Morgunblaðið - 19.02.1974, Síða 4

Morgunblaðið - 19.02.1974, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRUAR 1974 ^ 22-0-22- RAUDARÁRSTÍG 31 BÍLALEIGA : CAR REINITAL TS 21190 21188 BÍLALEIGA CAR RENTALl SENDUM (g BÍLALEIGAN 51EYSIR CAR RENTAL *24460 i HVERJUM BÍL PIOIMŒGjR ÚTVARP OG STEREO KASETTUTÆKI BÍLALEIGAN BOIS4Í CAR RENTAL 24 700 BORGARTÚNI 19 Bílaleiga CAB RENTAL Sendum U* 41660 -42902 rSKODA EYÐIR MINNA. Shodh LEIGAN AUÐBREKKU 44-46. VELDUR,HVER JQQÖA HELDUR ) SAMVINNUBANKINN Orðsending Norðmanna Þa5 hefur verið heldur bros- legt að fylgjast með málflutn- ingi Þjóðviljans undanfarna daga varðandi orðsendingu þá, sem norska ríkisstjórnin er sögð hafa sent þeirri Islenzku varðandi varnarmálin. Morgun- blaðið hefur sett fram ósk um, að efni þessarar orðsendingar yrði gert opinbert. Hefur ekk- ert verið fullyrt um innihald hennar, en á hinn bóginn verið bent á, að varnarhagsmunir Norðmanna og Islendinga fara mjög saman og því hljóti þess- ar vinaþjóðir að hafa nokkurt samstarf um öryggismál sfn. Á leiðara Þjóðviljans sl. laug- ardag er helzt að skylja, að ekki hafi borizt nein orðsending frá norsku ríkisstjóminni varð- andi varnarmálin. Þar segir orðrétt: „Þegar mál þetta var tekið upp í norska stórþinginu sóru þeir það báðir af sér, Lars Korvald fyrrverandi forsætis- ráðherra og Trygve Bratteli núverandi forsætisráðherra, að þeir hefðu sent íslenzku rfkis- stjórninni sérstaka orðsend- ingu til þess að biðja hana um að hætta við áform sín.“ Þa' hefur Þjóðviljinn ráðist á Morgunblaðið fyrir lygaáróður og „Moggalygi“, þar sem þvf er haldið fram, að Morgunblaðið hafi staðhæft, að norska rfkis- stjórnin hafi lagt að þeirri ís- lenzku um að leggja niður áform sfn um brottför varnar- liðsins. Eins og áður er sagt, hefur Morgunblaðið ekkert fullyrt um innihald þessarar orðsend- ingar, enda hefur utanrfkisráð- herra ekki viljað gera það opin- bert. Það eru aðrir, sem hafa tekið að sér slíkar fullyrðingar. T.d. segir orðrétt í ritstjórnar- grein i Þjóðviljanum sl. laugar- dag, sama blaði og framan- greindur leiðari birtist í: „Að þessu viðbættu er það á allra vitorði, að NATO-þjóðirnar hafa hvað eftir annað beitt okk- ur beinum þvingunum vegna landhelgismálsins og nú síðast reyna Norðmenn að hafa áhrif á rfkisstjórn okkar vegna her- stöðvarmálsins." í sama blað- inu er því sem sagt annars veg- ar haldið fram, að Norðmenn hafi enga orðsendingu sent um varnarmálin og á hinn bðginn er staðhæft, að Norðmenn reyni að hafa áhrif á ríkis- stjórnina vegna varnarmál- anna. A Þjóðviljanum er það viðhorf ríkjandi. að haga stað reyndum, eftir því sem hag- kvæmast er hverju sinni. Sfðan kemur það fyrir við og við að skriffinnar blaðsins tala ekki nægilega vel saman áður en þeir skrifa pistla sína og þá fer gjarnan sem fór sl. laugardag. „Moggalygi” Magnúsar Það virðist vera orðið Ijóst, hver sannleikur Magnúsar Kjartanssonar er varðandi orð- sendingu Norðmanna. „Mogga- lygin“ er hans sannleikur. I hinni dæmalausu ræðu sinni á fundi Norðurlandaráðs um helgina, var það einmitt aðal- árásarefni hans á frændur okk- ar, að Norðmenn hefðu reynt að hafa bein áhrif á innanrfkis mál íslendinga, þar sem varn- armálin eru. „Moggalygin" er orðin aðalmálið, sem gefur þessum ráðherra tilefni til skammarlegra árása á frændur okkar Norðmenn. Það er meira að segja svo, að öll norræn sam- vinna er í hættu skv. orðum ráðherrans vegna þessarar orð- sendingar Norðmanna, sem Þjóðviljinn vill ekki kannast við að nokkurn tfma hafi verið send. Enn eru það sömu sjónarmið- in, sem ráða því, hvað sagt er hverju sinni. Það er einungis farið eftir þvf sem bezt hentar, þegar talað er. Magnúsi hefur þótt ástæða til að róa þá her- stöðvarandstæðinga hér heima, sem nú eru að verðaþess vissir, að rfkisstjórnin hyggst ekki láta varnarliðið hverfa úr land- inu. Þeir Alþýðubandalagsráð- herrarnir ætla sér greini lega að standa að þeirri lausn málsins, svo vænt sem þeim þykir um ráðherrastóla sfna. En það er jafnframt nauðsynlegt fyrir þá, til að halda óróaliðinu hér heima góðu, að reka öðru hverju upp ramakvein á opin- berum vettvangi til að sanna trúmennsku sína við málstað- inn. Og ekki sakar að það sé gert með jafnáberandi hætti og á fundi Norðurlandaráðs. Mott- óið er að gaspra hátt, en taka ákvarðanir í andstæða átt f hljóði. Brunavarða- félagið 30 ára Brunavarðafélag Reykjavfkur hélt nylega upp á 30 ára afmæli sitt með hófi að Hótel Sögu. — Önnur myndin er frá borðhaidinu en á hinni eru fyrsti og núverandi formaður félagsins, Anton E.v- mundsson (t.v.) og Arnþór Sigurðsson. — Ljósm. Mbl.: Sv. Þ. STAKSTEINAR spurt og svarad I Lesendaþjónusta MORGU-NBLAÐSINSI Hrmgið í sima 10100 kl 10- - 1 1 ftá mánudegi tii fostudags og btðjið um Les- endaþjónustu Morgunbli}ðs □ Lóðaúthlutun í Kópavogi Guðrún Egilsdóttir. Hlíðar- vegi 29, Kópavogi, spyr: „Er það rétt, að nú hafi verið út- hlutað lóðum í Kópavogi til annarra en þeirra, sem upp- fylla búsetuskilyrði í kaup- staðnum, meðan umsóknum Kópavogsbúa, sem uppfylla þessi skilyrði, hefur verið hafn- að?“ Björgvin Sæmundsson bæjar- stjóri í Kópavogi svarar: Það eru engin slík skilyrði til í sambandi við lóðaúthlutun i Kópavogi. □ Engin gagnrýni Baldur Guðmundsson, Soga- vegi 18, Reykjavík, spyr: „Hvers vegna hefur ekki birzt gagnrýni um barnaleikrit Þjóðleikhússins „Köttur úti i mýri“ í Morgunblaðinu? Þorvarður Helgason leik- listargagnrýnandi Morgun- blaðsins svarar: Stundum kýs gagnrýnandi að skrifa ekki. Q Hvers vegna leggja bátarnir ekki upp á íslandi? Ingibjörg Einarsdóttir, Ara- túni 18, Garðahreppi, spyr: „Eins og fram hefur komið í fréttum að undanförnu fást í kringum 60 krónur fyrir fisk- kílóið á erlendum markaði. Hvað fá útgerðarfyrirtækin í nettóhagnað fyrir hvert kílógramm? Hvers vegna leggja þeir bátar, sem selt hafa erlendis að undanförnu, ekki heldur upp afla sinn á Islandi, þar sem starfsfólk í frystihúsum á Suð- vesturlandi a.m.k. hefur verið aðgerðarlaust aðmestu?“ Ingimar Einarsson fram- kvæmdastjóri Félags ísl. botn- vörpuskipaeigenda svarar: Af þeim fiski, sem seldur er erlendis, verður útgerðin að greiða samtals um 33% í út- flutningsgjald, tolla og kostnað við löndun. Af 60 kr. eru þá eftir 40 kr., en þorskverðið hér er um 30 kr. á kg. Það kostar líka nokkuð að sigla, en samt er Ijóst, að útgerðin fær heldur betra verð fyrir aflann með því að selja hann erlendis en hér- lendis. En líta má öðruvísi á dæmið. Meðalskuttogari, sem er með 3.200 lesta ársafla, er talinn tapa um 16 milljónum króna á árinu. Það eru fimm krónur á kóló. Hvað seinni liðinn áhrærir, koma til ýmis atriði. Yfirleitt sigla skipin með aflann á haust- in, en algengt er, að þann tíma noti frystihúsin til lagfæringa og endurbóta, t.d. hafa nú að undanförnu verið miklar fram- kvæmdir í frystihúsunum vegna gagngerra langtíma- endurbóta. Á haustin er aflinn lika afar blandaður, getur verið þorskur, ýsa, karfi, ufsi, langa, allt í bland. Það er erfitt fyrir frystihúsin að vinna svo blandaðan afla, því að þá burfa þau i sífellu að vera að skipta um vinsluaðferð- ir og vinnutilhögun. Einnig má geta þess varðandi skip in, þó aðallega bátana, að oft er beinlínis um það að ræða, að áhöfnin geri það að skilyrði fyrir áframhaldandi veru á skipinu, að það sigli einu sinni eða oftar með aflann. Og þar með tryggir útgerðin sér áhöfn á bátana til vetrarvertíðar, sem er ekki svo lítið atriði, þegar svo mikill vinnuaflsskortur er rfkjandi sem nú. Ýmislegt annað spilar einnig inn í, en ljóst má vera, að útgerðin léti vart skip sín sigla með aflann, ef hún teldi sig ekki fá meira fyrir hann með því móti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.