Morgunblaðið - 13.03.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.03.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1974 Dr. Þórður Þor- bjarnarson látinn DR. ÞÓRÐUR Þorbjarnarson for- stjóri Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins lézt í Reykjavík f fyrrinótt, 65 ára að aldri. Dr. Þo'rður var fæddur 4. maí 1908 á Bíldudal, sonur hjónanna Guðrúnar Pálsdóttur og Þorbjarn- ar Þórðarsonar héraðslæknis þar. Hann varð stúdent frá M.R. 1929, lauk B.Sc.-prófi í fiskefnafræði frá Dalhousie University í Kana- da 1933 og doktorsprófi í lífefna- fræði frá University College í London 1937. Hann var forstöðu- maður Rannsóknastofu Fiskifé- lags íslands frá 1934 til 1965, að hann varð forstöðumaður Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins. Hann vann á margvíslegan hátt að málefnum fiskiðnaðarins og skrifaði margar greinar og rit- gerðir um rannsóknir á sviði fisk- iðnaðar. Hann var sæmdur fálka- orðunni árið 1965. Eiginkona hans var Sigríður Claessen og lifir hún mann sinn. Verðhækkun bú- Framhald á hls. 18 vara ólögmæt? MIÐSTJÓRN Alþýðusambands Islands hefur beðið tvo lögmenn að gera athugun á því, hvort lög- mæt hafi verið sú ákvörðun sex- mannanefndarinnar svonefndu, sem ákvarðar búvöruverðið, að láta kauphækkun verkafólks og væntanlega hækkun dreifingar- 7% hækkun flugfargjalda kostnaðar koma þegar f stað fram í verðlagningu búafurða. Um þetta segir í fréttatilkynn- ingu frá ASÍ: „Miðstjórn Alþýðusambands Is- lands samþykkti á fundi sínum 7. þ.m. eftirfarandi tillögu: „Miðstjórnin samþykkir að láta fara fram lögfræðilega athugun á því, hvort sú ákvörðun sexmanna- nefndar að láta kauphækkun verkafólks og væntanlega hækk- un dreifingarkostnaðar koma þeg- ar í stað fram í verðlagningu bú- afurða, hafi stoð í lögum um Framleiðsluráð o.fl. Kanadamenn gefa Vest- mennaeyingum tíu hús Fyrsta húsið afhent í gærdag FLUGFARGJÖLD á öllum flug- leiðum milli landa í Evrópu, Mið- austurlöndum og Afríku hækk- uðu um 7% hinn 1. marz sl., en áður höfðu fargjöldin hækkað um 6% 1. jan. sl. Að sögn Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa Flugfélags íslands eru þessar hækkanir eingöngu tilkomnar vegna verðhækkana á eldsneyti. — 7% hækkunin kemur um miðj- an mánuðinn til framkvæmda á flugleiðum í Austurlöndum og á Kyrrahafsleiðum og um næstu mánaðamót á flugleiðum yfir Atl- antshafið. „Flugfélögin, sem undantekn- ingalítið berjast í bökkum fjár- hagslega vegna of lágra fargjalda, urðu að koma eldsneytishækkun- unum út í verðlagið," sagði Sveinn. Hann gat þess, að elds- neytiskostnaðurinn hefði áður verið um 12% af reksturskostnaði flugfélaganna að jafnaði, en mán- uðina janúar-marz á þessu ári yrði hann um 25% af reksturs- kostnaðinum, samkvæmt nýjustu útreikningum sérfræðinga. Sveinn sagði, að í fyrrahaust hefði verið búið að ákveða að hækka millilandafargjöldin t Evrópu frá og með 1. apríl nk. vegna hækkaðs tilkostnaðar, m.a. Athugun þessa skulu a.m.k. tveir lögmenn hafa með höndum eftir nánari ákvörðun miðstjórn- ar.“ Egill Sigurgeirsson hrl., lög- fræðingur ASÍ, og Jón Þorsteins- son hrl. hafa orðið við beiðni ASl um að gera athugun þessa.“ Lítil loðna FRÁ miðnætti á mánudagskvöld fram til kl. 22 í gærkvöldi höfðu einungis átta skip tilkynnt um loðnuafla, og voru flest bara með slatta nema Magnús NK, sem var með 260 lestir. Hei Idaraflinn var 7-800 lestir og fékkst í Faxaflóa. Ágætt veður var á miðunum þar og eins fyrir austan, en þar fannst engin loðna. Ambassador Kanada á Islandi afhendir Viðlagasjóði fyrsta húsið af 10 sem Kanadamenn ákváðu að gefa vegna náttúruhamfaranna í Vestmannaeyjum. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) AMBASSADOR Kananda á Is- landi, Kenneth D. Mcliwraith, afhenti Viðlagasjóði í gær fyrsta húsið af 10, sem Kanandamenn ákváðu að gefa Vestmannaeying- um skömmu eftir að eldur brauzt út í Heimaey. Tómas Þorvaldsson tók við gjöfinni fyrir hönd sjóðs- ins og þakkaði hina rausnarlegu gjöf. Afhenti hann síðan fyrsta húsið þeim Sigrúnu Guðmunds- dóttur og Ólafi Sigurðssyni, full- orðnum hjónum, sem misstu hús sitt á einum af fyrstu dögum goss- ins. Gefendur hðsanna 10 eru í sam- einingu ríkisstjórn Kananda, fylkisstjórnin í Manitoba og fram- leiðendur húsanna, kanadísk-jap- anska fyrirtækið Misawa Homes Ltd. Fimm húsanna, sem éru 90 fermetrar að stærð, verður fyrir- komið á Akureyri og fimm í Hafnarfirði, á síðarnefnda staðn- um var fyrsta húsið afhent í gær. Kanadaher annaðist flutning hús- anna hingað til lands og fyrirtæk- ið Skeljafell sér um að reisa þau. Fyrsta húsið var eins og áður sagði afhent í gær og við það tækifæri sagði Mcllwraith m.a., að staðsetning helmings húsanna á Akureyri hefðj e.t.v. verið ákveðin með það í huga, að það voru Norðlendingar, sem fyrstir hófu fjöldaflutning til Vestur- heims árið 1873. Það væri von sín, að húsin reyndust vel í alla staði og mættu verða til þess að við- halda sérstakri vináttu og gagn- kvæmum skilningi, sem jafnan hefðu einkennt samskipti ís- lenzku og kanadísku þjóðanna. Viðræður um stækkun álversins Dr. Paul Múller aðalfor- stjóri svissneska álfélagsins Alusuisse og dr. Hámmerli einn af forstjórum félagsins dvöldust hér á landi í tvo daga í síðustu viku og áttu viðræður óð fulltrúa fslenzkra stjórn- valda um hugsanlega stækkun annars kerjaskálans í álverinu, þannig að ársfram- leiðslan ykist um 10 þús. lestir, og um breytingar á raf- orkusölusamningnum frá 1966, að sögn Magnúsar Kjartanssonar iðnaðarráð- herra og Ragnars S. Halldórs- sonar forstjóra íslenzka álfélagsins í samtölum við Mbl. í gær. — Ákveðið var að halda þessum viðræðum áfram í júní nk. — Þess má geta, að ársframleiðsla álversins er nú 75 þús. lestir. Tómas Þorvaldsson afhendir fbúum fyrsta hússins, Sigrúnu Guð- mundsdóttur og Ólafi Sigurðssyni, lykilinn að húsinu. Sundmót skólanna SÍÐARA sundmót skólanna fer fram í Sundhöll Reykjavíkur fimmtudaginn 14. marz og hefst klukkar* 20.30. Tilkynningar um þátttöku þurfa að sendast sund- kennurum skólanna i Sundhöll Reykjavíkur fyrir klukkan 16 í dag. Prófkjör Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði Fulltrúaráð sjálfstæðisfélag- anna í Hafnarfirði hefur ákveðið að fram skuli fara prófkjör í sam- bandi við val fulltrúa til fram- boðs við bæjarst jórnarkosning- arnar 26. maí 1974. Yfirstjórn prófkjörsins skipa: Einar Ingimundarson bæj- arfógeti, Ólafur Tr. Einarsson út- gerðarm. og Birgir Olafsson, lög- giltur endurskoðandi. Prófkjörið fer fram dagana 30. og 31. marz n.k. í Sjálfstæðishús- inu í Hafnarfirði og verður kjör- staður opinn frá kl. 10 árdegis til kl. 18.30 báða prófkjörsdagana. Þá verða prófkjörgögn send heim til þeirra, sem þess óska. Þegar fólk kýs frambjóðendur skal það tiilusetja þá í þeirri röð, sem það óskar að þeir skipi fram- boðslistann. Tölusetja skal frá 1 til 11 en kjörseðill er ógildur séu ekki minnst valdir 6 fulltrúar. „Radar-myndrit” eiga ekkert skylt við ratsjá HANNES Jónsson blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar ritaði grein í Morgunblaðið, sem hann nefndi athugasemdir, og bar greinin fyrirsögnina „Arvakursfrásögn blaðafulltrúa og gerskir gjörning- ar Morgunblaðsritstjórans“. í greininni segir m.a.: „Radar- myndritin sýna, að fimm sinnum var siglt á Arvakur og einu sinni ulan í hann.“ Svokölluð „Radar- myndrit" fylgja grein blaðafull- trúans. Morgunblaðið spurði Gunnar Bergsteinsson forstöðumann Sjó- mælinganna, hvað „radarmynd- rit“ væri, en Gunnar sagðist ekki vita það. Var hann þá spurður að þvi, hvað væri „radar plott“, en á svokölluðum „radar-myndirtum" blaðafulltrúans standa þessi tvö orð: „radar plott“. Gunnar sagði: ,Jtadar-plott er eyðublað, sem notað er af skipstjórnarmönnum til að setja út mælingar á hlutum, sem þeir sjá í ratsjá sinni. Með því geta þeir fundið út stefnu og hraða viðkomandi skipa, sem þeir sjá ekki með berum augum, held- ur aðeins í ratsjá.“ Gunnar sagði, að þau „radar- plott“, sem birtust í Mbl. ættu ekkert skylt við ratsjá — heldur væru aðeins vettvangsteikning án þess þó að vegalengdir og stærð- arhlutföil væru í samræmi við raunveruleikann. Á hverju „rad- ai-plotti“ stendur: „Afstöðumynd þessi sýnir aðeins viðburðarásina án tillits til réttra hlutfalla. Framhald á bis. 18 Allt stuðningsfólk Sjálfstæðis- flokksins, sem náð hefur 20 ára aldrei fyrir kjördag, 26. maf, get- ur tekið þátt í prófkjörinu og einnig félagsbundið fólk, sem náð hefur 18 ára aldri á sama tíma. Gengið hefur verið frá próf- kjörslista .með 37 manns, en auk þess má bæta við tveimur nöfnum ef fólk óskar. Þess skal getið, að tveir úr bæj- arstjórnarflokki sjálfstæðis- manna gefa ekki kost á sér til setu í bæjarstjórn, það er Eggert ísaksson bæjarfulltrúi og Elin Jósefsdóttir varabæjarfulltrúi. Prófkjörslistinn er þannig skip- aður: Albert Kristinsson deildarstjóri. Ármann Eiríksson verzlunarmaður. Árni Grétar Finnsson hæstaréttarlögmaður Ásgeir Sölvason skipstjóri. Benedikt G uðmundsson bifvélavirki. Björg Ivarsdóttir húsmóðir. Björn Eysteinsson skrifstofustjóri. Einar Þ. Mathiesen framkvæmdastjóri Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.