Morgunblaðið - 13.03.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.03.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1974 Astri Forberg Ellerup -Minning Þott dauðinn sé öllum nálægur, ekki sízt þeim, sem við vanheilsu eiga að stríða, þá gerir hann sjaldan boð á undan sér. Fregnin um andlát frú Astri Forberg Ellerup kom vinum hennar öllum mjög á óvart. Svo lífsglöð var hún og áhyggjulaus nokkrum dögum fyrir andlát sitt. Hin síðustu árin átti Astri við mikla vanheilsu að stríða og gekk undir mikla skurðaðgerð fyrir nokkrum árum,en hún varþannig gerð, að hún talaði aldrei um liðan sína, jafnvel þótt hún væri að spurð. Hún bar veikindi sín með þeirri sálarorku, sem fáum er gefin. Frú Astri var sérstakur per- sónuleiki í allri framkomu og er með henni gengín ein eftirminni- legasta kona í Keflavíkurbæ. Hún hafði ákaflega glaða lund og kom öllum í gott skap, sem í návist hennar voru. Hún var fjörug í samræðum og orðheppin, marg- fróð og vel gefin. Strax og hún fluttist til Keflavíkur með eigin- manni sínum Johan Ellerup apótekara, varð hún mjög ástsæl af öllum þeim, sem hún kynntist, enda var hún vinmörg á Suður- nesjum. Æskuvinkonur sinar frá bernskuárum hennar í Reykjavík hélt hún tryggð við alla ævi sína og slítnuðu þau vinarbönd aldrei þrátt fyrir það, að hún bjó mestan hluta ævi sinnar fjarri æskustöðv- um sínum. Það, sem einkenndi frú Astri mest, fyrir utan glaðværð hennar og lífsgleði, var hennar einstæða hjartahlýja og örlæti við þá, sem bágt áttu og höfðu orðið fyrir áföllum i lífi sínu Hún mátti aldrei neitt áumt sjá svo hún vildi ekki úr bæta. Góðgjörðum sínum flíkaði hún aldrei, en svo margar voru þær og margvíslegar, að um þær spurðist, en ófáar, eru þær, sem hún ein vissi um. Eiginmað- ur hennar studdi hana mjög í þessum efnum, enda var ástúð mikil í öllu þeirra hjónabandi og lifðí hún i hamingjusömu hjóna- bandi alla tíð. Þótt dauði frú Astri hafi komið okkur vinúm hennar á óvart, má til sanns vegar færa orð Jóhanns Sigurjónssonar: t Eiginmaður minn, ÞÓRÐUR ÞORBJARNARSON dr. phil. lézt á Vífilsstaðaspitala aðfararnótt 12. marz. Sigríður Cl. Þorbjarnarson. Faðir minn og tengdafaðir, t JÓHANN MARÍUS EINARSSON, lézt að Hrafnistu 11 þ m. Ólafía Jóhannsdóttir Thorlacíus, Haraldur Thorlacíus. t Faðir okkar, tengdafaðir og bróðir, ÞORSTEINN INGVARSSON,, bakarameistari. Dalbraut 1, lézt að heimili sínu, mánudaginn 1 1. marz. Ingvar Þorsteinsson, Steinunn Geirsdóttir, Viðar Þorsteinsson, Lilja Eiríksdóttir, Kristinn B. Þorsteinsson, Hulda Eirfksdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Edda Guðmundsdóttir, Jóhanna Norðfjörð. t Ástkær faðir okkar, KARL ÞÓRHALLASON, Njálsgötu 1 3b, lézt á Borgarspítalanum mánudaginn 1 1. marz Haraldur Karlsson, Ásgeir Karlsson, Guðrún Karlsdóttir, Kristján Jónsson, Þórhalla Karlsdóttir, Jóhann Eymundsson, Sigríður Karlsdóttir, Einar Pétursson, Kristfn Karlsdóttir, Alvar Óskarsson, Hjördís Karlsdóttir, Sigurður Bjarnason, Fjóla Karlsdóttir, Glsli (sleifsson. Þórdis Karlsdórrir, Jón B. Ingimagnsson. t Þakka innilega öllum er sýndu hluttekningu og samúð við andlát og jarðarför móðursystur minnar, MATTHILDAR SVEINSDÓTTUR frá Mörk. SturlaugurH. Böðvarsson, Akranesi. Dregnar eru litmjúkar dauðarósir á hrungjörn lauf í haustskógi. Við hjónin erum þakklát fyrir að hafa notið vináttu frú Astri og söknum hennar. Við börn okkar flytjum eiginmanni hennar, börn- um þeirra, tengdabörnum og venzlamönnum innilegar sam- úðarkveðjur. Alfreð Gíslason. Á tregabundnum kveðjustund- um vill manni oft vefjast tunga um tönn, og svo er mér nú farið. Mér finnst það því nær óhugs- andi, að við séum I dag að kveðja Astri í hinzta sinn. En minningarnar láta ekki á sér standa þær sækja á huga minn svo að ég fæ ekki við spornað. Næstum allir þættir I lífi mínu hafa á einhvern hátt verið tengdir Astri. Fyrst var það á Seyðis- firði, þar sem hún ríkti líkt og ,,drottning“ og síð- an á unglingsárum mín- um, eftir að hún var flutt til Keflavíkur. Ég vildi óska, að ég þekkti einhverja unga stúlku, t Hjartans þakkir fyrir þann hlýhug okkur auðsýndan við andlát og útför hjartkæra bróður okkar og fóstursonar mlns, GUNNÞÓRS BJARNASONAR, H verfisgötu 1 02 A. Þórunn Kristinsdóttir og systkini hins látna. sem liti upp til mín og virti á sama hátt og ég virti og leit upp til Astri. Þá kom nýr þáttur í mínu lífi, hjónaband og börn, og í þeim þætti átti Astri Iíka sinn þátt. Astri kunni allra kvenna bezt all- ar „etikettur", enda hafði hún verið á belgfskum klausturskóla og lært „heldri manna siði“. Kannski hefði ég ekki fengið neinn brúðarvönd, ef hún hefði ekki bent tilvonandi eiginmanni á, að það var hans verk að velja hann. Og kannski hefði eiginmað- urinn ekki fengið blómið sitt, ef Astri hefði ekki látið Libbý „senda'* honum það, en hún var þá kornung. Börnin okkar Atla voru eins konar barnabörn Astri. Hún vissi ekki allt það góða, sem hún vildi gera og gerði fyrír þau. En hún hefur eflaust átt fleiri „barna- börn“, því að þannig var hún. Ég get ekki imyndað mér annað en að allir, sem þekktu Astri, sakni hennar nú sárlega, ekki ein- ungis eiginmaðurinn, hennar eigin börn, tengdabörn og barna- börn. % kann ekki að lýsa með orð- um samhryggð minni og fjöl- skyldu minnar yfir þeim missi, sem orðið hefur með láti Astriar, en ég vona, að góður Guð megi styrkja Johan, börn þeirra og barnabörn, bæði fædd og ófædd. Anna Bjarnason yngri. Þegar okkur berst sú fregn, að vinur sé burt kallaður úr þessum heimi þyrmir yfir okkur og um leið finnum við fyrst til samúðar með þeim, sem sorgin snertir mest í þessu tilviki Jóhanni Ellerup og börnum hans. Svo ger- ir söknuðurinn vart við sig. Við erum mörg, sem nú sökknum frá- bærs vinar, en það var Astri For- berg Ellerup. I fyrsta Korintubréfi sínu verð- ur postulanum tíðrætt um kær- leikann, hann segir meðal annars: „Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi" og ennfremur „En nú varir trú, vpn og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur." Þegar ég hugleiði líf og fram- komu Astri Ellerup eru þessar lyndiseinkunnir, sem postulinn metur svo mikils, mér efstar í huga. Astri var trúuð, hún þorði að vona og biðja, þegar erfiðleik- ar og sjúkdómar sóttu hana heim, en umfram allt var hún rík af kærleika, sönnum náunganskær- t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, GUÐRÚNAR JAKOBSDÓTTUR, Hllðarbraut 1, Hafnarfirði. Finnbogi Ingólfsson. Aðalsteinn Finnbogason, Hulda Sigurðardóttir, Karl Finnbogason, Ida Nikulásdóttir, Helga Finnbogadóttir, Steinar Þorfinnsson, Rúnar Finnbogason, Ellnbjörg Ágústsdóttir, Bragi Finnbogason og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns, sonar, föður, tengdaföður og afa, KRISTINS TORFASONAR frá Laufási, Tálknafirði. Nína Guðmundsdóttir, Elísabet Guðjónsdótttir, Áslaug Kristinsdóttir, Þórhallur Matthiasson, Henrietta Kristinsdóttir Bjarki Skjaldarson, Elísabet Kristinsdóttir, Davið Kristinsson, Ægir Kristinsson og barnabörn. t Þökkum samúð og vináttu okkur sýnda við andlát og útför, KRISTJÁNS TRYGGVASONAR, klæðskerameistara, ísafirði. Margrét Finnbjörnsdóttir, Elísabet G. Kristjánsdóttir Gréta L. Kristjánsdóttir. Sverrir Hermannsson og barnabörn. leika, um það geta allir vinir hennar vitnað. Hún gat glaðst með glöðum, kunni að láta öllum líða vel í nærveru sinni, hún átti hvorki til öfund eða langrækni, en reyndi alltaf að sætta og fyrir- gefa. Þegar sorg og erfiðleikar sóttu aðra heim var Astri ætíð komin með útrétta hjálparhönd um það veit ég mörg dæmi og þá jafnan styrkt af skilningsríkum og góðum eiginmanni. Eg vil ekki láta hjá líða að þakka þeim hjónum þá vináttu og umhyggju, er þau sýndu öldruð- um föður mínum síðustu æviár hans I Keflavík. Kærleikurinn varir að eilífu. Tíminn græðir öll sár. Samfléttað sorg og söknuði er einnig gleði — gleði yfir því að hafa fengið að vera Astri Ellerup samferða á lífsins gönguferð, átt vináttu hennar, notið kærleika hennar. Ég vil fyrir hönd allra, sem áttu þessu láni að fagna, kveðja hana að sinni með orðum vinar mins Péturs Gauts um móður sfna, þegar hann að leiðarlokum fylgir henni að hliði himnaríkis og segir: „En iiinni skuluð þið hneigja með heiðri — svo mark sé að, því varla fæst, vil ég segja nein vænni á þennan stað." Guð blessi minninguna um góða konu. Drottinn lát þitt eilifa ljós lýsa henni. Gunnar Eyjólfsson. Vilhjálmur Kristjáns- son -Minn ingarorð Fæddur 17. júlí 1895. Dáinn 3. marz 1974. I dag verður borinn til grafar Vilhjálmur Kristjánsson, Háteigs- vegi 25. Hann lézt á Borgarsjúkra- húsinu sunnudaginn 3. marz, eftir löng og erfið veikindi. Eg ætla ekki að rekja æviferil hans hér, þessar fáu línur eru aðeins þakkar- og kveðjuorð til hans. Ég minnist þessa vinar míns með sitt hlýja bros og hjartanlega handtak, sem bauð mann velkom- inn á hans indæla heimili, sem hans góða kona bjó með smekk- vfsi sinni og alúð. Ég var þar tíður gestur svo ég naut þeirra miklu gestrisni og kærleika, sem ávallt mætti manni. Vilhjálmur var góður og traust- ur vinur vina sinna, góður og elskulegur eiginmaður, faðir og afi, velgerður og hygginn maður. Sérstaklega var hann barngóður og rétti hjálparhönd öllum, sem minnimáttar voru og máttu sín lítils í lífsbaráttunni. Það bezta, sem hægt er að segja, er, að hann var f orðsins fyllstu merkingu „góður drengur". Við hjónin kveðjum Vilhjálm með söknuði og hjartans þökkum fyrir allt og biðjum Guð að senda engla sína til að taka á móti hon- um handan móðunnar miklu og leiða þann inn í sólaryl og himneska birtu. Iljartans samúðarkveðjur til eiginkonu, dóttur og allra ætt- ingja. Vinkona.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.