Morgunblaðið - 12.03.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.03.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1974 Gísll, Elríkur og Helgl a ellir inglDlörgu Jönsdðltur Dáti nokkur kom skálmandi eftir þjóðveginum — einn, tveir; einn, tveir! — Hann bar hertösku sína á baki og korða við hlið, því að hann hafði verið í stríðinu pg var nú á leiðinni heim til sín. Bar þá svo til, að hann mætti gamalli galdranorn á þjóðveg- inum. Hún var afskaplega Ijót, með neðri vörina lafandi niður á brjóst. „Góðan daginn, dáti sæll!“ sagði hún, „en hvað korðinn þinn er fallegur og hertaskan þín stór; þú ert almennilegur dáti. Nú skaltu fá svo marga peninga sem þig lystir að eiga.“ „Þakka þér fyrir, gamla kerlingarnorn!" sagði dátinn. „Sérðu stóra tréð þarna?“ mælti kerling og benti um leið á tré, sem stóð rétt hjá þeim; „það er alveg holt að innan. Þú skalt klifrast upp í toppinn, þá muntu sjá op, og geturðu svo rent þér niður um það og komist langt niður í tréð. Ég skal bregða reipi yfir um þig miðjan, svo að ég geti dregið þig upp aftur, þegar þú kallar til mfn.“ „Og hvað á ég að gera niður í tréð? sagði dátinn. „Sækja peninga," sagði kerling, „því að það get ég sagt þér, að þegar þú ert kominn niður á botn trésins, þá er þar gangur mikill og víður. Þar er albjart, því að þar logar á lömpum svo að hundruð- um skiptir. Þá muntu sjá þrjár dyr og geturðu lokið 3*9 Furðuskepna Þetta er ein af furðuskepnum fornaldarinnar. Skepnan gat orðið 6 m á lengd. Það eru hinir sterklegu afturfætur sem héldu skrokknum frá jörðinni. 1 dýrafræðinni heitir þetta dýr svaneðla, en bein hennar fundust í Ameríku, en þar var hún jurtaæta og eru iiðin um 150 milljón ár síðan. þeim upp, því að lykillinn stendur í skránni. Farirðu inn í fyrsta herbergið, þá muntu sjá þar á gólfinu stóra kistu. Á henni situr hundur, og eru augu hans eins stór og tvær undirskálar; en um það skaltu ekki hirða hót. Ég ætla að lána þér blátíglóttu svuntuna mína; þú getur breitt hana á gólfið. Gaktu svo djarfmannlega að hundinum og taktu hann og settu hann á svuntuna mína. Þar næst skaltu ljúka upp kistunni og taka svo marga skildinga sem þú vilt. Það eru tómir koparskildingar, en viljirðu heldur silfur, þá skaltu fara inn í næsta herbergi. Þar situr hundur með augu, sem eru eins stór og mylluhjól. En kærðu þig ekkert um það, settu hann á svuntuna mína og taktu nægju þfna af peningunum. En viljirðu þar á móti hafa gull, þá geturðu líka fengið það, og það eins mikið og þú getur borið, og verðurðu til þess að fara inn í þriðja herbergið. En hundurinn, sem þar situr á peningakistunni, hefur tvö augu, sem eru eins stór og „Sívaliturn“, hvort um sig. Það er almennilegur hundur, því máttu trúa. En kærðu þig ekkert um það heldur settu hann niður á svuntuna mína; þá gerir hann þér ekkert mein. Og taktu svo úr kistunni eins mikið gull og þú vilt.“ „Það væri ekki svo vitlaust," sagði dátinn. „En hvað á ég að gefa þér, gamla kerlingarnorn! Eitthvað mun kerling vilja hafa fyrir snúð sinn, geri ég ráð fyrir.“ „Nei,“ sagði kerling, „ekki einskilding vil ég hafa. Þú átt aðeins að ná fyrir mig gömlu eldfæraeski, sem hún amma mín gleymdi, þegar hún var þar niðri í síðasta skiptið.“ „Hana! það er þá bezt ég fái reipið yfrum mig,“ segir dátinn. „Hérna er það,“ sagði kerling, „og hérna er blá- tiglótta svuntan mín.“ Dátinn klifraðist nú upp í tréð og lét hlammast niður um opið, og óðara stóð hann, eins og kerling hafði fyrir sagt, í víða ganginum, þar sem logaði á lömpum svo að hundruðum skipti. Nú lauk hann upp fyrstu dyrunum. Hú! þar sat hundurinn með augun, stór sem undirskálar væru, og starblíndi á hann. „Þú ert fallegur karl,“ sagði dátinn, setti hann niður á svuntu kerlingar og tók eins marga kopar- skildinga og komust upp á hana og gekk inn í hitt herbergið. Æ, æ! þar sat hundurinn með augun, sem voru eins stór og mylluhjól. ctyJonni ogcTVLanni eftir Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi Yið þökkuðum henni innilega fyrir, og til þess að hún tæki ekki orð sín aftur, hlupum við undir eins út á hlað. Sarnvizkan var ekki meira en í meðallagi góð. En þegar út kom, slepptum við fram af okkur beizl- inu. Við eltum hvor annan, kútveltum okkur í grasinu og steypturn okkur klukku af eintómri ánægju. Þegar mestu ærslin voru af okkur, fórum við að tala nánar um ferðalagið. Við urðum að hugsa vel fyrir öllu. því að við ætluðum að vera í burtu heilan dag. „Heldurðu, að þú gefist ekki upp við að ganga svona langa leið, allt upp í móti?“ spurði ég Manna. „Nei, það á ég hægt með“, svaraði hann fjörlega. „Ég verð aldrei þreyttur, þó að ég sé að hlaupa og hoppa allan daginn. Og ég hef svo oft farið upp í fjall áður“. „Já, Manni, það er satt. Og hver veit, nema við ná- um í liest þar, og þá tökum við hann og ríðum nokk- uð af leiðinni. Ég ætla að hafa með mér snærisspotta, svo að við getum hnýtt upp í hann“. „Það hefði mér aldrei dottið í hug, Nonni. Það verður gaman“, sagði Manni og tókst allur á loft. „Þú ert þá ekki frá því að koma á hestbak“. „Nei, hvað heldurðu? Það þykir mér mest gaman af öllu“. „Svo verðum við að hafa fáeinar brauðsneiðar með okkur. Þær getum við haft í vösunum. Annars fáum við ekkert að borða allan daginn“. „Nei, þess þurfum við ekki“, sagði Manni. „Ég þoli vel í einn dag, þó að ég fái ekkert að borða“. „Nei, Manni, það er betra að hafa brauð með sér“ „Jæja, þá gerum við það. En hvernig eigum við að fara að því að vakna nógu snemma?“ „Það veit ég ekki“, sagði ég. Við veltum þessu vandamáli fyrir okkur goða stund. Manni varð fyrri til að hitta á ráð til þess. Hann sagði: „Heyrðu, ég ætla að biðja guð um það, áður en ég sofna í kvöld, að senda engil til að vekja okkur“. ígunkciffinu — Hvernig fer ég nú að — hvorum megin er ég? — Þetta er mitt sæti góða. Ég hef meira að segja giftingar- vottorð upp á það. N'ANAGfjf — Ég kem aftur klukkan 3 — svo að kl. 2,50 er þér óhætt að byrja aftur á því að þykjast vera að vinna. — Þú nýtur þess að kökukeflið hefur ekki enn verið fundið upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.