Morgunblaðið - 09.02.1974, Page 2

Morgunblaðið - 09.02.1974, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1974 Bjarni Guðnason: Þingsályktunartillaga um uppsögn varnarsamningsins Hinn nýi skuttoeari Hraðfrvstihúss Eskifjarðar og Kaupfélags Héraðsbúa, Hölmanes, kom til Eskifjarðar í fyrradag. iHyndin er tekin af skipinu, þegar það skreið inn Eskifjörð, og staðurinn, sem skipið heitir eftir, Hólmanes er í baksýn. Ljdsm. Mbl.: Þórleifur Olafsson. Vandamálin að rekja framleiðslukostnaðar I FYRRADAG var lögð fram á Alþingi tillaga frá Bjarna Guðna- syni til þingsályktunar um upp- siign varnarsamnings milli ís- lands og Bandaríkjanna. Tillagan er svohljóðandi: „Með skírskotun til þess, að sá sex mánaða frestur, sem tilskilinn er til endurskoð- unar á varnarsamningi milli ís- lands og Bandaríkjanna frá 5. maí 1951, er liðinn, ál.vktar Alþingi að fela ríkisstjórninni að leggja nú þegar fyrir Alþingi frumvarp tii laga irni uppsögn samningsins." 1 greinargerð með tillögunni segir Bjarni Guðnason m.a., að nú sé sýnt, að st jórnarflokkarnir hyggist hlaupast frá því að koma öllum bandarískum her af landi brott á kjörtímabilinu, undir þvf yfirskini, að aðildin að NATO leggi íslendingum á herðar þær skyldur, að NATO-ríkin hafi Epli 26% 100 kr. liækkun f tíð vinstri stjórnar. hér aðsetur fyrir flug- sveit, flugvirkja og lög- gæzlu. En af NATO-samning- um frá 1949 megi ráða, að íslendingar hafi engar skyldur vegna NATO-aðildarinnar að hafa hér her eða her- stöðvar á friðartímum. Og um þessar mundír sé með frið- samlegasta móti frá stríðslokum í okkar heimshluta. Þá segir einnig í greinargerðinni, að varnarliðið bandaríska hafi mengað svo hugarfar margra íslendinga, að þeim finnist þeir vart geta lifað án þess. Mengun hugarfarsins sé nú komið á það alvarlegt stig, að hrottför varnarliðsins þoli enga bið, ella blasi við herseta áíslandi til frambúðar. Kíttisverk- smiðja reist í Hveragerði í RAÐI er að reisa mikla kíttis- verksmiðju við Ilveragerði. Framkvæmdir við bvgginguna munu hefjast á næstunni, en hún verður alls um 4 þúsund fer- metrar á tveimur hæðum, en henni hefur verið valinn staður milli nýja og gamla þjóðvegarins, austan við Breiðumörk. Aðal- hvatamaður að stofnun verk- smiðjunnar er Olafur Þorgríms- son. Gert er ráð fyrir, að í þessari verksmiðju fari þó fyrst í stað aðeins fram átöppun, en hráefnið verði flutt hingað til lands frá Bandaríkjunum. Hins vegar verður kíttið mestmegnis flutt út til Evrópulanda, einkum Efna- hagsbandalagslandanna. Kíttisverksmiðja þessi hefur þó að undanförnu verið talsvert til umræðu meðal íbua Ilveragerðís, en þar óttast margir mengun af völdum hennar. Þess vegna hefur félagsskapurinn Junior Chamb- ers i Hveragerði ákveðið að boða til almenns borgarafundar meðal íbiia Hveragerðis um málefni verksmiðjunnar. Er hér fyrst og fremst um að ræða kynningar- fund, þar sem munu mæta full- trúar úr sveitarstjórn, og fulltrúi frá stjórn verksmiðjunnar til að gera grein fyrir málinu. Þá verða einnig almennar fyrirspurnir og umræður. Verður fundurinn haldinn að Hótel Ilveragerði og hefst kl. 2. Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi fráSambandi íslenzkra sam- vinnufélaga 8. febrúar 1974. Vegna blaðaskrifa, sem spunn- izt hafa um sölu á kvenkápum úr islenzkri prjónavoð til Bandaríkj- anna, þykir Sambandi íslenzkra samvinnufélaga rétt að koma eft- irfarandi upplýsíngum á fram- færi: 1. í lok nóvember 1973 fengum vér fyrirspurn frá bandaríska fyrirtækinu Sperry & Hutchinson Co., vegna American Express. Var spurzt fyrir um, hvort vér gætum selt þeim kvenkápur úr íslenzkri ull og á hvaða verði. Vér óskuðum eftir nánari upplýsingum um snið og frágang og að þeim fengnum var athugað, hvort Prjónastofa Borgarness gæti tekið að sér verk- ið. Reyndist svo vera. Tilboð f kápurnar, byggt á útreikningum prjónastofunnar, var síðan sent til Bandaríkjanna. Þess skal sér- staklega getið, að Iðnaðardeild Sambandsins hefur um nokkur undanfarin ár haft milligöngu um sölu erlendis á ýmsum fram- leiðsluvörum Prjónastofu Borgar- ness. 2. Fulltrúar American Express og Sperry & Ilutchinson komu síðan hingað til lands 29. janúar s.l. Var málið þá frekar rætt og kaupin gerð. Það skilyrði var sett af hálfu hinna erlendu kaupenda, að Sambandið hefði milligöngu um samningana. 3. Vér teljum miður farið, að reynt hefur verið að gera þennan sérstaka samning tortryggilegan i Fyrsti ráðherrann fallinn r r pi • •• • i profkjori Sfmað var til Morgunblaðsins í gærkvöldi úr Þingeyjarsýslu og þau tíðindi sögð, að fyrsti ráð- herrann væri failinn. Síðan f.vlgdi sú skýring, að í S-Þingeyjarsýslu hefði nýlega farið frain prófkjör innan Framsóknarflokksins og þar hefði Ingvi Tryggvason, hlaðaful Itrúi Búnaðarfélags is- lands, farið með sigur af hólmi gegn Jónasi Jónssyni, aðstoðar- ráðherra Halldórs E. Sigurðsson- ar, og fengið 113 atkvæðum fleira en Jónas. Búnaðarþing sett á mánudag Búnaðarþing — hið 56. í röð- inni, verður sett í Búnaðarþings salnum í Bændahöllinni næst- komandi mánudag kl. 10 f.h. Asgeir Bjarnason, formaður Búnaðarfélagsins, setur þingið og Halldór E. Sigurðsson land- búnaðarráðherra flytur ávarp. Þá verða kjörnir starfsmenn þings- ins, en formaður Búnaðarfélags Islands er sjálfkjörinn forseti þess. Fundir Búnaðarþings eru öll- um opnir, sem hafa áhuga á að fylgjast með störfum þess. til mikils hérlendis augum blaðalesenda með skír- skotun til þeirra miklu erfiðleika, sem prjóna- og saumastofur víða um land eiga nú við að etja. Vandamál þessara fyrirtækja á rætur sínar að rekja til þeirrar staðreyndar, að framleiðslukostn- aður allur hefur hækkað miklu örar en svo, að hægt hafi verið að jafna allan muninn með hærra söluverði erlendis. Það er að vor- um dómi fráleitt að halda því fram, að sá sérstaki samningur, sem hér um ræðir og snertir aðeins eitt framleiðslufyrirtæki, geti á nokkurn hátt orðið ráðandi um úrlausn þess mikla vanda, sem hér er við að eiga og snertir mörg fyrirtæki víðs vegar um landið. 4. Svo sem kunnugt er, selur Samband íslenzkra samvinnufé- laga mikið magn af ullarvörum til Sovétríkjanna. Hér er um að ræða vörur, sem framleiddar eru í miklu magni í verksmiðjum Sam- bandsins á Akureyri, þar sem hægt er að koma við fuilkomn- ustu vélum og ýtrustu hagræð- ingu. Því miður er naumast hægt að gera ráð fyrir, að þær vörur, sem hér um ræðir, mundu fallnar til framleiðslu f litlum fram- leiðslueiningum. Hins vegar hefur nú um nokkurra mánaða skeið farið fram athugun á því, hvort hægt mundi að ná samn- ingum um sölu til Samvinnusam- bands Sovétríkjanna á vörum, sem henta mundu til framleiðslu i minni framleiðslueiningum. Mun innan skamms fást úr þvi skorið, hvort hægt verður að leiða þessa samninga farsællega til lykta og ná verði, er nægi til þess að standa undir hérlendum fram- leiðslukostnaði. Þess skal að lok- um getið, að hinn 1. þ.m. var ákveðið, að fyrirsvarsmenn prjóna- og saumastofu á Norður- landi og á Egilsstöðum kæmu saman til fundar með forráða- mönnum Iðnaðardei ldar Sam- bandsins til viðræðna um hugsan- lega samvinnu. Mun fundur þessi verða á Akureyri 13. og 14. febrú- ar n.k. Borgarfulltrúi Framsóknar tvísaga: Kristján Ben. tók ekki boði borgar- stjóra um að hlusta á eigin ræðu! A FUNDI borgarstjórnar Reykjavíkur á fimmtudags- kvöldið kom til snarpra orða- hnippinga milli Birgis ísleifs Gunnarssonar borgarstjóra og Kristjáns Benediktssonar (F). En Kristján gerði bókun frá Albert Guðmundssyni að um- ræðuefni og taldi, að með henni hefði Albert bundíð enda á far- sæla forystu sjálfstæðismanna í íþröttamálum. Bókun Alberts, sem gerð var í borgarráði 5. þ.m., var á þá leið, að hann tæki ekki þátt í afgreiðslu á tillögu um girðingu í kringum vellina i Laugardal og mundi ekki taka þátt í afgreiðslu málefna þeirra valla, sem þar væru í byggingu. Albert Quðmundsson kvaðst vilja segja Kristjáni það sama nú 'og hann hefði sagt á um- ræddum borgarráðsfundi. Þ.e.a.s. að skoðanir sínar á gerð íþróttavalla mótuðust af ára- tuga reynslu og því hefði hann jafnan lagt áherzlu á, að komið yrði upp boðiegum keppnisvöll- um. En þær girðingartegundir, sem lagt hefði verið til að nota í Laugardalnum, teldi hann ljót- ar og auk þess væru þær þannig úr garði gerðar, að auðvelt væri að standa utan vallanna og horfa á kappleiki og þannig töpuðu íþróttafélögin miklu fé. Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri kvaðst furða sig á og fordæma þær tilraunir, sem Kristján Benediktsson væri að gera til þess að reyna að sanna einhvern ímyndaðan klofning í röðum sjálfstæðismanna og hikaði hann jafnvel ekki við að nota vísvitandi lygar í því skyni. Sbr. það að í næstu liðum umræddrar fundargerðar tók Albert Guðmundsson þátt i að samþykkja tilboð um gerð malarvallar í Laugardal og gerð vélfrystst skautasvells. En í fyrri ræðu sinni fullyrti Kristján, að Albert mundi standa gegn þessum fram- kvæmdum og tiltók sérstaklega væntanlega skautahöll, sagði borgarstjóri. Og þótt Kristján hafi í seinni ræðu sinni þrætt fyrir að hafa nefnt skautasvell- ið, þá mun hljóðritun fundarins leiða hið gagnstæða í Ijós og vil ég hér með bjóða Kristjáni og viðstöddum blaðamönnum að koma til skrifstofu minnar kl. 9,30 í fyrramálið og hlýða á hljóðritunina. Blaðamaður Morgunblaðsins þáði þetta boð borgarstjóra, en ekki létu Kristján Benedikts- son eða blaðamenn annarra blaða, sem á fundinum voru, frá Alþýðúblaðinu, Tímanum og Þjóðviljanum, sjá sig. Hinn umdeildi hluti úr fyrri ræðu Kristjáns hljóðar svo orð- rétt: „Mér fannst þessi bókun og sá skoðanaágreiningur, sem upp er risinn meðal bftr. Sjálfst.fl., það athyglisverður, að rétt væri að gera hann að sérstöku umtalsefni hér i borgarstjórn. Það er einnig athyglisvert, að í þessari hókun erfyrst og fremst vikið að þeim mannvirkjum í Laugardal, sem eftir er að reisa þar, cn það eru fyrst og fremst íþróttavel lirnir, sem þar munu risa á næstunni til viðhótar við Skautahöll, sem gert hefur verið ráð fyrir að Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.