Morgunblaðið - 13.03.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.03.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1974 Fundur um peningamál in sem hagstjórnartæki STJÓRNUNARFÉLAG íslands gengst á morgun, fimmtudag, fyr- ir fundi um „peningamái sem hagstjórnartæki" í Bláa sal Hótel Sögu kl. 16. Fyrirlesarinn, dr. Þráinn Eggersson lektor, mun fjalla almennt um peningamálin sem hagstjórnartæki hins opin- hera og áhrif þess á atvinnulífið. Enginn fyrir- vari um skatta- breytingar AÐ GEFNU tilefni, þar eð margir hafa spurt Mbl., skal það upplýst, að f kjarasamningum þeim, sem undirritaðir voru hinn 26. febrú- ar sfðastliðinn, er enginn fyrir- vari um heimild til uppsagnar samningsins, nái skattbreytinga- frumvarp rfkisstjórnarinnar eigi fram að ganga á Alþingi. Hins vegar stendur í 7. grein samnings- ins, að „verði veruleg breyting á gengi fslenzku krónunnar er samningurinn uppsegjanlegur með eins mánaðar fyrirvara hve- nær sem er“. Byrjaðir leigu- akstur á ný Leigubílstjórarnir þrír úr Grindavík, sem handteknir voru á föstudagskvöldið vegna gruns um leynivínsölu, voru látnir lausir á laugardag eftir yfirheyrslur, svo og tveir menn, sem grundaðir voru um að hafa verið viðskipta- vinir bílstjóranna. I yfirheyrslun- um játuðu bílstjórarnir að hafa selt áfengi og ætlað að selja það áíengi, sem fannst í geymslu hjá þeim. — Munu þeir allir byrjaðir leiguakstur að nýju. Lýst eftir vitnum UM KL. 11 á þriðjudagsmorgun- inn, 12. marz, varð árekstur á mót- um Tryggvagötu og Grófarinnar í Reykjavík. Land Rover-jeppa var ekið austur Tryggvagötu, en Simca-bifreíð norður Grófina og lentu þær satnan á gatnamótun- um. Ökumönnunum ber ekki saman um með hverjum hætti áreksturinn varð og óskar rannsóknarlögreglan í Reykjavik því eftir að hafa tal af vitnum að árekstrinum. Hótelskip á Grænlandi GRÆNLENDINGUR einn, sonar- sonur hins kunna Grænlandsfara Knud Rasmussens, hefur keypt tvo Moonraker-báta og ætlar að nota þá sem hótelskip á Græn- Iandi eftir að þeim hefur verið breytt. Moonraker-bátarnir eru dýrasta tegundin á bátasýning- unni sem stendur yfir í Forum í Kaupmannahöfn, en þessir bátar sem eru enskir að gerð, hafa feng- ið afar góðar viðtökur f Dan- mörku og hafa margir selzt, að því er fregnir herma frá Dana- veldi. — Sveitarfélög Framhald af bls. 19 yrði séð fyrir sameiginlegri þjónustu og ýmis önnur þjónusta veitt, sem ekki er í venjulegum íbuðarhúsum. Þetta fyrirkomu- Iag, að hafa aldraða í litlum íbúðarhúsum, þar sem þeir fá sér- staka fyrirgreiðslu og eftirlit og frá sameiginlegri þjónustumið- stöð, hefur t.d. verið í fram- kvæmd í Ási í Hveragerði árum saman og reynst þar hið besta. Það er því enginn efi á því, að hér er fyrir hendi mjög aðgengilegur möguleiki til þess að bæta stór- lega úr húsnæðisörðugleikum aldraðs fólks.“ Jafnframt mun hann ræða efnið með sérstöku tilliti til peninga- magnskenninga Miltons Fried- man, umdeilds, bandarísks hag- fræðings, sem tíðrætt hefur verið um undanfarið. I fréttatilkynningu frá Stjórn- unarfélaginu segir m.a.: Fundur- inn, sem er opinn öllu áhugafólki um efnið, er haldinn I tengslum við fyrirhugaða ráðstefnu Stjórn- unarfélagsins um áhrif opinberra aðgerða á atvinnulífíð, en hún verður haldinn í Munaðarnesi 26.—28. apríl n.k. Fyrr áþessu ári hafa verið haldnir tveir undir- búningsfundir í tengslum við ráð- stefnuna. Ólafur Davíðsson ræddi um fjárlög sem hagstjórnartæki og Brynjólfur Sigurðsson lektor fjallaði um verðlagsákvæði. Hinn 21. mars n.k. flytur Sigur- geir Jónsson hagfræðingur fyrir- lestur um gengismálin og 18. april gefur Asmundur Stefánsson hag- fræðingur yfirlit yfir áhrif opin- berra aðgerða á atvinnulífið árin 1950—1970. Á fyrrgreindri ráðstefnu sem haldin verður 26.—28. apríl munu m.a. flytja erindi Jón Sigurðsson hagrannsóknarstjóri, Jónas H. Haralz bankastjóri og Þröstur Ólafsson hagfræðingur. Enn er hægt að bæta við nokkrum þátt- takendum á ráðstefnuna, en efni hennar er einmitt í sviðsljósinu um þessar mundir. Allar nánarí upplýsingar eru gefnar á skrifstofu félagsins í síma 82930. — Hafkostir Framhald af bls. 10 — Ymis viðhorf til rann- sóknafrelsins á höfunum voru rædd í grein í Morgun- blaðinu 4. júlí 1973 og skal vísað til hennar hér. Sér- staklega skal bent á, að með vfðáttumikilli efnahagslög- sögu hér við land dregur væntanlega úr rannsóknum erlendra vísindamanna á miðunum við landið. Islend- ingar hljóta því að verða að auka sínar rannsóknir bæði til að fylla upp í tómarúmið og sérstaklega til að geta nýtt efnahagslögsöguna á sem hagkvæmastan hátt. — (Þýtt og éndursagt). — Flugfargjöld Framhaid af bls. 2 vegna launahækkana og annars, og yrði sú hækkun um 5% að meðaitali, þó mismunandi eftir löndum, sem flogið væri til. Þannig myndu fargjöld milli ís- lands og Bretlands hækka um 6%, milli tslands og Skandinavfu og Þýzkalands um 5%, en milli íslands og Spánar um 4%. — Radar — myndrit Framhald af bls. 2 Hvorki hraði, fjarlægðir né stefn- ur eru réttar." Gunnar sagði, að eyðublaðíð væri aðeins notað til þæginda- auka, en þess vegna gætu skip- stjórnarmenn alveg eins notað hvítan og hreinan pappír. Með ,,radar-plottunum“ er aðeins ver- ið að sýna atburðarás án þess að hún sé í réttum hlutföllum, hraði réttur eða stefna — eins konar skýringamynd. Óþarft er að geta þess, að „rad- ar-plott“-myndir blaðafulltrú- ans voru ónauðsynlegar með at- hugasemd hans, eins og fram kom í svari Morgunblaðsins, því að blaðið hefur aldrei borið brigður á, að siglt hafi verið á Árvakur. Aftur á móti hafa myndir þessar villt um fyrir ýmsum, sem haldið hafa, að um ratsjárljósmyndír væri að ræða, enda talað um ,,rad- ar-myndrit“ í athugasemd blaða- fulltrúans, og er það villandi. — Prófkjör Framhald af bls. 2 Einar Sigurjónsson skipstjóri. Guðjón Tómasson framkvæmdarstjóri. Guðmundur Guðmundsson sparisjóðsstjóri. Guðni Jónsson fulltrúi. Guðríður Sigurðardóttir kennari. Gunnar S. Guðmundsson verkamaður. Gunnlaugur J. Ingason framkvæmdarstjóri. Haraldur Gíslason útgerðarmaður. Haraldur Sigurðsson verkfræðingur. Helgi Jónasson fræðslustjóri. Hermann Þórðarson flugumferðarstjóri. Hulda Sigurjónsdóttir húsmóðir. Jóhann G. Bergþórsson byggingaverkfræðingur. Jón Rafnar Jónsson sölustjóri. Karl Auðunsson útgerðarmaður. Knútur Kristjánsson húsasmíðameistari. Magnús Þórðarson verkamaður. Margrét G eirsdóttir fóstra. Oliver Steinn Jóhannesson bóksali. Páll V. Daníelsson hagdeildarstjóri. Rúnar Brynjólfsson yfirkennari. Sigurður Bergsson vélstjóri. Skarphéðinn Kristjánsson vörubifreiðastjóri. Sólon R. Sigurðsson deildarstjóri. Stefán Jónsson forstjóri. Sveinn Guðbjartsson heilbrigðisfulltrúi. Trausti Ö. Lárusson forstjóri. Viðar Þórðarson skipstjóri. Þórður G uðlaugsson gjaldkeri. — Reyndi að ræna Framhald af bls. 15 öldruðum, að fara frá borði þegar lent var. Þegar lögreglumenn komu öðru sinni inn í vélina með matvæli þóttust þeir hafa gengið úr skugga um, að enginn væri í vitorði með manninum og tókst að yfirbuga hann. Vélin var frá japanska flug- félaginu JAL og meðan vélin var á brautinni við Nahaflugvöll er haft fyrir satt, að ræninginn hafi sagt að hann myndi ekki aðhafast neitt fyrr en formaður JAL kæmi á vettvang. Vél hans kom inn til lendingar um svipað ieyti og ræn- inginn, sem var aðeins 18 ára að aldri, var handtekinn. — Alþingi Framhald af bls. 14 skyni að koma í veg fyrir flug- vélarán. Eftirlit með ferðum hermdarverkamanna væri í höndum Utlendingaeftirlitsins og hinnar almennu löggæzlu. Þessir aðilar hefðu I starfi sínu samvinnu við Interpoi og lög- regluyfirvöld í öðrum löndum. Sem svar við lið 2 sagði ráð- herra, að samtals 5 sinnum hefðu komið fram sprengju- hótanir á Keflavíkurflugvelli. I slíkum tilvikum væri byrjað á því að fjarlæga farþega og far- angur úr vélunum, sem siðan væru fluttar á afvikinn stað. Þar leituðu starfsmenn flug- félaganna sjálfra að sprengjum I vélunum, en í hinum 5 tilvik- um hefði aldrei fundizt sprengja. I öllum tilvikum hefðu sprengjusérfræðingar frá varnarlíðinu verið til taks. Að lokum sagði ráðherrann, að hér á landi væru 2 sprengjusér- fræðingar, einn hjá Landhelgis- gæzlunni og annar hjá lögregl- unni í Reykjavík. — Kjara samningar Framhald af bls. 32 samanlagt 16,76% hækkun. Vegna breytinga á starfsaldurs- stigum má og gera ráð fyrir 2% hækkun, þannig að heildarlauna- hækkunin er um 18,76%. Ofan á það bætast síðan 10%, sem ýmist heitir viðgerða- og þungaálag, þóknun fyrir að hafa setið nám- skeið o.s.frv. og það með vísitölu 6,18 gerir kauphækkunina 38 %. Þá hafa og orðið allmiklu meiri launahækkanir hjá t.d. verzlunar- fólki en meðal verkamanna. Nem- ur hækkunin meðal verzlunar- fólks um 30%. Sé hins vegar unn- ið á laugardögum má meta þá vinnu, sem nú greiðist á helgar- taxta, um 4%, þannig að fyrir þá verzlunarmenn, sem eiga þess kost að vinna á laugardcjgum, er heildarlaunahækkunin um 34%. Launahækkun verzlunarfólks og taxtatilfærslur eru metnar á 17% og sértaxtatilfærslur á 3%, eða samtals um 20,5%. Þá eru starfsaldurshækkanir meðal verzlunarfólks metnar á 2%, þannig að heildarhækkunin nem- ur um 23 % og með vísitölu nemur hún 30,6%. — Þorskblokk Framhald ajbls. 32 þær geta orðið,“ sagði Þorsteinn, ,,Ef þær eiga sér stað, þá stafar það aðallega af tvennu: Gífurleg- um innflutningi á svokölluðum Alaska-ufsa frá Japan, sem er ódýr, og mótþróa neytenda gegn háu fiskverði miðað aðrar matvör- ur, sem sumar hafa nokkuð lækkað.“ Einnig sagði Þorsteinn: „Eins og oft.þegar verðlækkanir virðast líklegar, halda kaupendur að sér höndum með innkaup og nota upp birgðir sínar, en það stuðlar að aukinni svartsýni seljenda og get- ur sett skriðuna af stað niður á við í verðlagi.'ý Þorsteinn Gíslason sagði að lok- um, að einmitt vegna þess, að verið væri að minnka birgðirnar, ættu sér stað mjög fáar sölur á blokkum, en meðan ekkert væri selt, þyrfti enga verðlagningu og því bæri að taka mjög með varúð á næstunni flestum fréttum og upplýsingum um verðlag, þangað til það skýrðist. — Þórbergur Framhald af bls. 32 svalirnar og afhentu honum ávarp, sem getið verður nánar hér á eftir. Á svölunum stóðu Margrét og Þórbergur, Lilla Hegga með son sinn, en hún er sem kunnugt er aðalpersónan í Sálminum um blómið. nú dýralæknisfrú í Húna- vatnssýslu og þriggja barna móð- ir, og Jón Þor sonur Margrétar. Þórbergur tók kveðju blysfara með því að hneigja sig að austur- lenzkum sið, en gerði siðan kross- mark yfir aðdáendur sína. At- höfninni lauk með því, að leikinn var Internationalinn. í upphafi fór Bragi Kristjánsson með vísu, sem tileinkuð var skáldinu, og þess má einnig geta, að hópur ungs fólks söng lög við nokkur ljóð skálds- ins, þar á meðal Seltjarnarnesið er lítið og lágt. Ávarpið, sem meistara Þórbergi var afhent i tilefni dagsins, var undirritað: Þátttakendur í blys- förinni. Það er svohljóðandi. „I dag göngum við á fund þinn, Þórbergur, til að votta þér þakk- læti fyrir list þína, fyrir mátt orðs þíns, fyrir lífsskilning þinn og fyrir einurð þína. Vér þökkum þér fyrir það, að þú hefur ekki vanið komur þínar að „litlum vötnum, ekki að lágum hálsum, ekki að grunnum dölum“. Við fögnum því, að þér var gefinn sá styrkur, sem gerði þig að meistara og spekingi, án þess að þú þyrftir nokkurn tíma að víkja af götu einfaldleikans eða bregða trúnaði við uppruna þinn, því að slíkir eru hinir útvöldu, sem varpa birtu til framtíðarinnar.“ — Sundman Framhald af bls. 16 heppnazt afbragðs vel: að skapa lifandi, sanna mynd af llfi fólks- ins í sjávarplássi á norðurhjara. Hann veit sem er, að töfrasproti orðsins leysir engin félagsleg og hagfræðileg vandamál. Þar þarf aðrar hendur og önnur tök. Sundman er einn af fremstu þingmönnum Miðflokksins sænska og einn færasti rithöfund- ur Norðurlanda. Hann þekkir mæta vel takmarkanir þessara starfssviða. — Wilson Framhald af bls.l neðri málstofunni þrátt fyrir það, að stjórnina vantar 20 þingsæti í að hafa hreinan meirihluta. I gær tilkynntu hinar ríkis- reknu kolanámur, að verð á kol- um mundi hækka um 48% frá og með 1. april, og mun þetta einnig leiða til hækkaðs verðs á raf- magni og stálvörum. Stafa þessar hækkanir af þeim launahækkun- um, sem námamenn náðu fram nú fyrir helgina. — Sinfóníu tónleikar Framhald af bls. 3 síðan átt kost á stöðum i stærri borgum. Við höfum sem sé ekki þennan tillölulega jafna metorða- stiga, við gætum kannski sagt, að i bandaríska stiganum séu aðeins tvö þrep, eitt niðri og annað uppi, flestir standa niðri og eru sífellt að reyna að hífa sig upp, sem fáum tekst. Ef maður byrjar á litlum stað f Bandaríkjunum er hætt við, að maður festist þar. Þess ber þó að gæta, að í Banda- ríkjunum eru tiltölulega fleiri góðar hljómsveitir en víðast ann- ars staðar, en þær njóta ekki ríkisstyrkja heldur eru háðar framlögum styrktarsjóða eða styrktarfélaga. Ég gæti trúað, að i Bandaríkjunum væru yfir 80 sinfóníuhljómsveitir, sem nota yfir 150.000 dala á ári, þar af fara um 20 liklega með yfir milljón dollara á ári, og rekstur þeirra stærstu er upp á 4—5 milljónir dala. Vegna þessa verða hljóm- sveitirnar að taka tiltölulega hátt gjald fyrir aðgöngumiða og þá verða þær líka að bjóða fram þekkta listamenn, til þess að fá fólk til að koma. Við höfum heldur ekki ríkis- styrktar útvarpshljómsveitir eins og víðast eru í Evrópu, því miður, því að þær gera mikið af því að fá unga og upprennandi hljómlistar- menn sem gesti, það eykur fjöl- breytni í starfi þeirra og er lista- fólki nú mikil lyftistöng," sagði Richard Kapp. Á efnisskrá hljómleikanna eru, sem fyrr segir, eingöngu banda- rísk tónverk. Fluttur verður kúbanskur forleikur eftir George Gershwin saminn eftir stutta ferð hans til Havana 1932. Einnig verða þættir úr óperunni vinsælu „Porgy og Bess“ eftir sama höf- und. Þá verður flutt verk eftir 19. aldar tónskáldið Louis Moreau Gottschalk; „Nótt í hitabeltinu“ heitir það og er einnig samið und- ir kúbönskum áhrifum, á árunum 1858—’59. í þessu verki fær Sinfóníuhljómsveitin liðsstyrk frá Skólahljómsveit Kópavogs. Hún var stofnuð árið 1966 og hef- ur sem kunnugt er frá upphafi starfað undir stjórn Björns Guðjónssonar. Hann hefur m.a. farið með hljómsveitina i vel- heppnaða hljómleikaferðir til Norðurlanda. Nú eru næstum hundrað börn í hljómsveitinni í þremur deildum og hafa þau elztu sérstaka lúðrasveit. Síðasta verkið á efnisskránni er eftir núlifandi höfund bandarísk- an, Virgil Thomsen, sem margt hefur samið og er sömuleiðis kunnur sem tónlistargagnrýnandi Herald Tribune. Verkið var samið árið 1936 við heimildarkvikmynd, sem nefnist á íslenzku „Land- brot“ („The Plough that broke the Plains“) og verður kvikmynd- in sýnd hér nú. Texta myndarinn- ar flytur Jón Múli Árnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.