Morgunblaðið - 13.03.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.03.1974, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1974 Fa jl HÍl.i t V a Lin; 22*0*22* RAUÐARÁRSTÍG 31 iOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL n 21190 21188 LOFTLEIÐIR ITEL 14444*25555 MMtm IBlLALEIGA car rentalI OM-MNTU.- Hverfisgötu 18 86060 SKODA EYÐIR MINNA. ÍHODII LEICAN AUÐBREKKU 44-46. « SfMI 42600. Afl-_ mikill Datsun 1ooACherry Nýtt glæsilegt útlit Framhjóla- dnf Rúmgóður. Stórt farangurs- rýml Aksturseiginle.kar framur- skarandi. 20 cm hæð frá vegi 7 00 km % •ii 1 haldsaðstoð meðtékka- færslum BÚNAÐAR- BANKINN Olíku saman að jafna Eins og allir vita, er þing- meirihluti ríkisstjórnar Ölafs Jóhannessonar brostinn. Einn af upphaflegum stuSnings- mönnum stjórnarinnar, Bjarni Guðnason, hefur gefið almenna yfirlýsingu um að hann sé orð- inn stjórnarandstæðingur. Þetta þýðir, að ríkisstjórnin styðst einungis við 20 þing- menn af 40 í neðri deild og getur stjórnarandstaðan því fellt mál stjórnarinnar á jöfn- um atkvæðum. Undir öllum venjulegum kringumstæðum segja ríkisstjórnir af sér, þegar þingmeirihluti þeirra brestur. En ekki þessi. Og nú á að fara að reyna að koma þvf inn hjá kjósendum, að þessi þaulseta ríkisstjórnar- innar sé eðlileg og í samræmi við það, sem tíðkast hjá ná- grannalöndunum. Þórarinn Þórarinsson skrifar leiðara í Tímanum í gær, sem hann nefnir „Minnihlutastjórnir". Þar segir hann, að sú breyting hafi orðið á stjórnmálaháttum nágrannalandanna, að þar fari minnihlutastjórnir víðast með völd. Eru Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Bretland nefnd sem dæmi um þetta. Það er aug- ljóst, að hér er verið að reyna að segja íslenzkum kjósendum undir rós, að ekkert sé eðli- legra en að ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonarsitji áfram. Það er rétt, að í þeim löndum, sem ritstjórinn nefnir, sitja minnihlutastjórnir við völd. En eitt grundvallaratriði er öðru vlsi en hér á landi. Þessar minnihlutastjórnir hafa tekið við að afloknum kosningum, eftir að reynt var, að ekki var hægt að mynda meirihluta- stjórnir. Venjur þingræðisins I þessum löndum gera þannig, eins og á Islandi, ekki ráð fyrir, að löndin verði stjórnlaus, þó ekki náist samkomulag milli stjórnmálaflokka um starfhæfa meirihlutastjórn að afloknum kosningum. Þá er fyrst fyrir hendi möguleikinn á að mynda minnihlutastjórnir og takist það ekki, er enn eftir möguleik- inn á utanþingsstjórnum, sem skipaðar séu mönnum utan þingsins. Meiri hluti þings verður þó að minnsta kosti að þola þannig ríkisstjórnir, því slíkar eru reglur þingræðisins. Ef ekki er um það að ræða, verður að efna til nýrra kosn- inga. Þessar aðstæður eru ekki fyrir hendi hér á tslandi nú. Kikisstjórnin hefur misst meirihluta sinn, þ.e.a.s. þann meirihluta, sem hún studdist við I upphafi. Þannig tilvik þekkjast einnig frá þessum sömu nágrannalöndum, og þar hafa skapazt fastar venjur um, hvernig þá fer. Viðkomandi ríkisstjórnir segja þá af sér og efnt er til nýrra kosninga. Þetta styðst einnig við skyn- samleg rök. Þau rök eru, að forsendur þær, sem byggt var á við stjórnarmyndun, séu brostnar og full ástæða sé til að láta kjósendur segja hug sinn, þannig að reynt verði, hvort ekki sé unnt að mynda starf- hæfan meirihluta i þinginu. Hér um breytir engu, þó að einhverjum finnist það órétt- látt, að ríkisstjórn þurfi að styðjast við aukinn meirihluta til að geta stjórnað í báðum þingdeildum, eins og er hér á landi. Stjórnskipan landsins segir til um að svo skuli vera. Henni verður ekki breytt með þvf að segja, að eðlilegra væri að önnur skipan yrði á höfð. Umræður hafa farið fram og munu fara fram um endur- skoðun á starfsháttum þingsins þannig að það verði skipað einni málstofu og ekki þurfi nema eins þingmanns meiri- hluta til að stjórna. En slík breyting hefur ekki verið gerð, og þá veröur að fara eftir þeim reglum, sem nú gilda, enda ræður engin ríkisstjórn við stjórnun landsins, nema að styðjast við þann aukna meiri- hluta, sem tilskilinn er. Þórarinn Þórarinsson segir svo i ritstjórnargreininni, sem vikið var að, um þingrofið í Bretlandi fyrir skemmstu: „Ríkisstjórn íhaldsflokksins hafði rfflegan meirihluta á þingi, en réð samt ekki við efnahagsmálin. Þess vegna efndi hún til kosninga." Trú- lega halda fáir því fram, að ríkisstjórn Ölafs Jóhannes- sonar ráði við efnahagsmálin. Hún styðst ekki við starfhæfan meirihluta á þingi. En hún sit- ur. Areiðanlega væri Ölafi Jóhannessyni hollt að halda aftur til London og hitta Heath vin sinn. Og nú til að læra af honum hinar eðlilegur þing- ræðisreglur. Dnage Um helgina fór fram úrtöku- mót B.S.l. og sigruðu þeir félagar Asmundur Pálsson og Hjalti Elíasson enn einu sinni örugglega. Þeir félagar hafa sýnt það undanfarin ár, að þeir eru tví- mælalaust besta parið sem við eigum í bridgeiþróttinni. Spilað var I fjórum lotum — 2 á laugardag og 2 á sunnudag. Eftir fyrri daginn voru Símon Símonarson og Stefán Guðjohnsen efstir, en þeim gekk mjög illa seinni daginn, og höfnuðu „aðeinS" í 9. sæti. Guð- laugur Jóhannsson og örn Arn- þórsson urðu aðrir eftir mjög slaka byrjun og voru þeir í næst neðsta sæti eftir fyrstu lotuna, og voru þá t.d. 41 stigi lægri en Hjalti og Asmundur. En það var eins og mótlætið gæfi þeim aukinn kraft þvíþeir skoruðu látlaust það sem eftir var keppninnar og eins og áður sagði höfnuðu þeir I öðru sæti með 181 stig en Asmundur og Hjalti hlutu 189 stig. Samtímis keppninni I „karla- flokki“ fór fram keppni í ungl- ingaflokki og ekki var minni keppni I þeim flokki. Þar sigruðu Jón Baldursson og Sigurður Sverrisson, en þeir hlutu 206 stig, sem var sama tala og Helgi Jónsson og Helgi Sigurðsson hlutu, en sam- kvæmt reglu, sem fylgt var í keppninni, réði leikur innbyrð- is milli þeirra félaga úrslitum um röðina. Röð efstu paranna I „karla- flokki“: Hjalti Elíasson — Asmundur Pálsson 189 Guðlaugur Jóhannsson — örn Arnþórsson 181 Gunnar Guðmundsson — Örn Guðmundsson 175 Karl Sigurhjartarson — Guðmundur Pétursson 177 Hallur Simonarson — Þórir Sigurðsson 155 Gylfi Baldursson — Sveinn Helgason 155 Jakob Möller — Jón Hauksson 151 Viktor Björnsson 594 Ölafur G. Ólafsson — Þórður Elíason 580 Sunnudaginn 3. marz fór fram hin árlega bæjakeppni milli Akurnesinga og Hafnfirð- inga. Spilað var i Hótel Akranes. Samkvæmt reglugerð er spilað á 5 borðum um farand- bikar og á 6. borði er spilað um sérstakan bikar. Úrslit urðu þessi: Akranes 1. borð: Sveit Sveit Bjarna Péturssonar 44 Sveit Bjarna Sveinssonar 41 Sveit Guðmundar Jakobs- sonar 24 Fyrsti flokkur: Sveit Matthiasar Andrés- sonar 57 Sveit Vilhjálms Vilhjálms- sonar 52 Sveit Kristmundar Halldórs- sonar 40 Hafnarfjörður Hannes Jónsson — Alfreðs Viktorssonar 11 Sævars Magnússonar 9 Oliver Kristófersson 149 2. borð: Sveit sv. Halldórs Sigurbjörnssonar 0 Sigurðar Emilssonar 20 Unglingaflokkur: 3. borð: Sveit Sv. Jón Baldursson — Þórðar Eliassonar 20 Óla Kr. Björnssonar 0 Sigurður Sverrisson 206 4. borð: Sveit sv. Helgi Jónsson — Guðmundar Bjarnasonar -5- 2 Kristjáns Andréssonar 20 Helgi Sigurðsson 206 5. borð: Sveit sv. Ólafur Lárusson — Þörðar Björgvinssonar 16 Einars Guðjóhnsen 4 Sigurjón Tryggvason 192 Úrslit bæjakeppni: 45. Úrslit 53 Helgi — 6. borð: Sveit sv. Hjálmtýr Baldursson 175 Valdimars Sigurjónss. 1 Halldórs Einarssonar 19 Björn Friðþjófsson — Jósteinn Kristjónsson 167 Jón P. Sigurjónsson — Ólafur H. Ólafsson 162 Sveinbjörn Guðmundsson — ViðarJónsson 157 Einar Guðjohnsen — ísakólafsson 147 Björn Eysteinsson — Ólafur Valgeirsson 147 Þeir félagar Einar og Isak unnu þá Björn og Ólaf í keppn- inni innbyrðis og hlutu því 8. sætið. — 0 — Bridgeklúbbur Akraness. Nýlokið er Akranesmeistara- móti í tvímenningi. 20 pör tóku þátt í keppninni, spilaðar voru 5 umferðir. Röð efstu para var þessi: Alfreð Viktorsson — Óli Örn Ólafsson 652 Jón Alfreðsson — 18 sveitir tóku þátt i svæðis- móti Vesturlands. Spilað var í 2 riðlum, en síðan spiluðu 4 efstu sveitirnar úr hvorum riðli til úrslita. Sigurvegari varð sveit Þórðar Elíassonar, Akranesi, sem hlaut 101 stig, nr. 2 varð sveit Alfreðs Viktorssonar með 89 stig og nr. 3 sveit Arna Bragasonar 83 stig. — 0 — Frá Bridgefélagi Kópavogs. Fimmtudaginn 21. febrúar hófst sveitakeppni félagsins með þátttöku 16 sveita. Atta sveitir spila i meistaraflokki og átta í fyrsta flokki. Eftir 3 um- ferðir er staða efstu sveita þessi: Meistaraflokkur: Sveit Kára Jónassonar 48 Sveit Armanns J. Lárussonar 45 Sveit Gunnars Sigurbjörnsson- ar 34 Sveit Þorleifs Jónssonar 34 Fjórða umferðin verður spiluð á morgun. Mikil spenna er nú I keppn- inni um meistaratitil Bridge- félags Reykjavíkur, og koma fimm sveitir til greina í barátt- unni. Sveit Hjalta glataði loks forystunni í siðustu umferð, er hún tapaði fyrir sveit Braga Jónssonar. Röð og stig efstu sveitanna er nú eftirfarandi, þegar lokið er við að spila niu umferðir: Sveit Harðar Arnþórssonar 140 Sveit Guðmundar Péturs- sonar 139 Sveit Gylfa Baldurssonar 139 Sveit Þóris Sigurðssonar 136 Sveit Hjalta Elíassonar 135 Sveit Braga Jónssonar 93 A.G.R. spurt og svaraÓ í þættinum í gær varð mein- leg villa í svari Guðjóns Al- bertssonar við spurningu Kristfnar Eyfells um meðlags- greiðslur og eignaskiptasainn- ing. Við birtum því spurn- inguna og svarið aftur og biðj- um hlutaðeigandi velvirðingar á mistökunum. □ Meðlagsgreiðsl- ur og eignasipta- samningur Kristín Eyfells, Barmahlið 22, spyr: Við hvaða lagagrein styðst Tryggingastofnun ríkisins, þegar hún synjar einstæðri móður um milligöngu á inn- heimtu meðlags með barni á 17. ári, á þeim forsendum, að til þurfi að koma samþykki föður eða meðlagsúrskurður? Fyrir hendi er löglega vott- festur eignaskiptasamningur, þar sem skýrt er tekið fram, að greiðsla umsamins meðlags miðist við 16 ára aldur. Er meðlagsúrskurður annað en viðurkenning á framfærslu- skyldu viðkomandi vegna barns síns á sama hátt og nefndur samningur? Ekki hefur mér vitanlega þurft að fá framlengda með- lagsúrskurði vegna breytingar framfærsluskyldu í 17 ár, eða er svo? Eru ekki allir feður jafnir fyrir lögum varðandi fram- færsluskyldu barna sinna? Eða er til lagagrein, er veitir ákveðnum hópi þeirra rétt til að tefja greiðslu skyldumeðlags barna sinna með því einfald- lega að neita að greiða það, nema dómstólar fjalli um mál- ið? Sé svo, óska hana ég til- greinda. Guðjón Albertsson lög- fræðingur hjá Tryggingastofn- un ríkisins, svarar: Lögum samkvæmt ber Trygg- ingastofnunni ekki að greiða meðlag nema samkvæmt með- lagsúrskurði eða hjóna- skilnaðarbréfi. Þetta er tæm- andi regla, samkvæmt lögun- um, og eignaskiptasamningur er ekki nægilegur einn sér. Það eru allir jafnir fyrir lögunum, en menn geta að visu torveldað framkvæmd þeirra á ýmsan hátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.