Morgunblaðið - 09.02.1974, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRUAR 1974
15
er stemning ljóðsins
alls staðar svo sterk....
Á MORGUN, sunnudaginn 10.
febrúar, heldur finnska mezzo-
sópran söngkonan Margit
Tuure Laurila hljóinleika f
Laugarneskirkju ásamt orgel-
leikara kirkjunnar, Gústaf Jó-
hannessyni. Á efnisskrá verða
sönglög eftir Bach, Hannikain-
en og Kuuisto og orgelverk eft-
ir Bach og Reger.
íslendingum hafa gefizt gull-
in tækifæri að undanförnu til
að kynnast finnskri músik og
músikmennt. Fyrir skömmu
voru hér á ferð Kim Borg, sem
frægastur er núlifandi söngv-
ara Finna, og Taru Valjakk, af-
burða söngkona, sem m.a. gaf
innsýn í Ijóðalagagerð ungra
landa sinna sem hinna eldri.
Jussi Jalas, hljómsveitarstjór-
inn finnski, sem oft hefur oft
hefur sótt okkur heim, stjórn-
aði Sinfóníuhljómsveit íslands
á tónleikum sl. fimmtudag og
flutti þar meðal annars 2. sin-
fóníu Sibeliusar og í vikunni
kom einnig til landsins söng-
konan Margit Tuure Laurila
ásamt píanóleikaranum Meri
Lauhos. Þær komu í boði
Norræna hússins og Finnlands-
vinafélagsins Suomi, tilþess að
halda hljómleika á Runebergs-
daginn, 5. febrúar, þar sem á
efnisskrá voru eingöngu verk
finriskra tónskálda.
Margit Tuure Laurila er ein
af fremstu ljóðasöngvurum
Finnlands og Meri Louhos
einnig kunnur listamaður í
landi sínu, kennari í pianóleik
við' Síbeliusarakademfuna í
Helsinki og hefur auk einleiks-
hljómleika unnið með mörgum
beztu tónlistarmönnum Finn-
lands, þar á meðal Taru
Valjakka. Þar fyrir utan
starfar hún fyrar finnska
útvarpið, kynnir þar tón-
list, hefur viðtöl við tón-
listarmenn, innlenda og
erlenda, og annast sérstakan
óskalagaþátt unnenda sígildrar
hljómlistar — þar eiga sem sé
ekki einungis popp- og dægur-
lagahlustendur þess kost að
velja sér lög.
Þegar blaðamaður Morgun-
blaðsins hitti þær að máli sem
snöggvast í vikunni, upplýsti
Meri, að þáttur sinn í útvarpinu
væri með þeim hætti, að fólk
hringdi beint til sín, veldi lög,
sem væru leikin af hljómplöt-
um, hún rabbaði síðan við fólk-
Rabbað stundarkorn
við finnsku ljóða-
söngkonuna Margit
Tuure Laurila,
sem syngur í Laug-
arneskirkju á
sunnudag, og
píanóleikarann
Meri Louhos
ið og talaði um tónverkin sem
flutt væru. Meðal þeirra tón-
listarmanna, sem hún hefur
haft viðtal við í útvarpi, er Þor-
kell Sigurbjörnsson, tónskáld
— þegar hann var í Finnlandi á
ferð fyrir nokkrum árum. Meri
Louhos kvaðst líka hafa hitt
Halldór Haraldsson, pianóleik-
ara, þegar hann lék i Helsinki á
dögunum og lét vel af þeim
hljómleikum. Að öðru leyti
þekkti hún ekkert til íslands
eða Islendinga óg kvaðst hafa
hlakkað mjög til að koma hing-
að.
Báðar létu þær vel af dvöl
sinni til þessa, vor.u nýkomnar
frá ísafirði, þar sem Margit
söng lög þýzkra og finnskra tón-
skálda. Þar upplifðu þær þann
þátt í daglegu lífi íbúa lands-
byggðarinnar islenzkurað bíða í
norðangaddi eftir flugvél, sem
ekki kom, aka aftur til bæjarog
svo aftur út á flugvöll, þegar
veður leyfði lendingu. ,,Það var
hræðilega kalt,“ sögðu þær —
,,en stórkostlegt." Við vorum
hreint bergnumdar af um-
hverfi ísafjarðar — og fólkið
var svo dæmalaust elskulegt,
rétt eins og við hefðum hitt það
síðast í gær. Við fundum líka á
öllu, að á ísafirði er gömul
músikhefð, bæði af því, sem
okkur var sagt, og af því hvern-
ig fólkið hlustaði. Svo var þar
prýðilegt hljóðfæri, Bösen-
dorfer flygill, sem talar sínu
máli. “
,,Veiztu,“ — sagði Margit —
,,ég hef legið hérna inni og
hvilt mig eftir ferðina og velt
því fyrir mér, hvað gerir ísland
svona heillandi. Það er svo frá-
brugðið öllum stöðum, sem ég
hef áður kynnzt og fólkið, sem á
annað borð hlustar á músik,
virðist lifa hana mjög sterkt,
sennilega sterkara en annars
staðar á Norðurlöndum. Við
höfum fundið þetta báðar i
þessari ferð.“
Margit Tuure Laurila kemur
nú til íslands öðru sinni; var
hér áður árið 1965 á vegum
Norrænu félaganna, að frum-
kvæði finnska sendiherrans i
Ösló. Tónleikar hennar þá voru
eftirminnilegir, sérstaklega
sökum lifandi og dramatískrar
túlkunar ljóðanna á efnis-
skránni.
Talið barst að upphafi Iistfer-
ils hennar og þá-kom í ljós, að
hún byrjaði sem ljóðalesari.
„Ljóðalestur var hluti af tón-
listarnáminu við Sibeliusaraka-
demíuna,“ sagði hún — „og
kennari minn þar sá fyrir því,
að ég færi að lesa upp opinber-
lega. Ég hef mikið dálæti á ljóð-
list, — kannski þar sé fundin
skýringin á hrifningu minni á
Islandi, hér er stemning ljóðs-
ins alls staðar svo Ste.rk.“
Þær Margit Tuure Laurila og
Meyi Louhoseru báðar Karelar,
komnar frá Kirjálahéruðunum,
sem voru talsverður hluti Finn-
lands fram til ársins 19,40, eða
um 53.000 ferkm ao flat-
armáli. í Vetrarstríð-
inu við Rússa misstu Finn-
ar mikið af þessum land-
svæðum, náðu þeim þó aftur og
vel það, svo sem sögufrægt er,
en misstu þau á ný undir
lok heimsstyrjaldarinnar og
neyddust þá til að gera friðar-
samninga við Rússa, þar sem
þeir afsöluðu sér um 30
þús. ferkm af þessu
landi. Kirkjálahéruðin hafa
raunar öldum saman verið
ríkjum hafa ráðið í Finnlandi
og ibúar þeirra því vanir róstu-
sömu lifi og harðindum.
Kannski á annáluð lífsgleði
þeirra rætur til þess að rekja.
Þegar Rússar tóku héruðin i
Vetrarstríðinu flúðu um
400.000 manns vestur á bóginn
til annarra svæða í Finnlandi;
seinna sneri talsverður hluti
flóttamannanna aftur, þegar
uppbygging hófst að nýju en
hinir leituðu sér nýrra heim-
kynna. Fjölskvlda Margitar
sem var meðal flóttamannanna
karelsku, hafði búið í Vjb.org.
Meri var aftur á móti ættuð frá
svæði i Kirkjálahéruðunum,
sem nú er rétt innan við landa-
mærin Finnlandsmegin.
I rabbi um tónlistarlif í Finn-
landi mátti heyra, að það væri
býsna líflegt og fjölbreytt. Sin-
fóníuhljómleikar vinsælir og
mjög vel sóttir, talsvert um tón-
Ieika fyrir börn og unglinga og
áhugi vaxandi á hljómleika-
haldi í litlum sölum, þar sem
hlustendur komast nær flytj-
endum en í stóru húsunum.
„Kámmermúsik á vaxandi fylgi
að fagna, og nú er að ganga vfir
rómantísk bylgja. Hér áður fyrr
voru ljóða- og rómönsukvöld
ákaflega vinsæl og tíð en svo
kom tfmábil, þegar ekkert
rómantiskt mátti heyrast og þá
dró úr áhuga á ljóðasöng. En nú
er eins og þetta sé aftur að
breytast,“ sögðu þær Margit
Tuure Laurila og Meri Lauhos
að lokum.
— mbj.
GuðmundurÞórðarson
— Minningarorð
í dag kl. 10:30 fer fram frá
Fossvogskapellu útför Guðmund-
ar Þórðarsonar. Hann lést í Land-
spítalanum 31. janúar s.I.
Guðmundur var fæddur að Þor-
kelshóli í Víðidal V-Hún. 25. ágúst
1915, sonur óðalsbóndans Þórðar
Guðmundssonar og konu hans
G uðrúnar Benediktsdóttur.
Dvaldist hann í foreldrahúsum
fram til ársins 1938, en þá létust
foreldrarhans með mánaðar milli-
bili. Stuttu eftir andlát þeirra
veiktist Guðmundur at' lömunar-
veiki, þá aðeins 23ja ára gamall.
Var hann fluttur fársjúkur i
sjúkrahúsið á Hvammstanga og
þaðan 6 vikum siðar i Landspftal-
ann, þar sem hann dvaldi i 2'4 ár.
Frá þessum tíma var hann alger
öryrki. Minntist Guðmundur með
hlýhug hjúkrunarfölks og lækna
í þessum sjúkrahúsum og öðrum,
sem hann hefur gist á þessu tíma-
bi li.
Sá er þessar línur ritar, naut
þess trausts Guðmundar, að fá að
fylgjast að nokkru með viðburða-
rás hans daglega lífs, sem að vísu
var ekki margbrotin. Tjáðí hann
mér stundum vandamál sín, sem
honum sýndist oft erfið úrlausn-
ar, en auðleysanleg, þegar ígrund-
uð voru ofan i kjölinn og með
aðstoð góðra manna. Ég leyfi mér
hér fyrir hönd Guðinundar að
færa sérstakar þakkir tveimur
mönnum, þeim Jóni Gunnlaugs-
s.vni lækni og Þorkeli Þórðarsvni,
fulltrúa í félagsmálastofnun
Reykjavfkurborgar, þeim fyrri
fyrir margra ára læknisþjónustu
án eyris greiðslu og þeim siðari
fyrir einstaka lipurð og skilning á
veraldlegum vandamálum Guð-
mundar. Ymsu fólki öðru átti Guð
mundur þakkir að gjalda. Þótti
honum miðui' að geta ekki launað
þvi í gjaldmiðli þessa heims, gulli
og silfri, en „Guðsblessunar bið
ég þvi í bæntim minum, þegar ég
leggst á koddann niinn á kvöld-
in,“ sagði hann oft.
Þrátt fyrir mikil og Iangvinn
veikindi, naut Guðmundur vel
liðandi stundar. Hann var að eðl-
isfari léttur í lund og á broslegu
hliðai- lífsins, vai' hann furðu
fundvis.
Óbilandi trú á lífið eftir þetta
veitti honum styrk i erfiðleikum.
Og oft ræddi hann við mig um þá
vissu sína, að handan landamær-
anna miklu, mvndi sál hans upp
rísa óliáð lasburða líkama. Var þá
sem mildi þeirrar hugsunar end-
urspeglaðist í andlitsdráttum
lians.
Um leið og ég þakka Guðmundi
fyrir ánægjulega viðkynningu,
flyt ég svstrum hans Önnu og
Ingibjörgu innilegar samúðar-
kveðjur mínar. Guðmundi sjálf-
um óska ég góðrar ferðar Guðs
um geim.
Eiríkur Asgeirsson