Morgunblaðið - 13.03.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.03.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13, MARZ 1974 5 Vélsleðamenn frá vinstri: Einar Benediktsson, Þröstur Sigurðsson, Örn Þórsson, Stefán Heigason og Freyr Askelsson. — Ljósm.: Sv.P. BÖNUÐU TÓFUM MEÐ VÉLSLEÐUM Akureyri, 11. marz. — FIMM vaskir Akureyringar voru á fjöllum uppi í góða veðrinu í gær á jafnmörgum vélsleðum. Þeir fóru m.a. upp á Vaðlaheiði og óku drifhvítar fannbreiðurnar suður eftir háheiðinni. Nálægt Þingmdnnahnjúk komu þeir auga á tvær tófur, aðra mó- rauða en hina hvíta og hófu strax eltingaleik við þær. Sú mórauða slapp frá þeim fljótlega, en þá hvítu eltu þeir suður undir Bílds- árskarð, þar sem lágfóta sprakk á hlaupunum og gafst upp. Henni var banað undir einum vélsleð- anum. Enn héldu fimmmenningarnir áfram för sinni til suðurs og komu brátt auga á þriðju tófuna, mó- rautt dýr. Hún var feikihörð af sér og þolin, hljóp i ótal krókum og hlykkjum undan vélsleða- mönnum, sem veittu henni eftir- för suður að Gönguskarði, á að gizka 5 km leið, og máttu hafa sig alla við, að króa hana af á flat- lendi, sem þar er. Þar laut skauf- hali loks i lægra haldi, en urraði þó og hvæsti og reyndi að beita klóm og kjafti áður en hann var unninn. Þeir félagar komu svo til Akur- eyrar í gærkvöld með þennan óvenjulega feng sinn. — Sv. P. A112. þúsund manns á kjörskrá í sveitar- stjórnarkosningunum HAGSTOFA tslunds hefur birt tölur yfir fjölda einstaklinga 20 ára og eidri í kaupstöðum og þeim kauptúnahreppum, sem kjósa á I til sveitarstjórna hinn 26. mai næstkomandi. Meðtaldir I tölum þessum eru erlendir menn, sem búsettir eru hérlendis, og er þvf tala einstaklinga á kjörskrá eitthvað lægri en þessar tölur Hagstofunnar. Til samanburðar birtir Hagstofan tölur yfir fjölda á kjörskrá við sveitarstjórnar- kosningarnar 31. maf 1970. í Reykjavík er fjöldi 20 ára og eldri nú 55.400, en á kjörskrá voru 1970 49.699, en þar eru kjörnir 15 borgarfulltrúar. I Kópavogi er talan nú 6.476, en 1970 voru á kjörskrá 5.487, en þar eru kjörnir 9 bæjarfulltrúar. I Hafnarfirði erutölurnar 6.430 nú en voru 5.285, en þar eru kjörnir 9 bæjarfulltrúar. I Keflavik er talan nú 3.364, en var 1970 2.872. Á Akranesi er talan nú 2.539, en var 2.276, á ísafirði er talan nú 1.844, en voru 1970 samtals 1.478. A Sauðárkróki eru nú 20 ára og eldri 1.054, en voru á kjörskrá 1970 890. Á Siglufirði eru nú 1.335, en voru 1970 1.324, en í öllum ofangreindum bæjarstjórn- um, þar sem ekki er tilgreind bæjarfulltrúatala, eru bæjarfull- trúar 9, nema á Sauðárkróki, þar sem þeir eru 7. A Ólafsfirði er talan nú 642, en á kjörskrá voru 1970 613 manns. Þar eru bæjarfulltrúar 7. Á Akur- eyri, sem kýs 11 bæjarfulltrúa, eru 20 ára og eldri 6.874, en á kjörskránni 1970 voru 6.062. Á Húsavík eru nú 1.228, en voru við kosningarnar 1970 1.035 manns. Bæjarfulltrúarnir eru 9. A Seyðis- firði eru nú 20 ára og eldri 537, en á kjörskrá síðast voru 475. Þar eru kjörnir 9 fulltrúar. Á Nes- kaupstað eru nú 992 20 ára og eldri, en voru á kjörskrá við síð- ustu bæjarstjórnarkosningar 869. Bæjarfulltrúar eru 9. I Vest- mannaeyjum eru nú 20 ára og eldri 2.936, en voru á kjörskrá 1970 2.770. Þar eru kjörnir 9 bæjarfulltrúar. Samtals eru því 20 ára og eldri í kaupstöðum landsins 91.651 mað- ur, en voru á kjörskrá fyrir fjór- um árum 81.135. Samtals kjósa fbúar kaupstaðanna 130 borgar- eða bæjarfulltrúa. Samtals fara fram sveitar- stjórnarkosningar i 42 kauptúna- hreppum og er það sami fjöldi og við kosningarnar 1970. I þessum hreppum eru 20 ára og eldri nú 20.098, en voru á kjörskrá 1970 samtals 17.229. Samtals kjósa þessir kjósendur 231 fulltrúa i hreppsnefndir. Þrír kauptúna- hreppar ná því, að fleiri en eitt þúsund eru 20 ára og eldri. Þessir hreppar eru Garðahreppur, en þar er talan nú 1.845, en á kjör- skrá 1970 voru 1.286, þar eru kjörnir 5 sveitarstjórnarmenn, Seltjarnarneshreppur, en þar er talan nú 1.415, en var víð kosning- arnar 1970 1.076, þar eru kjörnir 5 fulltrúar, og Selfosshreppur, þar sem talan er nú 1.487, en var við kosningarnar 1970 samtals 1.320, en þar eru einnig kjörnir 5 fulltrúar. Kosningarnar 26. maí eru ein- göngu bundnar þeim sveitarfélög- um, sem hafa 3/4 íbúa sinna i þéttbýli. Mosfellshreppur hefur því náð því marki nú og bætist hann við frá síðustu kosningum. Ekki fara nú sérstakar kosningar fram i Eyrarhreppi, Hnífsdal, þár sem sá hreppur hefur verið sam- einaður ísafirði. VERZLUNARHÚSNÆÐI TIL LEIGU Til leigu er verzlunarhúsnæði neðst við Laugaveginn. Tilboð merkt: „Góður verzlunar- staður — 4905" sendist afgr. Mbl. fyrir mánudag. VALIÐER svoep AUÐVELT.... VÍKUR ELDHÚSSKÁPARNIR er stöðluS íslenzk framleiSsla, sem sameinar þaS tvennt aS vera vandaSir og ódýrir. HannaSir fyrir íslenzkan smekk, og henta í allar stærSir eldhúsa. Vegna þess aS þeir eru byggSir í einingum sem þér getiS valiS úr og raSaS saman, og þar meS fengiS ySar eigiS eldhús. MeS ótrúlegu litavali í plasti, og fjölmörgum möguleikum í sam- setningu getiS þér gert eldhúsiS enn persónulegra. KomiS og skoSiS sýningareldhúsiS á framleiSslustaS. Ef þér komiS meS mál á eldhúsi, eSa teikningu, getum viS gefiS fast verStilboS. Húsgagnaverkstæbí ÞÓRSINCÓLFSSONAR SÚÐAVOGI 44 SÍMI 31360 (genqiá inn fra' Kænuvoqi) RADI@KEni HI-FI STEREO Soundmaster40 2 x15 W. sine Störskemmtiiegi tækl á vlðráðanlegu verðl kr. 29.200.- Sambyggt útvarpstækl og 2xl 5 watta sinus magnarl (2x25 w. múslk). 24 23 22 21 1 2 3 20 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 1. Straumrofi. 2. Styrkstillir vinstri rás. 3. Styrkstillir hægri rás. 2. og 3 jafnvægisstillar. 4. Bassastillir 0—6. 5. Hátónastillir. 6. Mono/Stereo. 7. Segulband. Tengja má stereo segulb. við tækið. 8. Plötuspilari. Tengja má plötuspilara með bæði kristal og magnetiskri hljóðdós við tækið. (Það er útbúið með formagnara). 9. FM Bylgja. 10. L. Langbylgja. 11. M.1. Miðbylgja 1. 12. M.2. Miðbylgja 2. 13. AFC. Truflana stillir fyrir FM. 14. Heyrnartækja eða hátalara rofi. 1 5. Úttak fyrir heyrnartæki. 1 6. Styrkleikamælir fyrir útvarpstækið. 1 7. Grænt „Pilot" Ijós sem lýsir þegar stereo fer gegnum tækið. 1 8. Rautt Ijós, sem lýsir þegar leikið er af stereo spilara. 1 9. Rautt Ijós sem lýsir þegar leikið er af stereo segulbandi. 20. Merki til stillingar fyrir FM stöðvar. 21. Langbylgjuskali: 150—260 kHz. 22. M 1. Miðbylgjuskali 1 (520—1400 kHz). 23. M 2. Miðbylgjuskali 2 (1350—1 600 kHz). 24. FM.Ttðnisvið (87—104 MHz). 25. Stilling inn á AM bylgju. Ljós sýnir stöðvar- stillinguna. 26. Stilling inn á FM bylgju. Ljós sýnir stöðvar- stillinguna. Soundmaster 40 fékk mjög góða dóma hjá rannsóknum norsku neytendasamtakanna. (Neytendablaðið iiggur frammi hjá okkur). ÁRSÁBYRGÐ - GREIÐSLUSKILMÁLAR EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Berffstaðastræti 10 A — Simi 1-69-95

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.