Morgunblaðið - 05.02.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRUAR 1974
31
Enn minnkar
fylgi Nixons
Princetown, 4. febr., AP.
ARI eftir að vinsældir Nixons for-
seta Bandaríkjanna hafa verið
hvað mestar, er nú svo komið, að
fylgi hans hrapar enn, og sam-
kvæmt síðustu Gallupskoðana-
könnun, sem gerð var alveg ný-
lega, nýtur Nixon nú aðeins holl-
ustu 26% þjóðar sinnar. Einna
mest er fylgi forsetans í Suður-
rikjunum, eða um 34%, en á
austurströndinni er það 22%,
27% í miðrikjunum og 21% á
vestur ströndinni. I skoðanakönn-
unni næstri á undan þessari
studdu 27% forsetann.
Mótmæla kjara-
skerðingu
EFTIRFA RANDI ályktun var
samþykkt einróma á félagsfundi
Verkalýðs- og sjómannafélags
Álftfirðinga í Súðavík 20. jan. sl.:
Félagsfundur Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Álftfirðinga ákvað
með einróma atkvæðagreiðslu að
mótmæla allri kjaraskerðingu í
hvaða formi, sem er.
F angelsis-
óeirðir
Sydney, Ástralíu, 4. febr. AP.
FANGAUPPREISN, sem var gerð
í einu rammgerðasta fangelsi í
Astraliu f gær, var bæld niður
aðfararnótt mánudags og segja
fangelsisyfirvöld, að kyrrð hafi
nú komist á að nýju. Fjölmargir
fanganna særðust og fangaverðir
urðu fyrir skotum og aðsúg af
hendi fanganna.
Fangarnir kveiktu í fangelsinu
og munu hafa orðið gífurlegar
skemmdir á byggingum þess. Átta
fangar voru fluttir á sjúkrahús
vegna skotsára. Enda þótt þetta
fangelsi, sem heitir Bathurst, sé
talið mjög traust, hefur iðulega
komið til uppþota þar á síðustu
árum. Að þessum síðustu aðgerð-
um stóðu 250 fangar.
— 81%
Framhald af bls. 1
nætti nk. laugardag.
Urslit atkvæðagreiðslunnar
voru tilkynnt rétt áður en Heath
hóf fund með fulltrúum brezka
flutningaverkamanna — TUC —
til þess að ræða ástandið. Ér háft
eftir góðum heimildum, að hann
hafi farið þess á leit við þá að
miðla málum i deilunni, en leið-
togar kolanámamanna lýstu því
einróma yfir í dag, að þeir væru
ekki til viðræðu við neinn fyrr en
betra tilboð hefði borizt frá stjórn
Heaths.
— Spratly
Framhald af bls. 1
eyjar og Formósa hafa litlar
hersveitir á sumum þessara
eyja.
Spratly-eyjar eru kórairif,
en hafa nýverið vakið aukna
eftirtekt og áhuga. þar sem
ekki er ólíklegt, að olíu sé að
finna þar um slóðir.
— Offita
Framhald af bls. 16
Þvi miður fyrir þá, sem þjást
af offitu, er hreyfing hins vegar
ekki einhiítt meðal. Að hún ger-
ir mikið gagn er hins vegar
ljóst af samburði skýrslna.
Til þess að losna við offitu
ber sérfræðingum saman um,
að menn verða að gjörbreyta
matarhát.tum stnum, losna við
ýmiss konar ávana, sem olli fit
unni í byrjun. Dr. Henry A.
Jordari og dr. Leonard Levitz
við sálfræðideild Pennsylvaniu-
háskóla hafa sýnt fram á, að
með því að beita aðferð, sem
þeir kalla hegðunaraðlögun,
geta þeir losað fólk við aukakil-
óin án þess að breyta sjálfu
— Baader
Meinhof
Framhald af bls. 1
og sprengiefni í fórum sinum
ólöglega.
Næsta sumar stóð til, að réttar-
höld hæfust yfír Andreas Baader
og Ulriku Meinhof. Þeim hefur
hins vegar verið frestað til hausts,
til þess að þau verði ekki á sama
tíma og heimsmeistarakeppnin í
knattspyrni, sem á að fara fram í
V-Þýzkalandi i júní og júlí í sum-
ar.
Aðförin að sjömenningunum í
nótt var gerð eftir að lögreglunni
tókst að ráða dulmálslykil á upp-
lýsingum, sem bentu til þess, að
menn þessir væru að undirbúa
bankarán i Kiel til þess að komast
yfir fé til vopnakaupa.
— Vestræn ríki
Framhald af bls. 1
ríkjanna, hefði farið til Washing-
ton til að reyna að bæta samskipt-
in milli Bandarikjanna og Kúbu
og var um það orðrómur, að hann
hefði flutt Bandaríkjastjórn per-
sónulega orðsendingu Fidels
Castros.
Gromyko ræddi við Henry Kiss-
inger, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, í tvær klukkustundir I
dag, að frumkvæði Kissingers,
eftir því sem talsmaður banda-
ríska utanríkisráðuneytisins upp-
lýsti.
Kissinger sagði að fundinum
loknum, að þeir hefðu ekki rætt
um samskipti Bandaríkjanna og
Kúbu: „Við höfðum svo mörg
önnur mál um að tala,“ sagði
hann. Tilkynnt var eftir fundinn,
að þeir hefðu einkum rætt um
öryggismálaráðstefnu Evrópu og
ástandið i Austurlöndum nær.
Sagt hefði verið eftir góðum
heimildum í Washington, að Kiss-
inger hefði hug á að fá aðstoð
Sovétmanna við samningaumleit-
anir ísraela og Sýrlendinga.
Seint i kvöld var siðan tilkynnt,
að Gromyko hefði hafið mikilvæg-
ar viðræður við Nbton, forseta
Bandaríkjanna, að viðstöddum
þeim Kissinger og Anatoli Do-
brynin, sendiherra Sovétríkjanna
í Washington. Gromyko ræðir aft-
ur við forsetann á morgun og fer
ekki frá Washington fyrr en á
miðvikudag i fyrsta Iagi.
— Ronald Biggs
Framhald af bls. 1
Haynes og bjó með brasiliskri
konu.
Biggs fór fram á að verða
sendur til Englands til að standa
þar fyrir máli sinu, og af hálfu
brezkra yfirvalda hefur verið far-
ið fram á framsal hans. Bretland
og Brasilia hafa ekki samning um
framsal afhrotamanna, en þess
eru mörg fordæmi, að stjórnvöld
Brasilíu framselji sakamenn sem
„óæskilegar persónur í landinu ',
enda þótt þeir hafi ekki brotið af
sér þar. Er því búizt við, að Biggs
verði sendur til Englands með
flugvél svo sem brezk yfirvöld
hafa óskað.
Biggs var sem kunnugt er
dæmdur til 30 ára fangavistar ár-
ið 1964 fyrir þátttöku i alræmdu
lestarráni í Bretlandi .árið áður.
Honum tókst að flýja úr fang-
elsinu árið 1965 og hefur brezka
leynilögreglan síðan haldið uppi
stöðugri leit að honum.
mataræði þess. Dr. Jordan
sagði, að þeir byrjuðu á þvi að
fá fólk til þess að halda skýrslu
um mataræði sitt og hreyfingu.
I skýrslunni kemur fram, hve
hratt fólk borðar, skaplyndi
þess, hvort það er svangt og
hverjar likamsástæðurnar eru
við máltíðir, hverjir eru við-
staddir máltíðir, hvar er snætt
og hvenær, hvaða matur er
helzt á borðum og hve mikið
inniheldur hann af hitaeining-
um, hvar og hvenær eru lfkams-
æfingar gerðar.
Jordan sagði, að margir sjúkl-
ingar sæju af skýrslunni, að
þeir borðuðu mun meira en
þeir höfðu haldið, og það eitt að
gera skýrsluna breytti hegðun
meira en margan grunaði. Sál-
fræðingarnir gefa svo ýmis góð
— EBE
Framhald af bls. 1
smám saman tolla á þeim vörum,
sem skipta miklu fyrir félagsiega
og efnahagslega þróun eyjanna.
í þriðja lagi viðurkennir nefnd-
in, að fiskveiðar séu lífsnauðsyn-
legar bæði Færeyingum og Græn-
lendingum. „Fiskveiðar og skyld-
ar iðngreinar hafa — vegna land-
fræðilegrar legu þessara hluta af
danska konungdæminu, úrslita-
þýðingu fyrír atvinnulíf ibúanna,
þar sem aðrir atvinnumöguleikar
eru mjög takmarkaðir,“ segir í
áliti nefndarinnar.
„Ákvörðunin sýnir þar fyrir
utan vilja EBE til að taka þátt í
uppbyggingu Grænlands og Fær-
eyja og mun nefndin af þeim sök-
um taka mál þetta til endurskoð-
unar, þegar fyrir liggja niðurstöð-
ur hafréttarráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna."
— Einar Baldvin
Framhald af bls. 32
formaður Stúdentaráðs Háskóla
Islands á árunum 1926—27, for-
maður Lögmannafélags íslands
1946—47, átti sæti í stjórn Eim-
skipafélags íslands frá Í950 og
formaður hennar frá 1954 til
dauðadags. Hann var skipaður
dómari í Félagsdómi árið 1945,
var meðdómari í Merkjadómi
Reykjavíkur frá 1961 og sat i
landskjörstjórn frá 1953. Þá var
Einar kennari i sjórétti við Stýri-
mannaskólann i Reykjavik í
fjölda ára og á því sviði liggur
eftir hann eitt rit: Ágrip af ís-
lenzkum sjórétti, sem kom út
1940. Einar var sæmdur riddara-
krossi fálkaorðunnar árið 1963.
Eftirlifandi kona Einars Bald-
vins Guðmundssonar er Kristín
Ingvarsdóttir, og eiga þau upp-
komin þrjú börn.
— Sprenging
Framhald af bls. 1
ton, kona hans Linda og tvö börn
þeirra hjóna, tveggja og fimm ára
að aldri. Hinir, sem létust, voru
allir hermenn.
Að sögn lögreglunnar hafði
sprengjunni, sem innihélt 19 kg
af sprengiefni, sennilega verið
komið fyrir í farangursgeymslu
áætlunarbifreiðarinnar rétt áður
en hún lagði af stað frá Manchest-
er. Þar höfðu hermennirnir verið
í helgarfríi ásamt fjölskyldum
sinum. Heita mátti að afturhluti
bifreiðarinnar spryngi i tætlur og
brak dreifðist yfir 200 metra
svæði meðfram þjóðveginum. Er
haft eftir einum af björgunar-
mönnum, sem komu á staðinn, að
hann hefði aldrei séð neitt svo
slæmt og hefði hann þó gegnt
herþjónustu, bæði i Þýzkalandi og
Frakklandi i heimsstyrjöldinni
siðari.
Talið er, að IRA standi einnig
fyrir bréfsprengjuherferð, sem
virðist hafin i Bretlandi. Fyrir
helgina meiddist Reginald Maudl-
ing, fyrrum innanríkisráðherra
Bretlands, á fingri, þegar hann
opnaði bréf með sprengju i, og i
dag sprakk bréfsprengja i bygg-
ingu blaðsins Daily Express í
Fleet Street í London með þeim
afleiðingum, að öryggisvörður
missti tvo fingur. Bréfið var stilað
til stjórnarformanns blaðsins, Sir
Max Aitken, sem er 63 ára að
aldri.
ráð, kenna fólki að taka litla
bita, tyggja hægt, láta nokkurn
tima líða á milli bita og rétta,
borða aðeins- á einum stað á
heimilinu o.s.frv.
Hegðunaraðlögun er sú að
ferð, sem bezt hefur gefizt í
baráttunni gegn offitu. A
fyrstu þrem mánuðunum kom í
ljós, að fimmtíu og fjórir af
hundraði höfðu Iétzt um tíu
kíló og allir héldu áfram að
léttast, að minnsta kosti fyrsta
árið. Enn sem komið er hefur
hins vegar ekki gefizt tækifæri
til að reyna aðferðina nógu
lengi til þess að hægt sé að
fullyrða um langtíma árangur
af henni.
Margir sérfræðingar eru
þeirrar skoðunar, að líkamlegt
álag og taugaspenna, sem hljót-
— Stálu kjöti
Framhald af bls. 32
um, að kaupmaðurinn greiddi
félaga sínum 1000 kr. fyrir hvern
kjötskrokk, eða alls um 400 þús.
kr„ en ósamið var • um greiðslu
fyrir smjörið. Afganginn átti
kaupmaðurinn að fá í sinn hlut.
Kaupmaðurinn hafði aðeins náð
að selja litinn hluta þýfisins, er
hann var handtekinn, eða um 75
kg smjörs og 20 kjötskrokka. Hins
vegar hafði hann þegar greitt
félaga sinum í vörum og reiðufé
um 190 þús. kr. fyrirfram. Kaup-
maðurinn hefur ekki komið við
sögu hjá lqgreglunni áður vegna
brota sem þessa, en félagi hans
hefur hins vegar gert það.
Mennirnir stálu kjötinu og
smjörinu í áföngúm. Hófu þeir
þjófnaðinn um 20. des. og voru
síðan að annað slagið fram til 10.
jan. Hafði annar þeirra komizt
yfir lykil, sem opnaði þeim leið að
mestu inn í frystigeymslurnar, en
þó þurftu þeir einnig að brjóta
sér leið á köflum. Fluttu þeir
varninginn i sendibifreið og gátu
flutt um 30 skrokka í ferð, þannig
að um 13 ferðir þurfti að fara með
kjötið. Alls vó þýfið um 5 lestir. 1
frystigeymslunum er geymt mik-
ið magn af kjöti i heilum skrokk-
um og srnjöri fyrir Sláturfélag
Suðurlands ög SÍS og var nokkur
hluti kjötsins ætlaður til útflutn-
ings. Var því erfitt að greina, að
kjöt hefði horfið, fyrr en komin
var allstór geil í skrokkastæðurn-
ar.
Eins og fyrr sagði hefur' mest-
allt þýfið fundizt og verið komið
til skila. Var kjötið og smjörið
með öllu óskemmt, en þó höfðu
nokkrir skrokkar verið sagðaðir
niður.
Að sögn rannsóknarlögreglunn-
ar í Hafnarfirði er þetta eitt
stærsta þjófnaðarmál, sem komið
hefur til hennar kasta um langt
skeið, og fátítt mun hérlendis, að
svo miklu magni matvæla sé stol-
ið nánast i einu lagi.
— Lárus Jónsson
Framhald af bls. 14
við fjárlagaafgreiðslu í des. s.l.,
en svo varð nú ekki raunin á,
vegna þess að hæstvirtri ríkis-
stjórn tókst ekki að afla fjár til
þess við afgreiðslu fjárlaga, þann-
ig að það verður að biða betri
tíma. Hér er sem sé ekki um það
stóra mál að ræða heldur einvörð-
ungu að laga reglur húsnæðis-
málastjórnar að aðstæðum fólks,
þannig að sem mestur jöfnuður
skapist, hvar sem menn búa á
landinu.
Það er svo, að í reglugerð um
veitingu húsnæðislána á vegum
húsnæðismálastjórnar, er miðað
við komutíma lánsumsókna og
hvenær viðkomandi húsnæði
verður fokhelt. Miðað er við, að
umsóknir, sem hljóða á nafn,
þurfi að vera komnar 1. febr. ár
hvert, til þess að lán fáist á því
ári. Þessi regla er mjög óeðlileg
gagnvart húsbyggjendum á lands-
byggðinni, vegna þess að aðstaða
þar til lóðaúthlutunar er víða erf-
ið og þvf oft á tíðum óhægt um vik
að afla lóðasamninga og teikninga
fyrir 1. febr. Þá er og á það að líta,
að sé úthlutun miðuð við eindaga
fokheldisvottorðs, sem er
snemma á haustin, er það mjög
óhagstætt fyrir þau byggðarlög,
sem búa við frumstæðari bygg-
ist af breytilegri þyngd, geti
valdið meiri skaða en offitan
sjálf. Ef um er að ræða sjúkl-
inga, sem ekki eru staðráðnir í
að léttast, ráðleggja læknar
þeim oft að reyna það ekki einu
sinni.
Sumir læknar, þeirra á meðal
dr. Paul Scholten sérfræðingur
í fitusjúkdómum í San Frans
isco, eru þeirrar skoðunar, að
sé fólk heilbrigt að öðru leyti
en því, að það sé eilítið of feitt,
sé kominn timi til að hætta öll-
um þessum látum og viður-
kenna, að fólk geti verið feitt,
en fullkomlega heilbrigt. „Við
höfum frekar efni á þvi að vera
þéttir og ánægðir heldur en að
vera með áhyggjur út af nokkr-
um pundum," segir dr. Scholt-
en.
ingartækni, óhæfa aðstöðu til öfl-
unar sérhæfðs vinnuafls, svo og
óbliðari náttúruskilyrði en eru
hér á Suðvesturlandi. Reglan um
komutima umsókna, sem hljóða á
nafn einstaklings, er sérstaklega
óhagstæð fyrir verktaka í bygg-
ingariðnaði, einkum byggingar-
verktaka á landsbyggðinni. Ljóst
er, að vel má standa að sölu þeirra
íbúða, sem hafin er bygging á i
.byrjun árs og eru orðnar fokheld-
ar á hausti, þannig að hinn 1.
febr. sé unnt að leggja inn hjá
húsnæðismálastjórn umsókn um
slíkar íbúðir hjá kaupendunum
sjálfum. Þótt þetta sé vissulega
örðugt hér á þéttbýlissvæðinu,
tekur steininn úr á landsbyggð-
inni, því að þar tíðkast alls ekki
að selja íbúðir á teikniborðinu
eins og mun gerast hér syðra.
* r
— I þágu Islands
Framhald af bls. 32
ríkin eða segja honum upp að
öðrum kosti.
— Samkvæmt þessu standa
endurskoðunarviðræður nú yfir. í
þeim ber að reyna til þraútar að
ná samkomulagi um þá lausn
mála, sem Islendingar geti vel við
unað, og jafnframt fullnægi
skuldbindingum íslands við
NATO. Um það, hvað aðgengilegt
sé fyrir ísland, verður Alþingi að
dæma, eða þjóðin sjálf, ef þingið
ákveður að skjóta málinu til
þjóðaratkvæðis.
— En náist slíkt samkomulag
ekki, get ég ekki betur séð en að
til uppsagnar varnarsamningsins
hljóti að koma. En það skyldu
menn hafa hugfast, aðþrátt fyrir
það eru Íslendingar ekki lausir
allra mála, heldur hvila áfram á
þeim þær skuldbindingar um
þátttöku i samstarfi um varnir
vestrænna þjóða, sem í NATO-
samningnum frá 1949 greinir.
— Misnotkun
Framhald af bls. 2
framhaldi af henni var lesin frétt
frá Samtökum herstöðvarand-
stæðinga um fund, sem þau
hyggjast efna til um næstu helgi,
þar sem norskur gestur verðurtil
staðar. Það kom í ljós í fréttatima
sjónvarpsins á sunnudag, að þessi
samtenging var engin tilviljun. í
fréttum sjónvarpsins á sunnu-
dagskvöld var lesin frétt um
stofnun Samtaka herstöðvaand-
stæðinga á Akureyri og fund er
þau höfðu haldið á Akureyri þá
um daginn og í beinu framhaldi
af þeirri frétt var skýrt frá slitum
ráðstefnunnar um öryggismál is-
lands og Noregs.
Siðastliðinn miðvikudag skýrðu
Samtök um vestræna samvinnu
og Varðberg frá því, að efnt yrði
til blaðamannafundar að lokinni
ráðstefnunni síðari hluta sunnu-
dags. Þegar til kom, neitaði sjón-
varpið að senda fréttamann á
blaðmannafund þennan. Er sú af-
staða gersamlega óskiljanleg. Á
blaðamannafundi þessum mættu
formenn þriggja stjórnmála-
flokka, þeir Geir Hallgrfmsson,
Hannibal Valdimarssor) og Gylfi
Þ. Gislason og talsmaður þess
fjórða á ráðstefnunni, þ.e. Jön
Skaftason; auk þess Guttorm
Hansen, forseti norska stórþings-
ins. Fyrirfram mátti búast við
fréttnæmum yfirlýsingum frá
einhverjum þessara manna, enda
kom það i ljós, er Hannibal
Valdimarsson lýsti yfir því, að
ekki kæmi til mála annað en hér
yrði aðstaða til þess að hafa eftir
lit með sovézkum flugvélum og
kafbátum, en vitað er, að Einar
Ágústsson utanríkisráðherra
stefnir að því, að reka kafbáta-
leitarflugið úr landi. En svo virð-
ist sem Sjónvarpið hafi engan
áhuga á slikri frétt sem þessari.
Þau dæmi, sem hér hafa verið
rakin, um afstöðu fréttastofa út-
varps og sjónvarps til þessarar
ráðstefnu, sýna annars vegar
mjög alvarlega misnotkun að-
stöðu (þ.e. viðtal Einars Karls við
Guttorm Hansen) og hins vegar
vaknar sú spurning, hvort frétta-
stofur hljóðvarps og sjónvarps
séu svo hræddar við hina svo-
nefndu herstöðvarandstæðinga,
að þær þori ekki að sinna eðlileg-
um fréttaskyldum sínum.