Morgunblaðið - 12.03.1974, Side 23

Morgunblaðið - 12.03.1974, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1974 23 ekki upplifa neitt af minni ævi annað en þau fimm sumur sem ég var hjá móður þinni og ykkur systkinunum á Hópi.“ Strax þegar kraftar leifðu fór Dagbjört að vinna, heiman og heima. Fljótlega eftir fermingu fór hún í vist, eins og það var þá kallað, og þegar aldurinn og aflið leyfðu fór hún að fara lengra frá heimahögum. Hún var meðal ann- ars í sumarvinnu á Eskifirði, og í kaupavinnu á Valdastöðum í Kjós. Frá þessum stöðum átti Dagbjört sérlega góðar endur- minningar um góða veru og gott fólk; voru Valdastaðir ekki þar síðari. Það voru ekki langskóla- göngurnar sem gerðu fólkinu leiða eða lífsspjöll á þeim árum er Dagbjört var ung stúlka. Guðstrú og góðir siðir voru hæst skrifaðar einkunnir frá móðurinni og barnakennaranum, samofnar fyr- irbænum þeirra sem veganesti út á lífsbrautina, og dugði slíkt vel og lengi. Það sem Dagbjört lærði á þessum árum var á þriggja mánaða námskeiði í matreiðslu er hún sótti í Reykjavík. Þegar hún var um tvítugsaldur var hún einn mánuð á saumanámskeiði í Reykjavík, og lærði hún þar kjóla- saum. Þótt lærdómstíminn væri stuttur varð árangurinn góður; lærði hún bæði fljótt og vel. Sem dæmi um hæfni hennar var það að saumakennarinn vildi fá hana með sér til Noregs, þar sem hún ætlaði að vinna áfram með sauma- verkstæðið. Dagbjört og móðir hennar voru óaðskiljanlegar; var þvf ekki um að ræða að hún færi neitt til ann- arra landa. Þegar Dagbjört var 23 ára gömul giftist hún Eyvindi Magnússyni Bergmann frá Fugla- vfk á Miðnesi; var það 16. nóvem- ber 1916. Þau hjón hófu búskap- inn í kjallaraíbúð, í húsi því sem nú er Kirkjuvegur 23. Það hús þótti á þeim árum myndarlegt timburhús. Þar áttu þau sitt heimili um þrjátíu ára skeið. Þar fæddust börnin þeirra sjö að tölu. Guðrún móðir Dagbjartar dvaldi hjá þeim hjónum. Lá hún þar rúmföst síðustu niu ár ævinnar, dó þar 1936, þá komin nokkuð yfir áttræðis aldur. Á þeim árum reyndi mikið á það hvað Dagbjört var kærleiksrík og elskuleg dóttir veikrar móður sinnar. Hún gerði allt sem kraftar leyfðu henni til hjálpar og hjúkrunar, og ekki vissi ég til þess að hún gerði nein- ar kröfur á hendur systkinum sín- um né öðrum fyrir þá miklu fórn er hún færði þá. A þessum árum átti Dagbjört einnig við að fást fleiri dimmari skugga mannlegr- ar tilveru, á sínu eigin heimili. En brosin hennar Dagbjartar frænku brugðust aldrei. Þau eru mér alla tið í fersku minni sem vermandi ljósgeislar, og þótt þeir geislar hafi oft á tiðum brotist út úr dimmum raunaregnskúrum, báru þeir fyllilega sína birtu og fegurð. Og einatt var Dagbjört tilbúin með sitt góðlátlega grín og gaman- semi. Samfara prýðilegri frásögn þegar húnsagði frá ýmsu sem hún kynntist og hafði upplifað um ævina. Dagbjört var bæði dulræn og draumspök, hana dreymdi oft merka drauma sem hún gat ráðið og vísuðu til þess er síðar varð. Sá yndisþokki sem af Dagbjörtu skein er öllum ógleymanlegur sem henni kynntust. Skapgerð hennar var svo mild og mjúk að það var tæpast hægt að þar gæti komið hnökri á. Oft var gestkvæmt á heimili þeirra hjóna. Þangað komu vinir og ættingjar úr Grindavík, af Miðnesi, úr Njarðvíkum og víð- ar að. Við systkinin eigum margar góðar minningar frá heimili þeirra hjóna. Þar komum við oft sem unglingar og börn að finna ömmu okkar. Kynntumst við þá vináttu þeirra mæðgnanna. Þó oft væri knappt um efnahaginn þar var aldrei lát á gestrisni né góð- gerðum við gesti og gangandi. Dagbjört var hið mesta snyrti- menni; yildi hún að börnin væru það engu síður, ef möguleikar væru á. Þá kom sér vel kunnátta hennar i kjólasaumnum. Sæi hún telpu út á götu í nýjum og fínum kjól er henni leist vel á, þurfti hún ekkert á neinum málum eða sniði að halda, en saumaði annan eins eftir minni. Sagði Dagbjört að á meðan á saumaskapnum stóð hafi kjóllin er hún sá í svip á telpunni, svifið fyrir augum sér, þar til saumi hins nýja var lokið. Á þessum árum var allt að nota og nýta til hins ýtrasta, venda flikum, bæta og stoppa, og allt varð að ganga sinn gang i henni Keflavík meðan þar var dvalið. Árið 1946 flytjast þau Dagbjört og Eyvindur til Reykjavikur með fjöldskyldu sína. Þar átti Eyvind- ur skamma ævi fyrir höndum, dó þar 22. febrúar 1947, rösklega fimmtugur að aldri. Börn þeirra hjóna eru þessi, Jóhanna Magna Margrét, fór til Danmerkur 18 ára gömul fyrir nær fjörutíu árum, giftist þar dönskum manni og býr í Kaupmannahöfn; Guðrún, gift Reyni A. Sveinssyni skógræktar- manni; Jón símamaður; Guðmundía Guðrún, gift Jóni Franklin útgerðarmanni; Gísl- laug afgreiðslustúlka. Öll eru þau búsett í Reykjavík. Friðrik Elias dó fertugur að aldri árið 1969. í Reykjavík bjó Dagbjört lengst af með sonum sinum Jóni og Friðrik að heimili þeirra í Stóra- gerði 18. Það var þó ekki hægt að segja að þau mæðgin væru að staðaldri bara þrjú i heimili. Þangað þurftu margir að koma og vera. í fyrsta lagi voru það dætur Dagbjartar sem bjuggu í borg- inni. Þær þurftu að hafa náið samband við móður sina alla tið og reyndust móður sinni góðar og gegnar dætur er lögðu henni allt sitt besta eftir þvi sem ástæður leyfðu enda var á milli þeirra mikil og gagnkvæm vinátta. Barnabörnin voru heimavön hjá ömmu sinni. Þau fundu og nutu hennar vinarhlýju og velvildar- umhyggju sem þau hændust að, og nú síðustu árin voru barna- barnabörnin komin á kreik til að njóta hins sama hjá henni lang- ömmu sinni. Fórnarlund Dag- bjartar var alveg sérstök til barna sinna og afkomenda. Og nú þegar hún er farin er mikill og innileg- ur söknuður þeirra er mest hafa misst. Ekki má gleyma drengjun- um hennar, Jóni og Friðrik, sem voru móður sinni stoðir og styttur eins og best varð á kosið. Það var mikil blessun fyrir þau öll, sú góða samvera sem þau áttu. Hvert þeirra studdi annað til hins besta, og nú síðustu fimm árin eftir að Friðrik dó voru þau mæðginin Jón og Dagbjört ein um sitt heimilishald. Var Jón hínn sami góði umhyggjusami sonur allt til enda dægurs móður sinnar. Nú þegar þessum minningar- orðum fer að ljúka, vil ég láta þess getið að Dagbjörtu kom það engan veginn á óvart eftir að Baldvin bróðir hennar dó að hún ætti þá stutta stund eftir ólifaða. Hún vissi það fyrir löngu að svo ætti að vera; samband systkin- anna var með afbirgðum náið og kærleiksríkt frá því er þau voru smábörn í móðurhúsum og allt til síðustu stundar. Síðast kvaddi ég Dagbjörtu frænku mína suður í Njarðvík, þegar hún fór þ. 5. febrúar s.l. til þess að vera víð kistulagningu Jórunnar systur sinnar. Og ennþá vil ég kveðja elsku frænku mína og þakka henni af hjarta, fyrir hönd konu minnar og barna, for- eldra og systkina alla vináttuna, birtuna og tryggðina er hún lét okkur í té af sfnum veitandi veru- leika. Hjartans þakkir fyrir allt. Guðs á vegum gakk þú bjarta heima. Innilegar samúðar- og vinar- kveðjur til hinna fjörutíu afkom- enda sem eftir lifa. Guðmundur A. Finnbogason. Fædd 23. ágúst 1893. Dáin 3. marz 1974. Hún elsku amma mín er dáin. Söknuður okkar er meiri en orð fá lýst, og við fáum ekki trúað og viljum ekki trúa, að við sjáum hana ekki framar, hún sem var sólargeisli okkar allra, alltaf svo góð og blið, við okkur öll, og henn- ar heimili var alltaf opið fyrir alla, nótt sem nýtan dag, alltaf var hún jafn ánægð þegar einhver birtist í dyragættinni. Allir sem kynntust ömmu heill uðust af henni bæði vegna skemmtilegrar framkomu og hversu falleg hún var, einnig hafði hún sérstakt aðdráttarafl, sem dró til sín marga vini og kunningja, sem alltaf héldu sam- bandi við hana og margir daglega. Alltaf fylgdi hún tímanna rás, og tók strax við öllu því sem nýtt var, best undi hún sér hjá ungu og hraustu fólki. Alltaf hafði hún samband við börn sín og barnabörn, enda af- komendurnir eru orðnir 38 og að- eins einn og aðeins einn skuggi fallið á, þegar Frissi yngsti sonur hennar dó fyrir u.þ.b. fjórum árum en það var mikil sorg fyrir Framhald á bls. 31 Minning: Dr. Guðni Jónsson fyrrum prófessor I DAG fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík útför dr. Guðna Jóns- sonar prófessors. Hann lést á Landspítalanum hinn 4. marz sl. eftir langvarandi veikindi en skamma sjúkrahússdvöl. Dr. Guðni fæddist 22. júli 1901 að Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, sonur Jóns Guðmundsgonar bónda og formanns og síðari konu hans, Ingibjargar Jónsdóttur. Hann varð stúdent frá M.R. 1924 og meistari i islenzkum fræðum frá Háskóla Islands 1930. Hann var og um tima við nám í Kaupmannahöfn árin 1928 og aftur 1937. Hann lagði stund á kennslustörf, var kennari við Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, (nú Gagnfrsk. Vesturbæjar) frá 1928 til 1945 og skólastjóri sama skóla 1945—1957 og árið eftir var hann skipaður prófessor i sögu íslands við Háskóla ísl. Þvi starfi gegndi hann til ársins 1967 að hann varð að láta af störfum vegna veikinda. Forseti heimspekideildar H.I. yar hann á árunum 1959—’61. Hann tók mikinn þátt í félagsstörfum, var m.a. forseti Sögufélagsins um langt skeið og formaður í Ætt- fræðingafélaginu á meðan honum entist heilsa. Hann varð doktor við Háskóla Islands árið 1953. Eftir dr. Guðna liggur mesti fjöldi sagnfræðirita, bæði frum- saminna og sem hann sá um út- gáfu á. í skrá um rit háskólakenn- ara, Rvik. 1961, nær upptalningin á ritum hans yfir 10 blaðsíður. Mest að vöxtum af öllum ritum dr. Guðna er hið gagnmerka ætt- fræðirit hans, Bergsætt, niðjatal Bergs hreppstjóra í Brattholti, eru það þrjú þykk bindi og hefur komið út í tveimur útgáfum. Guðni var tvikvæntur. Fyrri kona hans var Jónína Margrét Pálsdóttir og lézt hún 1936. Börn þeirra voru: Gerður stúdent, gift Halldóri Arinbjarnar lækni, Jón sagnfræðingur og háskólakenn- ari, kvæntur Sigrúnu cand. phil. og kennara Guðmundsdóttur, Bjarni, prófessor og alþingis- maður, kvæntur Önnu Guðrúnu Tryggvadóttur stúdent, Þóra gift Baldri Aspar prentara. Yngst þessara eldri systkina var Mar- grét, er dó um tvitugt. Siðari kona dr. Guðna var Sigríður Einarsdóttir frá Miðdal í Mosfellssveit og lifir hún mann sinn. Börn þeirra voru: Einar, við- skiptafræðingur, kvæntur Sús- önnu Möller frá Akureyri, Berg- ur, lögfræðingur, kvæntur Hjör- disi Böðvarsdóttur, Jónina Mar- grét, B.A. frá H.Í., gift Sveini Snæland verkfræðingi. Yngst er Elin, ógift í heimahúsum. * Kveðja frá bekkjarbróður I AFMÆLISHÓFI þrjátíu ára stúdenta 1954, flutti dr. Guðni Jónsson okkur bekkjarsystkinum sínum drápu eina mikla eða rímu eins og hann kallaði kvæði sitt. Riman var þrjátíu og sex erinda eða eins mörg og við vorum, sem enn vorum á lífi, og var hvers og eins minnst með viðeigandi einkunn. Rímunni fylgdi minn- ingarstef og eftirmáli. I minningarstefinu er minnst allra þeirra, sem horfnir voru úr hópnum: Minning lifir góðra granna: Guðmann hné og Björn var annar, báða heimti hvíti dauði; hrönnin Þorvald læsti tönnum. Næstir hlutu Karl og Knútur kaldan garð i skauti jarðar; svala breiddi Sigfúshvílu síðast þeirra, dáður af lýði. í þau tuttugu ár, sem liðin eru síðan drápa þessi var flutt, hafa ellefu þeirra, sem minnst er á í rfmunni, horfið af sviðinu og nú síðast hirðskáldið sjálft, dr. G uðni Jónsson. Þyrping ljúfsárra minninga sækja að huganum við upprifjun nafna og kynna af þessum gömlu félögum úr óvenju samstæðum stúdentsárgangi. I fyrrnefndri rímu orti Guðni svo um sjálfan sig. ,,Dr. Guðni fræðin fróð — færir mörg í letur, sagnabrot og söguljóð — sumar jafnt sem vetur." Og þetta er ekkert sjálfshól eða oflof. Sýkrit og heilagt vann hann að fræðasíörfum, auk timafrekrar kennslu. Hann unni sér lítt hvíldar, það var eins hann óraði fyrir þvi, að vinnudagurinn yrði ekki langur. . Með skjótum hasti var endi bundinn á störf hans. Höstug heilablæðing deyddi svo margar heilafrumur, að hann hafði aðeins örfá dægurorð á valdi sínu. Hægri hlið lamaðist og þar með hin sí- skrifandi hönd. Svona á sig kominn lifði hann í allmörg ár og hafði lengst af ferli- vist. Sat við skrifborð sitt með bók í hönd eða hann sat í stól og horfði og hlustaði á fjölmiðla jafnan stíffínn og vel snyrtur eins og sæmdi háskólakennará". Hann hafði yndi af gesta- komum en þung raun var það vinum hans að sjá nú þennan sivinnandi eljumenn fullan af áhuga á að miðla öðrum af þekkingu sinni og fróðleik, sitja daglangt auðum höndum. Það voru aðeins sivökul augu hans og svipbrigði i andliti, sem sýndu, að hann fylgdist með þvi, sem sagt var. Mér eru í minni breytingarnar á svip hans, er honum voru sagðar fréttir af skólasystkinum, góðar eða slæmar eftir atvikum, eða þá, að honum voru færðar fréttir af fræðilegum nýjungum á áhuga- sviði hans. Hann átti það þá stundum til að gretta sig eða þá að andlit hans ljómaði. Þessar minningar frá síðari árum, er hann var farinn að heilsu, fléttast saman við þær, sem eldri eru, frá samvistum, er hann var hrókur alls fagnaðar og flutti snjallt mál i málþingum, stundum f bundnu máli, en bak við þær allar stendur óvenjulegur persónuleiki, gæðadrengur, er eigi mátti vamm sitt vita, hvorki í lífi né lærdómum. Og nú er það eitt eftir að þakka, við bekkjarsystkinin þökkum þá forystu, sem hann hafði með öðrum fyrir hópnum. Við þökkum vinfesti hans og tryggð, svo og þær mörgu gleðistundir, er við áttum með honum, bæði á heimili hans og utan. En jafnframt og við þökkum honum samfylgdina, skal ekki gleymt, bæði fyrir okkar hönd og allra annarra vina, að þakka konu hans frú Sigríði Einarsdóttur. Umönnun hennar fyrir sjúkum eiginmanni var slik, að vart verður til jafnað. Skilningur hennar á ómálgri tjáningu hans var með ólikindum og stundum svo næmur, að hann gleymdi hvaða hömlum hann var háður til orðs og æðis. Allt það starf, er hún innti af hendi, og öll sú fórn, er hún varð að færa, verður seint full metin eða þökkuð. Við hjónin sendum frú Sigríði og öðrum aðstandendum Guðna Jónssonar djúpar samúðarkveðj- ur og biðjum guð að blessa okkar öllum minningu góðs vinar, eigin- manns, föður og afa. Þiirarinn Þórarinsson. GUÐNI Jónsson, erlátinn. Með honum er traustur og ein- lægur vinur Stokkseyrar fallinn frá, maður, sem íbúar Stokks- eyrar eiga mikið að þakka. Um langt árabil átti ég mikil og góð kynni við Guðna Jónsson. Hingað til Stokkseyrar lágu Ieiðir hans oft, sérstaklega við fræði- störf hans, er hann safnaði upplýsingum i verk þau, er hann var að vinna og okkar byggðarlag snertu. Guðni var mikilvirkur fræði- maður, vandvir'kur um úrvinnslu gagna, jafnt ættartölur sem sögu þeirra byggðarlaga, er hann skrá- setti. Stokkseyringar heima og heiman standa i mikilli þakkar- skuld við Guðna. Með sögu Stokkseyrar í tveimur bindum, þar sem á skilmerkilegan hátt er greind félagsmála- og atvinnusaga Stokkseyrar um langt árabil, vann hann þýðingar- mikið starf. Stokkseyringafélagið í Reykjavík átti þar líka sinn hlut að með forgöngu sinni, i sam- vinnu við Guðna, um að verk þetta var unnið. Austur yfir heiði lágu oft leiðir Guðna Jónssonar. Hugurinn leitaði bernskustöðvanna, austur yfir Þjórsá og til „Gamla- Hrauns". Ræktarsemi hans og einlægni við málefni okkar austanmanna í víðtækri merk- ingu vitnaði ótvírætt um hvert hugurinn stefndi. Saga Hraunshverfis á Eyrar- bakka geymir sérstæða mynd, sem skaði hefði verið að, að horfið hefði í gleymskunnar djúp. Á heimili Guðna Jónssonar og hans ágætu konu að Drápuhlíð 3 átti ég marga ánægjustund. Höfð- ingslund, gestrisni og hjartahlýja skipuðu þar öndvegi. Guðni var sjór fræða og upplýsinga, sem hann miðlaði viðmælendum sinum af, þegar á viðræðu- stundum var skipst á skoðunum um hin ólíkustu málefni. Guðni var rökfastur málafylgjumaður, glöggur á aðalatriði hvers máls og skoðanafestur um þau mál, er hann bar fyrir brjósti, jafnt á sviði þjóðmála sem annarra við- fangsefna, er á dagskrá voru. Þung og bitur lífsreynsla hlýtur það að hafa verið þessum kraft- mikla dugmanni, að missa heils- una um aldur fram. En enginn má sköpum renna. I þeirri þungu raun var kona hans, frú Sigríður Einarsdóttir, honum sá trausti lifsförunautur, er af vakandi nær- gætni og frábærri umhyggju annaðist hann svo, að ekki var betur gert. Ég vil með þessum fátæklegu kveðjuorðum mínum fyrst og fremst færa Guðna að leiðar- lokum þakkir, sem einn úr hópi hinna mörgu Stokkseyringa, er eiga honum þakkarskuld að gjalda. Ævistarf Guðna Jónssonar var mikið. Þessum sistarfandi manni vannst tími til, þrátt fyrir um- fangsmikil embættisstörf, að bjarga frá gleymsku og tortím- ingu mörgum þeim menningar- legu verðmætum, er óbornar kyn- slóðir njóta uppskerunnar af. Ég votta eiginkonu Guðna, börnunum og öðrum vanda- mönnum samúð mína. Blessuð sé minning Guðna Jóns- sonai. Björgvin Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.