Morgunblaðið - 13.03.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1974
7
Eftir Ingva Hrafn Jónsson
Jóhann Briem framkvæmda-
stjóri
Markús Örn Antonsson, rit-
stjóri Frjálsrar verzlunar
TfMARITIÐ Frjáls verzlun hefur
nú komiS út í 35 ár, sem er langur
tími miðað við feril margra ann-
arra tímarita, sem hafið hafa
göngu sína hér á landi. Kostur
þeirra, sem að útgáfunni hafa
staðið á þessum árum var oft
þröngur, en með árunum hefur
sannast að blað á borð við Frjálsa
verzlun hefur hlutverki að gegna í
þjóðfélaginu. Þegar núverandi út-
gefandi blaðsins, Jóhann Briem,
tók við rekstri þess 1967, hófst
hann handa um breytingar á blað-
inu og útgáfunni með það fyrir
augum að ná til víðari lesenda-
hóps en áður var, er Frjáls verzlun
var félagsblað verzlunarmanna.
Tlmaritið birti sem áður, fyrst
og fremst efni um viðskipti og
efnahagsmál, en jafnframt var
lögð áherzla á greinar og fréttir úr
öllum þáttum atvinnulífsins, auk
þess, sem þróun stjórnmála og
þjóðmála á breiðum grundvelli
urðu meira áberandi efnisflokkar.
Það hefur komið glöggt I Ijós. að
þessi stefna útgefandans var rétt
þv! að lesendahópur blaðsins hef-
ur stöðugt stækkað og er það nú
gefið út I um 6000—7000 ein-
tökum mánaðarlega og mun vera
vlðlesnasta timarit hér á landi.
Það er jafnaðarlega 80—100
blaðsfður, en auk þess hafa nokkr-
um sinnum verið gefin út sérrit
um ýmsa afmarkaða málaflokka.
Þá hafa þættir þess um fram-
kvæmdir og atvinnuhætti I ein-
stökum landshlutum vakið athygli
svo og viðtalsþátturinn Samtlðar-
maður, þar sem kynntir eru at-
hafnamenn og forystumenn I opin-
beru llfi. Ritstjóri blaðsins er
Markús Örn Antonsson og blaða-
maður Margrét Sigursteinsdóttir,
en auk þess skrifa ýmsir sérfræð-
ingar fasta þætti I blaðið.
Hér á eftir fer hluti ritstjórnar-
greinar I afmælisblaðinu, sem er
nýkomið út.
„Frjáls verzlun hefur það enn að
markmiði að vera boðberi hug-
sjónanna um frjáls viðskipti.
Blaðið leggur höfuðáherzlu á að
kynna ýmsa þætti viðskipta- og
athafnalífsins. Það vill leggja sitt
af mörkum til þess að hið frjálsa
framtak I landinu megi eflast. Um
leið og það tekur til meðferðar
vlðara svið þjóðmálanna mun
blaðið hafa að leiðarljósi grund-
vallarhugsjónir frelsis og lýðræðis.
Frjáls verzlun á islandi var einn
happadrýgsti áfanginn I endur-
„Góð skipulagning og áætlana
gerð grundvallarskilyrðið”
Rætt við Jóhann Briem um Frjálsa
verzlun 35 ára og Frjálst framtak hf.
heimt frelsis þjóðarinnar. í því
Ijósi skal Ifta nafn þessa blaðs.
Það telur sér skylt að fjalla um
meginviðburði liðandi stundar
eftir lýðræðislegum leikreglum I
þeirri von að það geti lagt sitt af
mörkum til að þeim reglum verði
ekki varpað fyrir róða á öðrum
vettvangi."
Útgáfufyrirtæki Frjálsrar verzl-
unar er Frjálst framtak H/F og þó
að segja megi, að Frjáls verzlun sé
móðurskip fyrirtækisins, er það nú
aðeins einn þáttur I fyrirtæki. sem
hefur vaxið og dafnað svo ört á
siðustu árum, að það er nú eitt
stærsta útgáfufyrirtækið hér á
landi. Auk Frjálsrar verzlunar gef-
ur fyrirtækið út árlega fyrirtækja-
skrána fslenzk fyrirtæki, ferða-
mannabæklinginn lceland in a
hurry, upplýsingaritið Inside lce-
land. sem er ætlað erlendum
kaupsýslumönnum og á sl. ári var
hafin útgáfa tveggja sérrita, er
Frjálst framtak tók að sér útgáfu
á, fþróttablaðsins, málgagns
l. S.f., og nýs sérrits, sem vakið
hefur mikla athygli, Sjávarfrétta,
sem eins og nafnið ber með sér
fjallar um mál sjávarútvegsins. Þá
hefur fyrirtækið oft aðstoðað ýmis
félagasamtök við útgáfu einstakra
timamótablaða. Af þessari upp-
talningu má sjá að hér er orðið um
mikið umsvifafyrirtæki að ræða á
þessu sviði. Af tilefni afmælis
Frjálsrar verzlunar ræddum við
stuttlega við Jóhann Briem, fram-
kvæmdastjóra Frjáls framtaks.
— Nú hefur útgáfustarfsemi
hér á landi löngum verið talin
erfið. Hverju þakkar þú hinn mikla
vöxt fyrirtækis þins?
— Erlendis hefur þróunin verið
sú, að sérrit hafa átt vaxandi vin-
sældum að fagna. Með skipulagðri
auglýsinga- og kynningar-
starfsemi hefur tekizt að sýna
fram á, að þessi þróun átti ekki
siður við hér á landi, og að mark-
aður fyrir slfk blöð var fyrir hendi.
Það er rétt að útgáfustarfsemi á
fslandi er mjög erfið, en með góðri
skipulagningu. setningu mark-
miða og starfsáætlana og sam-
hæfðu þjálfuðu starfsfólki er hægt
að láta útgáfufyrirtæki eins og
Frjálst framtak bera sig.
— Bandarfskur blaðaútgefandi
sagði nýlega, að það tæki 10 ár að
hasla nýju timariti völl. Nú hefur
þú á nokkrum mánuðum ráðist i
útgáfu tveggja nýrra sérrita, er
það ekki að færast nokkuð mikið i
fang?
— Þegar ég var á ferð um
Bandarikin á sl. ári til að kynna
mér útgáfustarfsemi, heyrði ég
svipað frá mörgum útgefendum,
m. a. útgefanda U.S.World and
News Report. Það er rétt, að það
tekur yfirleitt langan tima að
vinna ný blöð upp. Hins vegar
hefur það sýnt sig i sambandi við
fþróttablaðið og Sjávarfréttir, að
jarðvegur fyrir útgáfu slikra rita er
mjög góður ef dæma má af þeim
viðtökum, sem þau hafa fengið
þann stutta tfma, sem við höfum
staðið að útgáfu þeirra. Allir vita
hve mikill áhugi er fyrir iþróttum
hér á landi, en ýmsum gæti fund-
ist að það væri að bera f bakkafull-
an lækinn að gefa út sérrit um
íþróttir vegna hinna gffurlegu
iþróttaskrifa dagbfaðanna. Við
reynum hins vegar að fara aðrar
leiðir en dagblöðin, tökum málin
frá öðrum sjónarhóli, skyggnumst
dýpra og leggjum áherzlu á góðar
og vandaðar greinar innlendar og
erlendar á öllum sviðum iþrótta.
Svo við snúum okkur að sjávar-
fréttum þá má segja að þorri
landsmanna sé tengdur þessum
atvinnuvegi enda milii 80—90%
af útflutningi okkar sjávarafurðir.
Þá má þvi kannski segja að það sé
einkennilegt. að það hafi ekki
verið fyrr en 1973, að hafizt var
handa um útgáfu sérrits um þessi
mál. Ég tel að blaðið hafi þegar
haslað sér völl miðað við við-
tökurnar og bind miklar vonir við
framtfð þess. Þess ber þó að gæta,
að blaðið er á frumstigi mótunar,
en við erum greinilega á réttri
leið. Til þess að standa að útgáfu
svona blaða verður að fylgjast
mjög vel með á þeim sviðum, sem
þau fjalla um og hafa til ráðu-
neytis og samstarfshóp sérfróðra
manna. Að þessu leyti höfum við
verið mjög heppnir og það ásamt
góðu og þjálfuðu starfsfólki hefur
gert þetta allt kleift.
— Þú leggur mikla áherzlu á
góða skipulagningu og áætlana-
gerðir.
— Til þess að hægt sé að reka
svona útgáfufyrirtæki, er slfkt al-
gert grundvallarskilyrði. Verð-
bólgubálið krefst þess að fylgst sé
mjög nákvæmlega með rekstrin-
um og við notum bókhaldið sem
stjórnunartæki. Við endurskoðum
allar áætlanir mjög nákvæmlega
um hver mánaðamót og könnum
hvernig tekizt hefur að fylgja þeim
og gerum þá nauðsynlegar breyt-
ingar á hverjum tima til að tryggja
að tilskilinn árangur náist. Hefði
ég ekki lagt þetta til grundvallar I
upphafi, hefði þetta aldrei tekizt.
Um áramótin gerðum við t.d. þá
breytingu, að gera hvern starfs-
mann, en þeir eru 11 fastráðnir
auk 90 annarra, sem vinna ýmis-
leg störf i þágu fyrirtækisins,
ábyrgan fyrir ákveðnum þáttum i
rekstrinum stórum og smáum. Ég
vænti mér mikils af þessu i sam-
bandi við frekari uppbyggingu
allra útgáfuþátta fyrirtækisins á
þessu ári, þó að eðlilega verði
mest áherzla lögð á nýju ritin,
íþróttablaðið og Sjávarfréttir.
FRJÁLS VERZLUN
VKVtaf vló
fonneta
dr. KrfstJAn KldjArn
Sérrit Frjáls Framtaks
CHEVROLET VEGA GT. Nýinnfluttur/ rauður. Ekinn 26 þús/ míl. Árgerð 1972. Upplýsingar 13285, 34376 TILLEIGU 3ja herb. ibúð i Reykjavík án hús- gagna er til leigu frá 1 5 marz til 15. mat. Tilboð merkt ..1380" sendist afgreiðslu Mbl.
TAKIO EFTIR Ungt par óskar eftir 2ja til 3ja herb. ibúð til leigu gegn skilvlsum greiðslum Uppl. i sima 34983 eftirkl. 19.00. TEK AO MÉR flisalögn á böð og eldhús. Enn- fremur minniháttar múrviðgerðir Upplýsingar i sima 10378 kl. 7 — 8 e.h.
HAFNARFJÖRÐUR — GARÐAHREPPUR 2ja — 3ja herb. ibúð óskast til kaups. Má vera i gömlu húsi, lítið hús kemur einnig til greina. Upp- lýsingar i sima 521 1 2 og 52210. SUMARBÚSTAÐUR Óska eftir að kaupa eða leigja sumarbústað Kaup á landi kemur einnig til greina. Sími 84399.
ÞJÁLFARA VANTAR til að þjálfa yngri flokka í knatt- spyrnu hjá Reykjavíkurfélagi. Umsóknir sendist fyrir 2 3. marz í box 1087, merkt: „Þjálfari 1974" KEFLAVÍK — NJARÐVÍK Til sölu 3ja herb. ibúðir með góð- um greiðsluskilmálum. Lausar strax. Fasteignasalan Hafnargötu 27 Keflavik Simi 1420.
HAFNARFJÖRÐUR OG NÁGRENNI Nautahakk 395 kr. kg Nautabuff 595 kr. kg Úrbeinað hangikjöt 598 kr. kg. Ódýru rúllupylsurnar. Kjötkjallarinn, Vesturbraut 12. HONDUEIGENDUR Höfum nú aftur til hinar vinsælu veltugrindur á Hondur. Sendum út á land i póstkröfu Uppl.'að Langa- gerði 48 eftir kl 8 á kvöldin Simi 33921
HAFNARFJÖRÐUR OG NÁGRENNI Úrvals saltað hrossakjöt Saltað dilkakjöt. Athugið Opið til kl 17.30 föstudaga, lokað alla laugardaga. Kjötkjallarinn, Vesturbraut 12. REYKJAVÍK — NÁGRENNI íbúð óskast til leigu frá og með 1. apríl. Þrennt i heimili. Má vera gömul ibúð. sem þarf eitthvað að standsetja Reglusemi heitið. Uppl. i síma 301 30 eftir kl 1 8
ÓSKA EFTIR að komast á sendiferðabil. Upp- lýsingar i sfma 71484 HÚSDÝRAÁBUROUR Ökum húsdýraáburði á lóðir Ódýr og góð þjónusta Upplýsingar i síma 17472.
BIFREIÐASTJÓRI vanur tækjum, (fjölskyldumaður) óskar eftir atvinnu og húsnæði úti á landi. Upplýsingar sendist Mbl. sem fyrst, merkt: „Framtið — 4906". REIÐHJÓL Notuð reiðhjól til sölu Reiðhjólaverkstæðið. Norður- veri, Hátúni 4A.
Ryöverjum
flestar tegundir fólksbifreiða. Notum hina viðurkenndu
ML aðferð.
Tektyl efni notuð.
Skodaverkstæðið h.f., Auðbrekku 44—46, Kópavogi.
Sími 42604.
NEMENDUR V.Í.
BRAUTSKRÁfllR VORIÐ 1966
Sameiginlegt hóf verður haldið að Hótel Sögu n.k.
laugardag 16. marz og hefst kl. 17.00 á Mímisbar.
Ráðgert er að sækja almennan dansleik þar um kvöldið.
Þeir, sem þess óska, geta snætt saman kvöldverð.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku til eftirtalinna: Jóhann s.
82300, Júlíus s. 86377, Steinar s. 11 570 og Ásgeir s.
26505.
Félagar eru hvattir til að mæta og taka með sér maka eða
9est' Nefndirnar.