Morgunblaðið - 19.02.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.02.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRUAR 1974 7 Makarios og Grivas. Kvnur cftiv ™™ %/M/M MACKENZIE lát Grivasar Skæruliðahetjan og hershöfðing- inn George Grivas lézt á Kýpur i lok fyrra mánaðar, 7 5 ára að aldri, og lát hans getur haft mikil áhrif á eynni — en hvort þau áhrif verða til góðs eða ills er erfitt að spá um á þessu stigi. Svo virðist nú sem Mak- arios forseti — maðurinn, sem eitt sinn var náinn bandamaður Grivasar í baráttunni gegn brezkum yfirráð- um á Kýpur, en síðar helzti haturs- maður hans — sé nú einráður um framtíð grískra Kýpurbúa. Þó er rétt að taka með í reikninginn, að ástandið á Kýpur hefur lengi verið óljóst, og einnig nú er mörgum spurningum ósvarað Hvernig notfærir Makarios erki- biskup sér þessa nýju upphefð, sem Guð hefur varpað ! skaut hans? Leysist Eoka, neðanjarðarhreyfing Grivasar, smám saman upp, eða halda samtökin ! nýja ógnarherferð nú, þegar Grivas getur ekki haldið þeim í skefjum? Og hvert verður svo hlutverk grísku ríkisstjórnarinnar á bak við tjöldin? Sagt er, að Grivas hafi tilnefnt eftirmann sinn hjá Eokasamtökun- um, og sá sagður vera Karousos ofursti, fyrrum foringi í gríska hern- um, sem fylgdi Grivasi, er hann sneri með leynd heim til Kýpur frá Grikklandi í september 1971. Kar- ousos, sem er á fimmtugsaldri, er sagður harður í horn að taka og hafa notið mikils álits sem atvinnuher- maður i fallhlifaliði griska hersins. Sér til aðstoðar hefur hann svo hóp herforingja, sem i einu og öllu fylgja stefnu hans (og Grivasar) varðandi Enosis, eða sameiningu Kýpur og Grikklands. Þessir menn allir voru á vissan hátt einka-herforingjaráð Grivasar. Gallinn er sá, að herforingjarnir eru ekki Kýpurbúar, en að sjálf- sögðu finnst griskum Kýpurbúum, sem eru i miklum meirihiuta i Eoka, að leiðtoginn eigi að koma úr þeirra röðum Verði það raunin er líkleg- astur talinn Sfavros nokkur Stavrou, sem fæddur er skammt frá fæðing- arstað Grivasar á austurhluta eyj- unnar, en gegndi herþjónustu í Grikklandi rétt eins og Grivas, Þeir, sem til þekkja, telja þó ósennilegt, að Stavrou geti á nokkurn hátt skip- að sæti Grivasar. Hann er að vísu þekktastur þeirra Kýpurbúa, sem eru í forustuliði Eoka, en ekki er þar með sagt, að hann sé þeirra virtast- ur. Þessi ágreiningur um völdin getur haft slæmar afleiðingar, og strax nokkrum dögum eftir lát Grivasar tók að bera á óánægju meðal félaga Eoka. Á næstu vikum ætti að koma i Ijós, hvort Karousos — eða ein- hverjum öðrum — tekst að sameina samtökin undir sterkri stjórn. Ef ekki, þá má búast við þvi, að foringj- ar Eoka-sveita víða um eyna gripi til sinna aðgerða — sem aftur leiddi til þess, að lögreglusveitir Makariosar, sem eru sérstaklega þjálfaðir til að berjast gegn skæruliðum, svöruðu i sömu mynt. Erkibiskupinn skilur fyllilega hætt- una framundan, og fyrsta viðbragð hans við dauða Grivasar var að sýna , óvenjulegf göfuglyndi með þvi að náða alla þá Eoka-menn, sem sátu j fangelsaðir og heita öllum þeim skæruliðum griðum, sem kæmu úr fjallafylgsnum sínum og afhentu yf- j irvöldum vopn sín innan fimm forum world features George Grivas hershöfðingi i bar- áttunni gegn Bretum árið 1 959. daga. Þessi timatakmörk voru siöan framlengd, að því er virðist enda- laust. Svar Eoka-samtakanna við þessu göfuglyndi erkibiskupsins var tví- þætt. Þau hafa stöðvað allar aðgerð- ir gegn rikisstjórn Makariosar að sinni — en jafnframt lýst þvi yfir opinberlega, að þau hafi ekki hætt baráttunni fyrir Enosis. Athyglisvert er, að enginn skæruliði hefur enn gefið sig fram til að láta af hendi vopn sin. Það er þvi ótryggur frí(5- ur, sem,rikir. Meðan þetta ástand rikir gæti gríska stjórnin vel haft þýðingar- miklu hlutverki að gegna á bak við tjöldin Sjálfur hafði Grivas bundið miklar vonir við, að nýja stjórnin i Aþenu veitti sér þann stuðning, sem hann aldrei fékk hjá Papadopoulosi forseta (sem steypt var af stÓU 2'5. nóvember). Er i þvi sambandi rétt að benda á, að Grivas og loannidis hershöfðingi — sem sagður er mesti valdamaður nýju grisku stjórn- arinnar — voru nánir vinir. Karous- os og aðrir framámenn Eoka hafa svipuð tengsl, við valdhafana i Aþenu. Hvernig er þá útlitið, þegar allt kemur til alls? Þvi er erfitt að svara. Griska ríkisstjórnin vill umfram allt viðhalda góðu sambandi við Tyrk- land, og virðist þvi ólíklegt, að hún leggi opinberlega blessun sina yfir áform sameiningarsinnanna á Kýp- ur. Hagsmunum Aþenu væri bezt þjónað n"ú með minnkandi ágreiningi á öllum sviðum, mitli Makariosar og Eoka, og milli Grikkja og Tyrkja, bæði á Kýpur og i heimalöndunum. Ekki ber að efa, að bæði Makarios og Tyrkir vildu helzt, að gríska stjórnin beitti áhrifum sínum til að binda enda á alla baráttu Eokasam- takanna. En þar sem nýju valdhaf- arnir i Grikklandi bera lítinn hlýhug til Makariosar, er mjög vafasamt, að svo langt verði gengið. Flestir Tyrkir lita svo á, að lát Grivasar hafi verið mikill léttir, því að hann var öðrum fremur tákn Enosis — og það hugtak er Tyrkjum sizt kært. Segja má, að nú þegar Grivas er fallinn frá ætti Makariosi að vera auðveldara að láta undan sumum kröfum Tyrkja, þegar um- ræður hefjast á ný i Nicosia i þess- um mánuði um framtið Kýpur. En vafasamt er, að Makarios verði nokkuð sveigjanlegri í þeim umræð- um en hingað til. Margir fréttamenn á Kýpur draga í efa, að hann vilji nokkrar breytingar á þvi ástandi i sambúð Grikkja og Tyrkja, sem nú rikir. Hvað sem öðru liður þá ættu næstu vikur að gefa vísbendingu um það, hvert stefnir á eynni. Þar gæti miðað i friðarátt — en þar gæti einnig hafizt ný ógnaröld. Eitt er vist: þótt Grivas sé látinn, þá lifir enn hugsjónin um Enosis. BROTAMÁLMUR Kaupi allan brotamálm lang hæsta vérði. Staðgreiðsla. Nóatúni 27, sími 25891 . NÝJAR SENDINGAR Antik dúkar, löberarog púðar Hannyrðaverzlunin Erla, Snorrabraut. HÚSNÆÐI ÓSKAST. Barnlaus hjón óska eftir 2ja — 3ja herb. Ibúð til leigu. Húshjálp eða önnur aðstoð kæmi til greina Reglusemi. Upplýsingar i sima 1 5077 e.h. ÞORRAMATUR — veizlumatur Matarbúðin, Hafnarfirði sér um þorramatinn i þorrablótin, 16'teg- undir innifaldar. Einnig köld borð og annan veizlumat Matarbúðin, Hafnarfírði S. 51186. SKODA 110 R Skoda 110 R, Pardus, 1972 til sölu. Upplýsingar eftir kl. 7 á kvöldin i síma 1 9232. PINGOUIN-GARN Margar gerðir, þolir þvottavéla- þvott Verzl. Hof Þingholtsstræti 1. KAUPI ÍSLENZK FRÍMERKI Sendið mér lista og ég mun senda yður tilboð. Kaupi einnig frímerki á umslögum. Stein Pettersen, Maridalsveien 62, Oslo 4, Norge. |Hor0unf>Iöííib L^mnRGFniDnR f mnRKRfl VflRR Kryddsíld og sykurslld Til sölu kryddsíld og sykursíld. Sendum út á land gegn kröfu. Nánari upplýsingar hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur í síma 24345 og 23352. mokarinn mikli f rá BM VOLVO Stór hjól; drif á tveim eða fjórum hjólum; mismunadrifslás; 80 ha. dieselvél með beinni innspýtingu,- rúmgott og hljóðeinangrað örygg- ishús með Volvosæti; vökvastýring; liðlegur og kraftmikill i ámokstri; lyftir, staflar, dregur, ýtir. Allar upplýsingar um LM 621, LM 641, og aðrar ámokstursvélar frá BM Volvo eru ávallt til reiðu. ámokstursvél LM 641-621

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.