Morgunblaðið - 19.02.1974, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19, FEBRUAR 1974
EINS og komið hefur fram í
Morgunblaðinu áður, varð Egils-
staðaflugvöllur ófær vegna aur-
bleytu í janúar, þegar menn áttu
síst von á því að völlurinn yrði
ófær flugvélum. Astæðan fyrir
þvf er sú, að smáhlýindakafli kom
austanlands í byrjun mánaðarins
og það varð nóg til þess, að völl-
urinn varð eitt forað. Nú er mikill
klaki í jörðu á Austurlandi, og
starfsmenn Flugfélags Islands
eru farnir að kvfða þeim tíma er
klaki fer úr jörðu í vor, því þeir
eru vissir um að völlurinn á þá
eftir að verða ófær. Enþað kemur
oftar og oftar fyrir að völlurinn
verður ófær, án þess að við-
komandi yfirvöld aðhafist
nokkuð.
Egilsstaðaflugvöllur er einn
mesti umferðarvöllur landsins. Á
síðasta ári fóru 25 þúsund far-
þegar um völlinn með vélum
Flugfélags Islands, sem er 18%
aukning frá árinu áður. Þetta
þýðir að hver Austfirðingur hefur
farið 2,3 sinnum um völlinn á
árinu. Lendingar á Egilsstaðavelli
urðu i fyrra 1400 og er það 23%
aukning frá árinu 1972.
Jóhann D. Jónsson, umdæmis-
stjóri Flugfélags Islands á Egils-
stöðum sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að það væri
alltaf hætta á að Egilsstaðaflug-
völlur yrði ófær í þoku, og það
hefði t.d. gerzt í janúar s.l. —
Ástandið getur orðið enn verra í
vor, þvi völlurinn fer frekar
versnandi en batnandi, sem er
eðlilegt þegar ekkert viðhald er á
vellinum.
„Það sem liggur beinast við,“
sagði Jóhann, „er að hefja bygg-
ingu nýs flugvallar á svæði því,
sem þegar hefur verið ákveðið,
þ.e. á milli Snjóholts og Eiða, en
þar munu vera hvað beztu
aðflugsskilyrði á Héraði, en þarna
þarf því að gera veðurathuganir
og snjókomu."
Rætt hefur verið um, að nýi
völlurinn verði varaflugvöllur
fyrir millilandaflugið, og segja
má, að hann verði það sjálfkrafa
ef hann verður búinn þeim tækj-
um sem fullkomnust eru.
„Því hefur verið fleygt hér um
slóðír,“sagði Jóhann, „að yfirvöld
flugvallarmála hugsi sér að láta
grafá Egilsstaðaflugvöll upp og
skipta um jarðveg í honum. Við
hér fyrir austan teljum að það sé
allsendis ófullnægjandi, enda eru
t.d. aðflugsskilyrði að vellinum
mjög léleg. Menn þurfa líka að
hugsa um framtíðina. Þessi 1500
metra völlur fer að verða alltof
lítill, og þvi liggur beinast við að
byggja nýjan flugvöll. Ennfremur
erum við hræddir um, að flugvöll-
urinn geti lokast um nokkurn
tima á meðan skipt er um jarðveg
i honum, og við það fara miklir
fjármunir til spillis hér, auk þess
sem samgöngur við Austurland
munu þá liggja niðri að mestu
leyti.„
A nýjum gæsluvöllum er nú lítið hús með föndursal, svo hægt sé að taka börnin inn. Þarna er
gæzlukona að lesa fyrir börnin á gæzluvellinum við Vesturberg.
Aðsókn minnkar að
leiksvœðum -Föndur-
hús á nýju völlunum
FJOLMENN UTFOR
HÓLMFRÍÐAR
FRÁ ARNARVATNI
Björk, Mývatnssveit,
15. febrúar.
I gær var gerð frá Skútustaða-
kirkju útför Hólmfríðar Péturs
dóttur frá Arnarvatni að við-
stöddu fjölmenni. Séra Sigurður
Guðmundsson prófastur á Grenj-
aðarstað flutti kveðjur og þakkir
frá Húsmæðraskólanum á Laug-
um. Hólmfríður var frá upphafi
í stjórn skólans og lét sér mjög
annt um vöxt og viðgang hans.
Þorgrimur Starri flutti kveðju- og
þakkarorð, m.a. til aldamótakyn-
slóðarinnar. Sóknarpresturinn,
séra Örn Friðriksson, jarðsöng.
Hann fór í ræðu sinni mjög
lofsamlegum orðum um öll störf
Hólmfríðar á sviði félags- Og
menningarmála, einkum þó og sér
í lagi málefni kvenna. Hún var
formaður Kvenfélagasambands
Suður-Þingeyjarsýslu um tugi ára
og einnig í stjórn Kvenfélags Mý-
vatnssveitar í fjölmörg ár.
Hólmfríður fæddist áGautlönd-
um 17. desember 1889 og var því á
85. aldursári, er hún andaðist í
sjúkrahúsinu á H'úsavík 1. þessa
mánaðar. Hún var tvíburasystir
Jóns Gauta Péturssonar fyrrver-
andi oddvita á Gautlöndum. For-
eldrar þeirra voru Pétur Jónsson
alþingismaður og ráðherra og
Þóra Jónsdóttir frá Grænavatni.
Þau systkinin misstu móður sína,
er þau voru 5 ára. Hlýtur það að
hafa verið þeim þungbært mjög.
Jón Gauti lézt haustið 1972. Hólm
fríður fluttist að Arnarvatni til-
tölulega ung að árum og giftist
Sigurði Jónssyni skáldi, sem þá
var orðinn ekkjumaður og stóð
uppi með stóran barnahóp. Kom
þáí hlut hennar að veita forstöðu
stóru og margmennu heimili.
Verður það að teljast mikið afrek
auk þess að geta lika sinnt sinum
áhugamálum út á við eins og
Hólmfríður gerði á ótal mörgum
sviðum. Þau Hólmfriður og Sig-
urður á Arnarvatni eignuðust 5
mannvænleg börn, sem öll eru á
lífi. Sigurður á Arnarvatni andað-
ist 24. febrúar 1949. Margir minn-
ast þessara ágætu hjóna með mik-
illi virðingu og þökk.
— Kristján.
Aðsókn varð minni að leiksvæð-
um Reykjavíkurborgar á árinu
1973 en 1972, þó að völlunum
hefði fjölgað. 1973 sóttu alls
395.178 börn leikvellina, en 1972
komu þangað 432.180 börn eða 32
þúsund börnum færra en áður.
Astæðurnar taldi Bjarnhéðinn
Hallgrímsson á fræðsluskrifstof-
unni vera færri fæðingar í borg
inni viðkomandi ár, aukið rými á
dagvistunarstofnunum og í ein-
hverjum mæli um kennt að mjög
lítið var um börn á leikvöllum í
desembermánuði í ár vegna veð-
urs.
Hins vegar hefur sú nýjung ver-
ið upp tekin á nýjum gæzluvöll-
um, að á völlunum er reist 25
ferm hús, þar sem börnin geta
komið inn og verið 1 föndurher-
bergi, ef veður er slæmt. Þar geta
fóstrurnar þá lesið fyrir þau
eða tekið þau inn í föndur á víxl,
en foreldrar eru velkomnir með
börnunum á gæzluvellina og
hvatt til að þeir geri það í upp-
hafi. Eru gæzluvellirnir við Yrsu-
fell og Vesturberg þannig útbún-
ir og nýir vellir verða það, auk
þess sem hægt er að bæta húsum
á ýmsa gömlu vellina. Ætti það að
auka aðsókn og bæta aðbúð barn-
anna.
BÖRNUNUM
FÆKKAR
Börnunum hefur heldur fækk-
að á leikvöllunum, en fæðingum
fækkaði yfirleitt á þeim árum,
sem þessi börn voru að fæðast úr
6630 á ári 1966 í 6092 1972, skv.
áætluðum tölum. En fæðingar
voru 1967 6643 talsins, 1968 6760,
1969 6513, 1970 6270, 1971 6122.
Þjóðlagakvöld
á Akranesi
ÞJÓÐLAGAKVÖLD verður hald-
ið á Akranesi n.k. miðvikudags-
kvöld kl. 22. Verður skemmtunin
í Sjálfstæðishúsinu þar, en Þór,
félag ungra sjálfstæðismanna,
stendur fyrir skemmtuninni.
Arni Johnsen og fleiri þjóðlaga-
og vísnasöngvarar munu koma
þarna fram og m.a. ungt fólk frá
Akranesi.
Fróðlegt er i framhaldi af þessu
að athuga aðsókn að leikvöllum,
en þá sækja börn mest á aldrinum
2ja til 4ra ára, en allt upp í 6 ára.
Þriggja ára börn nema 30% og 2ja
og fjögurra 21.2% hvor árgangur.
Þá kemur í ljós, að 1966 sóttu
vellina 496.452 börn, en þá voru
þeir alls 22 talsins. 1967 sóttu
476.329 börn 23 leikvelli, 1968
509.125 börn 24 leikvelli, 1970
502.449 28 velli, 1971 487.724 28
velli og 1972 432.180 29 velli. En
sl.ár 395.179 börn 33 velli.
Nýir Ieikvellir á árinu komu í
gagnið við Yrsufell, þar sem byrj-
að var 1. júní, við Lindargötu, þar
sem var starfræktur völlur aðeins
frá 6. júní til 8. september, leik-
völlur við Bankastræti, sem byrj-
aði 13. ágúst, og leikvöllur við
Vesturberg, sem byrjaði 13. sept-
ember. Það sést á skýrslunum, að
vellirnir eru sóttir nokkuð mis-
mikið, eins og að líkum lætur eða
allt frá því að 28 þúsund börn
koma þar og niður i rúm 7000, þar
sem vellir eru opnir allt árið. Á
þeim, sem aðeins voru starfræktir
hluta af árinu, voru þó allt frá
1026 börn upp í 21.753 börn.
M.vndin var tekin í Heimilinu hf.
Heimilið - ný
húsgagnaverzlun
HEIMILIÐ, ný húsgagnaverzlun
opp 5i á föstudag starfsemi sína
að Sogavegi 188. Stofnandi og að-
alhluthafi er Sveinn Guðmunds-
son húsgagnasmíðameistari, sem
rekið hefur húsgagnaframleiðslu
í um 20 ár. Verzlunarstjóri er
Örnólfur Örnólfsson.
Sveinn sagði við opnun verzlun-
arinnar, að hann mundi eftir sem
áður leggja áherzlu á að bjóða
upp á vandaðar vörur, hvort held-
ur sem væru vörur er hann fram-
leiddi sjálfur eða hann kæmi til
með að selja frá öðrum framleið-
endum.
Verzlunin mun einnig flytja inn
erlend húsgögn og þá eingöngu
það bezta fáanlega á heimsmark-
aðnum, að sögn Sveins, sérstæð
húsgögn sem ósennilega yrðu
framleidd hér á landi á komandi
árum.
Nú þegar eru til í verzluninni
nýjar tegundir af borðstofuhús-
gögnum úr palísander og verða
síðar til úr öðrum viðartegundum.
EgiLsstaðaílug-
völlur ófaer um
leið og hlánar