Morgunblaðið - 09.02.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.02.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRUAR 1974 VT Reykjavíkurskákmótið Friðrik Ólafsson tók forystuna á Reykjavíkurskákmót- inu, þegar hann sigraði Magnús Sólmundarson í 4. umferð. Byrjunin var kóngsindversk vörn og hafði Friðrik alltaf öllu betra tafl. í miðtaflinu tefldi Magnús ekki sem nákvæmast og þá var ekki að sökum að spyrja, Friðrik náði óstöðvandi sókn og vann örugglega. Guðinundur Sigurjónsson hlaut nú sinn fyrsta vinning í mótinu. Hann notfærði sér vei ónákvæma byrjunartaflmennsku Júlfusar Friðjónssonar og vann örugglega. Þeir Kristján Guðmundsson og Tringov fylgdu dyggilega í fót- spor meistaranna, en skák þeirra tefldist á nákvæmlega sama hátt og 4. einvígisskák þeirra Fischers og Spasskys al lt fram í 19. leik. Þá breytta Kristján út af, en ekki verður séð, að endurbótin hafi leitt til mikils hagnaðar fyrir hann. Eftir 40 leiki fór skákin í bið og í biðstöðunni hefur Tringov peð yfir. Biskupar og peð eru á borðinu og þar sem biskuparnir eru mislitir verður staðan að teljast fremur jafn- teflisleg. Jón Kristinsson tefldi kóngsind- verska börn gegn Forintos, sein kærði sig auðsjáanlega ekki um að endurtaka byrjunina gegn Kristjáni Guðmundssyni úr2. um- ferð heldur breytti snemma út af. Jón hafði allan timann þrengra tafl, en þó alls ekki slæmt. Hann lenti svo í tímahraki og varð þá fótaskortur svo Ungverjanum tókst að tryggja sér betri stöðu. í biðstöðunni hefur Forintos sterkt Friðrík tók forystunameð sigrí yfir Magnúsi frípeð á d6, en engin ástæða er þó til þess að dæma stöðu Jóns tap- aða. Rúmenski meistarinn Ciocaltea var auðsjánalega ekki ánægður með frammistöðu sína gegn Frey- steini og valdi því hvasst áfram- hald gegn Si ki levjarvörn Ingvars Ásmundssonar. Við skulum Iíta á skákina: Hvftt: V. Ciocaltea Svart: Ingvar Asmundsson Siki levjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rc6, 5. Rc3 — a6, 6. Be3 — Dc7, 7. f4 (Þetta er eitt hvassasta áframhald hvits í þessu afbrigði Sikileyjarvarnarinnar). 7. — bö, (Hér var sennilega betra að skipta fyrst á d4 og leika síðan bö). 8. Rb3 (Algengast er að leika hér 8. Rxc6, en Ciocaltea teflir stíft til vinnings og víll því forðast öll uppskipti). 8. — d6, 9. Bd3 — Rf6, 10. 00 — Be7, 11. Df3 — Bb7,12. Hael (Nú er komin upp velþekkt staða úr Scheveningenafbrigðinu). 12. — 0—0—0, (Þetta er fullglæfralegt, þar sem staða svarta kóngsins er harla ótrygg á drottningarvængnum. Eftir 12. — 0—0 hefði skákin fylgt hefðbundnum afbrigðum, þar sem svartur þarf ekki að ótt- ast svo mjög um öryggi sitt). 13. h3 — Rd7, 14. Df2 — Hdg8, (Svartur hyggur á kóngssókn, en til hennar fær hann aldrei tíma. Hér var trúlega betra að leika 14. — Kb8 og koina þannig kónginum af c-línunni, sem hlaut að opn- ast fljótlega). 15. a4 — b4, 16. Rb5! (Skemmtileg mannsfórn, sem svartur er næstum neyddur til að þiggja, en þá opnast línurnar að kóngnum). 16. — axb5, (Auðvitað gat svartur reynt að hörfa með drottninguna, t.d. til d8, en eftir 17. Ra7 + — Rxa7, 18. Bxa7 og síðan c3 væri staðan sízt betri en i skákinni). 17. axb5 — Rcb8, 18. c3 (Mannsfórnin byggðist á opnun c- línunnar og nú verður fátt um varnir). 18. — bxc3, 19. Hcl — Rc5, 20. Hxc3 — Kd8, 21. Rxc5 — dxc5, 22. b5 (Hvítur vinnur nú manninn aftur og þá er ekki að sökum að spyrja). 22. — Rd7, 23. bxc5 — Bxc5, (Þýðingarlaust var að reyna að forða manninum vegna hótunar- innar c6 og Bb6). 24. Bxc5 — Rxc5, 25. Hxc5 — Dd7, 26. II dl — Bxe4, (Tapar strax, en hins vegar gilti einu, hverju svartur lék, hann er að vissu leyti tveimur hrókum undir). 27. Bc2 — Bd5, 28.H5xd5!— exd5, 29. Db6 + — Kc8, 30. Bf5! og svartur gaf. Smyslov er snillingur í að gera mikið úr litlu. Hér sjáum við viðureign hans viðLeif Ögaard. Hvítt: Smyslov Svart: Ögaard Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rc3 — Rc6, 3. g3 — Friðrik Olafsson hefur nú tekið for.vstuna á Reykjavíkurskákmótinu. g6, 4. Bg2 — Bg7, 5. d3 — d6, 6. f4 — e6, 7. Rf3 — Rge7, 8. 0—0 — 0—0, 9. Be3 — Rd4, 10. Bf2 — Rec6, 11. Rel — Re7, 12. Dd2 — Da5, 13. Be3 — Kh8, 14. Rdl — Dxd2, 15. Bxd2 — Hb8, 16. c3 — Rdc6, 17. Re3 — f5, 18. Rf!l — Ild8, 19. Hfel — h6,20. h4 — Rg8, 21. h5 — fxe4, 22. Rhl — gxh5, 23. dxe4 — Rf6, 24. Hadl — Bd7, 25. Bcl — Be8, 26. f5 — Bf7, 27. fxe6 — Bxe6. 28. Ref5 — Re8, 29. Bf3 — Bxa2, 30. Bxh5 — Rf6, 31. Bf3 — Re5, 32. Bf4 — Re8, 33. Hal — Bc4, 34. Be2 — Be6, 35. IIxa7 — Rf7, 36. Bh5 — Df6, 37. Rg6 + — Kg8, 38. Rge7 + — Kf8, 39. Bxf 7 — Kxf7, 40. Rc6 — Ha8, 41. Rxd8 + gefið. Skák Benónýs og Freysteins var frestað og um viðureign þeirra Bronstein og Velimirovic þarf ekki að hafa mörg orð. Aumingja mennirnir virtust svo yfir sig hraxldir hvor við annan, að þeir þorðu ekki að leika nema 12 leiki og sömdu þá jafntefli. Að loknum 4 umferðum hefur Friðrik forystuna með 3H v., Smyslov hefur 3 v. og biðskák, Bronstein hefur 3 v., Forintos 2'A og biðsk., Velimirovic2‘/5. Jón Þ. Þór. r Attrœöur í gœr: Guðlaugur Jónsson verzl- unarmaður Vík í Mýrdal Sú kvnslöð, er lifað hefur með öldinni eða rúmlega það. má muna tvenna O'ma íýmsum skiln- ingi, ekki sízt þeir, er lifðu lífi sínu og háðu baráttu sína við öblíð kjör og erfiði, eins og hlut- skipti inargra varð til sveita og sjávar. Margir sterkir og heil- steyptir einstaklingar tókust á við kjör sín, mótuðust af þeim. og með þeim þroskuðust d.vggðir og viðbrögð, sem nauðsvnleg voru á erfiðuin tímum eða við erfiðar ástæður. Einn þeirra einstaklinga er Guðlaugur. Hann veit gerla, livað það er að hafa lítið handa á milli og þurfa að bregðast við því með nýtni og sparsemi til hins ítrasta, enda fékk hann þeirrar listar að halda svo á hlutunuin ásamt sinni ágætu konu, að mér er til efs, að öliu lengra verði þar komizt á hraut nægjusetni ogþrautseigju. Guðlaugur er fæddur á Suður- Fossi í Mýrdal 8. febrúar árið 1894. Foreldrar hans voru Val- gerður Bárðardóttír frá Ljótar- stöðum í Skaftártungu og Jón Arnason frá Suður-Fossi. Foreldr- ár hans bjuggu á ýmsum stöðum i Mýrdal. A þeim áruin var mjiig erfitt að fá jarðnæði, en síðast og lengst bjuggu þau í Kerlingardal; koinust þau alltaf frekar vel af. Jón var duglegur og inikill afla- maður. Að mestu leyti ólst Guð- laugur upp hjá foreldrum sinum, en Iftillar menntunar naut hann í uppvextinuin. Þó var hánn það heppinn að koinast i barnaskóla til Stefáns Hannessonar. Hjá hon- um mun hann hafa fengið þá und- irstöðu, sem honum liefur orðið notadrjúg, ásaint góðum gáfum, sem í honuin bjuggu. Skepnuinað- ur varð Guðlaugur fljótt. glöggur á fé og hross, og alltaf held ég, að hann hefði átt að verða sveita- bóndi. En i þann tið var erfitt að fá góðar bújarðir, svo hans ævi- starf varð allt annað og kannski ekki þýðinganninna f.vrir sveit- irnar. Arið 1918 kvæntist hann Guðlaugu Jakobsdóttur frá Fagradal, settust þau að f Vik 1919, og þar liefur hann verið síðan. Þau eignuðust 14 biirn, og eitt átti hún áður en þau giftust. ÖIl eru þau á lifi og iill gift, og afkom- endur Guðlaugs eru orðnir 105. A þessu sést, að Guðlaugur hefur þurft á að halda bæði þreki og viti og mikilli hagsýni til að koma börnum sínum vel til manns. 1 kringum 1935 mun hann hafa gerzt fastur starfsmaður Kaupfé- lags Vestur-Skaftfellinga; varð þá pakkhúsmaður þar. Það var erii- saint og mikið starf, en þar var réttur maður á réttum stað. Hann sá um allar útsendingar og af- greiddi allar pantanir. Hann þekkti vel þarfir bænda og varð þvi einstaklega vinsæll í starfi. Var það sérstakt happ fyrir kaup- félagið að fá hann fyrir fastan starfsmann. Guðlaugur var fé- lagssinnaður inaður og komst því ekki hjá því að gegna ýinsum störfum. Var lengi i hreppsnefnd Hvammshrepps og starfaði að ýmsum öðrum félagsmálum. Verkstjórn hefur hann haft á hendi hjá Sláturfélagi Suður- lands í Vík i Mýrdal siðan 1942, er hann tók við þvi af Lárusi Helga- syni á Kirkjubæjarklaustri, þar til fyrir þremur árum að hann lét af því starfi. Um það ber ölluin saman. að hann hafi verið mjög laginn verkstjóri. Eitt er enn ótalið, sein Guðlaug- ur gerði fyrir bændur. Eftir að Skaftfellingar fóru að fækka hrossum, hættu að ala hesta up|) sjálfir og þótti borga sig að kaupa hesta, kom það i hlut Guðlaugs að útvega bændum þar eystra hesta; förþví áriega átímabili út i Rang- áivallasýslu og keypti hesta. Var hann talinn mjög séður að sjá út hesta og fór venjulega svo, að báðir voru ánægðir, seljendur og kaupendur Hestamaður hefur Guðlaugur alltaf verið og átt hesta síðan hann var unglingur, en skeinmti- hesta gat hann ekki leyft sér að eiga fyrr en á sjötta tug ævi sinn- ar. Síðan hefur hann látið það eftir sér að eiga góða hesta, og það marga á stundum, og lagði sig þá eftir því, ef hann frétti af sérstak- Iega snjöilum góðhesti, að ná f hann. Ég minnist þess, er hann vorið 1946 keypti leirljósan hest, mjög fallegan og mikinn gæðing, ættaðan frá Hvammi í Holtum; þegar hann var seztur á bak hon um og lét hann fara ásínum beztu kostum, hvað hann var innilega ánægður og hið góðlátlega bros lék um varir hans. Þá var auðséð, að honuin leið reglulega vel. Af góðhestum sinum og hesta- mennsku er Guðlaugur lands- kunnur maður. Konu sína missti Guðlaugur ár- ið 1938, og var það mikið áfall fyrir hann. Stóð hann þá einn uppi ineð sinn stóra barnahóp, en vitanlega hjálpaði það honum, að þá voru elztu dætur hans það upp- komnar, að þær gátu aðstoðað hann við heimilishaldið. Gat hann því haldið saman heimilinu. Af framansögðu sést, að hér hefur enginn meðalmaður verið á ferð. Margt hefur honum verið á hendur falið auk þess að ala upp sín fimmtán börn, og allt hefur hann leyst það af hendi með mik- illi prýði. Bjartsýnisinaður hef- ur Guðlaugur alltaf verið og litið á hlutina frá hinni bjartari hlið. Vinsælli mann en Guðlaug er vart hægt að finna á meðal Skaftfell- inga. Hinn árrisuli iðjumaður Guð- Iaugur i Vík getur nú glaður litið um öxl. Hann hefureignazt vinar- hug sveitunga sinna og samferða- mann og getur litið yfir sinn stóra hóp barna og tengdabarna, sem ölldá hann og virða. Að síðustu óska ég vini mínum, að elliárin verði honum léttbær og hann fái að halda sinu glaða og góða skapi og þakka honum inni- lega fyrir margar ánægjulegar samverustundir. Guðlaugur verður að heiman í dag. Vigfiís Gestsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.