Morgunblaðið - 19.02.1974, Síða 25
MÖRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐ jUDAÖUR 19. FÉBRUAR 1974
félk í
fréttum
ÞREYTTI HENRY
Henry Kissinger utanrikisráðherra Bandaríkjanna, sem virðist — samkvæmt fréttum fjöl-
miðlanna — stundum vera í samningaviðræðum í Washington, Tel Aviv, Saigon og Moskvu sama
daginn, sýnist svo sannarlega reyna að kafna ekki undir nafni sem friðarverðlaunahafi. Hann hefur
virzt búa yfir ótrúlegu þreki i þessum stöðugu ferðalögum og viðræðum — en ljósmyndari einn i
Genf íSviss náði þó nokkrum myndum af Kissinger, þar sem þreytumerki sáust á honum.
HUSSEIN ÁNAFNAR
BLINDUM AUGU SÍN
Hussein Jórdaníukonungur,
sem nú er 39 ára að aldri, hefur
sett í erfðarskrá sína ákvæði
um, að sér látnum skuli augu
sín grædd í blindan.
— Konungurinn tók þessa
ákvörðun, eftir að gerð var
augnaaðgerð á litlum dreng.
Hann hefur ekki getað
gleymt andliti drengsins, er
drengurinn opnaði augun og sá
í fyrsta skipti á ævinni, segir
náinn samstarfsmaður kon-
ungsins. Hann segir þessa
ákvörðun konungs sýna hug-
rekki, því að Múhameðstrúar-
menn séu á móti þvi, að færa
líffæri milli manna. En kon-
ungurinn hafi sagt, að með
ákvörðun sinni vonaðist hann
til að geta haft áhrif á aðra i þá
átt að fylgja formdæmi sínu.
Fréttin um þetta ákvæði
erfðaskrár konungs ,,lak“ út, er
konungirinn var fyrir nokkrum
dögum i einkaheimsókn í Lond-
on.
STJÖRNURNAR
DÆMDAR
Leikkonan Hayley Mills, sem
nú er 27 ára, hefur tapað sex
ára löngu striði við brezku
skattheimtuna vegna tekna
hennar, er hún var barn að
aldri stjórstjarna í myndum
Walt Disneys, sem gerðar voru
í Hollywood.
Fimm dómarar í lávarðadeild
brezka þingsins voru sammála
um að dæma hana til að greiða
113.000 sterlingspund — rúmar
22 milljónir isl. króna — í
tekjuskatt. Hún á einnig að
greiða málskostnað að upphæð
10.000 pund — tæpar tvær
milljónir isl. króna.
Málið reyndist óvenjulega
flókið vegna þess, að faðir
hennar, leikarinn John Mills
hafði lagt féð i sérstakan sjóð
dóttur sinni til styrktar. Hayiey
er nú gift brezka kvikmynda-
leikstjóranum Roy Boulton,
sem er 60 ára að aldri.
Og fleiri stjörnur hafa hlotið
þunga dóma. Keith Richard,
gítarleikari og helzti lagasmið-
ur hljómsveitarinnar Rolling
Stones, og þýzka leikkonan
Anita Pallenberg, sem hefur
verið einkavinkona hans und-
anfarin ár, hlutu á mánudaginn
þann dóm fyrir áfrýjunardóm
stóli í Aix-en-Provence í Frakk-
landi að mega ekki stíga fæti
sínum á franska grund næstu
tvö árin vegna dóma fyrir ffkni-
efnabrot. Hjúin höfðu í október
sl. hlotið skilorðsbundna dóma
fyrir að efna til fíkniefna-
veizlna 1 húsi sínu á Ríverunni.
Bobby Keys, hljóðfæraleikari,
sem hefur starfað með Rolling
Stones, hlaut þá einnig skil-
orðsbundinn dóm fyrir aðild
sína að veizlunum. En áfrýjun-
ardómstóll staðfesti siðan dóm-
ana og herti refsinguna með þvi
að banna þeim þremur að koma
til Frakklands næstu tvö árin.
W
Utvarp Reykjavík %
ÞRIDJUDAGUR
19. fehrúar
7.00 morgunútvarp.
Veðurfrognir kL 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kL 7.20. Fréttir kl.
7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund harnanna kL 8.45: Vil
borg Dagbjartsdóttir les framhald
sögunnar „Börn eru bezta fólk“ eftir
Stefán Jónsson (13).
Morgunleikfimi kL 9.20. Tilkynningar
kl.9.30.
Þingfréttir kL 9.45. Létt lög á milli
at riða.
Ég man þá tfð kL 10.25: Tryggvi
Tryggason sér um þátt með frásögnum
og tónlist frá liðnum árum.
„Tónleikar kL 11.25: Hátíðarhljóm-
sveitin i * Lundúnum leikur „Grand
Canyon'*, svitu eftir Ferde Grofé;
Stanley Black stj.
12.00 Dagskráin. Tónléikar. Tilkjnn-
ingar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn-
ingar..
13.00 Dönsk dægurlagatónlist
öm Petersen kynnir.
14.30 Anna Sullivan. Bryndís
Viglundsdóttir flytur fyrsta hluta
erindis um kennara Helenar Keller.
15.00 Miðdegistónleikar: Islenzk tónlist.
a leikhústónlist eftir Magnús Blöndal
Jóhannsson. Höfundur leikur á pianó. .
b. Lög eftir Þórinn Jónsson. Björgvin
Guðmundsson, Kari O. Runólfsson,
Bjama Þorsteinsson, Loft Guðmunds-
son og Bjama Böðvarsson.
Guðrún Á. Simonar syngur; Guðrún
Kristinsdóttir leikur á Dianó.
c Log efti rSteirigrim Sigfússon.
Guðmundur Jónsson syngur; Guðrún
Kristinsdóttir leikur á pianó.
d. Gleðimúsik eftir Þorkel Sigurbjörns-
son.
Atta Blásarar úr Sinfóniuhljómsveit
Islandsleika undirstjórn höf.
A skjánum
Þriðj udagur
19. febrúar 1974
20.00 Fréttir
20.25 Veðurog auglýsingar
20.30 Skák
Stuttur, bandariskur skákþáttur.
Þýðandiog þulur Jón Thor Haraldsson.
20.40 Valdatafl
Bresk framhaldsmynd.
2. þáttur.
Þýðandi Jón O. Edwald.
Efni 1. þáttar.
Sir John Wildtr snýr aftur heim frá
Belgiu, þar sem hann hefur um skeið
unnið á vegum Efnahagsbandalagsins.
Hann hefur nýjar hugmyndirum fram-
kvæmdir Bligh-fyrirtækisins, en Bligh
er þeim mótfallinn. Wilder tekst þó að
vinna hann á sitt mál með þvi aðlofa að
standa ekki i vegi fyrir honum, þegar
valinn verður forseti útflutningsráðs-
ins á næstunni.
21.30 Heimshom
Fréttaskýringaþáttur um eriend mál-
ef ni.
Umsjónarmaður Jón Hákon Magnús-
son.
Að loknu októberstríði
Dönsk fréttamynd um stjórnmála- og
þjóðfélagsástand i Austurlöndum nær.
Þýðandiog þulur Óskar Ingimarsson.
(Nordvision— Danska sjónvarpið)
Jóga til heilsubótar
Bandarískur myndaflokkur með
kennslui jógaæfingum.
Þýðandiog þulur Jón O. Edwald.
Dagskrárlok
Miðvikudagur
20. febrúar 1974
18.00 (Jiaplin
Stutt kvikmynd með gamanleikaranum
heimskunna, Charles Chaplin.
e. „Látalæti“eftir Jónas Tómasson.
Sinfóníuhljómsveit Islands leikur;
Páll P. Pálsson st.j.
16.00 Fréttir. Tilkynriingar. (16.15
Veðurfregnir.
16.25 Poppkornið.
17.10 Tóniistartfmi bamanna.
Ölafur Þórðarson sérum timann.
17.30 Frmburðarkennsla í frönsku.
17.40 Tónleikar.
18.00 A vettvangi dómsmálanna
Björn Helgason ^ hæstaréttarritari
talar.
18.20 Tónleikar. Tilkynningar.
19.00 Fréttir. Tllkynningar. Dagskrá
kvölsins.
19.25 Frét taspegill
19.40 Tónleikakynning
Gunnar Guðmundsson framkvæmda-
stjóri segir frá tónleikum Sinfóniu-
hIjómsveitar íslandsí vikunni.
19.50 Splunkunýr dagur
Guðmundur Magnússon les úrljóðabók
Péturs Gunnarssonar.
• 20.00 Lög unga fólksins
Ragnheiður Drífa Steinþórsdóttir
kynnir.
21.00 Hæf ilegur skammtur
Gisli Rúnar Jónsson og Július Brjáns-
son sjá um þátt með léttblönduðu efni.
21.30 A hvítum reitum og svörtum
Guðmundur Arnlaugsson flytur skák-
þátt.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.
Lestur Passfusálma (8).
22.15 Kvöldsagan: „Skáld pislar-
vættisins'* eftir Sverri Kristjansson
Höf undur les (8).
22.45 Harmonikulög
KvartettTore Lövgren leikur.
23.00 AHIjóðbergi
Frá Dönsku kvöldi í Norreena húsinu í
Reykjavik: SkáldinBenny E. Andersen
og visnasöngvarinn Povl Dissing flytja
efni eftir sig og aðra — Hljóðritað í
Norræna húsinu kvöldið áður.
22.35 Frét ti rí stuttu máll Dagskrárlog.
%
18.10 Skippí
Astralskur rryndaflokkur fyrir börn og
unglinga.
Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir.
18.30 Mat thi Idur f Madrfd
Danskur þáttur um daglegt líf litillar
stúlku áSpáni.
Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir.
(Nordvisicn — Danska sjónvarpið)
18.50 Gftarskólinn
Gítarkennsla fyrir byrjendur.
3. þáttur.
Kennari Eyþór Þorláksson.
19.20 Hlé
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Líf og fjör í læknadeild
Breskur gamanmyndaflokkur.
Lokaprófið. Sögulok.
Þýðandi Jón Thor Haraldsson.
20.55 Krunkað á skjáinn
Þáttur með blönduðu efn.i varðandi
fjölskyldu og heimili.
Umsjónarmaður Magnús Bjamfreðs-
son.
21.45 Njósnarinn Philby
Bresk heimildamynd um feril breska
njósnarans Kim Philby.
Philby fæddist á Indlandi árið 1912 og
var faðir hans kunnur, breskur land-
könnuður. Rúmlega tvitugur að aldri
gekk hann í þjónustu rússnesku leyni-
þjónustunnar og var falið það starf að
komast til áhrifa innan leyniþjónustu
Breta Þetta tókst honum svo fullkom-
lega að eftir nokkur ár var hann orð-
inn yfirmaður bresku gagnnjósna-
stofnunarinnar. En upp komustþósvik
um síðir, og nú er njósnarinn Philby
búsettur í M oskvu.
23.10 Dagskrárlok
fclk í
fjclmiélum S1 ‘,
í kvöld kl. 20.40 er annar
þáttur í nýja myndaflokknum
um Valdatafl á dagskrá. Fávis-
um almúganum verður nú
kannski á að spyrja hvort gang-
ur mála eins og hann gerist í
þessum þáttum bregði upp
mynd af þvi hvernig valda-
menn fara raunverulega að þvi
að skipta með sér verkum. Einn
galli finnst okkur áberandi á
þessum þáttum, og hann er sá,
að það er allsendis ómögulegt
að láta sér líka sæmilega við
eina einustu persönu, sem þar
kemur fram. Þá voru nú
Hammond-bærðurnir og þeirra
hyski geðfelldari, a.m.k. örlaði
þar á mannlegum viðbrögðum
og tilfinningum.
Heimshornið er á dagskrá kl.
21.30, og stjórnandinn er Jón
Hákon Magnússon.
Haraldur Ólafsson ræðir um
Solzhenitsyn og það sem drifið
hefur á daga hans síðustu vik-
una.
Þá fjallar Björn Bjarnason
um orkumálafundinn, sem
haldinn var i Washington í síð-
ustu viku, sérstaklega með til-
liti til afstöðu Frakka til þess-
ara máia.
Þá ræðir Jón Hákon við
bandariskan prófessor í stjórn-
málafræði við Kaliforniuhá-
skóla, Weeb að nafni, en hann
er sérfræðingur i málefnum,
sem snerta samskipti Banda-
ríkjaforseta og þingsins.
Að lokum ræðir Árni Berg-
mann um þróun ítalskra stjórn-
mála.
I dag kl. 13 ætlar Örn Peter-
sen að kynna dægurlagatónlist
frá Danmörku. Hérlendis heyr-
ist ekki mikið af danskri dæg-
urtónlist, nema þá helzt fyrr-
verandi dægurtónlist — þ.e.a.s.
10—20 ára gömlum lögum, sem
ná þvi stundum að verða klass-
ísk i útvarpinu, og eru þá leikin
á milli þátta og til uppfyllingar.
Sú dægurtónlist, sem heyrist
hvað mest, er eiginlega alþjóð-
leg, en auðvitað er til „hreppa-
pólitik" í dægúrlögum eins og
öðru, þannig að hvert land á
sína listamenn og sina tónlist,
sem hrífur mannskapinn í við-
komandi landi. Þess vegna
verður skemmtilegt að heyra
hvaða lög það eru sem mestra
vinsælda njóta í Danmörku um
þessar mundir.