Morgunblaðið - 12.03.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.03.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1974 29 ROSE~ ANNA FRAMHALDSSAGA EFTIR MAJ SJÖWALL OG PER WAHLOÖ JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR ÞÝDDI 52 Klukkan var fimm mínútur yfir átta, þegar Stenström hringdi næst; Martin tók simann. Vonbrigðahreimurinn í rödd Stenströms leyndi sér ekki. — Hann stefnir hraðbyri heim áleið. Og gengurnú hægt. — Hver fjárinn. Hringdu þegar hann er kominn heim. — Hann hætti við að fara heim, Hann er mjög skrítinn. Hann bara gengur og gengur, allt hvað af tekur. Ég er alveg að gefast upp. — Hvar eruð þið núna? — Hann er að fara fram hjá leikhúsinu við Bantorgið. Martin hugsaði um manninn, sem var að ganga framhjá leik- húsinu þessi augnablik. Hvað var að gerast í huga hans? Gat hann yfirleitt hugsað heila hugsun, eða var hann knúinn áfram af ein- hverju torskýrðu afli? Hvaða til- finningar bærðust með honum? I átta klukkutima hafði hann nú gengið, án þess að vera sér með- vitandi um umhverfi sitt og með einhvern ásetning, sem var að gerjast með honum. Næstu þrjá klukkutíma hringdi Stenström þrisvar og voru þeir allan tímann að hringsóla á svip- uðum slóðum. Klukkan hálf þrjú um nóttina tilkynnti hann að lok- um, að Folke Bengtsson hefði far- ið heim til sin og væri búinn að slökkva ljósin í íbúð sinni. Martin sendi Kolberg á staðinn til að leysa hann af. Klukkan átta um morguninn kom Kolberg, vakti Ahlberg, ýtti honum af stað og kastaði sér $jálf- um niður. Ahlberg gekk tinn til Martins, sem sat og einblindi enn á símtól- ið svarta. — Er Kolberg kominn? spurði hann og horfði á hann þrútnum augum. — Hann er sofnaður. Stenström er kominn á staðinn. Þeir þurftu ekki að bíða nema i tvo klukkutíma, eftir að fá fyrstu upphringingu dagsins. — Hann er kominn á stjá. Hann gengur i áttina að Kungholms- brúnni. — Hvernig virðist hann á sig kominn? — Svipaður oe i eær. í sömu fötunum. Eg er ekki viss um nema hann hafi sofið i þeirn í nótt. — Gengur hann hratt? — Nei, frekar rólega. — Hef urðu eitthvað sofið? — Já, en ekki mikið. Ég ætla ekki að halda fram að ég sé af- burða vel á mig kominn. — Það verður að hafa það. Stenström lét heyra frá sér á klukkutima fresti allan þann dag. Folke Bengtsson hélt áfram randi sínu, en þegar klukkan var hálf sex hafði Bengtsson ekki enn komið nálægt þvi hverfi, sem Sonja Hansson bjó i. Klukkan hálf sex sofnaði Mart- in Beck blund í stólnum við sím- ann. Stundarfjórðungi síðar vakti Stenström hann. — Hann hefur breytt um stefnu. Hann gengur í áttina að Strandveginum og það er yfir honum annað fas. — Hvernig þá? — Það er eins og færzt hafi líf í hann. Einum og hálfum klukkutíma siðar. — Nú verð ég að vera gætinn. Hann er allur að færast i aukana. Hann er farinn að gefa kvenfólki, sem við mætum, hornauga. — Passaðu þig nú, sagði Martin enn. Honum fannst hann vera út- hvildur, þótt honum hefði varla komið dúr á auga i tvo sólar- hringa. Hann stóð og var að skoða kort- ið, en Kolberg hafði merkt ferðir Bengtssons á það. Þá hringdi sim- inn. — Það er ég viss um þetta er í tiunda skiptið, sem hann hringir, sagði Kolberg Martin tók símtólið og lcit á klukkuna á veggnum. Hana vant- aði eina minútu í ellefu. Það var rödd Sonju Hanssons. Hún var hás og stúlkan virtist vera i nokkru uppnámi. — Martin! Hann stendur fyrir utan. . . — Við komum, .. . sagði hann. Sonja lagði tólið á og leit á armbandsúrið. Klukkan var nú éinu mínútu yfir ellefu. Eftir fjórar minútur kæmi Ahlberg inn um dyrnar og myndi losa hana við þá ónota- og óttatilfinningu, sem hríslaðist um hana við þá tilhugs- un að hún væri alein. Hún fann, að hún var sveitt i lófunum og hún þurrkaði sér. Svo læddist hún inn í svefnherbergið og að glugganum. Hún kveikti ekki, en læddist á tánum út að glugganum. Uti fyrir var fjöldi manna, sérstaklega við vei tinga- húsið, hinum megin við götuna. Hálf önnur minúta leið unz hún kom aftur auga á hann. Hann kom eftir Runebergsgötu og stefndi beint að uppganginum. Eftir hálfa mínútu hvarf hann sjónum hennar. Hann hafði gengið mjög hratt og hann horfði beint fram fyrir sig, eins og hann skynjaði ekki umhverfi sitt né væri að hugsa um neitt sérstakt. Hún gekk aftur inn í uppljóm- aða stofuna og reyndi að hafa hemil á skelfingunni, sem var að læsast um hana. Hún kveikti sér í VELVAKAIMDI Velvakandi svarar i sima 10-100 kl. 1 0.30 — 1 1 30, frá mánudegi til föstudags 0 Aðsetjanagla í kennararstólinn Steinþór Eiríksson á Egils- stöðum hringdi og vakti athygli á því, sem hann taldi ábyrgðarleysi af hálfu sjónvarpsins. I leikriti Odds Björnssonar, ,,Postulín“, sem endursýnt var sl. sunnudag, var m.a. sýnt, er ein persónan gerir kenara sínum grikk með því að setja nagla í sæti hans. „Ég sá ekki betur en að þetta væri þriggja tommu nagli, 7—8 sm langur," sagði Steinþór, ,,og slíkur nagli gæti valdið alvarlegu slysi, ekki sízt, ef erfitt væri að ná til læknis.“ Taldi Steinþór það fullkomið ábyrgðarleysi af hálfu sjónvarpsins að hafa slíkt fyrir börnum og óvitum, því að þetta gæti hvatt þau til slíkra aðgerða með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. % Kólumbus hinn norræni Skúli Ólafsson, Klapparstig 10, Reykjavík skrifar: „Suðurgöngur til Rómaborgar og Jerúsalem Vesturlanda (Santiago de Compostella á N—V Spáni voru mjög algengar m.a. sem aflausn fyrir brot . . Þegar páfastóll var fluttur frá Róm í byrjun 14. aldar og leiðin lokaðist til landsins helga, óx straumur pilagríma til Compostellu m.a. frá Norðurl. Konungsstjórn lauk í Noregi 1384, þá fór Ólafur konungur, sonur Margrétar drottningar til Danmerkur. Hirðin i Noregi varð að draga saman seglin, m.a. var sent skip til tslands með nær níu tugum manna, en það festist i haffs við Austfirði, og fórust allir. Andlát Ólafs konungs 1387 kippti fótunum undan sjálfri hirðinni í Noregi. Margir ráðamenn úr Björgvin eru komnir til Rómar 1388 og falla þar í ófriði, sem Napólímenn gerðu á hið endur- reista páfariki í Róm (endurreist 1378 i óþökk Frakka, Napóli o.fl.Verzlun dróst svo saman í Noregi, að til Islands komu 11 skip, en 3 voru fyrir. Meira vín kom til ísiands, en menn myndu fyrr. Björgvin var rænd 1393 af þýzkum málaliðum Albrikts Svía- konungs, sem þá var i fangelsi i Danmörk. Það, sem hinir þýzku komust ekki með frá Björgvin, sökktu þeir i sjávardjúp, en höfðu brottu skip og akkeri. Eftir ránin i Björgvin komu fjögur skip til Islands 1393, eitt í T álknafjörð, þ.e. Cristóforussúðin og er Kraki þar formaður. Maður með sama nafni er trúnaðar- maður Oddaverja 1259. Halldór Cristóforusson mun einnig hafa komið út að Cristóforussúðinni, en öll skipshöfnin tók þátt i aðför að Birni Einarssyni i Vatnsfirði, sem var talsmaður Margrétar- drottningar. Flestir tslendingar þ.á.m. starfsmenn við hirðina í Noregi , hafa talið Island laust allra mála við konungsstjórn, eftir dauða Olafs (gamli sáttm). Björn Einarsson kom árið eftir með 100 manna liði vel vopnuðu yfir Glámujökul og fékk sjálf- dæmi í máli uppreisnarmanna þ.á m. Halldórs Cristóforussonar, sem hlotið hefur útlegðardóm, en landvist undir konungs miskunn. Halldór hefur verið í vörzlu Bjarnar i Vatnsfirði e.t.v. til 1406, en þá fór Björn og kona hans til Rómar og líklega Halldór með þeim. Vefnaður á stórbúum eins og Vatnsfirði var í stórum stíl, og hefur Halldóri verið haldið að þvi verki þar. Björn Einarsson, nefndur Jórsalafari, þar sem hann komst til landsins helga á skipi frá Feneyjum, kom frá Grænlandi 1387 eftir 2ja ára dvöl þar. I þeim leiðangri voru 4 skip og má reikna með að Zeno-bræður hafi verið þar þátttakendur. Þeir voru frá Feneyjum trúlega frændur Carlo Zeno, sem vann stórsigur á flota Genúu 1380. Leiðin um Miklagarð til Krím var enn lokuð Feneyingum, en Krím var ein mikilvægasta miðstöð fyrir verzlun Feneuinga við Austurlönd. Zeno-bræður hafa átt að kanna norðlægar slóðir i von um að ná sambandi við Krím og Austurlönd framhjá ríki Mikla- garðskeisara. Björn hefur trúlega haft samband við Antonio Zeno i Rómarferð sinni (sbr. kort A. Zeno). Eftir Jórsalferðina fór Björn til Compostellu og lá þar veikur hálfan mánuð, og þar hefur Halldór Cristóforusson orðið eftir. Dóminico, faðir Cristofóro Colombo var vefari, heitinn eftir spænskum dýrlingi, og synir hans skrifuðust á, ein- göngu á spænsku með latínu- slettum (mistakes in Latin). Colombo virðist dregið af Columba dýrðling, sem var kunnur á íslandi frá landnámstið og auk þess var Kolumbamessa 9. júní tiðkuð hér, en Columba var bannfærður og það gat vakið grunsemdir rannsóknarréttarins á Spáni, og orðið til þess, að Dominico Colombo yrði að flýja Spán. Sögusagnir eru um, að Kolumbus hafi gengið í skóla í Vigo skammt frá Compostellu, en hann fór í siglingar 14 ára gamall. Þegar Kólumbus kemur til Spánar er hann búinn að breyta nafni sínu í Collon (sbr. Kollr, þ.e. Sæmundur fróði, forfaðir Oddaverja) og síðan i Cristobal Cólon til aðlögunar við spænsk- una. % Magnús berbeinn og Oddaverjar Bartholomeusmessa var Oddverjum minnisstæð vegna þess, að Magnús berbeinn kon- ungur, forfaðir þeirra, féll í Ulster á Bartholomessudag 1103 og Hákon Hákonarson, sem einnig taldi sig afkomanda Magnúss berbeins, miðaði herför sína við Bartholomessudag, sjálf- sagt i minningu hins mikla her- konungs. Ferdinand, sonur Kólumbusar, aðalheimildarmaður um hann, sagði, að faðir sinn hafi verið af aðalsættum. Það má til sanns- vegar færa ef átt er við Oddaverja afk. Cristoforuss Vilhjálmssonar riddara (d. 1312) og eins fullyrðir FerdinanH, að faðir sinn hafi komið til tslands (1477) en það draga margir í efa, en hinsvegar kom Halldór Cristóforusson, sem ég tel föðurföður Kólumbusar til tslands. Synir Dominico Colombo vefara voru Barthholomeo (1445—1514)?) Diego 1450—, Christofóro 1451—1506. Nöfnin Bartholomeo og Christoforo hafa e.t.v. verið valin til minningar um Oddaverja og Magnús konung berbein, en Diego er nafn aðal- dýrðlings Spánar, Jakobs postula, sem hvilir i Compostellu. Ferdinand er heitinn eftir Spánarkonungi. Konungsnöfn voru tíð hjá Oddaverjum, og aug- ljóst er, að Kólumbus hefur i samningum við Spánarkonug viljað fá fulla viðurkenningu sem aðalsmaður, og engu líkara er, en að Kólumbus telji sig vera að semja við jafnréttháa aðila. % Tilefni þessa bréfs Grein í Mbl. 28/2 er tilefni þessara skrifa. Þar er því haldið fram, að ísabella og Gerdinand hafi verið vinveitt Gyðingum. Staðreyndin er sú, að allir Gyð- ingar og Márar voru reknir frá Spáni á stjórnarárum þeirra eða voru brenndir eins og Wiessenthal minntist á. Spánvaerjar hafa nú gefið mála- myndaleyfi fyrir Gyðinga í Týrk- landi til að flytjast til Spánar, en þeir verða að framvisa óyggjandi sönnunargögnum fyrir, að for- feður þeirra hafi verið reknir frá Spáni 1492. Fæstir tslendingar, sem eru manna fróðastir í ætt- fræði, geta lagt fram skjöl um forfeður sina um 1492. Einföldustu staðareyndum er neitað þegar Suðurlandamenn ræða um „fund" Ameriku t.d. Fanfani. Grænland er landfræði- legur hluti Ameríku eins og eyjar þær, sem Kólumbus sigldi til 1942. Siglingar frá Evrópu (Noregi) til Grænlands stóðu óslitið í 4 aldir 986—1387, en lögðust niður þegar Noregur varð hjáienda Danmerkur 1387. Margir skipaeigendur ekki síður en ráðamenn úr Björgvin hafa þá flutzt til Suðurlanda, sem voru mönnum kunnugust næst föður- landinu vegna pílagrímsferða. Compostella á Spáni og einnig Sevilla var Norðmönnum mjög hugstæð þar sem Hákon Hákonar- son gifti Kristinu dóttur sína þangað 1257. Pinzon (Finnsson?) voru kunnir skipstjórar af úthafs- siglingum m.a. til Kanarieyja, Pinzon-bræður lögðu Kólumbusi bæði til skip og reynda sjómenn, að það er mjög athyglisvert, að úthafssiglingar Portúgala og Spánverja hefjast upp úr 1400, eða svo skömmu eftir að Noregur missir sjálfstæði sitt, en frá Noregi einum voru úthafssigl- ingar fram að 1387. Ráðamenn úr Björgvin voru margir hverjir athafnasamir útgerðarmenn, komu ekki til Noregs eftir Rómar- ferð 1388 og þó að sumir hafi fallið í Róm, gat eins verið, að þeir hafi ekki farið heim, eftir að Noregur varð hjálenda Dan- merkur. R.4/3 1974. Skúli Olafsson. Minning: Hjálmtýr Guðvarðs- son Vinur minn og mágur Hjálmtýr Guðvarðsson, lést í Borgar- spítalanum fimmtudaginn 24. janúar s.l., eftir langvarandi heilsultysi. Spítalavistin varð ekki löng, aðeins ein vika. Hjálmtýr var fæddur hér i bæ 9. ágúst 1912, sonur hjónanna Guð- linar Helgadóttur og Guðvarðs Vigfússonar sjómanns og siðar fisksala á Frakkastíg 13. Hjálmtýr var yngstur átta systkina. Nokkuð snemma kom í ljós, að hann var ekki heilsusterkur og átti þar af leiðandi ekki gott með að stunda erfiðisvinnu. Gerðist hann um tima vörubifreiðastjóri, en þoldi það iila, varð þvi að brydda upp á öðru. Hjálmtýr hafði glöggt auga fyrir gildi og gagnsemi sérstæðra gripa, var því vel til fundið, er hann setti saman fornverzlun sem hann rak nokkur ár. Ekki gaf svona fyrirtæki alltaf mikið af sér, má vera að þar hafi komið til. að Hjálmtýr setti ekki hagnaðar- vonina ofar öllu öðru, heldur hitt að hann hafði ánægju af viðskipt- um. Oft tók Hjálmtýr ýmsa hiuti í umboðssölu, og fullyrði ég, að svo mikið traust báru menn til hans. að bæði seljandi og kaupandi urðu ánægðir með viðskiptin. Lögðu þar af leiðandi margir leið sina inn til hans, í von um að geta þar eignast góðan og jafnvel fá- séðan grip á sanngjörnu verði. Þá voru ekki svo fáir, sem vildu selja staka hluti og jafnvel heilar búslóðir, sem fengu aðstoð Hjálm- týs, til að leiðbeina sér um sölu- möguleika og verð. Fornbókaverslun og blaða rak Hjálmtýr um nokkurt skeið, urðu margir bóka- og blaðasafnarar tið- ir gestir og eignaðist hann marga góða og trausta viðskiptavini í þeim hópi. Mikið yndi hafði Hjálmtýr af veiðiskap og ferðalögum meðan heilsan leyfði. Brá hann sér nokkrum sinnum til útlanda, og siðast í sumar s.I. til Spánar í annað sinn, þó sjúkur væri, ef til vi 11 í þeim tilgangi að endur- heimta heilsuna, sem var orðin mjög léleg. Eftir að Hjálmtýr hætti við verslunarstörfin, gerðist hann um skeið vaktmaður á birgðastöð Oliufélagsins h.f. i Örfirisey. Hjálmtýr lætur eftir sig eigin- konu Theodóru Grimsdóttur, ættaða héðan úr bænum. Þau eignuðust eina dóttur, Agústli, sem er gift Hafsteini Sigurðssyni hftsgagnasmíðameistara. Eiga þau fjögur börn. Fyrir hjónaband eignaðist Hjálmtýr son, Þórmund sem er vagnstjóri hjá Stætisvögnum Reykjavíkur. Hjálmtýr er horfinn yfir móðuna miklu. Kvaddi hann þetta líf í þeirri vissu, að hann héldi inn á aðrar brautir æðrulaust og með karlmennsku, eins og hans var von og vísa. Við sem höfðum af honum nánust kynni, söknutn hans mikið. Þ. B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.