Morgunblaðið - 12.05.1974, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MAI 1974 3
Tíðarfarið
Tíðin var góð til sjávarins
síðustu viku, lengst af hæg
norðanátt.
Aflabrögð
Afli er nú orðinn rýr í net, en
sæmilegur í troll. Bátarnir hafa
verið að fá þetta 5—10 lestir
þegar vitjað er um netin annan
hvern dag, en það gera helzt allir
nú orðið.
Lokadagurinn var f gær, en
hann er nú aðeins svipur hjá sjón
hjá því sem áður var. Þá hættu
helzt allir daginn fyrir lokadag og
notuðu sjálfan lokadaginn til þess
að gera upp við vertíðarfólk sitt.
En þá var ekki verið að taka kaup-
ið eða hlutinn vikulega þvi marg-
ir áttu launin fyrir vertiðina
ósnert á lokadag.
Þá var svo mikil peningaveita
þennan dag, að útibú úti á landi
þraut seðla og urðu þá að gefa út
ávlsanir á næsta banka þar sem
viðkomandi átti heima.
Ekki liggja enn nákvæmar tölur
fyrir um afla hæstu bátanna i
helztu verstöðvunum en hér eru
taldir upp hæstu bátarnir i nokkr-
um verstöðvum:
Akranes: Sigurborg 540 lestir
og Grótta 525 lestir.
Keflavik: Ólafur Sólimann 700
lestir og Valþór 550 lestir.
Vestmannaeyjar: Kópur 975
lestir, Danski Pétur 900 lestir,
Sæbjörg 850 lestir, Þórunn
Sveinsdóttir 842 og Kap 810 lestir.
Þorlákshöfn: Brynjólfur 1025
lestir, Jón á Hofi 1000 lestir og
Skálafell 810.
Grindavik: Geirfugl 800 lestir,
Hópsnes 740 lestir og Þórir 680
lestir.
Hellisandur: Skarðsvik 1220
lestir, Hamrasvanur 880 lestir, og
Sæljón 800 lestir (60 sj.f.)
Höfn: Hvanney 560 lestir, Sig-
urður Ólafsson 390 lestir og
Eskey 377 lestir.
Sandgerði: Bergþór 1065 lestir,
Jón Oddur 710 lestir og Hafnar-
berg 530 lestir.
Togararnir
Afli hefur verið misjafn hjá
togurunum, bezt hefur veiðzt við
Grænland og hafa tveir togarar,
Ögri og Hrönn fyllt sig þar.
Þessi skip lönduðu í siðustu
viku i Reykjavík:
Hrönn 351 lest
Þormóður goði 181 lest
Júpiter250 lestir
Hjörleifur 220 lestir.
Afli Norðmanna
Nú um mánaðamótin var þorsk-
afli Norðmanna orðinn 80.000
iestir á móti 123.000 lestum árið
áður eða 1/3 minni. Rúmur helm-
ingur aflans var saltaður.
Meiri afli í S-Afríku.
Það er ekki alls staðar sem afli
fer minnkandi þvi að 1973 varð
hann 20% meiri i S-Afríku en
árið áður, á2. milljón lesta.
I S-Afríku eru nú 60 togarar.
Færeyingar auka
flotann
í Lagtinget er komin fram til-
laga um að landssjóður Færey-
inga veiti nauðsynieg lán til ný-
bygginga á 25 fiskibátum, sem
verða 100 lestir að stærð hver.
Sjálfstæðismenn voru reiðu-
búnir til stjórnarmyndunar
Framhald af bls. 1
1956, krafðist Framsóknarflokk-
urinn þess, að Ólafur Thors segði
af sér, sem hann og gerði. Þótt
þar hafi e.t.v. verið betur frá
samningum gengið en i þessari
stjórn, liggur í augum uppi, að
slíkur samningur um að fara ekki
þingrofsleiðina, getur ekki leitt
til þess að knýja flokk til þess að
sitja í stjórn áfram út kjörtíma-
bilið, eða meðan sú ríkisstjórn
situr, sem flokkurinn, sem á móti
þingrofi er. tók þátt í upphafi. í
öðru lagi haíði forsætisráðherra
áður sagt, þegar honum var bent
á, að nkisstjórn hans kæmi eng-
um málum fram og ætti því að
segja af sér, að hann viki ekki
nema fyrir vantrausti. En eftir
afsögn Björns Jónssonar og yfir-
lýsingu samtakanna, boðaði ég
fyrir hönd sjálfstæðismanna
flutning vantrauststillögu, sem
sfðar var flutt af fonnönnum
stjórnarandstöðuflokkanna, en sú
vantrauststillaga fékkst ekki tek-
in á dagskrá í sameinuðu þingi,
þótt fyrir lægi skrifleg krafa
meirihluta þingmanna, sem sýndi
og að þessi vantrauststillaga
mundi hljóta sluðning meirihluta
Alþingis. Þegar til kom stóð for-
sætisráðherra ekki við orð sín,
hann vék ekki einu sinni fyrir
vantrausti. Svo mikið var honum
og öðrum ráðherrum í mun að
halda f ráðherrastólana, að hann
veifaði þingrofsvaldinu yfir höfð-
um þingmanna, meðan óformleg-
ar og afar lauslegar viðræður fóru
fram um möguleika á myndin
annars meirihluta á þingi.
Geir Hallgrímsson vék síðan í
ræðu sinni aö þeim kostum sem
nefndir hefðu verið um nýja
stjórnarmyndún og áður hafa ver-
ið raktir í Morgunblaðinu, og
sagði, að af Sjálfstæðisflokksins
hálfu hefðu veriðtalin lítil líkindi
á svokallaðri þjóðstjórn, þar sem
slfk sámvinna við Alþýðubanda-
lagið væri lítt fýsileg. Slíkt
ábyrgðarleysi hefði sá flokkur
sýnt í efnahagsmálum og djúp-
stæðuf ágreiningur væri milli
hans og Sjálfstæðisflokksins i
varnar- og öryggismálum lands-
ins. Sjálfstæðismenn töldu út af
fyrir sig, að fjögurra flokka stjórn
eða þriggja flokka stjórn kæmi til
greina og sömuleiðis samstjórn
Sjálfstæðisflokksins og Fram-
sóknarflokksins og á þeim grund-
velli lýstu sjálfstæðismenn sig
reiðubúna til að ræða möguleika á
myndun meirihlutastjórnar og
ennfremur hugsanlegri meiri-
hlutastjórn Sjálfstæðismanna,
Samtakanna og Alþýðuflokksins f
trausti þess, að Magnús Torfi
Ólafsson tæki málefnalega af-
stöðu eins og hann hafði lýst yfir
á þingi, þannig að slfk stjórn
kæmi málum fram. Þá töldu sjálf-
stæðismenn vel koma til greina,
að Sjálfstæðisflokkurinn einn
myndaði minnihlutastjórn, ef
hann næði til þess styrk og stuðn-
ingi eða hlutleysi annarra flokka,
er verðu slíka rikisstjórn van-
trausti. Sjálfstæðismenn lýsti sig
reiðubúna til að ræða alla þesSa
möguleika og töldu þá geta verið
fyrir hendi, eftir að núverandi
ríkisstjórn hefði sagt af sér. Aftur
á móti voru sjálfstæðismenn
þeirrar skoðunar, að það væri
ekki sæmandi stærsta flokki þjóð-
arinnar að láta þvinga sig með
þingrofsvaldi ti 1 þess fyrirfram að
tryggja áfram öðrum flokki setu í
ráðherrastóli eða forystu í ríkis- ■
stjórn.
Þá vék Geir Hallgrímsson að
því, að Sjálfstæðisflokkurinn
hefði talið eðlilegt að efna til
kosninga sem allra fyrst, þó ekki
fyrr en 14. júlí eða í fyrsta lagi 7.
júlí, svo að sveitarstjórnarkosn-
ingar væru vel um garð gengnar,
áður en ganga þyrfti frá framboði
til Alþingiskosninga. Talið var
rétt að efna til kosninga sem allra
fyrst.sagði formaður Sjálfstæðis-
flokksins, vegna þess í fyrsta lagi,
að það væri æskilegt, að sem
stytztur tími liði frá falli vinstri
stjórnarinnar til kosninga, svo að
kjósendum gætu fellt dóm yfir
vinstri stjórninni alveg ótvírætt á
verkum hennar sjálfrar og því
þrotabúi, sem hún er að skilja
eftir sig, en f öðru lagi var
ástæðan sú, að ljóst væri, að e.t.v.
væri ekki unnt nú á næstunni að
gera nema brýnustu bráðabirgða-
ráðstafanir. en aftur á móti væri
full þörf á því sem fyrst og fyrr en
1. desember n.k. að gera varan-
legri ráðstafanir, svo að hjól at-
vinnulífsins hættu ekki að snúast.
Sjálfstæðismenn töldu rétt, að
menn ætluðu sér aðeins lengri
tíma til að kanna alla möguleika
til þess að samstaða næðist um
málefnalega úrlausn vandamál-
anna. Burtséð frá hinum ýmsu
valkostum stjórnarmyndunar,
hljóta þeir fyrst og fremst að
byggjast á málefnalegum grund-
velli, á því, hvaða stéfnu
flokkarnir vilja taka til úrlausnar
aðsteðjandi vandamálum. Þótti
sjálfstæðismönnum rétt að ætla
2—3 daga til viðbótar til að kanna
frekari möguleika á myndun
nýrrar ríkisstjórnar og samstöðu
um úrræði. Alþýðubandalagið
mun hafa lýst andstöðu við þjóð-
stjórnarhugmynd, en Alþýðu-
flokkur og Samtökin báðu um
frest.ef gefa ætti endanlegt svar.
En í raun og veru var aldrei beðið
um endanlegt svar við hugmynd-
um, sem fram höfðu komið. Svo
brátt var forsætisráðherra, að
enginn frestur var gef inn, tryggja
skyldi setu f ráðherrastólum
næstu tvo mánuði í örvæntingar-
fullri tilraun til að framlengja lif
leifanna af vinstri stjórn.
Þingrofið
Þá vék Geir Hallgrímsson að
þingrofinu og sagði að í skjóli
myrkurs hefði forsætisráðherra
lesið á fundi sameinaðs þings,
sem meinað var að fjalla urn van-
trauststillögu tneirihluta þing-
manna, forsetabréf um þingrof,
þar sem þingrofið er rökstutt með
ósmekklegum, staðlausum stað-
hæfingum og ösönnum áfellis-
dómum yfir stjórnarandstöðunni.
Pullyrt er í fyrsta lagi, að engar
horfur séu á því, að unnt sé að
mynda meirihluta, er staðið gæú
að starfhæfri ríkisstjórn og í öðru
lagi, að málefni séu í algerri sjálf-
heldu á Alþingi og stjórnarand-
staðan fáist eigi til að afgreiða
aðkallandi og mikilvægar efna-
hagsráðstafanir. Ég hef
lýst þvi að framan, að
engin alvarleg tilraun hafði i
raun og veru verið gerð til þessað
mynda nýjan meirihluta á Al-
þingi, en rétt er, að málefni voru
komin í sjálfheldu en fyrst og
fremst fyrir þrásetu núverandi
rikisstjórnar, bæði efúr að hún
missti meirihlutann i neðri deild
sl. haust og í sameinuðu þingi sl.
helgi. En úr þeirri sjálfheldu
mátú auðveldlega komast og
tryggja nýjan, starfshæfan meiri-
hluta á Alþingi, eingöngu meö því
að núverandi rikisstjórn segði af
sér. Þótt þingrofsleiðin sé stund-
um farin til að skjóta ágreinings-
málum til þjóðarinnar, þá var
slíku ekki til að dreifa hér. Efna-
hagsmálafrumvarpið hafði verið
lagt fram, en fyrstu umræðu ekki
lokið og engin atkvæðagreiðsla
hafði farið fram um það. Það
reyndi því aldrei á afstöðu þing-
manna úl frumvarpsins. En aðal-
atriðið er þó, að bæði er efnahags-
frumvarpið sjálft og afstaða
stjórnarflokkanna úl þess svo
óljós og loðin, að enginn veit í
raun hvaða ágreining er verið að
bera undir þjöðina, ef þetta frum-
varp er tilefni til þingrofs.
Nú er búizt við, að
bráðabirgðalög verði gefin út, er
ráða eigi fram úr efnahags-
vandanum. Fróðlegt verður að
sjá, hvernig þau líta út og bera
saman viðfrumvarp rikisstjórnar-
innar. Forsætisráðherra hefur
sagt, að hann hygðist stjórna án
þess að gefa út bráðabirgðalög,
eða í það minnsta að grípa sem
minnst úl útgáfu bráðabirgðalaga
og fer þá að verða vandséð, hvern-
ig hann eða núverandi ríkisstjórn
lítur á þann vanda, sem við biasir.
Sá vandi getur ekki verið mikill,
sem unnt er að leysa án þess aðtil
löggjafar komi. En f þingrófsboð-
skapnum er hins vegar tvennt
rétt og satt. I fyrsta lagi, aö einn
stuðningsflokkur ríkísstjórnar-
innar hefur sliúð samstarfi á Al-
þingi, en sú staðreynd á auðvitað
að leiða til lausnarbeiðni ríkis-
stjórnarinnar en ekki til þingrofs,
og i öðru lagi, að stjórnmála-
flokkarnir almennt óski auk þess
ef.úr kosningum. en það er ein-
mitt sönnun þess, að þingrof á
þessu stigi málsins var óþarft, þar
sem stjórnmálaflokkarnir hefðu
getað komið sér saman um að
efna til nýrra kosninga, eftir að
nauðsynlegar efnahagsráðstafan-
ir til bráðabirgða hefðu verið
gerðar og sömuleiðis, þótt sam-
staða hefði ekki tekizt um þær.
Minnsti vandinn var fyrir
flokkana að koma sér saman um
að efna til nýrra kosninga.
En auk þess er þetta þingrof
sérstaks eðlis. Rjúfa má þing með
tvennum hætti, annars vegar er
þing rofið frá og með kjördegi,
þannig að umboð þingmanna falli
ekki niður fyrr en nýir þingmenn
eru kosnir í væntanlegum kosn-
ingum. Hins vegar má rjúfa þing
frá og með þeim degi, sem þing-
rofið er birt þingheimi. Þá fellur
niður umboð þirigmanna og þá ér
landið þinglaust frá og með þeim
degi og þar til kosningar fara
fram F>rri aðferðin er mun al-
gengari og hefur ávallt verið not-
uð, síðan landið varð lýðveldi, en
seinna ieiðin var síðast farin 1937
og raunar einnig 1931 í afar um-
deildu þingrofi þá. Bjarni heiúnn
Benediktsson telur báðar þessar
leiðir stjórnskipulega lögmætar,
en það er ekki sama og að báðar
leiðirnar eigi sér lýðræðislegan,
pólitiskan og siðferðilegan grund-
völl. Olafur Jóhannesson beiúr
nú þeirri aðferð að svipta þing-
menn umboði þegar i stað og láta
landið vera þinglaust fram til
kosninga. A íslandi, sem á elzta
löggjafarþing f heimi, er nú ekk-
ert þing og engir þingmenn. Um-
boð þeirra allra er niður fellt, en i
raun fer umboðslaus minnihiuta-
stjórn með völdin, sú stjórn, sem
hefði verið felld frá völdum á
næstu dögum ef Alþingi sæú
áfram og fram komna vantrausts-
tillagan hefði hiotið þinglega
meðferð. Þessi minnihlutastjórn
stjórnar með tilskipunum eins og
hún væri einræðis- eða herfor-
ingjastjórn úti í löndum, þótt ráð-
herrarnir séu að vísu mismunandi
hermannslegir. En uggvænlegast
er, að valdamestu mennirnir og
þeir, sem oftast hafa ráðið ferð-
inni á ferli núverandi rfkisstjórn-
ar.eru ráðherrar kommúnista.
Ég kemst ekki heldur hjá því að
harma, að þessari aðferð þingrofs,
að gera þingmenn umboðslausa,
hefur verið beitt af forsætisráð-
herra i umboði forseta Islands.
Þetta er í fyrsta og eina skiptið,
sem þessari þingrofsaðferð er
beitt síðan Island varð lýðveldi
eins og ég gat um áðan. Þessi
aðferð er í raun leifar frá því, að
ísland var konungsdæmi og kon-
ungurinn var einvaldur, en á ekki
við í dag. I 1. gr. stjórnarskrárinn-
ar segir: „ísland er lýðveldi með
þingbundinni stjórn." I dag er
ríkisstjórnin ekki þingbundin og
hefur ekki það aðhald, sem lög-
gjafarþing á að veita rikisstjórn í
lýðræðisríki. Þótt þessi leið hafi
verið talin lögmæt þá skortir all-
an lýðræðislegan, siðferðilegan
grundvöll að fara hana nú.
Önnur vinstri stjórn fallin.
Forma ðu r Sj álf stæ ði sf lok ksi n s
vakti síðan athygli á þvi, að nú
væri í raun og veru önnur vinstri
stjórnin á tæpum tveimur áratug-
um fallin og það eru sömu eftir
mælin efúr þær báðar, efnahags-
leg vandamál á hrikalegan mæli-
kvarða og stöðvun atvinnuveg-
anna fyrirsjáanleg. Ástand og
horfur nú eru þó mun alvarlegri
en við fall fyrri vinstri stjórnar.
Skv. þeim tölum, sem birtar hafa
verið, má gera ráð fyrir, að efna-
hagsvandinn sé tvisvar úl þrisvar
sinnum stærri nú en hann var þá.
Þá var engin samstaða um úrræði
til úrbóta og nú er heldur ekki
samstaða um úrræði til úrbóta. Ég
kalla ekki það lagafrumvarp, sem
lagt hefur verið fram. úrræði og
því síður er samstaða um það
frumvarp með stjónarflokkunúm,
sem efúr sitja. Hvernig stendur á
því, að samstarf vinstri flokkanna
mistekst alltaf? Eg held, að skýr-
ingin liggi I þeim eiginleika
sósíalfskra flokka og vinstri
flókka að lofa upp i ermina, að
reyna með lýðskrumi að blekkja
fólk til fylgis við sig og telja því
trú um, að það sé hægtaðgera allt
fyriralla í einu án þess að nokkuö
þurfi fyrir það að borga. Afleið-
ingin af þessari vinstri stefnu er
einnig sú, ef fólkið trúir henni úl
lengdar, að það afsalar sér smátt
og smátt sjálfræði sinu. valdi yfir
lifi sfnu, starfi og afkomu, því að
úl þess að reyna að efna loforðin.
þarf að auka skattaálögurnar i
sífellu og draga valdið meira og
meira i hendur rikisstjörnarinnar
sjálfrar frá einstaklingunum. frá
fólkinu i landinu, frá staðaryfir-
völdum viðs vegar um landið.
Þetta er grundvallarskýringin á
því hvers vegna vinstri stjórnir
eru ekki langlífar. En þær
gætu orðið langlifar, ef á
bak við þær væri það vald.
sem gæti kúgað landsmenn
úl hlýðni við stjórnina.
Vonandi verður það aldrei svo. að
hér sé unnt með stjórnskipunum
að ráða yfirlandi og hamingju og
veiferð fólksins án þess að fólkið
geti gripið í taumana i
kosningum.
Myndin. sem við blasir
Myndin, sem við blasir efúr fall
vinstri stjórnar. er í mjög stuttu
máli þessi, sagði Geir Hallgrims-
son. Viðskiptahallinn verður á
þessu ári 8 þús. milljónir króna.
Erlendar skuldir hækka um 5—6
þús. milljónir króna og liafa þá
, þrefaldazt á valdaú'ma núverandi
ríkisstjórnar. Halli á rikis-
búskapnum er 2000 milljónir
króna og halli á f járfesúngarlána-
sjóðum annað eins. Gjaldeyris-
varasjóðurinn fer minnkandi og
hefur minnkað um 40—50% frá
áramótum og nemur nú aðeins
tæplega tveggja mánaða inn-
f lutningsmagni. I kjölfar 30°íi
dýrú’ðaraukningar á sj. ári er
spáð allt að 50% verðbóigu á
þessu ári og kaupgjaldskostnaður
atvinnuveganna er áætlaður að
hækki á árinu um 60% miðað við
það, sem var á sj. ári. Miöað við
núverandi tilkostnað er frysti-
vinnsla rekin með 12-1400
milljóna halla á ársgrundvelli.
Þessi halli tvöfaldast miðað við
væntanlegan úlkostnað í haust og
nær þrefaldast miðað við til-
kostnað eins og hann verður f lok
ársins. Bátaflotinn er ívkmn með
hundruð milljón króna tapi og
togararnir með 1000 milljón
króna halla á ári. Það er því ekki
ofmælt. að fuilkomin stöðvun at-
vinnuveganna blasi við.
Bæta „úrræðin" nokkuð um?
En bætir þá frumvarpið um
efnahagsráöstafanir nokkuð hér
um, sagði Geir Hallgrímsson. Það
gildir til 1. desember og raunar
eiga áhrif þess að gild til áfamóta.
Annað aðalatriði þessa frumvarps
er verðstöðvun. Verðstöövun
hefur í raun og veru átt að vera i
gildi frá hausti 1970. Eg nefndi
fvrr hvaða verðhækkanir hefðu
orðið á síðasta ári og hverju væri
spáð um þær á þessu ári. Eru nú
lýkur til þess, að þessi verðstöðv-
un frumvarpsins nái tilgángi sín-
um fremur en verðstöðvun
hingað lil á vinstristjórnarferli?
Nei, því að ekki eru enn komnar
fram verðhækkanir hjá ýmsum
opinberum fyrirtækjum og öðrum
Framhald á bls. 39
I