Morgunblaðið - 12.05.1974, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1974
Tllboð ðskast
Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og vélar, sem verða til
sýnis hjá Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 1 og
við birgðageymslur í Ártúnshöfða, þriðjudaginn 14 og
miðvikudaginn 1 5. maf n.k.
í Ártúnshöfða:
1 stk. Nordest ámoksturskrani 2c.y.
1 stk. Bay City ámoksturskrani 1 c.y.
I Skúlatúni 1:
1 stk. Th. Trader '65
1 stk. Th. Trader '66
1 stk. Volvo '60
1 stk. Volvo '59
1 stk. Volvo '65
1 stk. Mercedes Benz '66
1 stk. Ford '62
1 stk. Anglia '66
1 stk. V.W. 1300 '62
1 stk. Landrover '68
1 stk. Ford/Johnston '68
2 stk. Scania Vabis '63
4 stk M.F. dráttarvélar '63 —
3 stk. Sláttuþyrlur
1 stk. Traktorsgrafa JCB3
1. stk. Ámokstursskófla JCB3
Yfirbyggð sendibifreið
m/6 m húsi
Sorpbifreið
Sorpbifreið
Vörubifreið 6t
Mannfl. bifr. 1 7 m
Vörubifr. 4 t
Sendibíll
Fólksbíll
Bensín
Götusópur
Vörubifr. 1 2 t
'69
Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri, fimmtudaginn 1 6.
maí 1974, kl 10.00 f.h.
MATSEDILL
Umsjð* VIKUNNAR
Unnur Tómasdóttir
matreiÓslukennari
Mánudagur
Heilagfiskisúpa,
Þriðj udagur
Kjöthringur m.
blönduöum grænmetisjafningi,
hrátt salat,
gul sagósúpa með rúsínum.
Miðvikudagur
Fiskur m. papriku
hrátt salat,
brúnkálssúpa með brauði.
Fimmtudagur
Djúpsteiktur fiskur,
m. hollenskri eggjasósu, kartöflum,
hrátt salat,
aspargussúpa jöfnuð m. eggi.
Föstudagur
Buff Tournedos,
franskar kartöflur, bearnaisesósa, grænar
baunir,
hrátt salat,
eplarönd með makkarónurjóma.
Laugardagur
Gufusoðinn f iskur,
hrátt salat,
skyr.
Sunnudagur
Græn baunasúpa m. piparrótarrjóma.
svínasteik með eplum og sveskjum, rauð-
kál, grænmeti,
ávaxtasaiat,
perur í súkkulaðirjóma.
Fiskur m. papriku
400 g fiskur * 2 msk. hveiti, * 1 tsk.
paprika, * 'A tsk. salt, * 1 meðal laukur, *
50 g smjörlíki ★ 1 dl soð eða vatn, * msk.
tómatsósa.
Fiskurinn er þerraður vandlega og salti
stráður. Eftir 10 mín. er saltið skolað af,
fiskurinn þerraður og skorinn í minni
stykki. Hveiti, paprika og salti er blandað
saman við og fiskstykkjunum snúið þar f.
Laukurinn er saxaður gróft, og steiktur í
smjörlíkinu. Fiskstykkin eru lögð þar í,
soðinu eða vatninu er hellt yfir ásamt
tómatsósunni. Fiskurinn gufusoðinn und-
ir loki í 5—8 mín. Sósan er krydduð og
hhærðar kartöflur bornar með.
Spergilsúpa (aspargussúpa)
1‘4 1 soð, * 500 g aspargus, * salt, * Til
uppbökunar: * 30 g smjörlíki, * 30 g
hveiti, it Jafnað með: * 2 eggjarauðum * 3
msk. vatns, * ‘A dl rjóma.
Bakið upp súpuna, og hitið aspargus-
leggina í henni. Hrærið saman eggjunum,
rjóma og vatni, og jafnið súpuna með því,
saltið efúr smekk.
Buff Tournedos
4 sneiðar meyrt nautakjöt,
salt.pipar.
Til steikingar:
smjör.
Hver sneið á að vera um 100 g og 2—3
sm. þykk. Hreinsið á brott himnur og
sinar. Berjið sneiðarnar, þrýstið þær sam-
an svo að þær verði háar og kringlóttar og
bindið um þær með þræði. Brúnið smjörið
á heitri pönnu og stráið salti og pipar yfir
sneiðarnar, steikið þær brúnar á báðum
hlíðum. Það fer eftir því hve mikið kjötið
á að vera steikt, hve langan steikingar-
tíma það þarf, minnsti steikingartími er 2
mín. á hvorri hlið. Berið kjötið fram ný-
steikt á heitu fati, ásamt öðru meðlæti.
Græn baunasúpa
500 g grænar baunir þurrkaðar * 150 g
grænar baunir, niðursoðnar l'A 1 soð, *
50 g smjörlíki, * 20 g hveiti, * sykur, salt.
(1 fína baunasúpu eru settar 2 eggja-
rauður og 3 msk. rjómi). Baunirnar eru
soðnar í soðinu, þar til þær eru meyrar,
þar næst marðar gegnum fínt sigti. Boila
búin til úr hveitinu og smjörlíkinu er sett
í súpuna og soðin í 5—10 mín. Sykur og
salt sett í eftir smekk. Niðursoðnu baun-
irnar eru hitaðar f súpunni. Saxaðri stein-
selju stráð yfir. Piparrótarrjómi borinn
með ef vill.
Epiarönd með makkarónurjóma
1 kg safarík epli, * ‘4 1 hvítvín, * 100 g
sykur, * 7 bl. matarlím, * 'A 1 rjómi, * 6
makkarónur.
Eplin eru afhýdd, kjarnhús er fjar-
lægt og eplin skorin i bita. Eplin eru
soðin mjög meyr í hvítvíninu. Hrærið
sykrinum i ásamt matarlíminu, sem Iegið
hefur í bleyti. Hrærið varlega i og hellið i
kringlótt form (form er skolað með köldu
vatni áður). Látiðhlaupa áköldumstaðog
hvolfið á fat. Rjóminn er þeyttur mjög
stífur, brytjaðar makkarónurnar eru
látnar saman við og möndlum er stráð
yfir. Makkarónurjómann má bera fram i
skál eða innan f sjálfum hringnum.
Perur í súkkulaöirjóma.
100 g suðusúkkulaði, a u.þ.b. 1 dl vatns, *
2 dl rjóma, * 1 dós perur.
Súkkulaðið ásamt vatninu er brætt í
vatnsbaði, þar til það er seigfljótandi sósa.
Kælt. Rjóminn er stífþeyttur og blandað
saman við súkkulaðisósuna. Sósunni er
hellt á fat, þar i er perunum raðað, á
hverja peru er sett rautt ,,cocktailber“
Litlar smákökur má bera með.
Ný kjólasending
Einnig úrval af
— vorum
dliídó
TIZKUVERZLUN HVERFISGÖTU 39
Sími 13069.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800