Morgunblaðið - 12.05.1974, Page 39

Morgunblaðið - 12.05.1974, Page 39
MOKGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MAI 1974 39 — Ræða Geirs Framhald af bls. 3 aóilum, sem hljóta aö koma inn í verðlagið og þar að suki er það svo, að þrátt fyrir frumvarpið, er spáð 30% dýrtfðaraukningu a árinu. Hitt meginatriði frum- varpsins, að taka kaupgjaldsvísi- töluna úr sambandi, er til þess fallið að draga Ur vfxlahækkunum verðlags og launa, en það er alger- lega tilgangslaust, ef aðrar alhliða ráðstafanir í efnahagsmálum, út- lánum bankanna, í erlendri skuldasöfnun o.s. frv. í raun og veru greinir frumvarpið ekki frá neinum ráðstöfunum að þessu leyti og af ákvæðum þess er tæp- ast hægt að marka, að nokkur stefnubreyting sé í vændum að þessu leyti, þótt ýmsar ráðstafan- ir mætti gera án löggjafar eins og t.d. af Seðlabankanum. Það er talað um að binda skuli fjármagn lífeyrissjóða og inlánsstofnana og skylda þessa aðila til að lána fjár- magn til opinberra þarfa og fjár- festingarlánasjóða. Það er hér sem víða annars staðar verið að taka fjármagnið frá einstakling- um og stofnunum í landinu og færa það ríkinu til ráðstöfunar. Takmörkun á fjármagni lffeyris- sjóða og banka lendir fyrr eða siðar á einstaklingum og atvinnu- vegum, sem verða að eiga aðgang af lánsfé. Hér þarf auðvitað fyrst og fremst að takmarka útlán fjár- festingarlánasjóöanna sjálfra og draga þannig úr verðþenslu. í frumvarpinu er ekki mætt vanda atvinnuveganna, sem nú eru reknir með miklu tapi miðað við núverandi tilkostnað, atvinnu- vegirnir þurfa á auknum tekjum að halda, sem gerir það aö verk- um, að gengiö þarf að síga, ekki um 2—3% heldur fremur um 10—20%. Um hvað verður barist? Geir Hallgrimsson sagði síðan, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði hvorki skotið sér undan ábyrgð á að standa að bráðabirgðaráð- stöfunum né mundi hann skjótast undan ábyrgð að standa að varan- legum ráðstöfunum. í þeim kosn- ingum, sem framundan eru, verð- ur í fyrsta lagi barizt um varnar- málin, í öðru lagi um efnahags- málin og í þriðja lagi um land- helgismálið, 200 mílna fiskveiði- lögsögu fyrir lok þessa árs, sagði Geir Hallgrímsson. En síðast en ekki sízt verður barizt um það i þessum kosningum, hvort lýðræði eigi að ríkja hér á landi. Það verður barizt um það, hvort ís- land á að vera í tengslum við önnur lýðræðisríki og vernda öryggi sitt með þeim hætti. Ilvort við eigum að skapa hér traust efnahagslíf, svo að efnahagslegu sjálfstæði okkar sé borgið og hvort við eigum með endurbótum á stjórnarskránni og lögum lands- ins að girða fyrir það, að landið verði þinglaust og ríkisstjórn, sem til flests er vís, stjórni án þess aðhalds, sem þing setur henni. Við sjálfstæðismenn og Reyk- víkingar vitum það vel, að grund- vallarskilyrði þess, að unnt verði að ná árangri á landsmálasviðinu, er, að við höldum meirihluta í Reykjavík. Stjórn Reykjavíkur í höndum sjálfstæðismanna, sam- hents og styrks meirihluta, hefur sýnt fólkinu fram á, hvers slík stjórn er megnug. Það gæti jafn- vel verið okkur styrkur, í senn bæði í borgarstjörnarkosningum og Alþingiskosningum, aö svo stutt er milli kosninganna. I borgarstjórnarkosningunum bendum við á, að vinstri meiri- hluti hlýtur ávallt að vera sundraður meirihluti, sem getur ekki skapað stefnu þess í málefn- um borgarinnar. Við vísum til reynslunnar i landsstjórninni. i Borgarafundur Valfrelsis FÉLAGSSAMTÖKIN Valfrelsi munu halda almennan borgara- fund að Hótel Esju í dag, sunnu- dag og hefst hann kl. 3.15. Um- ræðuefnið verður skoðanakann- anir og almennar atkvæðagreiðsl- ur um menn og málefni. Einnig verður ræddur sá réttur kjósand- ans að strika út þá frambjóðend- ur, sem hann vill ekki sem full- trúa sína. Alþingiskosningunum bendum við á styrka, samhenta stjórn sjálfstæðismanna í borgarstjórn og bendum landsmönnum á, að þeir hafi nú um margra áratuga skeið reynt alla möguleika sam- steypustjórna, þannig að U'mi er til kominn að fela nú einum flokki meirihluta á Alþingi Is- lendinga. Það hlýtur að vera tak- mark okkar sjálfstæðismanna, þött við náum því takmarki e.t.v. ekki í næstu kosningum. Þá mun- um við ná því fyrr eða sfðar. Svo mikilvægar sem borgar- stjórnarkosningarnar eru, sagði Geir Hallgrímsson, verðum við að leggja nú alla áherzlu á næstu rúmum tveimur vikum að ná árangri í þeirri varáttu og efla Sjálfstæðisflokknum fylgis, er tryggi meirihluta hans í borgar- stjórn í næstu framtfð. Það er að vísu mikil bjartsýni ríkjandi um góðan árangur í borgarstjörnar- kosningum, en við skulum ekki láta þá bjartsýni draga úr starfi okkar til aó ná árangri ó kjördegi, heldur á sú bjartsýni að hvetja okkur til starfa, og ef við teljum, að stjórnvöld landsins hafi með ákvörðun á kjördegi U1 Alþingis- kosninga viljað gera okkur erfitt fyrir í borgarstjórnarkosningum, skulum við ekki heldur iáta hug- fallast heldur efiast við þá raun, sem í því er fólgin og magnast í starfi okkar, þótt við þurfum að berjast á tveimur vígstöðvum í einu. Ég vonast til þess, að sú kosningabarátta, sem nú er f miðjum klíðum til borgarstjórna- kosninga og sú kosningabarátta, sem nú er að hefjast tii Alþingis- kosninga megi leiða til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn eflist að áhrifum, svo að tryggja megi Reykjavík góða og styrka stjórn og landinu þó kjölfestu, sem Sjálfstæðisflokkurinn ávallt hef- ur veriðlslandi og verður að vera, ef vel á að fara í framtiðinni. — Yfir 50% Framhald af bls. 40 tvíburafæðingar voru 39. Ur- vinnsla er n ú langt komin að sögn Gunnlaugs Snædals læknis, þegar Morgunblaðið fékk nokkrar upp- lýsingar um þetta mál í gær. Kvað hann margt merkilegt koma fram en heildarniðurstaða verður ljós í sumar og verður þá gefið út sér- stakt rit um fæðingar ó Islandi frá 1881—1972. Með þessu nýja fyrirkomulagi í fæðingartilkynn- ingum verður mun greiðari að- gangur fyrir skipulagsmenn að gera ráð fyrir einu og öðru í sam- bandi við uppbyggingu skóla, félagsaðstöðu og fleiru fram f tím- ann. Gunnlaugur kvað Jónassen landlækni hafa gert skýrslur um aldur mæðra á tímabilinu 1896—1900, en síðan 1906 liggja fyrir tölur, sem verið er að vinna úr. Kemur þar fram m.a., að korn- ungum mæðrum hefur ekkert fjölgað á þessu tímabili hlutfalls- lega og undir 20 ára aldri eru flestar mæður 18—19 ára. Athyglisvert er, að þarna kemur fram, að mæðrum undir 20 ára aldri fer fækkandi þvert ofan í það, sem haldið hefur verið fram á opinberum vettvangi á undan- förnum árum af „mörgum sjálf- skipuðum vitringum“, eins og Gunnlaugur orðaði það. Það, sem einkum vekur athygli, er, hvað íslenzkar konur eiga börn sín á yngra aldursskeiði en áður var, og má nefna tvo yngstu aldursflokkana, þ.e. konur undir 25 ára aldri. Þessir tveir aldurs- hópar voru aðeins 16 af hundraði heildarf jölda mæðra 1896 — 1900, en á síðasta athugunartfma- bili — 53 af hundraði. Fróðlegt er að virða fyrir sér fæðingatfðni f hinum ýmsu aldursflokkum í upphafi og við lok athugunartímabilsins. I aldurshópnum 15 — 19 ára hefur fæðingatföni nær áttfaldazt s.l. 65 ár en flestar mæður þar eru 18—19 ára. Fæðingatiðni aldurs- hópsins 20—24 ára hefurnær tvö- faldazt. Hjá konum á aldrinum 25—29 ára hefur tíðni lækkað um 20 af hundraði, en næsti aldurshópur, 30—34 ára, hefur nálega staðið í stað. Fæðingatíðni hefur lækkað f þriðjung hjó konum 35—39 ára. Hjá konum 40—44 ára er lækkun- in fjórði hluti nú, á móti þvi sem áður var og loks hjá konum 45 ára og eldri er fæðingatíðni aðeins 10. hluti af því sem var í upphafi. 1 skýrslu Jónassens landlæknis frá 1896—1900 kemur m.a. fram, að fjöldi mæðra undir 20 ára aldri var aðeins 1,5% af heildartölunni þá, en á þessu tímabili voru alls 11679 fæðingar. Mæður á aldrin- um 20—29 ára voru 29,2%, en 49% mæðra, sem fæddu börn á þessu tímabili, voru á aldrinum 30 —40 ára og 20,3% yfir 40 ára. Það kemur því glöggt fram, að á þessum tima áttu flestar konur eða um 50%, börn sin á aldrinum 30 —40 ára og var frjósemi mikil en á síðasta áratug eiga um 55% kvenna börn sín ó aldrinum 20—30 ára. A timabilinu 1961 —1970 urðu alls 45168 fæðingar. Þar var hlut- fallið þannig, að konur undir 19 ára aldri voru 17,6% af þeim kon- um, sem fæddu börn, konur á aldrinum 20—30 ára voru 55,2%, konur á aidrinum 30 —39 ára voru 23,7% og konur yfir '40 ára voru 3,5%. (Konur yfir 40 ára voru 20,3% á tfmabilinu 1896—1900) Til samanburðar má svo taka árið 1972. Þá var fjöldi þeirra kvenna, sem átti börn undir 20 ára aldri, kominn niður í 16,5% (flestar á aldrinum 18 —19 ára), fjöldi kvenna á aldrinum 20—30 ára var 54,5%, konur á aldrinum 30 —40 ára voru 20,4% og konur yfir 40 ára voru 2,2%, en alls voru 4723 fæðingar á árinu 1972. Einn þáttur þessara rannsókna er könnun á fjölda barna, sem fæðast utan hjónabands og innan. Kemur greinilega fram þar, að hjónaband á Islandi miðastfrem- ur við stoínun heimilis en barn- eignir. Um þriðjungur mæðra á íslandi í dag á börn sín utan hjónabands, en lang mestur hluti þeirra mæðra er kominn í hjóna- band með barnsföður sínum inn- an fárra ára. 1 þessum efnum er greiniléga annað sjónarmið en í nágrannaiöndum okkar, þar er þessu öfugt farið. Þegar barn er í vændum rýkur fólk í að gifta sig, en skilnaðir verða svo mjög tfðir innan fárra ára, — Ólafur hindraði Framhaid af bls. 40 Ólafur: Alveg sama, alveg sama. .. Forsætisráðherra hefur rétt til þess að l'ara til forseta og segja: Ég óska eftir því aðþing sé rofið, þá er forseti skyldugur að verða við þeim tilmælum starf- andi forsætisráðherra. Vilmundur: Þrátt fyrir vilja meirihluta Alþingis? Ölafur: Já, annars ferforseti að bianda sér í pólitík. Þrátt fyrir vilja meirihlutans, sem nú er kominn saman á Alþingi. Og síðar f samtalinu, urðu þessi orðaskipti ennfremur. Vilborg Harðardóttir: Er það rétt, sem Geir Hallgrímsson segir í Morgunblaðinu í dag, að þú haf- ir reynt að knýja Sjálfstæðis- flokkinn til samstarfs, til stjórnarsamstarfs? Ölafur: Ég hagaði þessum við- ræðum þannig, að ég setti fram þessar tillögur og leitaði eftir því, hverjir vildu leysa málið til bráða. .. altso á grundvelli og ákveða kosningar í haust ogþann- ig, að allir flokkar væru með. Þannig að allir flokkar, sem vidlu vera með. . . Ef einhver flokkur vild' ekkí vera með, þá varð hann sjáltur aö útiloka sig. Þetta gerði ég og þá var sagt og skilið eins og hjá Hannibal, þú verður að segja af þér fyrst. En hvernig maður, ráð- herra, sem hefur sagt af sér, for- sætisráðherra, r, hefur sagt af sér,hanngetUi kki rofið þing. Vilmundi . En Sjálfstæðis- flokkurinn hefði getað gert það. .. Ólafur: Já, já, ég var ekkert að. . . Vilmundur: . . .með meirihlut- ann bak við sig... Ólafur: Ég var bara ekkert á því að gefa honum tækifæri ti I þess. Verzlunar- og íbúðarhúsnæðl á stórri lóð til sölu í Hafnarfirði. Húsið er 2ja hæða steinhús ásamt kjallara og risi. Húsnæðið er laust nú þegar. Uppl. í síma 33040. Tll sölu 5 herbergja gamalt einbýlishús í Bolungarvík. Upplýsingar í síma 94-7191. íbúðlr til sölu Tvær 3ja herb. íbúðir á bezta stað í Kópavogi Seljast tilbúnar undir tréverk og málningu. Afhentar í nóvember. Uppl. í símum 43281 og 40092 á sunnud. og eftir kl. 7 virka daga. HafnarfjörÖur Vantar bla6bera I tvö hverfi í Suðurbæ. Upplýsingar í síma 50374. 3>lotDunX>Inl>iíi NÝKOMIÐ fjölbreytt úrval af varahlutum í loftbremsukerfi. Blöðkur í þenjara á mjög hagstæðu verði. Vélvangur h.f., Afgreiðslutími Álfhólsvegi 7, fyrst um sinn: sími 42233. 6—7 og á laugard. Tryggvagata 10 Simi 21915-21286 P O Box 5030 Reykjavik FA SYNING SYNING Á BÁTUM, UTANBORÐSMOTORUM OG BÁTVÖGNUM VERÐUR í DAG KL. 2—6 VIÐ HAFNARHVOL í TRYGGVAGOTU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.