Morgunblaðið - 09.02.1974, Síða 11

Morgunblaðið - 09.02.1974, Síða 11
11 >■ -,i )~?A : . ■ in'/Mioiot/___ MORGUNBLAÐIÐ, LAÚGÁRDAGUR 9. FEBRUAR 1974 og það átti a8 gera. Síðan var slakað út 150 föðmum til viðbótar til að fá trollið í rétta hæð í sjónum, en þá geröist það, sem Stefán óttaðist. Togarinn dró ekki trollið. Það var of þungt fyrir vélarkraft hans. Nú seig trollið að botni, þrátt fyrir það, aö reynt var að hífa það inn á spilinu. Var því ekki um annað að ræða en að stöðva skrúfu skipsins og hífa á spilinu. Það tókst og kom trollið óskemmt upp. „Þær flotvörpur, sem íslendingar kaupa fyrir þessa togara, eru allt- of þungar fyrir þessa skipa- stærð,“ sagði Stefán, þegar trollið var komið inn. Aðvörunarkerfi eft- ir 5 ára tilraunir ,,Það er alveg furðulegt,“ sagði Stefán, „tslendingar hafa verið brautryðjendur hvað nótaveiði snertir um margra áratuga skeið. En þegar um togveiðar er að ræða, þá sitja þeir aftast á mer- inni. Að vísu afla þeir álíka mikið og aðrir togarar, en þeir gætu vafalaust aflað miklu meira ef £eir væru fljótari að taka upp nýjungarnar." Það væri t.d. fyrst núna, sem Islendingar væru að taka upp flottrollið, veiðarfæri, sem Þjóðverjar og Norðmenn hefðu notað með góðum árangri í fjölda ára, og sérstaklega nú hin síðari ár, þegar togarar þeirra fá oft megnið af sínum afla I flot- vörpuna. „Hvað hafið þið hjá Simrad lengi unnið að þessu aðvörunar- kerfi?" „Við höfum unnið að gerð þess s.l. 5 ár, og er þetta eina tæki sinnar tegundar á heimsmarkaðn- um. Tækið er hannað eftir 5 ára tilraunir með flotvörpur um borð í norskum skuttogurum, og er undanfari sjálfvirks búnaðar við stjórn á flotvörpu. En þegar það tæki kemur á markaðinn, mun það stjórna flotvörpunni í sjón- um, án þess að mannshöndin komi nálægt. Sem stendur er haegt að nota vörpuna í 5 metra hæð frá botni án þess að þurfa að vera hræddur um að varpan rek- ist í botninn og skemmist." „Hvernig vinnur þessi útbúnað- ur?“ „Hann vinnur þannig, að varp- an er færð inn á aðaldýptarmæli skipsins, þannig að hægt er að sjá hvort varpan er í réttri stöðu gagnvart fiskilóðningunum í sjón- um. Meö þvi að færa þetta inn á aðaldýptarmæli skipsins, gefur það skipstjóranum nægjanlegan tíma til að færa vörpuna upp og niður i sjónum eftir þörfum, eða ef hún nálgast botn. Þegar aðal- mælir skipsins er búinn að greina mismunandi háa tinda á botnin- um, sem gætu ef til vill verið hættulegir fyrir vörpuna, hefur skipstjórinn nægan tíma til að lyfta vörpunni. Venjulega eru hafðir 300 faðm- ar af vir úti og togað er á 4 mílna hraða, ef svo er, þá hafa menn 5 mínútur til að lyfta vörpunni það mikið að hún rekist ekki á tind- inn. — En allt þetta krefst réttrar stærðar á vörpunni og að skipið hafi nægt vélarafl, en mikið vélar- afl þarf við flotvörpuveiðar." „Hvernig virkar sjálft viðvör- unarkerfið?" „Það er með sjálfvirka skipt- ingu á milli neðra og efra geisla á höfuðlinumælinum og hægt er að breyta sendingum þeirra eftir vild. Ennfremur eru 2 handstýrð- ir geislar. Vörpuopið sjálft verður að stilla eftir aflestri af höfuð- línumælinum til að alls staðar komi fram rétt hlutföll. Og ekki má gleyma því, að ef hætta er framundan gefur viðvörunarkerf- ið frá sér hljóðmerki og gult ljós kviknar. Ný tegund af fisksjá er einnig í þessari tækjasamstæðu, en hana er einnig hægt að nota sem sjálfstætt tæki. Hún sýnir lððningarnar á ljósskermi, en hægt er að nota hana með dýptar- mæli eða sjálfstætt verkfæri, en með því sparast mikill pappir. Langdrægni fisksjárinnar er fær- anlegt upp og niður í sjónum frá 10 metrum niður 995 metra, og 5 mismunandi skaiar eru á henni. Þá hefur þetta tæki botnlæsingu á tilsvarandi skölum, og hægt er að nota það við minnisheila, sem er t.d. um borð í Björgvin. Þá er beinn aflestur á fisksjánni frá að- aldýptarmæli, og sem koma fram sem tölumerki." Trúin ekki nógu mikil „Á hvaða tíma árs fiska Norð- menn bezt i flotvörpuna?" „Norðmenn hefja venjulega veiðarnar í marz — april, og fá þá bæði góðan afla og góðan fisk í flotvörpuna. Allt s.l. ár var övenjumikil flotvörpuveiði í Hvitahafinu, sérstaklega í nóvem- ber og desember en þá fékkst mikið af stórýsu. Norðmenn hafa náð mikilli tækni með þetta veið- arfæri, og það sama ætti að vera upp á teningnum á Islandi. Trúin á þetta veiðarfæri hefur ekki ver- ið nógu mikil hér, þótt einkenni- legt megi virðast. Það stafar kannski af lélegum árangri þeirra, sem reynt hafa, en þessi lélegi árangur tslendinga stafar fyrst og fremst af vanþekkingu. — Vörpurnar hafa verið alltof þungar miðað við vélarafl skip- anna. Togarar af stærðinni 300—400 lestir eiga að vera með 1600 möskva vörpu og sex fer- metra hlera. Þá eiga að vera tvö 400—500 kílóa lóð á virunum. Ef þessi útbúnaður er ekki notaður, ná skipin ekki 4 mílna toghraða, ef við miðum enn einu sinni við vélarkraftinn. Þá þarf víralengd- in yfirleitt að vera þrisvar sinnum meiri en dýpið, annars verður staða vörpunnar ekki rétt i sjón- um.“ Veiðist bezt í ljósaskiptunum „Á hvaða tíma sólarhringsins er bezt að fiska í flotvörpuna?" „Það er yfirleitt í ljósaskiptun- um, en þá lyftir fiskurinn sér oft frá botni, þannig að ekki er hægt að ná honum í botnvörpuna. Svo er það oft á daginn, þegar mjög bjart er, að fiskurinn heldur sér mikið uppi í sjó, og þá er tilvalið að nota flotvörpuna. En tslend- ingar veiða ekki í flotvörpuna fyrr en þeir hafa fengið sér rétta stærð af vörpum. Norsku togar- arnir, sem keyptir hafa verið til landsins, eru allir með of stórar vörpur, nema einn. Ástæðan fyrir því að togararnir eru búnir of stórum vörpum, er vanþekking hjá útgerðarmönnunum og þeim aðila, sem hefur selt þeim þessar vörur. Þessar vörpur hafa komið ósamsettar um borð í skipin, og hafa skipstjórar skipanna orðið að fá aðra aðila til að koma þeim saman, en þessi aðstoð hefur fengizt gegnum kunningsskap annarra úti í Noregi. Þá hafa ýms- ir fylgihlutir, sem nota á við vörp- urnar, ekki verið réttir, og segja má, að litið hafi verið nothæft af því, sem islenzka fyrirtækið, sem selur vörpurnar, hefur selt.“ Innan um 20 Breta Eftir að ljóst varð, að ekki þýddi að reyna flotvörpuna meira, þá var haldið á nýjar slóð- ir, og Sigurður skipstjóri setti stefnuna á Sporðagrunn. Þegar við komum þangað urðum við ekki varið við neinn íslenzkan tog ara, en aftur á móti voru þar um 20 brezkir togarar. Ekki reyndist aflinn þar mikla meiri en við Kol- beinsey og var fiskurinn sömu- leiðis frekar smár. Við vorum þó á þessum slóðum í tæpan sólar- hring, en þá var haldið til hafnar með rúma 400 kassa af ísuðum fiski, en það eru víst eitthvað um 40 lestir. — 0 — Eftir að hafa dvalið í nokkra daga um borð í skuttogara af nýj- ustu gerð, fer það ekki milli mála, að hér er um mjög vönduð skip að ræða og sennilega er hvergi betur búið að íslenzkum sjómönnum en á þessum skipum, því vistarverur allar eru sérlega skemmtilegar og rúmgóðar. Sama er að segja um vinnuaðstöðu. Það hlýtur að vera gífurlegur munur fyrir togarasjó- manninn að geta unnið að allri aðgerð og frágangi á fiski undir dekki. Aðeins þarf að fara á dekk til að taka inn vörpuna og láta hana i hafið á ný og svo þegar um bætningu er að ræða. b.Ó. Stefán skýrir út fyrir piltunuin hvernig höfuðlínumælirinn er settur á flotvörpuna. Flotvarpan dregin út af tromlunni Flotvarpan komin í sjóinn Unnið að aðgerð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.