Morgunblaðið - 19.02.1974, Síða 14

Morgunblaðið - 19.02.1974, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRUAR 1974 Árni Helgasson: Hagur ellilífeyris- þegna hefur versnað KOMMARNIR og málgagn þeirra rauðiviljinn hafa aldrei við að lýsa því hversu þeir hafi með al- mannatryggingarhækkunum bætt kjör hinna verst settu í þjóðfélag- inu. Ellilifeyrir hafi hvorki hækk- að um meira né minna en 60% í þeirra skömmu stjórnartið og svo tönnlast þeir sí og æ á vaxandi kaupmætti sem ekki finnst nema hjá hinum nýríku öreigabroddum sem hafa hlotið vegtyllur, ráð- herraembætti o.fl. og verða að tí- unda fyrir þrjár milljónir á næstu skattskrá. Hvað skyldu þeir hafa sagt við svona hjá viðreisnar- stjórninni. Já, almannatrygging- arnar hafa vaxið en þó ekki eins og sú óðaverðbólga sem öllu rlður í dag á slig og þessi vinstri stjórn taldi sig eina hafa máttinn og dýrðina til að stöðva, og með geilsabaug um höfuðið settist hún á valdastólinn og hélt einhverja þá mestu veislu sem um getur... ekki var viðskilnaður viðreisnar- innar verri en það. En um daginn kom til mín aldr- aður maður. Hann verður að kaupa fæði sitt á matsölu og hefir litið annað sér til framdráttar en ellilifeyri, en þó eru þessar 5 þús- undir sem hann getur unnið sér inn á mánuði nægar til þess að hann fær ekki annað en venjuleg- an ellilífeyri. Þannig er að honum búið. Hann sagði mér að það væri rétt að ellilaunin hefðu í tíð þess- ararar hamingjusnauðu stjórnar hækkað um 60% en hann sagði líka að þeir háu herrar hefðu gleymt að geta þess að fæðið hefði ekki hækkað um 60% heldur um 90% og því væri hánn 30% verr staddur en þegar viðreisnar- stjórnin var við völd. Kannski reikna þeir kaupmáttinn aftur á bak eins og annað og hér er þá komin skýringin á kaupmáttar aukningunni? Þessi maður kaus á móti við- reisnarstjórninni síðast því hann hélt að betra tæki við. Nú sér hann, að það var að fara úr ösk- unni i eldinn. Hvað gerir hann næst? Svarbréf til Magnúsar Gestssonar Heiðraði Magnús Gestsson! í opnu bréfí til mín í Morgun- blaðinu 26/1 — 74 segir þú, að ummæli rmn um bók þína: Ur vesturbyggðum Barðastandar- sýslu er ég hafði um hana nokkru áður í sama blaði, og voru í aðal- atriðum á þá leið, að þar væri sumt illa sagt og ósatt um látið fólk og lifandi, séu ósvífinn, raka- laus áburður, þar sem ég nefni engin dæmi. Jú, mikið rétt, ég nefndi engin sérstök dæmi, því ég ætlaði að segja sem minnst um bókina, og fannst hún eitt samfellt dæmi, en úr því skal nú litillega bætt, en nokkur orð fyrst, okkur báðum til glöggvunar: Svo mun það vera um flest fólk, að það segi eitt og annað í sinn hóp, jafnvel um vini og kunningja, sem það mundi alls ekki segja á opinberum vettvangi, eða til að skrásetjast i bók, mál- tæki hafa orðið til, sem benda i þá átt, eins og til dæmis: „Oft má sat.t kyrrt liggja-* og „gakktu fyrir hvers manns dyr, og segðu aldrei nema satt, og muntu þó hverjum manni hvumleíður verða.“ Eg geri mér ljóst Magnús, að efnið, sem þú hefir valið í bók þína, og þér hefir verið trúað fyrir, er viðkvæmt og vandmeð- farið, en að minu mati hefði bók þin einskis i mísst, þótt þú hefðir látið niður falla sumt af þvi, sem þar stendur, eða farið öðrum höndum um það en þú gerir. Fara svo hér á eftirörfá dæmi, og nefni ég bókarkaflana, sem ég gríp niður í. „Frá Helga íRaknadal.'1 I þættinum' um Helga Fjeldsted, þegar Björn Blöndal kemur i heimsókn til hans að óvörum, ásamt tveimur lögreglu- mönnum og fleirum til þess að leita að bruggi, sem hann og fann, þá hefir þú eftir Helga, sem nú er látinn, að Björn hafi þreifað á mörgum brennívínsflöskum bak við divaninn, og látið sem ekkert væri, og þegið pela í vasann er hann fór. Er nú þetta ekki heldur illa sagt uin opinberan embættis- mann i starfi. Og hafi þetta gerzt, er það þá ekki lítið vinarbragð af Helga að segja þetta um vin sinn Björn til að láta skrá það á bók. Það er ólíkt þeim Helga Fjeldsted, við sveitungar hans þekk.tum hann fyrir. „Frá Erlendi ríka áLátrum". í þætti um Erlend á Látrum, frænda minn, finnst mér langt sótt og seilizt í það, sem sízt skyldi, og meðal annars fær hann eftirfarandi dóm, orðrétt: „Ráð- ríkur var hann og urðu allfr að sitja og standa svo sem hann vildi, og náði sá háttur mannsins til annarra búenda áLátrum." Þessu leyfi ég mér að mótmæla, og tel það bæi illa sagt og ósatt, því með Erlendi á Látrum voru engir aumingjar, sem létu segja sér hvar þeir ættu að sitja og standa, allir vildu ráða sínu og gerðu það. Hér á Látrum var allt- af mikil og góð samvinna, þar sem hver var boðinn og búinn að greiða fyrir öðrum. Sem dæmi um samvinnu og höfðingsskap Er- lendar, vil ég nefna, að 1920 þeg- ar Látramenn réðust í það að láta smíða sér vélbát til flutninga og hákarlaveiða, gekkst Erlendur fyrir því og vildi, að hver heimilisfaðir á Látrum ætti jafn- an hlut í bátnum og jafnan rétt til nota, og bauðst að Iána þeim fé, sem ekki hefðu handbært skot- silfur, svo allir gætu verið með, og þannig varð það, og þannig var Erlendur, hann var ávallt stærst- ur þegar mest reyndi á hann, og ekki síður hans ágæta kona frú Steinunn 0. Thorlacíus.' Svo ég held, að þessi þáttur þinn um Erlend á Látrum gleðji engan sem þekkti þau sæmdarhjón, og þeirra stóra heimili. .Æliríkur á Konungsstöðuin." Þátturinn um Eirík á Konungs- stöðum, sem þú kallar svo til að fela nafn hans, er efnismikill af pappír, á Eirík verð þú 10 síðum i bók þinni, og ég held, að það fari varla hjá því, að sá, sem les þessar 10 siður, og þekkir ekki annað til mannsins, telji mann þennan al- gjört fífl til einskis hæft, en því fer fjarri, að hann sé það. 1 loka- þættinum segir þú um Eirík, orð- rétt: „Seinustu ár ævi sinnar var Eiríkur farinn að heilsu og dvaldi þá á sjúkrahúsi." Svo ætla mætti, að maðurinn væri látinn, en svo er ekki, sem betur fer, hann er nú að ég bezt veit í Hveragerði við góða heilsu og velliðan, svo hann ætti að geta lesið þennan þátt um sig, og sína ágætu og vel greindu konu, sem nú er látin. Það kann að vera, að einhver, sem les þennan þátt, verði hugsað til þess, að einhver tæki sig til og skrifaði um hann slíkan þátt, lát- inn eða lifandi, og sendi á jóla- markaðinn, fyrir slíku er fólk varnarlaust í okkar menningar- þjóðfélagi. í þessum þætti Eiríks koma margir við sögu, þar á meðal heimili tengdaforeldra minna i Vatnsdal, Ólínu og Ólafs Thorodd- sens, en þar átti Eirikur að vera grátt leikinn sem gestur þeirra. Fáir held ég hafi þó kynnzt því ágæta heimili og húsráðendum á þann hátt, og voru þó gestir marg- ir, og allra sízt Eiríkur þinn, og vissi ég ekki annað en hann væri þar alltaf velkominn og vel tekið sem öðrum, enda mun hann bezt geta borið um það sjálfur. En I heild finnst mér skömm að þess- um þætti, og lái mér hver sem vill og tilþekkir. „Bóndinn i Breiðavík." Þá er einn maður, sem þú vilt fela nafn á og kallar „Jón í Vík“. Sá átti að hafa tekið við jörðinni Vatnsdal af tengdaforeldrum mínum, en vitanlega er það ekki rétt með farið sem fleira i bók þinni, sá hét Jón Torfason, sem tók við af Ölafi, og bjó þar I nokkur ár, en Jón þinn í Vík og kona hans áttu eftir að eignast Vatnsdal og búa þar, keyptu þau jörðina þegar Jón Torfason fór. Þau hjón urðu þar fyrir þeim mikla harmi að missa þar son sinn Erlend, og annan dreng, sem hjá þeim var í sumardvöl. í bók þinni segir, að þetta hörmulega slys hafi orðið vorið 1961, eða vorið eftir að Egill Ólafsson o.fl. höfðu mætt dularfullum manni í Hafn- armúla, sem hann taldi fyrirboða slyss á þessum slóðum, og búið að stilla því saman í bók þinni, en þá vill svo illa tíl, að það er ári eftir að umrætt slys varð, en það varð 13. júní 1960, sem öllum hér er minnisstætt. „Reimleikar í bíl." Svo hljóðar nafnið á einni sög- unni í bók þessari, og er hún gott dæmi um sumar aðrar sögur bók- arinnar. Þar sem ég undirritaður kem þar við sögu, vil ég taka fram eftirfarandi: Ég átti þennan á- gæta bíl, ekki í eitt ár eins og kemur fram í bókinni, heldur sjö ár, þá var hann orðinn illa farinn og eyðslufrekur, svoégseldi hann Vistheimilinu Breiðavik f vara- hluti, en það átti þá sams konar bfl. í þessi ár kom aldrei neitt óhapp fyrir þennan bíl, og ég varð aldrei var neinna reimleika í sambandi við hann, en mér var sagt þeim mun meira af þeim, sem ég lét gott heita, var þó sumt all mergjað eins og kemur fram í bók þinni, en umrædd saga í bók þinni tók þó öllu öðru fram, en ég hélt að enginn hefði trúað henni, þar til ég sé hana nú á prenti, þó þeirril litlu fyndni, sem f henni var, sé sleppt, eða kannski til- gangi atburðarins. Ég ók sjálfur bilnum í þeirri ferð, er sagan greinir, og ök á 60 km hraða. Þó átti maðurinn, sem afturí sat, að fara með þeim mun meiri hraða, að þegar hann kemur til jarðar úr gandreið sinni fyrir framan Hnjót, sér hann okkur koma á bílum fram að Hnjóti. Nei, Magnús minn, að bera svona sögur fyrir fólk á seinni hluta 20. aldarinnar í bókarformi, er það ekki einum of mikið? Hér að framan hef ég aðeins tekið smá dæmi úr umræddri bók, sem eru, meðal annars í henni, valdurinn að því, sem ég sagði um bókina i fréttabréfi er fyrrgetur. Skal ég þar með láta útrætt um bók þína. Þú segir i bréfi þínu, að sveitungar mfnir séu ánægðir með bókina, um það veit ég ekki, en dreg þó í efa, að allir séu það, en það breytir í engu mfnu áliti. Með beztu kveðju Látrum 4/2 ‘74. Þórður Jónsson. Hljómplötur eftir HAUK INGIBERGSSON Azteca: □ Pyramid of the Moon □ LP, Stereo □ Plötuportiö Þessi plata er tekin upp í San Francisco og trúlega eru heim- kynni hljómsveitarinnar ein- hvers staðar þar f nánd, e.t.v. í Mexíkó, a.m.k. gæti nafnið Azteca svo og eftirnöfn nokk- urra hljómsveitarmeðlima bent til þess. Þetta er 15 manna hljómsveit og tónlistin er ekki ósvipuð og maður gæti hugsað sér að væri, ef Santana og Chi- cago slægju saman, þar sem fjórir blásarar eru í framlín- unni, en jafnmargir leika á ým- iss konar trommur. Þá eru þrír söngvarar, og meðal þeirra er Wendy Haas, sem kom fram á Welcome, seinustu plötu San- tana. Aðalmenn þessarar hljómsveitar virðast vera Pete og Coke Escovedo, en þeir hafa samið slangur af efninu. Þessi plata kemur á óvart þvf að hún er skemmtilega spiluð og bestu lögin t.d. Someday We’ll get by, Red onions og A night in Nazca eru perlur, sem hægt er að hlusta á aftur og aftur án þess að verða leiður. Er ekki ótrúlegt, að nafnið Azt- eca eigi eftir að verða frægara en það er í dag. A plötuhulstr- inu stendur, að plata þessi sé tileinkuð Stevie Wonder. Alvin Lee & Mylon LeFevre On the road to freedom LP, Stereo Fálkinn Þetta er ein af þessum plöt- um, sem þægilegt er að hafa á fóninum, án þess þó að vera beint að hlusta. Tónlistin er af- slöppuð og ekki krefjandi, þarna eru kúrekalög, þjóðlaga- rokk og létt rokklög, og má segja, að þetta sé heldur betur breytt frá þvf er Alvin Lee framdi sem rafmagnaðasta gít- artónlist með Ten Years After hér fyrr á árum. Gamla stflnum bregður að vísu fyrir í titillag- inu og Fallen Angel, en mest leikur hann þó á kassagitara. Hann syngur aðeins eitt lag, Carry my load, sem er næstum því sálmur, en hann hefur sam- ið fleiri lög á plötuna, sem er að mestu sungin af LeFevre, og virðist það vera óþarfa lítillæti hjá Alvin Lee. Undirleikur er fremur einfaldur en þar koma við sögu kappar eins og Stevie Winwood, Jim Capaldi, Roy Wood og Mick Fleetwood. Text- ar plötunnar eru misjafnir en þó er komizt að þeirri niður- stöðu, að „Freedom’s in your head“, sem vissulega er virð- ingarverð niðurstaða. Haukur Ingibergsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.