Morgunblaðið - 09.02.1974, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRUAR 1974
29
ROSE-
ANNA
FRAMHALDSSAGA EFTIR
MAJ SJÖWALl OG
PER WAHLOÖ
JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR
ÞÝDDI
27
sýn, þar sem við höfum nöfnin á
flestöllu fólkinu og höfum þegar
haft samband við obbann af því.
Kolberg gat verið sannfærandi í
tali. Það var eiginlega sérgrein
hans að stappa stálinu í Martin
Beck.
Martin sagði:
— Hvað er klukkan?
— Tiu mínútur yfir sjö.
— Býr einhver hér í grendinni?
Kolberg gáði í minnisbók sína.
— Ofursti og eiginkona hans,
aldurhnigin, eru hér skammt frá.
— Hver fór að tala við þau? Þú?
— Nei, Melander hitti þau.
Hann sagði að þau væru geðfelld-
asta fólk.
— Og var það allt og sumt?
— Já.
Þeir voru komnir á staðinn fá-
einum mínútum síðar. Frúin opn-
aði fyrir þeim.
— Axel, hér eru tveir menn frá
lögreglunni, hrópaði hún inn f
stofuna.
— Segðu þeim að koma inn,
æpti ofurstinn á móti — eða hafð-
Velvakandi svarar í sima 1 0-1 00
kl. 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi
til föstudags.
% Umræður um
jafnréttismál
„Ein á brúnleitum sokkabux-
um“ skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Ég er mikil kvenréttindakona,
eða öllu heldur mannréttinda-
kona, og fylgist með öllum um-
ræðum um þau mál af miklum
áhuga. Þess vegna leiðist mér
óskaplega, hversu öfgakenndar
þesar umræður hafa verið hér á
landi fram að þessu og tel, að þær
séu fyrst og fremst til þess fallnar
að skaða þennan annars ágæta og
mikilvæga málstað.
Eitt dagblaðanna hefur nú tek-
ið upp sérstakan „rauðsokkuþátt"
sem birtur er þar öðru hverju, og
þetta álít ég vera lofsvert fram-
tak, en það ókemmtilega við þetta
er það, að þarna er varla hampað
öðru en margþvældum öfgaskoð-
unum og gífuryrðum, sem ég tel
ekki gefa umræðum um jafnrétt-
ismál kynjanna það gildi, sem
æskilegt væri.
Hér fyrr á árum létu kvenrétt-
indakonur talsvert til sín taka og
varð þeim vel ágengt á ýmsum
sviðum. Samt sem áður er svo
ótalmargt ógert í þessum málum,
ekki sízt vegna þess, að þjóðfé-
lagshættir eru nú gjörbreyttir frá
því, sem var á sokkabandsárum
kvenréttindahreyfingar hér á
landi.
Þess vegna er ömurlegt ef ein-
irðu kannski hugsað þér að ég
færi út á tröppur til þeirra.
Martin sló bleytuna af hattinum
sinum og Kolberg þurrkaði í
ákafa af fótunum á sér.
— Herrarnir verða að afsaka,
að ég stend ekki upp.
A smáborði fyrir framan hann
lágu dómínókubbar, koníaksglas
og í sjónvarpstækinu var Jón
Jetson og fjölskylda hans í ham.
Og hávaðinn var vægast sagt ær-
andi. En svo virtist sem hjónin
tækju allsekki eftir honum.
— Má bjóða mönnunum
koníakslögg? Það er það eins, sem
getur hjálpað í svona fúlviðri,
sagði ofurstinn.
— Ég er á bíl, sagði Kolberg og
horfði löngunaraugum á flösk-
una.
Martin Beck ýtti við Kolberg.
— Þú verður að hafa orð fyrir
okkur, sagði hann.
— Hvað segið þér? hrópaði
ofurstinn.
Martin tókst að brosa og hann
bandaði vingjarnlega frá sér
hendi. Ef hann gerði hina
minnstu tilraun til að hafa af-
skipti af þeim samræðum, sem
hverri öfgahreyfingu örfárra ein-
staklinga á að haldast það uppi að
taka mál þessi upp á sina einka-
arma og eyðileggja þannig mál-
staðinn.
Ég vil þess vegna koma þeirri
tillögu á framfæri við Morgun-
blaðið, að það Iáti jafnréttismál til
sín taka í auknum mæli, og það
fyrr en seinna. Af persónulegum
ástæðum óska ég eftir því, að
nafn mitt verði ekki birt að sinni.
„Ein á brúnleitum
sokkabuxum“.“
0 Aðgæzlu þörf
við loðnuveiðarnar
Rannveig Vigfúsdóttir, Austur-
götu 40, Hafnarfirði skrifar:
„Nú þegar loðnuveiðin er kom-
in í fullan gang flýgur mér oft í
hug sú mikla ofhleðsla á skipun-
um, sem á sér stað og er eins og
sumarhleðsla var á síldveiðum
fyrr á árum.
Er þó mikill munur á veðurfari
og sjólagi i þessum tilvikum. Ég
er fyrrverandi sjómannskona, og
er ég hrædd við þessa tilhugsun.
Um hávetur eru veður oft vá;
lynd og oft ekki lengi að skipast í
lofti. Þarf þá að hafa fulla að-
gæzlu við hleðslu skipa — það er
öryggið, sem skiptir mestu máli.
Við megum ekki leggja ofur-
kapp á að koma með of hlaðin
skip þótt það gefi mikið í aðra
hönd fyrir alla hlutaðeigendur.
Slysin eru mörg hjá okkar sjó-
sóknarþjóð, og vil ég beina því til
skipstjóra að gæta fullrar varúð-
ar, bæði vegna öryggis þeirra
sjálfra og skipshafna, sem þeim
er í raun og veru trúað fyrir.
þarna myndu fara fram, var hann
sannfærður um, að raddbönd
hans myndu bresta. Samtalið hélt
áfram milli Kolbergs og gömlu
hjónanna.
— Myndir? Nei, við erum hætt
að taka myndir. Ég sé svo illa og
Axel gleymir alltaf að færa. Ungi
maðurinn, sem var hér fyrir hálf-
um mánuði, spurði okkur reyndar
lfka um þetta. Ljómandi geðsleg-
ur, ungur maður.
Martin og Kolberg litu snöggt
hvor á annan. Ekki var það þó
einvörðungu vegna þess hvern
vitnisburð Melander fékk hjá
gömlu hjónunum.
— En það er nú svo skrítið.
hrópaði ofurstinn — Jentsch
major. Ja, þið vitið náttúrlega
ekki hver hann er. En við sátum
við sama borð og hann og konan
hans i ferðinni. Við vorum jafn-
aldrar en hann var dálítið óhepp-
inn í herþjónustunni og hætti á
undan mér. Hann fór nú vel út úr
því og fékk forstjórastöðu í ein-
hverju matvælafyrirtæki eftir því
sem ég man. Eins og þið getið
ímyndað ykkur áttum við mörg
sameiginleg áhugamál og tíminn
flaug áfram þegar við hittumst.
Þvi að hann hafði séð sitt af
hverju í stríðinu. Ja, í niu mán-
uði, eða kannski voru það ellefu
þá var hann í víglinunni þar sem
bláa herdeildin var, já ...
Martin leit örvæntingarfullur á
skerminn og frúin hafði einnig
beint sjónum sínum þangað og
virtist hafa gleymt öllu öðru i
kringum sig.
— Já, .. .já, einmitt, öskraði
Kolberg.
Svo dró hann andann djúpt og
sagði undra þróttmikilli röddu og
allafdráttaralust:
— Ofurstinn var víst áð minn-
ast á einhverjar myndir ...
— Ha? Já, hvað ég vildi sagt
hafa þá var það nú svo skrftið, að
Jentsch major er hreinasti snill
ingur í að taka myndir. Þött hann
hafi ekkert betri sjón en við.
Hann var að taka myndir í sífellu
og fyrir fáeinum dögum sendi
hann okkur heilan bunka af
myndum, sem hann hafði tekið i
ferðinni. Það var svei mér vin-
gjarnlegt af honum, þvi að þetta
Mig langar til að beina því til
kvenna skipstjórnarmanna að
hafa áhrif á menn sína í þeim
efnum. Af eigin raun þekki ég
það, að sjómannskonan er oft
hrædd um mann sinn og sjómenn
yfirleitt í hörðum vetrarveðrum.
Munið, að öryggið er fyrir öllu
og hagsæld þjóðarinnar þar með.
Rannveig Vigfúsdóttir."
% Misvitur er
þjóðin
Jón Konráðsson á Selfossi skrif-
ar:
„I fyrra, þegar mjólkin var
hækkuð í verði, varð uppi fótur
og fit vegna mótmæla, og salan
minnkaði af ýmsum ástæðum.
Nú þegar áfengi hækkar, þá
kemur annað hljóð i strokkinn.
Það er ekki verið að gera verkfall
á brennivinið.
Sumir. telja, að fólk hafi lengi
peninga fyrir áfengi og spari þá
heldur við sig eitthvað annað,
eins og til dæmis mjólkurkaup.
Er þjóðin svona? Tæplega.
Vísitalan hækkar og þar af leið-
andi verðlagið, og þá eru komnar
víxlhækkanir, sem ekki er gott.
Áfengi er talið vera nauðsynja-
vara, eins og fram kemur af þvi,
að það er nú tekið með í vísitöl-
una. Áfengi, sem allir vita, að er
hinn mesti bölvaldur, og fjöldi
manns leggur fram krafta sina til
að útrýma. Afengisneyzlan kostar
þjóðina ógrynni fjár — og tára.
Ríkisvaldið ætti að gera meira til
að reyna að minnka áfengisneyzlu
og leggja langtum meira af mörk-
um til hjálpar áfengissjúklingum.
hlýtur að hafa kostað heil ósköp.
Þessar líka skinandi myndir. Það
er gaman að eiga þær til minning-
ar.
Martin Beck reis upp og dró ögn
niður i sjónvarpinu. Hann gerði
það alveg ósjálfrátt og í nokkurs
konar sjálfsvörn. Ofurstafrúin
leit hissa á hann.
— Ha? Jú, auðvitað erum við
með myndirnar. Misse, viltu
sækja mynd-irnar, sem við feng-
um frá Þýzkalandi. Ég ætla að
sýna mönnunum þær.
Myndirnar voru litmyndir i
stærðinni 12x12. Þær voru að
minnsta kosti fimmtán eða tutt-
ugu talsins. Martin Beck og Kol-
berg stóðu til hliðar við stól
ofurstans og rýndu á myndirnar.
— Þetta hér — það erum sem
sagt við og hérna sjáið þér majórs-
frúna já og hér er konan min ...
já og hérna er mynd af mér
.. .Þetta var tekið uppi i brú og ég
er þarna að tala við skipstjórann,
eins og þið sjáið. Og hérna .. .ég
sé nú því miður ekki nógu vel
lengur .. .viltu rétta mér stækk-
unarglerið, góða...
Ofurstinn fægði stækkunargler-
ið vandlega og hélt síðan áfram.
— Já, biðum nú við, hérna er
majórinn sjálfur og svo við hjón-
in. Líklega hefur majorsfrúin
tekið þessa mynd, hún er líka
dálitið hreyfð. Og hér erum við
líka — sú mynd er tekin í sama
skipti, bara á öðrum stað, sýnist
mér. Og .. .látum okkur nú sjá. ..
konan, sem ég er að tala við á
þessari mynd heitur frú Lieben-
einer, hún var líka þýzk. Hún sat
við borð hjá okkur og var mjög
viðfelldin og virðuleg kona, en
orðin gömul. Hún hafði misst
manninn sinn við E1 Alamein.
Afram var haldið að skoða
myndirnar. Fyrirmyndirnar voru
vægast sagt einhliða. En það var
auðvitað bót í máli, að þeir vissu
nú upp á hár hvernig majðrsfrú
Jentsch frá Osnabruck leit út.
Síðast myndin lá á borðinu fyrir
framan ofurstann. Það var ein af
þeim myndum, sem Martin vissi,
að allir höfðu tekið. Afturstefnið
á Diönu. Skipið hafði lagzt að við
Riddarholmshafnargarðinn og
tveir leigubílar höfðu ekið upp að
landgöngubrúnni.
Sumir halda, að brugg myndi
aukast við slíkar aðgerðir.
Alltaf hefur verið eitthvað um
brugg og smygl, og það er verk-
efni löggæzlunnar að koma í veg
fyrir slíkt — auðvitað með hjálp
góðra manna. En það er áreiðan-
legt, að það er að spara eyrinn, en
fleyja krónunni að hafa fámenna
og vanbúna lögreglu og Iöggæzlu i
landinu.
# Burt með áfengi
úr vísitölunni
Lýðræði er ekki alltaf það sama
og óstjórn og stjórnleysi, eins og
sumir halda. Stjórnleysi kemur
lýðræðinu fyrir kattarnef.
Ef halda á uppi lögum og reglu í
landinu, verður að hafa öfluga
lögreglu-og löggæzlu. Nú er rikis-
valdið búið að taka að sér alla
löggæzlu í hinu íslenzka lýðræðis-
ríki, og héðan af hefur þvi ríkis-
stjórnin og Alþingi heiður eða
skömm af, eftir því hvernig til
tekst, en þjóðin öll þarf að standa
saman til styrktar traustu og rétt-
látu þjóðfélagi.
Kjósendasleikjur er orð, sem
stundur heyrist, og vitanlega
klóra blessaðir þingmennirnir
okkur á bak við eyrað rétt fyrir
kosningar 'og stundum þess á
milli. Þeir ættu hins vegar að
hugsa meira um það, að það er
betra að falla með sæmd en lifa
við skömm.
Burt með áfengi úr vísitölunni.
Á Bræðramessu 1974,
Jón Konráðsson." |
Messur á
morgun
Neskirkja. Barnaguðsþjónusta
kl. 10.30. Sr. Frank M. Halldórs-
son. — Guðsþjónusta kl. 2. Sr.
Jóhann S. Hlíðar.
Arbæjarprestakall. Barnasam-
koma i Árbæjarskóla kl. 10.30. —
Guðsþjónusta i skólanum kl. 2 e.h.
Æskulýðsfélagsfundur á sama
stað kl. 8.30 siðdegis. Sr. Guð-
mundur Þorsteinsson.
Breiðholtsprestakall. Barnaguðs-
þjónusta í Breiðholtsskóla kl.
10.30. — Fella- og Hólasókn.
Barnaguðsþjónusta í Fellaskóla
kl. 10.30. Messa kl. 2 e.h. Sr.Lárus
Halldórsson.
Oddi á Rangárvöllum. Messa kl. 2
e. h. Barnamessa að Hellu kl. 11
f. h. — Stefán Lárusson.
Grindavíkurkirkja. Messa kl. 2
e.h. Sr. Jónas Gíslason lektor
messar og mun hann fyrst um
sinn annast prestsþjónustu í
Grindavíkurprestakalli vegna for-
falla sóknarprestsins þar, Jóns
Árna Sigurðssonar. — Sóknar-
nefndin.
F’ríkirkjan í Hafnarfirði. Barna-
samkoma kl. 10.30. Guðsþjónusta
kl. 2. Þórhildur Ólafs, stud. theol.,
prédikar. Guðfræðinemar leiða
söng undir stjórn dr. Róberts A.
Ottóssonar. Organleikari Olafur
Finnsson. — Sr. Guðmundur
Óskar Ólafsson.
Dómkirkjan. Messa kl. 11. Sr.
Þórir Stephensen. — Messa kl. 2
(fjölskyldumessa). Sr. Öskar J.
Þorláksson dómprófastur. Barna-
samkoma kl. 10.30 i Vesturbæjar-
skólanum við Öldugötu. Pétur
Þörarinsson, stud. theol., talar við
börnin. Sr. Óskar J. Þorláksson.
Laugarneskirkja. Messa kl. 2 e.h.
Bamaguðsþjónusta kl. 10.30. Tón-
leikar í kirkjunni kl. 5. Sr. Garðar
Svav arsson.
Kársnesprestakall. Banasamkoma
i Kársnesskóla kl. 11. Guðsþjón-
usta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr.
Árni Pálsson.
Digranesprestakall. Barnaguðs-
þjónusta í Vighólaskóla kl. 11.
Guðsþjónusta í Kópavogskirkju
kl. 2. Sr. Þorbergur Krist.iáns-
son.
Innri-Njarðvíkurkirkja. Barna-
guðsþjónusta kl. 11 og messa kl. 2.
— Sr. Björn Jónsson.
Keflavíkurkirkja. Messa kl. 5. Sr.
Jónas Gíslason lektor prédikar í
tilefni kristniboðsviku. Altaris-
ganga. — Sr. Björn Jónsson.
Reynival laprestakal I. Messað að
Reynivöllum kl. 2. — Sóknar-
prestur.
Bústaðakirkja. Barnasamkoma
kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 2. —
Sr. Ólafur Skúlason.
Dómkirkja Krists konungs f
Landakoti. Lágmessa kl. 8.30 f.h.
Hámessa kl. 10.30 f.h. Lágmessa
kl. 2 e.h.
Grensásprestakall. Barnasam-
koma kl. 10.30. Guðsþjónusta kl.
2. — Sr. Halldór S. Gröndal.
Fríkirkjan í Reykjavfk. Barna-
samkoma kl. 10.30. Guðni Gunn-
arsson. Messa kl. 2. Sr. Þorsteinn
Björnsson.
Háteigskirkja. Lesmessa kl. 9.30.
Barnaguðsþjónusta kl. 10.30. Sr.
Arngrimur Jónsson. — Messa kl.
2. Sr. Jón Þorvarðsson.
Elliheitnilið Grund. Messa kl. 2
e.h. Sr. Árelfus Níelsson. —Félag
fyrrv. sók’tarpresta. '
Hvalsneskirkja.Messa kl. 2. — Sr.
Guðmundur Guðmundsson.
Stokkseyrarkirkja. Guðsþjónusta
kl. 2 e.h. Barnaguðsþjónusta kl.
10.30 f.h. — Sóknarpprestur.
Bænastaðurinn Fálkagötu 10.
Samkoma kl. 4. Sunnudagaskóli
kl. 11.
Langholtsprestakall. Barnasam-
koma kl. 10.30. Sr. Árelíus Niels-
son. Guðsþjónusta kl. 2 (ræðu-
efni: í þjónustu ljóss eða myrk-
urs) — Sr. Sigurður Haukur Guð-
jónsson. — Óskastundin kl. 4. —
Sigurður HaukurGuðjónsson.
Sunnudagaskóli kristniboðsfélag-
anna. I Alftamýrarskóla kl. 10.30.
— öll börn eru velkomin.
Garðakirkja. Barnasamkoma i
skólasalnum kl. 11 árd. — Messa
ki. 2. — Bogi Pétursson frá Akur-
eyri prédikar.
Framhald á bls. 18
VELVAKANDI