Morgunblaðið - 13.03.1974, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1974
27
Simt 50 2 49
Langa helmferðln
Hörkuspennandi mynd í
litum.
Glenn Ford.
Sýnd kl. 9.
Clouseau
lögreglulorlngí
Bráðskemmtileg amerísk
mynd í litum og cinema-
scope. Ein sú bezta sem
hér hefur verið sýnd.
Aðalhlv. Alan Arkin.
Endursýnd kl. 5.1 5 og 9.
NmnRGFRLDRR
f mRRKRfl VÐRR
Verð fjarverandl næstu 3—4 mánuði. Einar Lövdahl læknir gegnir störfum mínum á stofu. Vikingur H. Arnórsson læknir.
1 SAFFALLYFTARI /erk h.f. óskar eftir að kaupa 2 — 3 tonna gaffallyftara. Jpplýsingar í síma 25600.
Tll leígu 1. mal
í 1 ár 5 herb. íbúð í Kópavogi.
Fyrirframgreiðsla.
Tilboð sásamt upplýsingum um fjölskyldustærð og at-
vinnu leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 16. marz merkt:
„Reglusemi 4899".
Bújörð
Vil kaupa eða leigja bújörð sem væri innan 100—150
km frá Rvík eða nágrenni Akureyrar. Skipti á einbýlishúsi
í fullfrágengnu hverfi í Rvík koma til greina.
Tilboð sendist blaðinu fyrir 20. marz merkt: „Milliliða-
laust — trúnaðarmál 61 3".
ÚtgerÓarmenn —
skipstjórar
Nú er rétti tíminn til að panta þorskanetin fyrir næstu
vertíð.
SAM HAE netin frá Kóreu hafa reynst framúrskarandi
sterk og veiðin. Hafið samband við okkur sem fyrst.
Hverfisgötu 6, sími 20000.
Vörubifreið
Til sölu Benz 1413 árg. 67 með fókókrana og skófla
fylgir. Uppl. í síma 92-2825 næstu kvöld.
Enska I Englandi
The Angla-Continetal School of English í Bournemouth
heldur ódýr námskeið í sumar fyrir þá sem vilja sameina
sumarfrí og enskunám. Námskeiðin hefjast 8. júlí og
standa yfir til 30. ágúst. Verðið er £212 fyrir 8 vikur.
Innifalið í verði er kennsla, (20 kennslustundir í viku)
húsnæði og fæði (undanskilinn hádegisverður mánud —
föstud.) Vandaður skóli og góð aðbúð. Skemmtileg
baðströnd. Fleiri námskeið eru til fyrir þá sem vilja
einbeita sér að enskunámi.
Panta berá skrifstofu Mlmis milli 1 og 7 daglega.
Málaskólinn Mímir
Brautarholti 4, sími 10004.
Innrömmun
Glæsilegt úrval af erlendum rammalistum. Límum upp
myndir og auglýsingaspjöld. Leigjum sýningarsal fyrir
málverkasýningar. Myndamarkaðurinn við Fischerssund.
Opið mánudaga til föstudaga kl. 1 —6. Sími 27850.
Nýsmíði
Ný smíðuð barnaskrifborð tilbúin undir málningu eða
bæs, til sölu. Mjög ódýr, en skemmtileg sett. Til sýnis að
Hringbraut 41 á daginn. Uppl. I síma 1 651 7 á kvöldin.
ðskum eftir bátum
í viðskipti. Uppl. í síma 92-71 23 og 7645.
Berg,
Garði
SIMCA1100
litli sterki 5 manna bíllinn
frá Chrysler í Frakklandi
árgeró '74
Þér getið valið um Simca 1100, 3ja eða 5 dyra,
fólksbíla, þ.e.a.s. með fjórum eða tveimur hurðum á
hliðunum og einni að aftan. Á tæpri mínútu breytið þér
bílnum í station-bíl, ef þörf krefur. Hingað er Simca
1100 sérpantaður með alskonar aukabúnaði, sem
hentar íslenzkum staðháttum, vegum og veðri — t.d.
er hann á styrktum höggdeyfum, með pönnu undir vél,
gírkassa og bensíngeymi, tvö samtengd skíði undir
vatnskassa að framan, tvöföldum þéttikanti á öllum
hurðum, auk þess er fullt af öðrum litlum hlutum í
bílnum, sem skipta máli og auka akstursánægjuna og
margfalda endinguna. Bíllinn er með drifi að framan og
eyðir hreint ekki neinu. Hafið þér kynnt yður verð og
kjör á Simca 1100. Ekki? Þá hafið samband við
umboðið strax.
Ifökull hf.
ÁRMÚLA 36 REYKJAVÍK Sími 84366.