Morgunblaðið - 12.03.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.03.1974, Blaðsíða 16
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1974 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson ✓ Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 420,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 2 5,00 kr. eintakið. Eins og greint hefur verið frá hér í blaðinu, hafa ýmis teikn verið á lofti um það undan- farna daga, að Ólafur Jó- hannesson forsætisráð- herra væri að láta undan þrýstingi í varnarmál- unum, annars vegar frá kommúnistum og hins veg- ar frá Eysteini Jónssyni og þeirri deild Framsóknar- flokksins, sem öllu vill fórna fyrir stjórnarsam- starfið og allt til vinna að halda völdum enn um skeið. Á borgarfundi þeim, sem haldinn var á Hótel Sögu sl. sunnudag, bar Geir Hallgrímsson fram spurningar til ráðherranna Einars Ágústssonar og Magnúsar Kjartanssonar um gang þeirra umræðna, sem átt hafa sér stað innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna að und- anförnu. Báðir ráðherr- arnir færðust undan að svara spurningunum, en létu þó að því liggja, að samkomulag væri á næsta leiti, raunar er það í sam- ræmi við fullyrðingar í rit- stjórnargreinum Tímans nú síðustu daga. Ekki veit Morgunblaðið, hvað ofan á kann að verða í þessu efni, en svo mikið er víst, að öryggis- og varnar- mál landsins eru nú leik- soppur pólitískra afla. Þar er ekki hugsað — og því síður rætt — um íslenzka varnarhagsmuni heldur um það, hvernig hnoða megi málinu saman, þann- ig að núverandi stjórnar- herrar geti haldið völdum sínum. Gagnstætt hinu pólitíska valdatafli, sem stjórnar- herrarnir tefla, hefur Sjálfstæðisflokkurinn al- veg skýra stefnu í öryggis- og sjálfstæðismálunum. Um það sagði Geir Hall- grfmsson formaður flokks- ins eftirfarandi í merkri ræðu sinni á fundinum sl. sunnudag: „Megin atriðin í stefnu okkar i varnar- og öryggis- málum eiga að vera þessi: í fyrsta lagi, varnarliðið sé þess megnugt að reka héðan flug til eftirlits með siglingum í og á hafinu kringum landið og fylgjast með flugferðum ókunnra flugvéla um íslenzkt flug- stjórnarsvæði, svo að við vitum, hverjir fara um næsta nágrenni lands okk- ar. í öðru lagi, að varnarliðið sé þess megnugt að veita viðnám, fyrstu varnir, einkum f þeim tilgangi að koma í veg fyrir að nokk- urn tímann verði á okkur ráðizt. í þriðja lagi, að varnar- stöðin sjálf verði aðskilin annarri starfsemi á Kefla- víkurflugvelli eins og ráð var fyrir gert í áætlun fyrri ríkisstjórnar. í fjórða lagi, að allir varnarliðsmenn og er- lendir starfsmenn á vegum varnarliðsins og skyldulið þeirra búi á Keflavíkur- flugvelli. í fimmta lagi, að sérstakt samstarf verði tekið upp af íslands hálfu innan Atl- antshafsbandalagsins við Noreg, Danmörku og Kanada, auk Bandaríkj- anna, til þess að stöðugt samráð verði haft um öryggismál í okkar næsta nágrenni. í sjötta lagi, að íslending- ar hafi varnar- og öryggis- mál landsins í stöðugri endurskoðun, geri sér sjálfstæða grein fyrir nauðsynlegum aðgerðum, hafi sjálfir frumkvæði hvaða ráðstafanir er nauð- synlegt að gera á hverjum tíma og hvenær óhætt sé, að allt varnarlið hverfi á brott. Þangað til sé varnarliðið í lágmarki þess, sem óhætt er öryggis landsins vegna og þess sé gætt, að dvöl þess hafi ekki þjóðernisleg, félagsleg og fjárhagsleg áhrif, er skaðleg séu ís- lenzku þjóðinni og geri hana háða varnarliðinu á einn eða annan hátt, utan þess öryggishlutverks, sem það gegnir. í sjöunda lagi, að ís- lendingar taki þátt í þeim störfum, sem unnin eru í þágu öryggis og eru ekki hernaðarlegs eðlis, og jafn- framt verði landhelgis- gæzla okkar og löggæzla efld til aukins framtíðar- hlutverks." Að undanförnu hefur ís- lenzka þjóðin með undir- skriftum látið í ljós vilja sinn í öryggismálunum. Ljóst er nú, að mikill meiri- hluti þjóðarinnar styður þá stefnu, sem Sjálfstæðis- flokkurinn berst fyrir, og Ijóst er einnig, að enginn meirihluti er á Alþingi Is- lendinga fyrir því að gera landið varnarlaust. Samt sem áður halda ýmsir af liðsoddum Framsóknar- flokksins áfram samninga- þófi við kommúnista. En fólkið mun svo sannarlega fylgjast með framvindu mála. Og eitt er víst: Fram- sóknarflokkurinn mun aldrei bera barr sitt eftir það að svíkja íslenzka hags- muni í öryggismálunum á taflborði valdanna, og aldrei mundi þeim ráðherr- unum, forsætisráðherra og utanríkisráðherra, verða fyrirgefið það, ef þeir bregðast skýlausum yfir- lýsingum sínum um að leggja málið fyrir Alþingi. ISLENZKIR VARNARHAGSMUNIR áróðri sínum fyrst og fremst gegn Nixon, lagði mikla áherzlu á, að forsetinn væri óhæfur til að stjórna landinu og krafðist þess að hann segði af sér, en yrði vikið úr embætti ella. Fáum dögum eftir sigur VanderVeen unnu demókratar ann- að kjördæmi frá repúblíkönum, það var i Pennsylvaníu og að visu var sigurinn ekki með sama glæsibrag þar sem i Michigan. Það þarf þvi engan að undra, þótt Ford segðist hafa skelfst er hann heyrði úrslitin i sinu gamla kjör- dæmi, og það þarf heldur engan að undra, þótt demókratarnir i rann- sóknarnefndinni hafði enn styrkzt í trúnni við að heyra þau. Þeir brugðu við hart og titt og hófu að afla ýmissa heimilda og gagna frá Hvíta húsinu gagna, sem reynast munu nauðsynleg i hugsan- legum réttarhöldum yfir forsetanum. Og þessi réttarhöld kunna að vera nær en margan grunar, að minnsta kosti ef Nixon verður ekki samþýðari við rannsóknarnefndina hér eftir en hingað til. Þá ákváða nefndarmenn- irnir einnig, að ákveða sjálfir leyndarskyldu heimildagagna sem fengin voru frá Hvita húsinu I stað þess að láta lögfræðinga forsetans komast upp með það, eins og hing- að til hefur tiðkast. Það hefur lengi verið vitað mál, að þegar óvinsældir Nixons á meðal þjóðarinnar kæmu berlega í Ijós, myndi það auka likurnar fyrir því, að meðlimir rannsóknarnefndarinnar krefðust þess, að hann yrði dreginn fyrir dómstólana, ákærður fyrir land- ráð. Og nú virðist svo sem fátt geti bjargað forsetanum, nefndarmenn- irnir berjast sjálfir fyrir endurkjöri til þings, og þeir hafa séð úrslitin i tveimur kjördæmum til viðbótar, i Kalifórniu og i Ohio. En það er ekki eingöngu Water- gatemálið, sem veldur Nixon og samflokksmönnum hans áhyggjum. í kosningabaráttunni í Grand Rapids kom skýrt i Ijós, að frambjóðandi repúblikana var álitinn fulltrúi stjórnarinnar, bæði i fylkinu og alrík- inu og þess vegna „höfðu efnahags- málin slæm áhrif á fylgi hans", svo notuð séu orð Fords fjálfs. Og það leikur enginn vafi á þvi, að bið- raðirnar við bensínstöðvarnar urðu ekki til þess að efla fylgi repúblik- anans i þetta sinn. Hver veröa áhrif aukakosninganna í Grand Rapid? NEW York — Þegar Gerald Ford var útnefndur varaforseti Bandaríkjanna varð hann, einsog lög gera ráð fyrir, að sleppa sæti sinu á þingi. Auka- kosningar fóru fram í kjördæmi hans i Grand Rapidhéraði i Míchigan og lauk þeim með yfirburðasigri frambjóðanda demókrata, Richard VanderVeen. Sigur VanderVeen hafði þau áhrif, að demókratarnir i rannsóknarnefnd þingsins á Water- gate málinu tóku enn harðari af- stöðu gegn Nixon forseta en fyrr, og aðeins tveim dögum eftir að úrslit kosninganna voru kunn voru þeir farnir að tala af meiri alvöru en fyrr um þann möguleika að kæra forset- ann fyrir landráð Hið fyrrverandi kjördæmi Fords hefur fram tíl þessa verið öruggt vígi repúþlikana, sem hafa yfirleitt feng- ið um það bil sextíu af hundraði atkvæða þar. VanderVeen hlaut fimmtíu og einn af hundraði, en það athyglisverðasta er þó kannski, að í kosningabaráttunni beindi hann En þetta er ekkert einsdæmi. Efnahagsvandamál draga yfirleitt úr fylgi flokks forsetans I kosningum, sem fara fram á miðju kjörtlmabili. Hitt er svo aftur annað mál, að forsetinn þarf yfirleitt ekki að óttast ákæru fyrir landráð á miðju kjör- timabili slnu. Sannleikurinn er sá, að ef öldungadeildin ákærir Nixon fyrir landráð vegna Watergatemáls- ins, þá munu önnur mál hafa sln > ruoj ' ' K'lv-f * \ 'i*--'/' / NeUrHork Stmeö I / / V % EFTIR TOM VICKER áhrif á framvindu mála. Efnahags- vandamálin og orkuskorturinn hvila eins og mara á þingmönnunum og það gerir það að verkum, að þeir eru mun líklegri en ella til að dæma forsetann landráðamann en ella. Enn bætist það við, að á þeim vikum eða mánuðum, sem hljóta að liða unz atkvæðagreiðsla getur farið fram um sllkt stórmál, verður þjóðin sífelldlega minnt á Watergate- hneykslið. Réttarhöldin yfir Stans og Mitchell standa nú yfir I New York, Chapin er fyrir rétti I Washington, ákæruskjöl sérlegs saksóknara verða birt almenningi senn hvað llður og enn er deilt um yfirráðaréttinn og um sönnunargildi hljóðritananna frægu. í apríl er búizt við skýrslu annarrar nefndar, sem þingið skipaði til þess að rannsaka skatta- mál forsetans. Fyrir viku slðan var Myndin er af Richard VanderVeen og konu hans veið eiðtöku til Bandaríkja- þings. lögfræðingur einn frá Texas ákærð- ur fyrir að hafa logið að dómstólun- um um framlög mjólkurbús eins í kosningasjóð Nixons. Svona mætti lengi telja, en eitt er vist: Atburða- rásin mun frekar verða þess vald- andi, að þingmennirnir samþykkja, en fella ekki, ákæru á hendur for- setanum þegar þar að kemur. Repúblikanar, sem þurfa að heyja kosningabaráttu á þessu ári, eru í erfiðri aðstöðu. Með þvl að lýsa yfir andstöðu við Nixon geta þeir dregið að sér nokkuð lausafylgi, og ef til vill eitthvað af atkvæðum demókrata, en þá hætta þeir líka á að missa algjör- lega fylgi repúblikana, sem ekki vilja yfirgefa forsetann á neyðarstundu. Ef litið er á málið frá öllum hliðum verður Ijóst, að einmitt þetta atriði getur komið forsetanum sjálfum I hinn mestu vanda. Ef þingmenn fulltrúadeildarinnar verða að greiða atkvæði um land- ráðaákæru á hendur forsetanum, þá verður þar aðeins um að ræða at- kvæðagreiðslu, þar sem málið yrði annaðhvort fellt endanlega ellegar vísað til öldungadeildarinnar, en þar þarf tvo þriðju hluta atkvæða. Repúblikani I fulltrúadeildinni, sem greiddi atkvæði með ákær- unni gæti því afsakað sig gagnvart kjósendum sinum með þvi, að hann hefði viljað gefa forsetanum tæki- færi til þess að verja sig og hreinsa andrúmsloftið Þingmaðurinn getur, svo notuð séu orð eins af meðlimum rannsóknamefndarinnar; sýnt það og sannað, að hann eigi engan þátt i yfirhylmingunni, en jafnframt er ekki þar sem sagt að hann sé beinlínis andvigur försetanum. Með því að samþykkja ákæruna, sem sennilega yrði borin fram seint i vor eða snemma í sumar, gæti þing- maðurinn því hreinsað sjálfan sig og tryggt gagnvart kjósendum. Greiði þingmaðurinn hins vegar atkvæði gegn ákærunni gefur hann þar með í skyn, að hann álíti forset- ann saklausan, álíti að hann hafi aldrei gert neitt, sem hægt sé að láta hann svara til saka fyrir, Úrslitin i kjördæmi Geralds Ford benda hins vegar þeim, sem eiga munu undir högg kjósenda að sækja í nóvember næstkomandi, á, að ekki sé ráðlagt að verja atkvæði sínu þannig. And- stæðingarnir yrðu fljótir til að nota orðið yfirhylming.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.