Morgunblaðið - 12.03.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.03.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1974 15 Dr. Michael Ramsey Dr. Ramsey hættir London, 11. marz. AP. DR. Michael Ramsey, erki- biskup af kantaraborg og æðsti maður ensku kirkjunn- ar, tilkynnti I dag, að hann iéti af embætti 15. nóvember. Dr. Ramsey er 69 ára gamall. Hann hefur gegnt embættinu síðan 1961. Aður var hann rektor háskólanna í Durham og Cambridge. Erkibiskup segir frá ákvörð- un sinni i bréfi til Elísabetar drottningar. Hann var biskup i Durham þegar drottning var krýnd 1953. Hann hefur barizt mikið fyr- ir einingu kirkjunnar. Sú við- leitni náði hámarki með sögu- legum fundi með Páli páfa í Róm 1966. Hann hefur barizt fyrir kjarnorkuafvopnun og fordæmt vopnasendingar til Suður-Afríku. Watergate: Allir sakborningarn- Nýr torseti • • ii í Venezúela ír lystu sig saklausa Washington 11. marz AP-NTB. JOSEPH Busch, ríkissaksóknari í Los Angeles-umdæmi samþykkti í dag, að reyna að fá vísað frá dómi þjófnaðar- og samsæris- ákærunum, sem gerðar hafa verið á hendur John Ehrlichman, David Young ogG.Gordon Liddy í Daniel Ellsberg-málinu í Kallfornfu. Hins vegar verður ákæra um meinsæri á hendur Ehrlichman látin standa. Þeir Busch og Leon Jaworski Water- gate-saksóknari skýrðu frá þessu sameiginlega I dag, en ástæðan fyrir þessari ákvörðun er m.a. sú, að talið er heppilegra, að mál þetta verði höfðað fyrir alrlkis- dómstóli, en ekki fyrir kalíforn- ískum fylkisrétti. I yfirlýsingu þeirra Busch og Jaworski segir, að þar eð mál þetta varði ríkið í heild, sé eðli- legra, að það sé aðeins höfðað fyrir airfkisrétti. „Tvær máls- höfðanir myndu þýða, að sakborn- ingar kæmu fyrir rétt i tveimur iögsagnarumdæmum," segir í yfirlýsingunni, og því bætt við, að Hef ekki tíma fyrir Solzhenitsyn — segir Brezhnev slíkt fyrirkomulag yrði ekki rétt- vísinni til góðs. Ehrlichman, fyrrum einn helzti ráðgjafi Nixons forseta, lýsti sig á laugardaginn saklausan af ákæru um aðild að innbrotinu á skrif- stofu sálfræðings Daniel Ells- bergs. En sama dag kom hann einnig fyrir rétt ásamt sex öðrum fyrrverandi, nánum samstarfs- mönnum forsetans vegna ákæra um tilraunir til að þagga Water- gate-málið niður. Allir ákærðu lýstu sig saklausa í réttarhöldum, sem stóðu aðeins i fimm mínútur. Auk Ehrlichmans komu fyrir rétt- inum John Mitchell, fyrrum dómsmálaráðherra, H. R. Halde- man, fyrrum skrifstofustjóri í Hvíta húsinu, Charles Colson, fyrrum sérlegur ráðgjafi Nixons, Gordon Strachan, tengiliður Hvíta hússins og kosninganefnd- ar repúblikana i siðustu forseta- kosningum, Robert Mardian, fyrr- um varadómsmálaráðherra, og Kenneth Parkinson, lögfræðing- ur. Málið verður tekið fyrir á ný í haust. Caracas, 11. marz. NTB. VENEZÚELA fær nýjan forseta á morgun og allt bendir til þess, að nýja stjórnin muni hraða þjóð- nýtingu olíuiðnaðarins, sem er I eigu útlendinga. Nýi forsetinn er Anders Perez, 51 árs gamall, fyrrverandi innanríkisráðherra og foringi Lýðræðislega baráttuflokksins, sem er hægra megin við miðju. Flokkurinn hlaut 49% atkvæða i kosningunum i desember. Perez tekur við af Rafael Cald- era úr Kristilega sósíalflokknum. Kjörtimabilið er fimm ár. Eþíópía: Keisarinn heitir frelsi Addis Ababa, 11. marz. AP. NTB. LÖGREGLA beitti táragasi og kylfum f Addis Ababa f dag til þess að dreifa stúdentum, sem kröfðust aukins stjórnmála- frelsis. Skömmu áður hafði Haile Selassie keisari lýst þvf yfir, að stjórnmálafrelsi í landinu yrði aukið. Nokkur hundruð stúdentar brenndu eftirlikingu af Endalkachew Makonnen forsætis- ráðherra og festu borða á girðingu umhverfis lóð Haile Selassie-háskólans með kröfum um, að málfrelsi yrði komið á og að „fjöldamorðum" pólitískra fanga hætt. Lögreglumenn með hjálma réðust inn á háskólalóðina með táragasi og kylfum og stúdentar leituðu hælis í háskólabygging- um. Áður en mótmælaað- gerðirnar hófust samþykktu kennarar háskólans að krefjast þess, að Endalkachew yrði vikið frá völdum og að efnt yrði til nýrra kosninga. Mótmælaaðgerðirnar fylgdu í kjölfarið á yfirlýsingu Haile Selassie þess efnis, að hann ætlaði að ganga að kröfum um pólitískar og efnahagslegar breyt- ingar og veita eþiópísku þjóðinni aukna hlutdeild í stjórn landsins. Hann kvaðst telja þjóðinni fyrir beztu, að aðeins einn stjórnmála- flokkur yrði leyfður en sagðist mundu sætta sig við fleiri flokka ef sérfræðingar, sem semja nýja stjórnarskrá, legðu það til. Hann vitnaði til reynslu Afrikuríkja. Haile Selassie tók fram, að hann hygðist ekki leggja niður völd vegna ókyrrðarinnar. Hann sagði, að keisarinn hefði alltaf verið sameiningartákn og yrði það áfram. Hins vegar sagði hann að völd keisarans hefðu farið eftir aðstæðum á hverjum tima. Lokið er fjögurra daga verkfalli 85.000 verkamanna og þeir fá miklar launahækkanir og tryggð lágmarkslaun. Verkamenn fá einnig að stofna verkalýðsfélög. Kristilegir unnu í Belgíu verulegar breytingar eru ekki fyrirsjáanlegar á utanrikisstefn- unni eða gagnvart EBE. Allir „gömlu“ flokkarnir treystu stöðu sína í kosningunum, en þeir, sem vilja efla annaðhvort flæmsku eða vallónsku, urðu fyr- ir áfalli. Deilan um olíuhreinsunarstöð- ina i Liege, sem olli kosningun- um, hvarf i skugga máladeilunnar og umræðna um valddreifingu í kosningabaráttunni. Frjálslyndir lögðust gegn smíði þessa ríkis- rekna fyrirtækis, sem reisa átti og reka í samvinnu viðírana. Stríplæði Eins og frá hefur verið skýrt hér f blaðinu, hefur það orðið algert tízkufyrirbæri í Banda- ríkjunum að þjóta um berstríp- aður á almannafæri til að hrella vegfarendur. Þeir, sem þetta gera, eru nefndir „streak- ers“, sem við höfum lagt til að verði þýtt „byssubrenndir" af hæfilega tvíræðum ástæðum. Einkum hafa háskólastúdentar lagt þetta fyrir sig, og er talið, að þetta eigi að vera eins konar mótmæli gegn svokölluðu „al- mennu velsæmi“. Hér sjást bandarískir stúdentar í París sýna samstöðu með byssu- brenndunum heima fyrir, og er þessi mynd tekin ekki langt frá Eiffel-turninum. Breiðist striplfaraldur þessi út um allar álfur um þessar mundir, og er þess nú aðeins að bíða, að veg- farendur um Vatnsmýrina verði fyrir svona opinberun. Kristilegi flokkurinn fær 71 þingsæti (67 í síðustu kosning- um), jafnaðarmenn 60 (61), Frjálslyndir 34 (31) vallónskir listar 21 (27), Flæmski flokkur- inn 22 (21), kommúnistar 4(5). Kristilegir og jafnaðarmenn geta nú myndað stjórn án stuðn- ings frjálslyndra, sem sátu i síð- ustu stjórn. Þar méð er talið, að næsta stjórn færist nokkuð til vinstri f innanlandsmálum en Brússel, 11. marz. NTB. FORMAÐUR Kristilega sósíal- flokksins, Leo Tindemans, verður liklega næsti forsætisráðherra Belgfu eftir sigur flokksins í þingkosningunum í gær. Tindemans er 51 árs gamall og foringi hins flæmska.arms Kristi- lega flokksins. Hann var fjár- mála- og aðstoðarforsætisráð- herra sfðustu stjórnar, sem sagði af sér í janúar vegna ágreinings um smíði olíuhreinsunarstöðvar f samvinnu viðfrana. * Arás Víetkong á barnaskólann: „Blóðið fossaði um allt’ ’ Moskvu 10. mars — NTB. LEONID Brezhnev, leiðtogi sovézka kommúnistaflokksins, sagði í gær, að hann hefði um annað að hugsa en mál hins brott- ræka rithöfundar Alexanders Solzhenitsyn. Það voru franskir fréttamenn, sem spurðu Brezh- nev um þetta mál áður en hann hélt til Svartahafs þar sem hann mun hitta Pompidou Frakklands- forseta á morgun. Þetta er f fyrsta sinn, sem Brezhnev hefur tjáð sig opinberlega um Solzhenitsyn. „Málið má ekki stöðva slökun spennu og samvinnu þjóða," sagði Brezhnev. „Ég er ekki upptekinn af þessu. Daglega er lagður feiki- legur fjöldi vandamála á skrif- borðið hjá mér, vandamál, sem ekkert koma við Solzhenits.vn. Ég held, að ekki sé unnt að líta á hann einan sem fulltrúa fyrir sjónarmið alls ríkisins.“ Saigon 11. mars — AP □ Rfkisstjórn Suður-Víetnams sagði í dag í opinberri yfirlýs- ingu, að Vfetkong-skæruliðar hefðu „blygðunarlaust fótum- troðið" allar grundval larreglur mannúðar, er þeir sprengdu vörpusprengju á skólaleikvelli einum f sveitaþorpinu Cai Lay f Suður-Vfetnam á laugardaginn, en allt að 32 skólabörn létust f þessari árás. í yfirlýsingunni segir, að þessi atburður sanni, „að það eru kommúnistar, sem geri fólk að fórnarlömbum stríðs í Víetnam". □ Þegar sprengjan sprakk á leikvellinum á laugardaginn, stóðu börnin f röðum eftir bekkjum og biðu þess að ganga inn f kennslustofurnar. Tala þeirra, sem fórust, er á bilinu 23 til 32, en mikill fjöldi særð- ist. Farið var með hina særðu til borgarsjúkrahússins i My Tho, sem er i um 10 kílómetra fjar- lægð frá skólanum. Það sjúkra- hús er hvorki betra né verra en önnur i Suður-Vietnam, að þvi er fréttamaður AP segir, en þarna er öllt í einni kös, og sjúkrastofurnar anga af þvagi og ælu. Aðeins einn plastbolli verður að nægja 55 sjúklingum, og 11 tveggja manna rúm eru á spítalanum. í einu þessara rúma eru átta litlir drengir. „Ég vissi ekki hvað hafði gerzt,“ sagði Dang Van Ngot, 13 ára piltur. „Mig klæjaði i fót- legginn og ég leit niður. Blóðið fossaði úr báðum fótleggjun- um. Ég reyndi að skriða upp að vegg kennslustofunnar til þess að fela mig. Þetta var ekki sárt, og ég var ekki hræddur. En samt grét ég.“ Vo Van Dan, 7 ára strákur, sagði: „Einu sinni vorum við fleiri en 70. En ég veit ekki hvað nú eru margir eftir. Blóð- ið bara fossaði um allt . . allir kölluðu á mömmu og pabba . .. Ég var svo hræddur, að það næstum leið yfir mig.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.