Morgunblaðið - 12.05.1974, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.05.1974, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1974 „Verðum að gera allt, sem hægt er, til að koma upp B-álmu Borgarspítalans” Spjallað við Élfar Þórðarson lækni Úlfar heima hjá sér, þar sem hann hvflir sig frá önn dagsins með þvf að renna gegnum skák. Eiginkona hans, Unnur Jónsdóttir, horfir á. ULFAR Þórðarson læknir, sem skipar 10. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er raunar maður, sem óþarfi er að kynna, því að hann hefur unnið ötullega að borgarmálum Reyk- víkinga sl. 16 ár, en hann var fyrst í framboði til borgarstjórnar árið 1958. Ulfar er maður mjög önnum kafinn, en okkur tókst þó að króa hann af um stund og biðja hann að líta yfirfarinn veg og reifaþau mál, sem honum eru mikilvægust. — Það væri kannski ekki úr vegi að byrja á því að fræðast svolftiðum þig sjálfan? — Heldurðu að það sé rétt? Maður er orðinn svo hundgamail. Nú, jæja. Ég er fæddur í Reykja- vík 2. ágúst 1911 og er skv. því ennþá 62 ára. Foreldrar mínir voru þau Þórður Sveinsson yfir- læknir á Kleppi og Ellen Sveins- son. Ég ólst upp á Kleppi ásamt 6 systkinum og var oft líflegt í þeim hópi, eins og gjarna er í stórum fjölskyldum. Nú, ég fór f Mennta- skólann í Reykjavík er ég hafði aldur til og lauk þaðan stúdents- prófi árið 1930. Sama haust inn- ritaðist ég í læknisfræði við há- skólann hér og lauk kandidats- prófi í febrúar 1936. Af því var ég eitt ár við háskólann í Königberg í Þýzkalandi á styrk, sem ég fékk. Það var raunar kandidatsstyrkur, en einhvern veginn æzlaðist það svo, að ég fékk hann þótt ég væri enn læknanemi. Eftir kandidats- prófið varð ég héraðslæknir í Skagafirði og síðar læknir á Vífilsstöðum. Eftir það var ég einn vetur við augnlæknisnám í Berlín, kom svo heim og starfaði á Landspítalanum áður en ég hélt utan til Kaupmannahafnar öl sér- námsí augnlækningum. — Heimkoma þín frá náminu í Kaupmannahöfn var með dálítið óvenjulegum hætti. — Já, það má ef til vill segja það. Stríðið stóð þá sem hæst. Þjóðverjar höfðu hernumið Dan- mörku og Noreg og við höfðum enga ferð heim. Þá var það sem við fréttum af tveimur íslending- um, sem höfðu keypt 30 tonna mótorbát til að sigla heim til ís- lands. Það varð úr, að ég fékk pláss á þessum báti, sem hét því sérkennilega nafni Frekjan. Auk mín komu heim á Frekjunni þeir Lárus Blöndal, sem var kapteinn, Gísli Jónsson vélstjóri, Gunnar Guðjónsson skipamiðlari, Björg- vin Fredrikssen, sem sfðar varð borgarfulltrúi hér, Konráð Jóns- son frá Bæ á Höfðaströnd og Theodór Skúlason læknir. Ferðin heim tók eitthvað um mánuð og var raunar ósköp viðburðalíti 11. Ég man eftir því, að við fórum frá Noregi á afmælisdaginn minn. Þjóðverjarnir létu okkur alveg af- skiptalausa að öðru leyti en því, að þeir skildu ekkert f þessu óða- goti á okkur, að vera að þvælast á þessari bátskel yfirhafið, þar sem stríðinu væri að Ijúka með alger- um sigri Þjóðverja. — Hvernig var svo lífsbaráttan fyrir ungan lækni, nýskriðinn úr námi? — Ég keypti mér auglæknis- tæki í Kaupmannahöfn og kom með þau með mér heim á dallin- um, því að hér var auðvitað ekk- ert hægt að fá. Síðar var ég svo heppinn að fá mjög fullkomin amerísk tæki, sem áttu að fara til Japan, en þá föru Bandaríkja- menn í stríð við Japani og tækjun- um snúið við og þau höfnuðu sem sé á stofunni minni. Á þessum árum var lítið að gera fyrir lækni í mínu fagi, svo að ég tók mikið af næturvöktum, meðan ég var að koma praxisnum upp. Þessar vaktir urðu tilþess.aðég kynntist högum Reykvíkinga vel. Nú, ég fékk skömmu síðar leyfi til að leggja sjúklinga inn á Landakots- spítala, sem var þá sem nú bjarg- vættur Reykvíkinga. Þá hófust tengsli mín við St. Jósefsspítala, sem hafa orðið mjög náin með tímanum. Ég starfa þar sem sér- fræðingur við einu augndeildina á landinu og það hefur verið mér mikið ánægjuefni sem borgarfull- trúa að hafa getað stuðlað svolítið að þróun gamla spítalans í ný- tfzku sjúkrahús með fullkomn- ustu tækjum, sem völ er á. — Þú hefur unnið mikið að sjúkrahúsmálum þann tíma, sem þú hefurátt sæti í borgarstjórn. — Ég hef eðlilega haft mikinn áhuga á þeim málum. Það hefur verið mikið áhugamál mitt og borgarlæknis að koma upp sam- stjórn spítalanna hér f Reykjavík. Við sjálfstæðismenn í borgar- stjórn fengum samþykkta tillögu í þessum efnum, sem varð til þess, að sett var á stofn nefnd. sem átti að segja fyrir um skipulega sam- stjórn spítalanna. Okkur til mik- illa vonbrigða hefurnúverið hætt að kalla þá nefnd saman, einmitt þegar hún var að ná árangri i málinu. Það er vegna þess, að heilbrigðisráðuneytið vill eitt ráða þessum málum án þess að ráðgast við nokkra aðra aðila. Enn það er víðar pottur brotinn í þessum málum. Eg hef frá upp- hafi verið í sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur, sem m.a. stóð að byggingu Borgarspítalans og sá um stjórn hans unz heilbrigðisráð tók við, en þar hef ég verið for- maður sfðustu misserin. Þar stöndum við nú í einkennilegustu baráttu, sem ég hef lent í, en það erglfma við ríkið, sem hefur neit- að okkur um leyfi til að halda áfram að byggja þjónustu- og B- álmu Borgarspítalans, sem borgarstjórn hefur falið okkur að vinna að. Ríkisvaldið vill nefni- lega ekki taka neinn þátt f kostn- aðinum fyrr en eftir dúk og disk og kannski aldrei. Þetta er stór- furðuleg afstaða og raunar óskilj- anleg. — Svo við snúum okkur að öðru áhugamáli þínu, sem raunar er nátengt áhuga þínum á heilbrigð- ismálum og það eru íþröttirnar. Þú hefur löngum verið mikill áhugamaður um allar íþróttir og starfað míkið að félagsmálum á því sviði. Hvert var upphafið að þessu? — Ég er uppalinn skammt frá Sundlaugunum og átti þar leið framhjá daglega á leið í skólann, en þá ferðaðist maður auðvitað um á hjóli. Ég byrjaði ungur að stunda Laugarnar og eignaðist þar marga góða vini. Mér varð það strax ljóst sem ungum dreng, að íþróttir voru mér nauðsynlegar til að byggja upp mitt lfkamsþrek. Ég var veikbyggður að upplagi, grannholda og ósterkur og ég sá, að bezta leiðin til að ráða bót á því væri íþróttaiðkun. Vegna þess hve langt var að heiman vestur á Melavöll, varð sundið af sjálfu sér eina íþróttin, sem ég gat stundað skipulega, en auk þess fór ég í allar íþróttir, sem ég gat fengið að vera með f. En sundið var mín aðalgrein. Ég færði samvizkusam- lega inn í bækur þær vegalengdir, sem ég synti og ég á þær bækur enn. 12 ára gamall var ég með i því að stofna sundfélagið Ægi og keppti alltaf fyrir það félag. Seinna varð ég þar þjálfari og sat í stjórn þess einhvern tíma. En eins og ég sagði hef ég jafn mik- inn áhuga á öllum íþróttum. Ég hef mikið leikið badminton sl. 10—20 ár og hef mikinn áhuga á handbolta og fótbolta, en ég gat aldrei neitt f fótbolta er ég var að alast upp. Hins vegar keppti ég í sundknattleik um árabil og var m.a. f Ólympíuliðinu f þeirri grein Og er vízt eini Islendingurinn, sem hefur verið rekinn úr leik. Einhver andstæðinganna braut á mér og ég tók hann í bakaríið. Auðvitað þurfti dómarinn að sjá þegar ég var að lumbra á honum og hann rak mig upp’úr til að kæla mig. Ég veit ekki hvort ég á að halda áfram þessu rausi, menn gætu haldið, að það væri karla- grobb, en ég hef haft mikla ánægju af því aðstarfa að íþrótta- málum. Sem formaður Vals um 4ra ára skeið og formaður ÍBR síðustu misserin, hef ég eignazt marga vini og samherja, sem hafa gert starfið í senn auðvelt, lifandi og skemmtilegt. Það hefur alltaf verið mín skoðun og er enn, að bezta heilsuverndin sé iþróttaiðk- un og að þeir peningar, sem til þess sé varið, borgi sig margfalt til baka. Það er því mjög ánægjulegt að finna hversu áhuginn fyrir íþrótt- um, öllum íþróttum, fer ört vax- andi og má raunar líkja við á í vexti. Einkum held ég, að bylting eigi eftir að verða í skíðaíþrótt- inni, blaki og áhaldaleikfimi, sem er mjög vaxandi. Alltþetta heimt- ar meira og meira pláss og það hefur alltaf verið of lítið pláss. Eg held, að Reykvíkingar séu feikna duglegt fólk og að við höfum feng- ið duglegasta fólkið, sem vill koma sér áfram. Þetta fólk þarf einmitt íþróttaaðstöðu til að geta fengið útrás. Aukin íþróttaiðkun vinnur á móti unglingavandamál- inu, áfengi og tóbaki. Þó að hið opinbera sýni íþróttahreyfing- unni yfirleitt mikinn skilning þá hefur alltaf vantað að meta til fulls sjálfboðaliðsvinnu manna á þessu sviði og yfirvöld eiga að verða að taka meira tillit til íþróttasamtakanna. Sem dæmi vil ég nefna, að tilhneiging stjórn- valda til að taka einhlfða ákvarð- anir eins og t.d. um stærðir valla, hefur gert íþróttahreyfingunni í Reykjavík mikinn óleik. — Þó að ljóst sé af því, sem við höfum spjallað hér á undan, hver séu þín áhugamál, langar mig að biðja þig að lokum í stuttu máli að segja okkur frá þeim málum, sem þú berð mest fyrir brjósti. — Eitt mesta áhugamál mitt og nauðsynjamál Reykvíkinga er að allt verði gert til að koma upp B-álmu Borgarspítalans með sem beztri aðstöðu fyrir langlegu sjúklinga semflestirerualdraðir. 1 öðru lagi aukinn stuðningur rfkis- valdsins við íþróttahreyfinguna, sérstaklega hvað snertir fjárveit- ingar. 1 þriðja lagi hef ég mikinn áhuga á aukinni þjónustu við fólkið úti á landi, að sú þjónusta og aðstaða, sem skapazt hefur hér á sviði læknavísindanna verði gerð aðgengilegri fyrir fólkið hér og úti á landi. Og þar á ég nr. 1 við, að stutt verði við bakið á þeim, sem vilja stunda heimilis- lækningar hér i borginni, með samvinnu á því sviði við spítal- ana, þ.e.a.s. göngudeildir. Nr. 2, að fólkinu úti á landi verði gert kleyft að koma hingað og dveljast utan spítala meðan á rannsókn stendur á kostnað trygginganna og jafnframt, að sérfræðingar héðan af sjúkrahúsunum fari út á land allan ársins hring, til að vinna með héraðslæknunum á sínu sérfræðisviði. Þetta er eng- inn vandi ef menn gera sér grein fyrir á hvaða tímum við lifum og þar á ég við flugið. Ég held, að á þennan hátt sé hægt að leysa læknisvandamál landsbyggðar- innar á miklu ódýrari hátt, en nú er fyrirhugað. Ég hef sjálfurfarið á vegum landlæknis út á land í lækningaferðir, er ég hef getað komið því fyrir þó ég sé nú að minnka það. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fluginu, lærði að fljúga í Englandi 1932 og hef ver- ið viðloðandi það síðan, m.a. sem trúnaðarlæknir flugmálastjóra, en ég lauk prófi í f luglæknisfræð- um í Boston 1958. Ætli sé ekki bezt að slá botninn í þetta með nokkrum orðum um náttúruverndarmál, sem ég hef mikinn áhuga á, enda óhjákvæmi- legt, þegar maður er alinn upp inn við sundin blá. Ég hafði mjög góðan náttúrufræðikennara, sem var Helgi heitinn Jónsson og er ennþá undir áhrifum frá honum. Það er líka svo, að þegar maður hefur kynnt sér líffræði, sér mað- ur, að það verður að vernda nátt- úruna fyrir þeim skemmdarvargi sem maðurinn er. Landið okkar er alltof dyrmætt til að hægt sé að láta það viðgangast, að mann- skepnan fái að eyðileggja það og því megum við aldrei við aldrei sofna á náttúruverndarverðinum. -ihj. Úlfar Þórðarson á lækningastofu sinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.