Morgunblaðið - 09.02.1974, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRUAR 1974
W3
Gísli, Eiríkur og Helgi
En Gunnar frænka sagði ekki fleira. Hún rétt leit á
hamsturinn og þaut svo veinandi fram í eldhús til
mömmu hans Helga litla.
„Mikið er hún frænka þfn fljót að hlaupa," sagði
Eiríkur. „Það er ég viss um, að hún hefði komizt i
Ólympíuliðið, ef hún hefði veljað.“
„Hún er nú ekki vön að hlaupa svona hratt,“ sagði
Helgi litli. „Kannski hún hafi bara gert það, af því að
ég á afmæli í dag.“
Eirikur, Gísli og Pálína litu öll undrandi á hann.
„Ja, hún er sko frænka mín,“ sagði Helgi litli til
útskýringar. „Hún hefur kannski viljaðsýna, aðhún
Að skreyta veizluborðið
Þftta er ána’lis huginvnd fyrir þá, sem vilja skrevta veizlu-
horðið. Þú færð þér banana, siinsur eldspítuin í hann þannig að
þær verði eins og fætur. Ról'an er gerð úr pípuhreinsara, augun
úr lakkrís og eyrun úr inarsipan.
i eftlr
inglbiörgu
Jönsdötlur
gæti annað og meira en prjóna lopapeysur. Hún
teygir nefnilega lopann eins og hún getur og hefur
alltaf gert það, segir mamma.“
„Ætlarðu ekki að aðgæta það, sem ég gaf þér?“
spurði Eiríkur og rétti fram höndina í áttina að
pakkanum, sem Helgi litli hafði sett á borðið fyrir
framan sig.
„Ja-ú,“ sagði Helgi litli, „en heldurðu, að litla
dýrinu líði vel í kassanum á meðan?“
„Þetta er ekkert lítið dýr, heldur einmana hamst-
ur, sem ég fann gangandi úti á götu,“ sagði Gísli
móðgaður. „Þú sérð nú vonandi, að ég hef sett bæði
baðmull í botninn og vatn í smádollu hjá honum.
Svo er haframjölið út um allt.“
„Mér sýnist hamsturinn vera að naga gat út úr
kassanum," sagði Helgi. „Hvar á ég að geyma hann,
ef hann sleppur út?“
„Þú átt að fá þér spýtur,“ sagði Pálína. „Þú færð
þær á starfsvellinum. Svo neglirðu þrjár saman hlið
við hlið fjórum sinnum. Næst neglirðu þær saman á
hliðunum og setur svo botn i. Þá ertu kominn með
hamstrabúr."
Gísli, Eiríkur og Helgi litu með virðingu á Pálfnu.
Kannski var hún ekki svo galin af stelpu að vera.
Sumar stelpur eru nú heldur betri en aðrar, því er
ekki að neita. Gisli fór að hugsa um, hvort það væru
sæmilegar stelpurnar, sem yrðu að mömmum, en
Eiríkur ákvað á stundinni að banna sæmilegu stelp-
unum að verða þvottasjúkar mömmur, þegar þær
yrðu stórar. Þær mættu vel borða mikið, hafa silki-
borða í hárinu (því að stelpur og mömmur eru
pjattaðar), en þær máttu alls ekki þvo sér. Það áttu
að vera lög.
„Ætlarðu ekki að taka upp gjöfina mína?“ spurði
Eíríkur. „Þetta er leyndardómsfyllsta gjöfin í öllum
heiminum, því að hún er svo mikið leyndarmál, að
það veit enginn, hver hún er, nema ég.“
Helgi opnaði gjöfina hans Eiríks. Hann stóð og
glápti á pakkann, þegar hann var búinn að opna
hann.
„Ég hugsa, að þú hafir gleymt gjöfinni heima“
sagði hann. „Já, þú, þú hefur víst gleymt henni uppi á
lofti, því að það er ekkert f pakkanum.“
„Ha-ha-ha!“ sagði Eiríkur hrifinn. „Það er nú samt
svolítið í kassanum.“
„Ekki get ég séð það,“ sagði Helgi litli.
(^Nonni ogcTI4anni
eftir
Jón Sveinsson
Freysteinn
Gunnarsson
þýddi
Þegar við vöknuðum, urðum við þess brátt varir,
að skipið lá inni á höfn á Akureyri, því að vélin var
ekki í gangi og allt var kyrrt og rólegt.
Við klæddum okkur í snatri og hlupum upp á þiljur.
Fylla lá við akkeri, hér um bil á sama stað og „La
Pandore“ hafði legið áður.
Hásetarnir umkringdu okkur og gerðu ýmislega að
gamni sínu við okkur.
Vinir okkar, drengirnir, komu nú til okkar og fóru
með okkur í mötuskála foringjanna, þar sem þeir borð-
uðu morgunverð með okkur.
V4ð fengum. heitan grjónagraut með sykri og kanil
út á og smjörklípu í.
Eftir morgunverð hittum við skipstjórann í káetu
sinni.
Hann heilsaði okkur vingjarnlega, benti brosandi
á sverðin okkar og spurði, hvort við hefðum fastráðið
að ganga í danska sjóherinn.
Við svöruðum, að við þyrftum fyrst að biðja foreldra
okkar leyfis.
„Það er vel hugsað hjá ykkur“, sagði hann. Svo
bætti hann við:
„Snemma í morgun kom bátur hingað, og var erind-
ið að spyrjast fyrir um ykkur“.
Við rákum upp stór augu.
„Já“, sagði hann. „Foreldrar ykkar hafa verið mjög
hræddir um ykkur, síðan þið týndust, og margir bátar
hafa verið sendir að leita að ykkur. Sem betur fór,
hafði ég góðar fréttir að færa foreldrum ykkar. Ég lét
skila til þeirra, að þið væruð hér í bezta yfirlæti og
ég myndi senda ykkur heim fljótlega“.
ÍVIeöimoíQunkciífiiiu
— Farið þér ekki bráðum að
koma til að gera við gólfið?-
I
— Þetta var skemmtileg til-
viljun ... ég ætlaði nefnilega
einmitt að fara að segja þér, að
þú ert neyddur til þess...
— Itvað settirðu eiginlega
mikið ger í kökuna???
| | | l IBER-
— Segið mér, fáið þið
gjaldkerar aldrei löngun til að
stinga af með kassann???