Morgunblaðið - 12.05.1974, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MAI 1974
Indira Gandhi (sitjandi í rólunni) með dansflokki frá Rajastan.
Áhrifamesta
kona heims
Indira Gandhi varð forsætisrðð-
herra Indlands árið 1966. Var
skipan hennar ! embættið bráða-
birgðaráðstöfun. og til þess ætlazt
að hún gegndi embættinu í eitt ár.
Hún hefur nú setið við völd f átta
ár og borið sigur af hólmi i tvenn-
um þingkosningum.
Margar ástæður voru fyrir þvi
að leiðtogar sameinaða Kongress-
flokksins ákváðu að skipa Indiru
Gandhi i embættið. Hún var þá
hálffimmtug og var hæglát. sem
margir mistúlkuðu sem veikleika
tákn, og flokksleiðtogarnir töldu
að með því að skipa þessa
óreyndu konu i embætti væru þeir
að tryggja sin eigin völd á ókomn-
um ðrum. Einnig var það stað-
reynd að margir leiðtoganna
sjálfra þóttu óhæfir til að taka að
sér embættið, ýmist vegna trúar-
bragða eða héraðarígs. Ljómi var
hins vegar yfir nafni Nehrus og
vitað að meirihluti þjóðarinnar gat
fallizt á að dóttir Jawaharlal
Nehrus tæki við stjórnartaumun-
um. Með yfirgnæfandi meirihluta-
stuðningi þingflokks Kongress-
flokksins og við almennan fögnuð
indversku þjóðarinnar tók Indira
Gandhi við embætti forsætisráð-
herra Indlands, sem er næst fjöl-
mennasta riki heims með um 500
milljónir ibúa. Ekki reiknuðu þing-
menn með að hún yrði afkasta-
mikil í embættinu, og við henni
blöstu margs konar vandamál
þjóðar, sem var að rétta við eftir
styrjöld við Pakistan. Fyrsta verk-
efni hennar var að tryggja þjóðinni
næg matvæli og koma i veg fyrir
hungursneyð.
Indira hélt sambandi sinu við
almenning i landinu með því að
hafa „opið hús" á hverjum morgni
milli klukkan átta og níu, og þar
tók hún á móti fólki úr öllum
stéttum og hlustaði á vandamál
þess. I bersku hafði Indira verið
einmana og óörugg, og ekki bætti
þar úr að móðir hennar lézt meðan
Indira var enn i æsku; en tveir
atburðir i ævi hennar sönnuðu
hugrekki hennar og styrk. Sá fyrri
var þegar hún giftist Feroze
Gandhi, sem ekki var talinn henni
samboðinn, gegn óskum fjölskyld-
unnar. En hún unni honum, hún
þekkti kosti hans, og hún ekki
aðeins giftist honum, heldur sneri
fjölskyldu sinni á hans band.
Seinni atburðurinn var erfiðari.
Faðir hennar var forsætisráðherra
og Indira annaðist húsmóðurhlut-
verkið hjá honum við opinber
veizluhöld og móttökur. Feroze
átti sæti á þingi. Honum hafði
verið úthlutað húsi, og vildi hann
að eiginkonan og synirnir byggju
þar. Indira fómaði einkalífinu með
manni slnum, þvi henni fannst
hún standa i algjörri þakkarskuld
við aldraðan föður. Gárungar
sögðu að hún vildi fremur vera
húsmóðir hjá forsætisráðherran-
um en litilfjörleg þingmannsfrú,
og fjölskyldan hæddist að hjóna-
bandi hennar. Feroze sætti sig við
ákvörðun hennar, kom daglega til
að snæða með fjölskyldu sinni, og
synirnir bjuggu hjá honum i
sumarleyfum sinum. Indira sat við
dánarbeð hans er hann lézt. Það
kom fljótt í Ijós að Indira Gandhi
var leiðtogum Kongressflokksins
ekki jafn leiðitöm og þeir höfðu
gert ráð fyrir, og létu þeir hana þvi
heyra það að ef til vill yrði skipt
um forsætisráðherra að loknum
þingkosningum. Þeir höfðu haldið
hana litt greinda og óákveðna.
forum
world features
Eftir Ela Sen
Uppeldi hennar hjá föðurnum
hafði gleymzt, og i Ijós kom að
hún hafði ákveðnar skoðanir, var
óhrædd við smá mistök. og naut
stuðnings bæði ungra ráðgjafa og
eldri þingmanna Kongressflokks-
ins, sem sýndu henni og hagsmun-
um þjóðarinnar fullan trúnað I
verki.
Indiru Gandhi var orðið það
Ijóst árið 1966 að leiðtogar Kon-
gressflokksins voru henni and-
snúnir, þar sem hún lét ekki
stjórnast, en fór sinu fram.
„Flokksleiðtogarnir vilja mig ekki,
en þjóðin stendur með mér,"
sagði hún. Leiðtogarnir urðu að
sætta sig við hana áfram, þvi hún
ein gat tryggt sigur I þingkosning-
unum, sem þá voru framundan.
Eftir kosningarnar fóru áhrif
Indiru vaxandi, þótt meirihluti
Kongressflokksins á þingi hefði
minnkað litillega. Fór svo að
flokkurinn klofnaði vegna ágrein-
ings fyrri leiðtoga við Indiru
Gandhi, og fylgdi meirihluti þing-
manna forsætisráðherranum. Til
aðgreiningar var flokkur Indiru
nefndur Kongress R„ en andstað-
an Kongress O.
Áfram beitti Indira sér fyrir mat-
vælaöflun. „Vestræni heimurinn
er gagntekinn hugmundinni um
takmörkun á fjölgun mannkyns."
sagði hún, „en meðan ég get séð
þjóð minni fyrir nægum mat óttast
ég ekkert." Engu að siður mælti
hún með takmörkun bameigna,
og fræðsla á þvi sviði naut fjár-
hagslegs stuðnings stjórnar henn-
ar. Þegar hún svo sá að indverskir
bankar, sem lutu stjórn stóriðnað-
arins, voru tregir til að styðja við
bakið á smærri fyrirtækjum, lét
hún þjóðnýta bankana. Þótti hún
sýna mikið hugrekki þegar hún
bauð iðjuhöldunum byrginn, en þá
efndi hún til nýrra þingkosninga í
febrúar 1971 undir vfgorðinu „út-
rýmum fátækt", og vann þar yfir-
burða sigur. Hörmungamar i
Austur-Pakistan og flóttamanna-
þyrpingin við austur landamæri
Indlands ollu nýjum erfiðleikum.
Tekið var við flóttamönnunum, en
Indira var jafnan ákveðin í að þeir
skyldu snúa heim þegar unnt
reyndist. Svo kom 14 daga stríðið,
sem lauk með því að Austur-
Pakistan varð sjálfstætt riki og
hlaut nafnið Bangla Desh.
Mountbatten lávarður sagði um
Indiru Gandhi að hún væri áhrifa-
mesta kona heims. Áhrif hennar
og Indlands hafa vaxið, og i
heimalandi hennar á hún engan
hættulegan stjórnmálakeppinaut.
Ríkisstjórnin á enn við alvarleg
efnahags- og þjóðfélagsvandamál
að striða. En þótt þróunin hafi
verið hæg, hafa lifskjör þjóðarinn-
ar batnað i valdatið Indiru.
Um utanrikisstefnu sina segir
hún: „Ég vil eiga friðsamlega sam-
búð við nágranna mina — Kina og
Pakistan. Indland hefur ekki ráð á
styrjöldum á fimm ára fresti."
Hún hefur tekið upp viðræður við
Kinverja um bætta sambúð. Varð-
andi Pakistan hefur náðst sam-
komulag um Kashmir-hérað, og
allar horfur eru á þvi að núverandi
vopnahléslina verði framtiðar
landamæri rikjanna. Hún vill einn-
ig bæta sambandið við Bandarikin
og telur aðild Indlands að Brezka
samveldinu mjög gagnlega.
Indira Gandhi er sósíal-
demókrati, þótt sumir segi hana
vera kommúnista. Flestir vinstri-
flokkarnir eru henni fylgjandi.
„En," segir hún, „ef stjórn mín
tæki upp stefnu, sem væri Iftið
eitt meira til hægri, gæti það orðið
til þess að efla kommúnista og
valda mikilli röskun I stjórn lands-
ins."
Ég hef þekkt Indiru Gandhi i
rúm 30 ár og jafnan átt auðvelt
með að ná tali af henni. Nehruarn-
ir gleyma ekki gömlum vinum.
Indira er þar engin undantekning.
Hún er hlédræg, en hefur fundið
öryggi í sinni nýju stöðu. Hún
nýtur einkalffsins þar sem hún býr
með sonum sinum tveimur og
barnabörnum. Þetta er indversk
fjölskylda, þótt önnur tengdadótt-
irin sé itölsk. Indira Gandhi,
feimna unga stúlkan, hefur
blómstrað, og er nú fögur eldri
kona, full af sjálfstrausti. sem ekki
hefur glatað neinu af kvenlegum
yndisþokka sínum þrátt fyrir
þá ábyrgð, sem hvílir á herðum
hennar.
STÓRT FALLEGT EINBÝLISHÚS í Vogunum til leigu í sumar eða lengur. Leigist með eða án húsgagna. Tilboð séndist Mbl. fyrir 20 maí merkt 1041 LAND ROVER diesel árg 1 972 til sölu Upplýsingar i síma 50768
50 FM BÍLSKUR til leigu. Tilboð sendist Mbl fyrir 20 maí merkt Bílskúr 4668 HERBERGI ÓSKAST Ungur maður óskar eftir herbergi á leigu. Reglusemi Upplýsingar í síma 14509. \
TIL LEIGU 4ra herbergja ibúð i Kópavogi Austurbæ frá 1. júni eða fyrr og til 30. sept Húsgögn, gluggatjöld og eldhúsáhöld geta fylgt Tilb sé skilað á afgr MBL merkt: ibúð 3375 • TIL LEIGU 4ra herb. ibúð i Safamýri Tilboð sendist afgr. Mbl fyrir 15. mai merkt: „Útsýni — 4929".
TIL LEIGU er góð tveggja herbergja, litil kjallaraibúð. Tilboð með upp- lýsingum um fjölskyldustærð sendist Mbl. fyrir 14. þ.m. merkt 4934 FISKSALAR ATHUGIÐ: Til sölu þurkuð ýsa. Fiskverkun Guðbergs Ingólfsson- ar, Garði, sími 92-71 20.
KONAÓSKAR eftir stofu og eldunaraðstöðu eða einstaklingsibúð, helzt í miðbæn- um tlmabilið 1 4. mai — 1 . okt. Upplýsingar i sima 13097. TILSÖLU 3 ungar kýr. Uppl. í sima 66233 milli kl 1 2 — 1 á hádegi.
STÚLKA MEÐ STÚDENTSPRÓF óskar eftir vinnu. Margt kemur til greina. Upplýsingar í síma 36848. LÓÐIR Vinnum hvað eina. er viðkemur lóðafrágangi. Sími 84388
IÐNAÐARHÚSNÆÐI Óska að taka á leigu 40—50 ferm. iðnaðarhúsnæði i Reykjavik, Kópavogi eða Hafnarfirði. Tilboð merkt: „4933", sendist afgr. Mbl. ATVINNUREKENDUR 24 ára Verzlunarskólastúdent ósk- ar eftir atvinnu frá 1. júni. Fjöl- breytt starfsreynsla. Vinsamlegast sendið tilboð i pósthólf 5075 sem fyrst.
SUMARHÚS— EYÐIJÖRÐ Vil leigja eða kaupa sumarbústað eða eyðijörð innan 1 00 km radíus- ar frá Reykjavik. Tilboð merkt: ,4932" sendist afgr. Mbl. HJÓLHÝSI Til sölu er vel með farið Cavalier 12oo S hjólhýsi. Uppl. í síma 41 489 eftir kl. 1 9 næstu daga
TILSÖLU steypuhrærivél i góðu lagi. 1 'h — 2 rúmmetrar. Hagstætt verð. Sími 93-1 469 eftir kl 7 á kvöldin. GARÐVINNA — LÓÐAVINNA. Girðum, leggjum stéttir. Útvegum hraun og fl Símar 40083 og 40432.
TILSÖLU Skoda 1000 MB árgerð 1969 ekinn aðems 32 þús km Góður bill Upplýsingar í sima 95-1 359 TIL SÖLU Af sérstökum ástæðum er til sölu Mallorca —• ferð með góðum af- slætti. Upplýsingar i sima 14516 eftir kl. 5
MATVÖRUVERZLUN i eigin húsnæði til sölu í Vestur- bænum. Tilboð sendist Mbl. fyrir 15. þ.m. merkt: „Góð verzlun — 4600". NÝLEG 4RA HERBERGJAÍBÚÐ til leigu i Vesturbænum frá 1. júni. Tilboð sendist Mbl. merkt 4598.
UNGUR REGLUSAMUR maður óskar eftir herbergi á leigu i Hafnarfirði eða Garðahreppi Upplýsingar í sima 52616. ELDHÚSINNRÉTTING TIL SÖLU ásamt eldavél og tvöföldum stál- vaski Upplýsingar í sima 25721.
TILSÖLU Ford D 800 '66 8 tonna. Simi 10433. UNG HJÓN óska eftir litilli íbúð yfir sumar- mánuðina Vilja gjarnan skipta á íbúð sinni í Sviþjóð og ibúð í Reykjavik. Upþlýsingar i síma 84901 eftir kl. 19.00.
TILSÖLU stór jeppakerra, burðarþol 1. tonn. Uppl. í síma 37764 i dag og næstu daga HAFNARFJÖRÐUR OG NÁGRENNI Úrvals saltkjöt Hangikjöt úrbeinað 650 kr. kg. Ódýrir niðursoðnir ávextir. Kjötkjallarinn, Vesturbraut 1 2.
STEREO Til sölu B & O magnari með FM — bylgju. Hátalarar fylgja. Simi 36619. HAFNARFJÖRÐUR OG NÁGRENNI Nautahakk 410 kr. kg 5 kg á 1995 kr. Nautabuff 610 kr kg Rúllupylsur 345 kr stk. Egg 290 kr kg Kjötkjallarinn, Vesturbraut 1 2.
VIÐSKIPTAFRÆÐINEMI á seinni hluta óskar eftir starfi frá 1. júni n.k. Upplýsingar I síma 19974 Sjá einnig blaðsíðu 4