Morgunblaðið - 13.03.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.03.1974, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1974 IÞMITMRETTIR MORGUIIIRLABSIRIS Fram heldur forskotmu er Sigrúnu mistókst vítakast, þar sem markvörður Ármanns varði og rétt á eftir skeði það sama hjá Ármannsstúlkunum, því mark- vörður Vals varði vítakst frá Guð- rúnu Sigurþórsdóttur. Lauk leiknum því með sigri Vals 10-8. í heild var leikurinn slakur, en segja má að Valur hafi verið skárri aðilinn og sigur liðsins sanngjarn. Fram-FH 18-11 (9-6) Sigur Framstúlknanna var aldrei í hættu í þessum leik, en leikurinn var nokkuð jafn fyrst framan af, þar sem staðan var 4—4 um miðjan hálfleikinn. Eftir það sigu Framstúlkurnar hægt en örugglega framúr og var staðan 9—6 í hálfleik. Sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik, því Fram hélt áfram að auka forskot- ið og lauk leiknum með 7 marka sigri Fram, 18—11. Sylvía og Arnþrúður voru bezt- ar hjá Fram og skoruðu þær flest mörkin, en einnig var Oddný góð þótt hún væri óheppin með markskot að þessu sinni. Kristjana Aradóttir skoraði flest mörk FH, 4 mörk og öll úr víta- köstum, en Brynja og Birna skor- uðu 2 mörk hvor. Af þeim sex liðum, sem þarna léku voru Fram- stúlkurnar áberandi beztar, enda hafa þær unnið alla sína leiki til þessa og hafa örugga forystu í mótinu og virðist ekkert nema kraftaverk geta komið i veg fyrir sigur þeirra. Halldóra skorar eitt Fram-markanna í leiknum við FH. Stjarnan, sigurvegari í 3. deildar keppninni 1974. — vann Þrótt NK í úrslitum L,ogi Kristjánsson, bæjarstjóri á Neskaupstað skorar I úrslita- leiknum. STJARNAN úr Garðahreppi end- urheimti sæti sitt i 2. deild ís- landsmótsins f handknattleik á sunnudaginn, er liðið vann Þrótt frá Neskaupstað öðru sinni i úr- slitakeppni 3. deildarinnar með 24 mörkum gegn 20. Fyrri leikur liðanna fór fram á föstudags- kvöldið og í honum sigraði Stjarn- an 18-13. Voru þeir Garðhrepping- ar vel að sigri komnir í báðum þessum leikjum, höfðu greinilega, betra liði á að skipa en Neskaup- staðarmenn, og vafalaust á Stjarnan eftir að láta að sér kveða í handknattleiknum í framtíðinní. Hingað til hefur algjört aðstöðu- leysi háð félaginu, en nú er séð fyrir endann á því. Næsta haust verður væntanlega tekið í notkun nýtt íþróttahús I Garðahreppi, og þótt það hafi ekki löglegan keppn- isvöll, verður mikil breyting til batnaðar á aðstöðu handknatt- leiksmanna Stjörnunnar. I leiknum á föstudagskvöldið hafði Stjarnan yfir frá upphafi, var staðan í hálfleik 10-7. Á sunnudaginn var hins vegar barn- ingur í leiknum framan af, nokk- uð lengi jafnt, en undir lok hálf- leiksins náði Stjarnan allgóðum leikkafla og hafði 3 mörk yfir í hálfleik, 14-11. I seinni hálfleik munaði mest 6 mörkum, er staðan var 21-15, en undir Iokin náðu Þróttarar heldur að rétta stöðu sína. Bæði liðin léku nokkuð óyfir- vegað í þessum úrslitaleikjum og bar töluvert á röngum sendingum og skotum úr vonlitlum færum. Beztu mer.n Stjörnunnar í leikj- unum voru þeir Gunnar Björns- son og Guðmundur Ingvason, en einnig átti Eyjólfur Bragason góð- an leik á sunnudaginn. I fyrri leiknum voru þeir Gunnar með 6 mörk og Guðmundur með 5 mörk markhæstir Stjörnuleikmanna, og á sunnudaginn voru þeir einnig markhæstir með 6 mörk hvor. Tveir leikmenn báru af i liði Þróttar, þeir Logi Kristjánsson bæjarstjóri í Neskaupstað og fyrr- verandi landsliðsmaður í hand- knattleik, og Ármann. Þeir skor- uðu flest mörk Þróttar í báðum leikjunum. Þá átti markvörður liðsins ágæta spretti. FÁTT virðist nú get komið i veg fyrir sigur Fram í 1. deild kvenna, þar sem liðið hefur enn ekki tapað stigi og bætti við sig enn einum sigrinum um helgina, en þá fóru fram þrír leikir í mót- inu. Valsstúlkurnar, sem mörg undanfarin ár hafa einokað ís- landsmeistaratitilinn hafa tapað fjórum stigum, eiga að vísu enn veika von um sigur, en því verður tæplega trúað, að þeim takist að vinna upp forskot Framstúlkn- anna. Á sunnudaginn fóru fram þrír leikir í 1. deild kvenna í Laugar- dalshöllinni og voru tveir þeirra, leikir Víkings-KR og Vals-Ár manns, nokkuð jafnir og spenn- andi, en þeim fyrrnefnda lauk með jafntefli, en Valur marði sig- ur yfir Armanni. Fram vann hins vegar yfirburðasigur yfir FH. KR-Víkingur 11-11 (8-5) Vikingur skoraði fyrsta markið og hélt forystunni framan af, KR jafnaði þegar staðan var 4-4 og aftur varð jafntefli 5-5, en KR- stúlkurnar skoruðu næstu þrjú mörk, þannig að staðan var 8-5 fyrir KR í hálfleik. KR skoraði fyrsta markið í síðari hálfleik, en þá fóru Víkingsstúlkurnar að taka við sér og náðu að jafna 10-10, en þá voru 6 mín. til leiks- loka. Hansína Melsted náði foryst- unni fyrir KR rétt fyrir leikslok, en Guðrún Hauksdóttir jafnaði rétt á eftir fyrir Víking, þannig að leiknum lauk með jafntefli 11-11, sem eftir atvikum voru sanngjörn úrslit. Valur-Ármann 10-8 (4-4) Sigurjóna og Sigrún Guðmunds- dóttir léku aðalhlutverkið hjá Val í fyrri hálfleik, því þær skipt- ust á að skora mörkin og var stað- an 4-1 fyrir Val um tima, en Ár- manni tókst að jafna með tveim mörkum frá Erlu Sverrisdóttur, auk þess sem Guðrúnu Sigurþórs og Gyðu tókst að skora sitt markið hvorri. Var staðan því 4-4 i hálf- leik. Sigrún gerði það ekki enda- sleppt í leiknum, þrátt fyrir stranga gæslu, því hún skoraði öll mörk Vals í síðari hálfleik nema eitt, þar af tvö úr vítaköstum. Síðari hálfleikur var mjög jafn og tvísýnt um sigur, því staðan var jöfn 7-7 og Erla færði Armanni forskot 8-7 um miðjan hálfleik- inn, en Elínu Kristinsd. tókst að jafna fyrir Val. Valur náði aftur forystunni með tveim mörkum Sigrúnar og var það síðara mjög fallegt. Og enn áttu Valsstúlkurn- ar möguleika á að auka forskotið, Grótta á þrösk- uldi 1. deildar S.L. fimmtudagskvöld fór fram j' Iþróttaskemmunni á Akureyri þýðingarmikill leikur i 2. deild, milli KA og Gróttu. Fyrir leikinn voru Grótta og Þróttur jöfn að stigum og áttu bæði liðin eftir einn leik. Gróttusigur í leiknum í fyrrakvöld 29—25 þýðir það, að Þbóttur verður að vinna KR til að fá aukaúrslitaleik við Gróttu um sætið í 1. deild. Gangur leiksins á Akureyri var í stuttu máli sá, að KA liðið skor- aði tvö fyrstu mörkin, en eftir 10 mínútna leik hafði Grótta jafnað, 4—4. Til að byrja með voru varnir liðanna slakar og markvarzlan einnig, en sóknarleikur beggja liðanna hins vegar skemmtilegur og gaf mörg falleg mörk. Á 20. mín. var staðan 11—9 og enn ringdi mörkunum, því að í hálf- leik hafði KA yfir 16—14, sem sagt, mark á mínútu í fyrri hálf- leik. Undirritaður minnist þess ekki að hafa orðið vitni að öllu betri útfærslu á sóknarleik tveggja 2. deildar liða en í þessum hálfleik. Atti KA liðið meiri þátt í því, þar sem leikur liðsins fyrri 30 mfnút- ur þessa leiks var stórgóður, jafn- vel sá bezti, sem liðið hefur náð að sýna i vetur. Er síðari hálfleikur hófst.gerðu menn sér vonir um áframhald- andí spennu og baráttu tveggja jafnra liða. En Gróttumenn komu tvíefldir til leiks, staðráðnír í að ryðja úr vegi þessari óvæntu hindrun á leiðsinni i 1. deildina. Á 12 mínútna kafla tókst Gróttu að skora 6 sinnum, en á meðan var KA gjörsamlega heillum horf- ið og tókst ekki að koma knettin- um framhjá ívari Gissurarsyni, hinum ágæta markverði Gróttu. Breyttist staðan á þessum kafla úr 16—14 í 16—20. Það reyndist KA erfitt að brúa þetta bil og á 50. mínútu leiksins mátti sjá 20—25 á markatöflunni. Þá var eins og einhver fjörkippur kæmi í KA-liðið, sem minnkaði muninn niður í tvö mörk, 25—27 og voru þá tæpar tvær mínútur eftir. Lokaorðið átti Grótta með tveimur mörkum 25 —29. Að þessu sinni átti KA-liðið prýðisleik, ef undanskildar eru fyrstu 15 mínúturnar í síðari hálf- leik, en þá var ekki heil brú í leik liðsins. Vörnin var sem fyrr mjög léleg og var mikill munur á henni og vörn Gróttuliðsins. Jlrynjólfur Markússon og Þor- leifur Ananíasson áttu báðir stór- léik, en fengu litla aðstoð frá sam- herjum sínum, sem margir hverj- ir virtust áhugalausir. Halldór Rafnsson átti þokkalegan fyrri hálfleik, svo og Hörður Hilmars- son, en þeir sáust ekki í þeim síðari. Eftir mikinn barning í fyrri hálfleik tókst Gróttu að rétta úr kútnum og sigra örugglega. Var það ekki hvað sízt að þakka ódrep- andi baráttu og sigurvilja. Arni Indriðason var sá leikmaður Gróttu, sem mestan svip setti á leikinn og átti að öðrum ólöstuð- um stærstan þátt í sigrinum. Auk hans áttu þeirBjörn Pétursson og Halldór Kristinsson mjög góðan leik og skoruðu mikið af mörkum. Þá varði ívar Gissurarson oft með mikilli prýði i seinni hálfleiknum. Mörk KA: Brynjólfur Markús- son 11, Þorleifur Ananíasson 8, Halldór Rafnsson 3, Hörður Hilmarsson 2 og Jóhann Jakobs- son 1. Mörk Gróttu: Björn Pétursson 9, Árni Indriðason 7, Halldór Kristjánsson 6, Kristmundur Asmundsson 3, Magnús Sigurðs- son 2, Atli Þór Héðinsson 1, Benóný Pétursson 1. Leikinn dæmdu þeir Sveinn Kristjánsson og Ragnar Sverris- son nokkuð vel. háhá. í 1. deíldar keppnínni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.