Morgunblaðið - 12.05.1974, Side 30
,0
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MAl 1974
Dýrmætir fomgripir lánaðir hingað
úr erlendum söfnum ----------—
í tilefni af landnámsafmæl-
inu verður opnuó á listahátíó
mikil sýning, sem sýna á
íslenzka myndlist í 1100 ár. Er
hún nú í fullum undirbúningi.
I framkvæmdanefnd sýningar-
innar eru fulltrúar frá Félagi
íslenzkra myndlistarmanna,
Listasafni Íslands, Þjóðmiðja-
safni tslands og Arkitekta-
félagi Íslands. En sýningin
verðuropnuð á Kjarvalsstöðum
7. júní og stendur lengur en
listahátfð, eða til 15. ágúst.
Þessari sýningu er ætlað að
rekja sögu íslenzkrar mynd-
listar og skreytilistar frá land-
námsöld til okkar daga, ásamt
dæmum byggingarlistar frá
hverju skeiði sögunnar. Eru
verk til sýningar dregin víðs
vegar að, úr söfnum í Reykja-
vík, og þá að sjálfsögðu mjög
mikið úr Þjóðminjasafni,
nokkuð úr byggðasöfnum úti á
landi, t.d. úr byggðasafni
Arnessýslu og úr einkaeigu. En
einnig hefur- verið leitað til
erlendra safna um lán á
fslenzkum listaverkum frá
fyrri iildum og er það kannski
nýstárlegast.
Mbl. leitaði frétta af því hjá
Þorkeli Grímssyni, safnverði,
fulltrúa Þjóðminjasafnsins f
undirbúningsnefnd. Hann
sagði, að leitað hefði verið eftir
láni á ýmsum munum erlendis
en ekki væru öll svör komin.
Til dæmis kemur Vfdalíns-
klæðið frá Viktoríu og Albert
safninu í London, en það er
rúmábreiða, sem kona Páls
Vídalíns saumaði og þ.vkir það
mjög merkur gripur.
Þá kemur hingað frá Hol-
landi merkiiegt teppi, refil-
saumað altarisklæði úr
Twentsafni f Enehede, sem
talið er vera fslenzkt miðalda-
klæði. En refilsaumuðu altaris-
klæðin eru í tölu mestu dýr-
gripa fslenzkra, sem varðveitzt
hafa. Hafa Hollendingar talað
um að senda með teppinu
hingað mann, sem gæti þess,
hvort sem af því verður eða
ekki. Elsa E. Guðjónsson hefur
skrifað í Andvara grein um
altarisklæðið í Enchede. Á því
miðju er mvnd af heilagri
þrenningu og utan um
tígullaga rammi og nemur horn
hans við breiðan lcturbekk með
áletruninni „Komið þér hinir
blessuðu föður míns og takið að
erfð ríkið, sem yður er fyrir-
búið frá grundvöllum heims“. í
þrfhyrningunum eru svo tákn
guóspjallamannanna. Leiðir
Elsa getum að því, að klæðið sé
úr Múlakirkju f Aðaldal.
Ekki fékkst lánaður Grundar-
stóllinn frægi frá Danmörku,
en ýmis verk verða lánuð úr
Þjóðminjasafninu í
Kaupmannahöfn a.m.k. eitt
fallegt teppi. Einnig söfnum í
Björgvin, í Stokkhólmi og Ósló.
Og frá Clunysafninu í París
kemur mjög merkilegt fslenzkt
miðaldaklæði, refilsaumað
altarisklæði með heilagra
manna myndum frá Grenjaðar-
stað.
Einn af þeim merkilegum
munum, sem fegnir verða að
láni erlendis frá og ekki hafa
fyrr verið til sýnis hér, er
stærsta drykkjarhorn, sem til
er, drykkjarhornið frá Dresder.
Það er 86,5 sm á lengd og út-
skorið með silfurbeit. Einnig
fæst lánað frá Noregi Velken-
hornið svonefnda, sem er
si Ifurhúið og fagurt.
Þá er Þjóðm injasafnið að
láta draga upp eftirlíkingu af
Valþjófsstaðahurðinni í litum.
En danskur maður að nafni
Peter Poulsen lét á sínum tíma
litgreína þær litaleifar, sem á
henni finnast og ætti að verða
mjög skemmtilegt að sjá
hvernig hurðin var í litum. Þá
er ætlunin að sýna hana með 3
hringjum, eins og talið er, að
hún hafi verið, en nú eru
aðeins á hurðinni 2 hringir.
Þá koma handritalýsingar úr
Árnasafni f Kaupmannahöfn
vegna sýningarinnar. Og er
verið að gera ljösmyndir af
íslenzkum handritum, sem
sýndar verða bæði gegnum-
lýstar og á stórum Ijósmyndum.
Margt fleira merkilegra
muna verður þarna að sjá.
Sýningin verður í öllum sölum
Kjarvalsstaða og verður hagað í
tímaröð. Hefst hún í vestursal
byggingarinnar með deild elztu
listminja Islendinga, er nær
yfir rómanska stfltfmabilið og
allt til loka þjóðveldis á ofan-
verðri 13. öld. Þar næst tekur
við deild gotsneska stílsins frá
því um 1300 og til siðaskipta
um miðbik 16. aldar. Þar verð-
ur sýnd málmsmfð, tréskuróur,
steinhögg og refilsaumur, mál-
verk, handritalýsingar, bein-
skurður og fleira. Þriðja
sýningardeildin nær svo frá
siðaskiptum og fram yfir 1800.
Tekur hún aðallega til ýmiss
konar bændalistar, vefnaðar,
útsaums, útskurðar og mynd-
skreytingar á nytjamunum. Og
þar eru einnig málverk, eink-
um altaristöflur eftir sjálf-
menntaða alþýðumálara þessa
tfmabils. Verða þar sýndar
þessar skemmtilegu gömlu töfl-
ur úr Þjóðminjasafni eftir
Hallgrfm Jónsson, Jón
Hallgrímsson og Amunda smið.
Þess má geta, að ætlunin er að
reyna að sýna Þingvallaaltaris-
töfluna eftir Ofeig í Heiðarbæ,
sem gefin var nýlega frá
Englandi og ekki er farin aust-
ur í Þingval lakirkju.
Fjórðu deildinni, sem er
einna smæst, er ætlað að sýna
tilraunir til endurvakningar
myndlistar á 19. öld, bæði
alþýðumálara og þeirra, er
fyrstir stunduðu málaranám
erlendis. Er þar einkum um að
ræða mannamyndir, sem safnið
á mikið af og einnig fyrstu
landslagsmyndir f fslenzkri
list. Þessu næst tekur við
allstór deild, sem sýnir hina
miklu nýmótun myndlistar,
sem varð í byrjun þessarar ald-
ar. Helgast það aðallega af
landslagsmálverki en einnig
höggmyndalist, og nær fram til
áranna 1920. Og í austursölum
sýningarhússins er sögu mvnd-
listarinnar, málverka, teikn-
inga, svartlistar, höggmynda,
steinglers og myndvefnaðar
síðan fylgt fram stig af stigi,
ásamt samtíma dæmum
byggingarlistar, allt til yngri
listamanna á okkar dögum.
Jafnframt verða sýndar högg-
myndir utan dyra.
Verður þetta mjög umfangs-
mikil sýning og merkileg og
mikil vinna við undirbúning,
sem er í fullum gangi nú. —
E.P.
Velkenhornið frá listiðnaðarsafninu f Ósló verður lánað á sýning-
una hér.
Islenzka altarisklæðið úr Clunysafninu f Parfs
LISTAHATIÐ
1974
Iængsta forna drykkjarhornið, sem til er, verður lánað hingað frá Noregi
Kefi Isaumaða altarisklæðið, sem Twentsafn í Enchede lánar á
sýninguna um íslenzka myndlist. Líklega úr Múlakirkju í Aðaldal.