Morgunblaðið - 19.02.1974, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 19.02.1974, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRUAR 1974 19 Halldór Blöndal og Lárus Jónsson: Keyptur verði jarðbor til bor- ana í Kröflu Lögð hefur verið fram á Al- Sá eini bor á landinu, sem til er þingi tillaga til þingsályktunar og dugir til borana við Kröflu, er um, að Alþingi skori á ríkis- svo ásetinn, að ljóst þykir, að stjórnina að gera þegar í stað hann geti ekki annað öðru en ráðstafanir til þess, að keyptur þeim verkefnum, sem þegar hafa verði jarðbor, sem geti borað nið- verið ákveðin á StórReykjavíkur- ur í allt að tveggja kílómetra svæðinu. dýpi, enda henti hann til borunar við Kröflu. i , ... i , A hinn boginn er orkuskortur- inn á Norðurlandi svo mikill, að Flutningsmenn þessarar tillögu það þolir enga bið að reisa gufu- eru þeir þingmenn Sjálfstæðis- virkjun á háhitasvæðinu við flokksins í Norðurlandskjördæmi Kröflu. eystra Halldór Blöndal og Lárus Jónsson. _ . , . . .. Ærin verkefm onnur hggja fyrir hér á landi fyrir slíkan bor, 1 greinargerð með tillögunni m.a. i sambandi við væntanlega segir: sjóefnaverksmiðju. Halldór Blöndal og Sverrir Hermannsson: Starfandi kennarar fái starfsréttindi TVEIR ÞINGMANNA Sjálfstæðis- flokksins Ilalldór Blöndal og Sverrir Hermannsson hafa flutt þingsályktunartillögu um starfs- réttindi kennara. Er tillaga þeirra svohljóðand i: Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að hlutast til um, að fræðsluyfirvöld haldi námskeið fyrir starfandi kennara á harna- og gagnfræðaskólastigi, sem hafa ekki kennararéttindi. Skal við það miðað, að þeir hafi verið settir um Framhald á bls. 31 Verkleg kennsla í sjó- mennsku Lögð hefur verið fram þingsályktunartillajía um verklega kennslu í sjó- mennsku og fiskveiðum og um útgerð skólaskipa. Eru flutningsmenn Vilhjálmur Hjálmarsson (F), Sverrir Hermannsson (S), Páll Þorsteinsson (F) og Ey- steinn Jónsson (F). Hljóðar tillagan svo: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni á láta undirbúa löggjöf um verklega kennslu i sjó- mennsku og fiskveiðum og um rekstur skólaskipa. Skal að þvi stefnt að gera út að sumarlagi eitt eða fleiri fiskiskip i hverjum landsfjórðungi, þar sem ungu fólki gæfist kost- ur á að læra algengustu handtök við sjómennsku og fiskveiðar. Jafnframt skal stefnt að því að gefa' ung- mennum kost á sams konar þjálf- un á almennum fiskiskipum, enda komi til samþykki sjávarút- vegsráðuneytisins hverju sinni. Fela skal Fiskifélagi íslands að sjá um framkvæmdir. Greinargerðin með tillögunni er stutt. Þar segir: „Nýtísku fiskiskip eru dýrt at- vinnutæki og útgerð þess kostar. að sjálfsögðu einnig mikið fé. íslenska þjóðin á mikið undir því, að nægur mannafli fáist til starfa á flotanum og að íslensku fiskimennirnir séu sem best menntaðir til munns og hunda. Hiklaust má ætla, að útgerð skólaskipa og þjálfun ungmenna um borð i almennum fiskiskipum hjá völdum skipstjórnarmönnum stuðli að þvi, að svo megi verða." Farið verði að tílmælum biskups Á fundi efri deildar i gær kvaddi Alexander Stefánsson (F) sér hljóðs utan dagskrár og gerði að umræðuefni grein, sem hr. Sigurbjörn Einarsson biskup skrifaði fyrir skömmu i Morgun- blaðið. Sagði þingmaðurinn, að biskup hefði í grein þessari látið í ljós áhyggjur sínar yfir því, að frumvarp, sem nú lægi fyrir Al- þingi um afnám prestskosninga í sinni núverandi mynd, hlyti ekki afgreiðslu þingsins. Beindi hann þeim tilmælum til deildarforseta, að hann sæi tilþess, að frumvarp- ið fengi hraða meðferð i þinginu, en það hvílir nú í nefnd í efri deild. Eggert G. Þorsteinsson (A), sem sat í forsetastóli, kvaðst mundu koma þessum skilaboðum til nefndarinnar. Steinþór Gestsson og Pálmi Jónsson: Tryggður verði varaforði sáðkorns STEINÞÓR Gestsson (S) og Pálmi Jónsson (S) hafa flutt til- lögu til þingsályktunar um ráð- stafanir til að tryggja í landinu varaforða sáðkorns til nota í kal- árum. Er tillagan svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að gera nú þegar ráð- stafanir tiH að Innkaupastofnun ríkisins í samvinnu við sáðvöru- innflytjendur, flytji inn og hafi á boðstólum í vor umtalsvert magn af sáðkorni umfrain venjuleg ársnot, sem grípa mætti til fyrir- varalaust til grænfóðurræktar, ef í gróandanum kæmi fram kal í túnum, sem hugsanlega getur orðið eftir hinn óvenjulega svellavetur og leitt til fóðurvönt- unar, ef ekkert er að gert. Við ákvörðun magns og teg- unda sáðvaranna skal innflytj- andi hafa samráð við Búnaðar- félag íslands og Rannsókna- stofnun landbúnaðarins.“ I greinargerð með tillögunni segir: „Eins og tiðarfari hefur verið háttað það sem af er vetri, er hætt við, að klaki í jörðu sé nú meiri en oft áður um þetta leyti árs. Hita- stig hefur frá haustnóttum verið óvenjulágt og svellalög því með meira móti, svo að ekki sé meira sagt. Af þessum sökum eru bændur uggandi um sprettu- horfur á komandi vori og óttast hinn gamla vágest túnanna — kalið. Ekki verður á þessum árstima neinu spáð um tíðarfar í vor né um grassprettu næsta sumar. Ráð- stafanir, sem gætu komið i veg fyrir kal, er ekki unnt að gera. En ef svo illa færi, að um stórfellt kal yrði að ræða,- svo að leiddi til verulegs uppskerubrests, er hætt við, að margur bóndinn þyrfti að fækka á fóðrum, svo að um munaði, því að valt er að treysta á stóraukinn innflutning kjarn- fóðurs til úrbóta i slíku falli, enda verðlag þess óhagstætt og hækk- andi. Kalskemmdir i túnum verða oft ekki séðar, svo að öruggt sé, fyrr en liðið er langt á vor. Bændur þurfa því að geta gripið til skyndi- úrræða, ef bæta á upp grasbrest á sama ári og kalið herjar. Þar kemur vart til greina annað ráð en ræktun grænfóðurs og þá fyrst og fremst byggs og hafra. Það mundi þvi vera sk.vnsamleg öryggisráðstöfun að hafa jafnan til i landinu verulegt magn sákorns umfram venjulega ársþörf, sem gripa mætti til fyrir- varalaust, ef auka þarf græn- fóðurræktun af skyndingu i slikum neyðartilfellum. Það mun láta nærri, að þörf bænda hafi hin síðari ár verið um 300 tonn af sáðkorni eða jafnfildi þess. Varabirgðir, sem tillaga þessi tekur til, mætti áætla lauslega einhvers staðar á bilinu 300 tonn af sáðkorni eða jafngildi draga úr áhættu af geymslu þess og fjármagnskostnaði með því að flytja inn i þessu skyni fóðurkorn, sem yrði þá malað og selt til fóðurs, þegar séð verður, hvort þörf er fyrir það í ræktunina eða ekki. Hér er um svo mikla birgða- aukningu að ræða, að naumast er hægt að gera þá kröfu til fræinn- flytjenda, að þeir festi fé I svo miklu magni. Hér er um hags- muna- og öryggismál að ræða, sem má heita sameiginlegt lands- mönnum öllum. Það er þvi eðlí- legt, að rikisvaldið hai; um þetta forgöngu og beiti til þess Inn- kaupastofnun rikisins, sem hefur að undanförnu haft með höndum útvegun sáðkorns fyrir græn- fóðurverksmiðjur ríkisins í sam- vinnu.við innflytjendur sáðvara. Nú er svo áliðið vetrar, að hið fyrsta þarf að koma á framfæri sáðkornspöntunum erlendis, svo að það komi að notum i vor. Afgreiðsla þessa máls má því ekki dragast úr hömlu, svo mikið er í húfi, að öryggis sé gætt í þessu efni. Og rétt er, að sú lausn, sem væri upp tekin við þessa tillögu, mætti vera árleg trygging í franv tíðinni, en ekki bundin einvörð- ungu við árið i ár. — Fyrirspurn Ragnhildar Framhald af bls. 2 væru dæmi um slíkar ræður hjá Norðurlandaráði áður. Hefði hann ráðizt sérstaklega hart að frændum okkar Norðmönnum og ásakaði þá um afskipti af innan- rikismálum íslendinga, þegar rík- isstjórn Lars Korvalds hefði sent íslenzku ríkisstjórninni orðsend- ingu um afstöðu sína til varnar- mála íslands. Þá hefði einnig vak- ið furðu að heyra ummæli ráð- herrans um landhelgismálið og afstöðu Norðurlandaþjóðanna til þess. Mætti t.d. benda á, að veru- lega hefði munað um breytta af- stöðu Norðmanna sl. sumar, þegar þeir hefðu tekið upp stefnu um 200 mílna fiskveiðilögsögu. Þá hefðu Danir lýst sig fylgjandi sér- stökum rétti smáríkja með sér- staka landfræðilega hagsmuni til víðáttumikillar fiskveiðilögsögu. Væri ummæli ráðherrans ómak- leg, ekki sizt ef stuðningur Norð- urlandaþjóðanna við íslendinga vegna hörmunganna í Vest- mannaeyjum væri hafður í huga. Þá gat hún um ræðu þá, sem Ölafur Jóhannesson hefði flutt á eftir ræðu Magnúsar. Skv. frétt- um hefði eina athugasemdin, sem forsætisráðherrann hafði við orð Magnúsar að gera, verið sú, að hann liti sjálfur ekki á orðsend- ingu Norðmanna sem afskipti af innanríkismálum Islendinga og að hún mundi ekki hafa úrslita- áhrif á afstöðu tslendinga í varn- armálunum. Hins vegar yrði ekki séð, að forsætisráðherra hefði gert grein fyrir því, hvort ræða iðnaðarráðherra hefði túlkað skoðanir islenzku ríkisstjórn- arinnar, svo sem nauðsynlegt hefði verið að hann gerði. Einu ráðherrarnir, sem við- staddir voru á fundi Alþingis, þegar þessar umræður fóru fram, voru Halldór E. Sigurðsson, sem fljótlega vék þó af fundi og Lúð- vík Jósepsson. Halldór E. Sigurðsson fjármála- ráðherra kvaðst mundu koma efni ræðu Ragnhildar áleiðis til utan- rfkisráðherra og væri bezt að hann svaraði ræðunni. Lúðvík Jósepsson sjávarútvegs- ráðherra sagðist hafa verið búinn að lesa ræðu Magnúsar og væri hann sammála hverju orði, sem i henni stæði. Hefði ekki i henni verið um að ræða ódrengilegar árásir á Norðurlönd. Ráðherrann sagði, að vafalaust ætti eftir að koma að þvi, að orð- sending Norðmanna til íslend- inga um varnarmálin yi'ði birt op- inberlega. Hefði orðsendingin haft inni að halda afstöðu Norð- manna, sem væri mjög andsnúin stefnu íslenzku ríkisstjórnarinnar í varnarmálunum. Ellert B. Sehram (S) sagði fréttir frá Norðurlandaráðsfund- inum hafa vakið furðu, þar sem skýrt hefði verið frá því, að is- lenzkir ráðherrar hefðu hafið deilur á fundinum og forsætisráð- herra hefði þurft að hirta iðnaðar- ráðherra. Þá væri það til vansa fyrir Alþýðubandalagsráðherrana að hafa verið að pukra með ræð- una, án þess að sýna hana forsæt- isráðherra og utanríkisráðherra. Væri kominn tími til að orðsend- ing Norðmanna yrði birt opinber- lega hér á landi. Pétur Sigurðsson (S) sagði það ekki vera til fyrirmyndar, að einn ráðherra í rikisstjórninni flytti ræðu erlendis, sem túlka ætti ut- anríkisstefnu ríkisstjórnarinnar, án þess að láta forsætis- eða utan- ríkisráðherra vita hið minnsta um efni hennar. Þá vék þingmaður- inn að hinni svokölluðu sjálf- stæðu utanríkisstefnu islendinga, sem núverandi rikisstjórn teldí sig fylgja. Hefði hún a.m.k. fyrstu misserin ekki verið i öðru fólgin en þvi, að ráðherrarnir hefðu tekið ofan ef Olof Palme hefði gert svo mikið sem að lyfta læri sínu. Þá átaldi hann ráðherrana fyrir að vera ekki viðstaddir og meira segja ekki á landinu, þegar alls- herjarverkföll vol'ðu yfir þjóð- inni. Þórarinn Þórarinsson sagði, að ekkert væri því til fyrirstöðu af hendi íslendinga, að orðsending Norðmanna yrði birt. En orð hefði komið frá norsku ríkis- stjórninni um, að hún óskaði helzt ekki eftir því, að svo yrði gert. Yi-ði að taka tillit til þess. Ingólfur Jónsson (S) sagði, að þau vinnubrögð hefðu verið við- höfð í viðreisnarstjórninni, að ráðherrar hefðu borið sig saman ef um það hefði verið að ræða. að einhverjir þeirra flyttu ræður er- lendís um mikilvæg stefnumál. Sá hefði verið munurinn þá og nú. að þá hefðu ráðherrar haft samstöðu um stefnuna í slíkum tnikilvæg- um málum. Nú væri ekki til sam- staða i rikisstjórninni um varnar- málin. Alþýðubandalagsmenn vildu varnarlaust land og létu blekkjast af friðartimaumræðum á sama tima og þjóðir um viða veröld ráðstöfuðu stórum fjár- fúlgum til vigbiinaðar. Benedikt Gröndal ( A) taldi það vera hneyksli, að ráðherrar ís- lenzku rikisstjórnarinnar hæfu deilur i jafnmikilvægu máli og varnarmálunuin á vettvangi Norðurlandaráðs. Hlyti slíkt að draga dilk á eftir sér innan ríkis- stjörnarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.