjum þar sem þeim var vel fagnað. Ahöfn togarans var 13 manns auk tveggja far- þega. Annar farþeginn var ung stúlka, Sigríður Jóhannesdóttir, er fengið hafði að fara með togaranum þessa söluferð til Eng- lands, en faðir hennar var báts- maður á togaranum og einn af eigendum hans. Frú Sigríður Jóhannesdóttir er nú húsmóðir i Keflavik, gift skip- stjóra og synir hennar eru starf- andi sjómenn á fiskibátum. Mál- efni Slysavarnarfélagsins hefur hún látið til sín taka og hefur um fjölda ára verið virkur félagi kvennadeildarinnar f Keflavík. Hinn 19. nóvember s.l. voru því 40 ár liðin frá strandi togarans Geysis við Torness Point. 1 tilefni þessara tímamóta hefur frú Sigrfður gefið 20 íslenzkar ullarvoðir um borð i björgunarbátinn Longhope, sem þakklætisvott fyrir giftusamlega björgun áhafnar og farþega af togaranum Geysi, fyrir hlýjar móttökur og gestrisni, er þau nutu í Longhope, og fyrirgreiðslu við heimferðina. Frú Sigríður bað SVFl að hafa milligöngu um að tilkynna gjöf þessa til Björgunarbátafélagsins í Englandi og koma henni til réttra aðila. Nú hefur SVFl borizt bréf frá þessum aðilum, þar sem frú Sig- ríði eru færðar miklar þakkir og góðar fyrir hugulsemi hennar og hina höfðinglegu gjöf. Yfirstjórn Björgunarfélagsins óskar sérstaklega eftir, að ullar- voðunum verði skipt á milli hinna þriggja björgunarbáta-stöðva i Orkneyjum, Longhope, Stromness og Kirkwall. Þá hefur frú Sigríður einnig gefið til starfsemi SVFl kr. 5.000,00 og eru henni færðar beztu þakkir." Árnesingafélagið 40 ára ARNESINGAFÉLAGIÐ í Reykja- vik verður 40 ára á þessu ári. Stofnfundur félagsins var hald- inn i Kaupþingssalnum í Reykja- vík 24. maí 1934, og er félagið eitt elzta starfandi Atthagafélag i Reykjavík. í fyrstu stjórn félagsins voru Jón Pálsson bankagjaldkeri, for- maður, frk. Guðmunda Nílssen frá Eyrarbakka, Dr. Guðni Jóns- son prófessor, frú Sigríður Sigfús- dóttir og Eiríkur Einarsson alþm. frá Hæli. Tilgangur félagsins er að stuðla að kynningu og samstarfi Arnes- inga búsettra austanfjalls og Árnesinga í Reykjavík, varðveita frá gleymsku sögulegar minjar og annað er snertir sögu Ámessýslu, og að styðja eftir megni öll þau mál, sem horfa Árnessýslu og Arnesingum til heilla. Að þessu markmiði hefur félagið unnið eftir megni, m.a. með bókaútgáfu, skógrækt og öfl- ugum stuðningi við mörg fram- faramál Árnessýslu. Arið 1946 lét félagið reisa minnisvarða að Ashildarmýri til minningar um Áshildarmýrarsamþykkt 1496. Þá hefur félagið haldið uppi öflugu félagsstarfi meðal Arnesinga í Reykjavfk og efnt til Jónsmessu móta austanfjalls um mörg ár. Afmælisins minnist félagið m.a. með útgáfu hljómplötu. A plötu þessari flytur Árnesingakórinn f Reykjavík lög eftir 6 tónskáld úr Árnessýslu. Stjórnandi kórsins er Þuríður Pálsdóttir. Platan er væntanleg á markað nú í vor. Fastur liður í starfi félagsins er Arnesingamótið, en það hefur að- eins einu sinni fallið niður sl. 40 ár. Arnesingamótið 1974 verður að Hótel Borg 9. febrúar n.k. og er jafnframt 40 ára afmælishátfð félagsins. Heiðursgestir mótsins verða Agúst Þorvaldsson alþm. á Brúnastöðum og kona hans Ingveldur Astgeirsdóttir. Félagið hefur í tilefni afmælis- ins látið taka saman fjölritaðan bækling um starf félagsins og framtiðaráform og hefur hann verið sendur öllum þeim íbúum Stór-Reykjavfkur á aldrinum 16—70 ára, sem bera þjóðskrár- númerið 87, þ.e. eru fæddir f Árnessýslu, en þeir voru 2.337 talsins 1. desember 1972. Núverandi stjórn félagsins skipa: Hákon Sigurgrímsson fulltr. formaður, Bjarni K. Bjarnason borgardómari, Guðrún Björgvinsdóttir bankaritari, Gunnlaugur Arnórsson endur- skoðandi og Böðvar Magnússon bankagjaldkeri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.