Morgunblaðið - 12.03.1974, Side 30

Morgunblaðið - 12.03.1974, Side 30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1974 _30______________ LÖKVIK LÁTINN ÞÆR fregnir hafa borizt sunnan frá Spáni, að aðalræðismaSur ís- lands í Barcelona, Ole Lökvik, sé látinn. Hann var rúmlega sjötug- ur að aldri, er hann lézt, en hann hafði verið aðalræðismaður ís- lands í Barcelona allt frá árinu 1950. Lökvik var maður vinsæll í starfi og átti hér ýmsa kunningja og vini. Kona Lökviks lifir mann' sinn. Greip til dúkahnífs KONA á sextugsaldri kærði á sunnudag fyrrverandi eigimann sinn til lögreglunar fyrir að hafa ógnað sér með dúkahnífi og hótað sér likamsmeiðingum. Maðurinn hafði komið heim til hennar á sunnudagsmorguninn og farið með átta ára gamlan son þeirra í sundlaugar. Er hann kom aftur, upphófst rifrildi milli hans og konunnar og endaði það með því, að maðurinn fór út að bíl sínum og náði i dúkahníf, sem er með stuttu, en hárbeittu blaði. Risti hann síðan bólstraða rúm- gafla og rúmdýnu til að leggja áherzlu á orð sin og segir konan, að hann hafi hótað sér sömu með- ferð. Á endanum fór hann þó burt, án þess að skaða konuna, en var handtekinn siðar um daginn og færður til yfirheyrslu. Hann neitaði að hafa hótað konunni líkamsmeiðingum. Hann var alls- gáður, er atvikið gerðist. Honum var sleppt úr fangageymslu í gær. Rýr bolfiskafli UNDANFARIÐ hafa gæftir verið mjög stopular hjá þeim bátum, sem stundað hafa bolfiskveiðar. Samkvæmt upplýsingum Guð- mundar Ingimarssonar hjá Fiski- félagi íslands hefur aflamagn verið eftir því. Þó mun einn og einn bátur hafa fengið allt að því 16 tonn í róðri, en þegar á heild- ina er litið hefur afli verið rýr eins og áður segir. — Heilbrigðis- þjónusta Framhald af bls. 19 til deilna milli aðila um það, hvað eigi að hafa forgang. Það er ætlun heilbrigðisráð- herra að leggja fram áætlun um heilbrigðisstofnanir til 10 ára, eins og gert er ráð fyrir i lögum um heilbrigðisþjónustu. Hve langt verður náð að séttu marki á næstu 10 árum er erfitt um að spá, en þó má segja, að það verða 5 atriði aðallega, sem njóta for- gangs við þessa ggrð, en þau eru: 1. Bygging héilsugæslustöðva úti um landsbyggðina. 2. Bygging heilbrigðisstofnana fyrir geðsjúklinga, bæði göngu- deildaraðstaða og legudeildarað- staða. 3. Aukning vistúnarrýmis fyrir hjúkrunarsjúklinga og aldraða. 4. Aukning rannsóknaraðstöðu og göngudeildaraðstöðu stærstu sjúkrahúsanna. 5. Nýjar legudeildir fyrir bráða sjúkdóma, og heilsugæslustöðvar í þéttbýli. Heilbrigðisstjói*nin telur að þannig sé í stórum dráttum for- gangsröðun verkefna í þeirri framkvæmdaáætlun, sem gera á, en samfara þessu þarf að gera mjög vandaðar og víðtækar rann- sóknir á mannaflaþörf til heil- brigðisþjónustunnar, áætlun um menntun og rtýmenntun heil- brigðisstétta og utn þessi atriði þurfa heilþrigðisráðuneyti, menntamálaráðurtéyti og Háskóli íslands að hafa festföngu og sam- vinnu. Að lokum ber þakka þann áhuga sem Félag»íátetækna i Bret- iandi hefur sýfttlyttibrigðismál- um á Islandi iáSÉIflbförnum ár- Jt H| f ? nr " j - * »lvT* || Þessa mynd tók ferðamaður, sem rakst á Onoda þegar hann var enn inni í frumskóginum. Eftirlegukindin komin til byggða Manila, 11. mars-AP. HIROO Onoda, liðsforingi f japanska hernum, sem verið hafði í felum á einni Filipseyja frá lokum sfðari heimsstyrjald- arinnar, kom um helgina til byggða eftir að leiðandur eins af fyrrverandi yfirmönnum hans úr strfðinu hafði samband við hann og tilkynnti honum, að styrjöldinni væri nú lokið. Onoda, sem nú er 52 ára að aldri, sagði, að hann hefði ekki gefið sig fram vegna þess, að hann hefði aldrei fengið skip- un um að gefast upp. Var Onoda ákaft fagnað við komuna til Manila, höfuðborg- ar Filipseyja, og hátíðlegri at- höfn við forsetahöilina var sjónvarpað. Ferdinand Marcos forseti tók alúðlega utan um hermanninn, sem hafði verið í stríði 30 árum of lengi, hrósaði honum fyrir hreysti og undir- gefni við yfirboðara sina, og óskaði japönsku þjóðinni til hamingju með að eiga slíka stólpahermenn. En þeir Filipseyingar, sem lifað hafa í nábýli við Onoda öll þessi ár, voru ekki jafn hrifnir, því hann mun hafa verið harð- ur í horn að taka, látið greipar sópa hvar og hvenær sem unnt var, og skotið hvern þann, sem gerðist of nærgöngull eða fór að ybba gogg. Læknar i Manila segja Onoda vera við hestaheilsu, og tannlæknir kveður hann hafa enga tönn skemmda. um. Bréfaskipti hafa verið tölu- verð milli félagsins og ráðuneytis- ins um ýmsa þætti heilbrigðis- mála og heilbrigðisráðherra og ráðuneytisstjóri áttu gagnlegan og vinsamlegan fund með fé- laginu á s.l. ári. Ráðuneytið tekur að sjálfsögðu undir þær fullyrðingar bréfsins, að íslensk heilbrigðisþjónusta sé að ýmsu leyti góð og telur, að hún sé í mjög verulegum atriðum góð, enda þótt gera megi ráð fyrir, að ávallt séu verkefni að leysa og að betur megi fara. Heilbrigðis- og tryggingamál aráðu ney tið 4. mars 1974. F. h. r. Páll Sigurðsson. . — Geir Hallgrímsson Framhald af bls. 17 Hafa Alþýðubandalagsráðherr- ar framlengt dvöl bandarískra flugsveita hér á landi um óákveð- in tíma fram yfir 1976, sex mán- uði í senn? En í fjórða lagi eru ráðherrarn ir spurðir hvort þessar tillögur utanríkisráðherra verða lagðar fram í viðræðum við Bandaríkja- menn sem fyrstu hugmyndir og umræðugrundvöllur af hálfu ís- lenzku ríkisstjórnarinnar, eða sem síðustu tillögur og úrslita- kostir? Ég óska skýrra svara frá báðum ráðherrunum. Loks er nauðsynlegt í fimmta lagi að spyrja ráðherrana. Eru þeir ekki sammála því að ítreka fyrri yfirlýsingar sínar um, að hver svo sem niðurstaðan verður I varnarmálunum innan ríkis- stjórnarinnar eða í viðræðum 'við Bandaríkin, verði málið lagt fyrir Alþingi til endanlegrar af- greiðslu? Hr. fundarstjóri. Undanfarið hefur verið tekizt á um tvær grundvallarstefnur í öryggismálum fslenzku þjóðarinn- ar. Önnur byggist á því, að í land- inu verði varnir hin, að landið verði varnalaust. Meirihluti vill varið land Fyrsta þætti þessarar báráttu er nú lokið. Baráttan um stuðning almennings I landinu við aðra hvora þessara megin stefna hefur verið til lykta leidd með afdrátt- arlausum og afgerandi sigri þeirra, sem vilja landvarnir. Þetta hefur undirskriftasöfnun Varins lands leitt í ljós. Niðúr- staða hennar er skýr. Meirihluti þeirra manna, sem taka þátt í kosningum í landinu, hefur með ótvíræðum hætti lýst yfir þeim vilja sínum að ísland verði „varið land“. Nú stendur annar þáttur þess- arar baráttu yfir. Hann er háður á hinum pólitfska vettvangi og fyrst og fremst nú innan ríkisstjórnar- innar sjálfrar, síðan í þingflokk- um stjórnarflokkanna, en því verður ekki trúað að ítekuð loforð um, að málið verði lagt fyrir al- þingi til endanlegrar afgreiðslu, verði svikin. Hvort sem samkomu- lag innan ríkisstjórnarinnar næst eða ekki þá er ástæða til að ætla, að á Alþingi sé ákveðinn meiri hluti fyrir því, að landið skuli áfram varið. En fari svo, að ríkis- stjórnin virði að vettugi skýran vilja meiri hluta kjósenda og gangi jafnvel framhjá Alþingi og stofni öryggi þjóðarinnar í voða, þá er samt þriðji þáttur barátt- unnar eftir. Þá munum við, sem Gjaldeyrisstaðan rýrn- aði 1 janúar um 9,3% Nettógjaldeyrisstaða bankanna rýrnaði í janúarmánuði um 9,3%. Samkvæmt gengisskráningu í janúarlok var gjaldeyrisstaðan um áramót 6.383 milljónir króna, en f janúarlok var þessi fjárhæð 594 milljónum króna minni eða 5.789 milljónir króna. Ölafur Tömasson hjá Seðla- banka íslands sagði í viðtali við Mbl. i gær, að bórið saman við þær tölur, sem til eru frá því í fyrra yfir sama mánuð, er rýrnun- in dálitið minni nú, en hins vegar sagði Ólafur, að talið væri, að rýrnunin fyrir febrúarmánuð væri enn meiri og þegar tillit væri tekið til hennar, væri allmiklu meiri rýrnun nú en í fyrra. Tölur yfir febrúarmánuð liggja þó enn ekki fyrir, svo að unnt sé að birta þær. Rúmar 27 milljónir á inn- stæðulausum ávísunum AÐ KVÖLDI hins 7. þ.m. fór fram skyndikönnun innistæðulausra tékka á vegum ávísanaskipta- deildar Seðlabanka íslands. Könn unin náði til innlánsstofnana í Reykjavík, Kópavogi, Hafnar- firði, Keflavík og Selfossi. Frá þessu er skýrt i fréttatilkynningu frá Seðlabanka íslands. Fram komu alls 806 tékkar án fullnægjandi innistæðu að fjár- hæð samtals kr. 27.176.000,00 sem reyndist vera 2,87% af veltu dags- ins í ávísanaskiptadeild Seðla- bankans. Niðurstöður könnunar þessarar gefa tíl kynna, að um víðtækt og aukið tékkamisferli er að ræða bæði hjá einstaklingum og fyrir- tækjum, þrátt fyrir aðgerðir und- anfarandi ára. Ástæða er til að geta þess, að könnun þessi leiddi sérstaklega í ljós, að aðilar, sem áður hafa gerst sekir um tékkamisferli, en sam- Dagný seldi SIGLFIRZKI skuttogarinn Dagný seldi í Ostende í Belgíu fyrsta þessa mánaðar og viku síðar í Grimsby samtals fyrir 8,8 milljón- ir króna. Meðalverð, sem skipið fékk í Ostende, var 52,45 krónur, f Grimsby 56,44 krónur. í Ostende seldi skipið 84 tonn hinn 1. marz fyrir 4.418.437 krón- ur, en í Grimsby 78 tonn fyrir 4.394.459 krónur. Sölurnar eru á fiski úr einni og sömu veiðiferð. þykktir banka eru um, að ekki skuli vera í tékkaviðskiptum, hafa komist í viðskipti á ný og notað þau til frekari misferla. Tekið skal fram hér, að nöfn þeírra aðila, sem gefa út tékka án fullnægjandi innistæðu, eru jafn- óðum tilkynnti á milli banka og sparisjóða, og á það jafnt við hvort sem um skyndikönnun eða dagleg afskipti Seðlabankans af innheimtu innistæðulausra tékka er að ræða. Gróft og endurtekið misferli er sent dómstólum til meðferðar. Að lokum skal tekið fram að ástæða virðist vera til þess að hafa skyndikannanir innistæðu- lausra tékka tíðari en verið hefur áundanförnum árum. 6 manns slösuðust FEIKNAHARÐUR árekstur varð á Laugavegi, rétt við Nóatún, síð- degis á sunnudag, er Fiat-bifreið lenti framan á Volvo-bifreið af miklu afli. Tveir piltar voru i Fiat-bifreiðinni, báðir ölvaðir, og stórslösuðust báðir, enda bifreið- in gjörónýt eftir áreksturinn. Lágu þeir enn á gjörgæzludeild í gærkvöldi. í Volvo-bifreiðinni voru fjórar konur og slösuðust allar nokkuð, þó ekki alvarlega. viljum varnir, skjóta máli okkar undir dóm kjósenda og til þess gefst tækifæri í síðasta lagi eftir rúmt ár. Við munum leita stuðn- ings allra Islendinga og samstöðu um að gæta öryggis landsins og sjálfsákvörðunarréttar þjóðarinn- ar.______ — Dr. Róbert Framhald af bls. 32 Hann stundaði tónlistarnám i Þýzkalandi og Frakklandi og dvalist um hríð i Kaupmanna- höfn við störf áður en hann settist að á íslandi haustið 1935. Hann bjó fyrst á Akureyri en síðan í Reykjavík. Kennslu stundaði hann þar alla tíð, m.a. við Tón- listarskólann, Barnamúsik- skólann, þar sem hann var skóla- stjóri á árunum 1957—61, og við guðfræðideild Háskóla íslands, þar sem hann var skipaður dósent árið 1966. Hann varði doktorsrit- gerð um Þorlákstíðir við Háskóla íslands 1959. Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar varð dr. Róbert árið 1961 og vann sem slíkur mikið starf til eflingar kirkjutónlist í landinu. 2 í slysum TÆPLEGA fjögurra ára drengur varð fyrir bíl á Grettisgötu á mánudagsmorguninn og annar átta ára varð fyrir bíl á Bústaða- vegi síðdegis á mánudag, en hvor- ugur drengjanna hlaut alvarleg meiðsli. — Nú fer í hönd sá tími, er börn verða yfirleitt hvað mest fyrir slysum f umferðinni. Með hækkandi sól og hlýnandi veðri fyllast börnin fjöri og gáska, hlaupa um og hamast og gæta sin ekki sem skyldi á bflunum. — Hraðfrystihús Framhald af bls. 32 mundur stefnt i fyrirsjáanlegan taprekstur. Guðmundur sagði: „Óhjákvæmilegt er, að þessi höfuðatvinnugrein landsmanna, hraðfrystingin, sé ekki rekin með tapi, heldur eðlilegum hagnaði og hlýtur það að vera skylda viðkom- andi stjórnvalda að grípa til þeirra ráðstafana, sem tryggi heil- brigðan rekstrargrundvöll hrað- frystihúsanna. Á fundi sínum í gær samþykkti stjórn SH heimild til framkvæmdaráðs þess, að boða til aukafundar, þegar fram- kvæmdaráðið teldi ástæðu til. Áð- ur en til þess kemur munu for- ráðamenn SH eiga frekari viðræð- ur við sjávarútvegsráðherra og viðkomandi stjórnvöld. Guðmundur sagði, að hrað- frystihúsamenn væntu þess, að núverandi stjórnvöld hefðu þann skilning á málefnum þessarar at- vinnugreinar að öruggur rekstr- argrundvöllur yrði tryggður. Aðspurður um blokkarverð í Bandaríkjunum sagði Guðmund- ur: „Horfur eru mjög iskyggilegar á helztu mörkuðum fyrir frystar sjávarafurðir og þá sérstaklega i Bandaríkjunum. Engir samning- ar hafa enn tekizt við Sovétríkin á því verði, sem íslendingar telja viðunandi, og samkvæmt síðustu opinberum tilkynningum um al- mennt markaðsverð í Bandaríkj- unum, fer verð á frystum sjávar- afurðum lækkandi og t.d. má gbta þess, að í þeirri tilkynningu, sem gefin var út 6. marz síðastliðinn, er ekkert verð á þorskblokkinni, en það ber því vitni, að hreyfing sé á verði blokkarinnar."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.