Morgunblaðið - 29.05.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.05.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1974 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands í lausasolu 35,00 kr eintakið hf Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson Aðalstræti 6, sími 10 100 Aðalstræti 6, sími 22 4 80 veitarstjórnakosn- ingarnar á sunnudag- inn kipptu stoðunum und- an nokkrum almennum staðhæfingum, sem margir hafa hneigzt til að taka sem algildan sannleik um við- horfin í íslenzkum stjórn- máium síðustu misserin. í fyrsta lagi hefur það verið nokkuð almenn skoðun manna í öllum stjórnmála- flokkum, að unga fólkió hafi hin síðustu ár snúizt til vinstri og hefur þessi skoðun ekki sízt markazt af þeirri staðreynd, aó vinstri menn hafa haft yfirráð yfir ýmsum samtökum æsku- fólks og námsmanna, þar á meðal í Háskóla íslands. Úrslit sveitarstjórna- kosninganna á sunnudag- inn sýna, að straumur unga fólksins liggur ekki til vinstri, þvert á móti hefur æskan snúizt til fylgis við Sjálfstæðisflokkinn í ríkara mæli en um langt árabil áður, og er það í sjálfu sér ein merkasta niðurstaða þessara kosn- inga. í öðru lagi hefur það ver- ió almenn skoóun, að kommúnistar — Alþýðu- bandalagið — væru í veru- legri sókn og búast mætti við umtalsverðri fylgis- aukningu þeirra í þessum kosningum, sérstaklega í höfuðborginni. Þessi skoð- un hefur byggzt á þeirri trú, sem áóur var nefnd, að unga fólkið hefði snúizt til vinstri og ennfremur á þvf, aó ráðherrum Alþýðu- bandalagsins hefði tekizt að koma málum sínum fram í ríkisstjórninni vegna ístöðuleysis Fram- sóknarflokksins meir en góðu hófi gegndi. Kosningaúrslitin á sunnu- daginn kipptu algjörlega stoðunum undan þessum staóhæfingum. Alþýðu- bandalagið er ekki í neinni sókn, þvert á móti er ber- sýnilegt, að þaö hallar undan fæti hjá kommúnist- um, atkvæðamagn þeirra í Reykjavík varð nú minna heldur en í þingkosningun- um 1971. Kommúnistar höfðu staðfastlega trú á því, að þeir mundu fá ein- hvers staðar á bilinu 10—12 þús. atkvæöi í Reykjavík og aó þeir hefðu moguleika á fjórum borgarfulltrúum. Niður- staðan varð sú, að þeir töpuðu atkvæðum í Reykjavík frá siðustu þing- kosningum og litlu munaði, að 10. maður Sjálfstæðis- flokksins felldi 3ja mann kommúnista. í þeim umræðum, sem fram hafa farið um stjórn- málin að undanförnu og viðhorfin í þingkosningun- um, hefur því oft verið haldið fram af stjórnar- sinnum, að vinstri stjórnin kynni að standa höllum fæti á höfuðborgarsvæð- inu, en hún stæði vel að vígi úti á landsbyggðinni m.a. vegna skuttogara- kaupa. Kosningarnar á sunnudaginn kipptu líka stoðunum undan þessari staðhæfingu stjórnarsinna. Hin mikla fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins kom fram f svo til hverju einasta byggðarlagi, sem kosið var í. Aðeins örfáar undantekningar eru frá þeirri reglu, og þá er ber- sýnilegt, að þar hafa staðarsjónarmið ráöið úr- slitum. Sú skýra trausts- yfirlýsing, sem Sjálfstæðis- flokkurinn fékk í þessum kosningum um allt land, sýnir, að vantrú kjósenda á vinstri stjórn er ekki bund- in við höfuðborgarsvæðið eitt, hún ríkir um land allt. í fjórða lagi hefur því mjög verið haldið á loft í stjórnmálaumræðum undanfarnar vikur, að al- menningur hefói mikið fé handa á milli og það mundi ráða afstöðu kjósenda í kosningum, en ekki sú hryggðarmynd, sem við blasir í efnahagslífinu eftir þriggja ára vinstri stjórn, taprekstur atvinnuvega og galtómir sjóðir hvert sem litið er. Þessi skoðun byggir á því, að það sé ekki hægt að treysta dómgreind almennings. Almenningur láti blekkjast, hægt sé að nota gúmmítékka útgefna á Seðlabankann til þess að lækka vöruverð og afla þannig atkvæöa fyrir vinstri flokkana, sem sitja f stjórnarráöinu í óþökk þings og þjóðar. Kosningarnar á sunnudag- inn kipptu líka stoðunum undan þessari stað- hæfingu. Kjósendur á ís- landi láta ekki blekkjast, dómgreind þeirra má treysta, fólk gerir sér grein fyrir, að þótt það hafi mikið fé handa á milli, get- ur þaö verið skammgóður vermir. Loks er augljóst, að í því mikla umróti og þeirri óvissu, sem ríkt hefur á vettvangi landsmála síðustu misseri, hefur mikill kvíði setzt að öllum almenningi í landinu, og í fyrsta skipti sem kjósend- ur fá að segja sína skoðun í kosningum eftir að vinstri stjórnin tók við völdum, leita þeir til þeirrar kjöl- festu í þjóðlífinu, sem Sjálfstæðisflokkurinn er, hefur verið og mun verða. En þótt úrslit sveitar- stjórnakosninganna hafi því verið ánægjulegur vottur um heilbrigða dóm- greind kjósenda, má ekki gleyma því, að með þessum kosningaúrslitum hefur enginn lokasigur unnizt. Að fimm vikum liðnum er kosiö til alþingis og þar verður ákveðið, hvort vinstri stjórn situr áfram við völd eða hvort Sjálf- stæðisflokkurinn tekur á ný við forystu þjóðmála. Þegar að þeim degi kemur, má enginn láta sinn hlut eftir liggja fremur en í kosningunum á sunnudag- inn var. Æskan styður Sjálfstæðis- flokkinn - kommúnistar tapa Walter Scheel Walter Scheel, sem í síðustu viku var kjörinn forseti V-Þýzkalands, er í hópi kunnustu stjórn- málamanna lands síns. Hann hefur gegnt embætti utanríkisráðherra í stjórn Brandts sl. 5 ár og átt sæti í v-þýzka þinginu sl. 20 ár sem leiðtogi Frjálsra demókrata og var jafnframt varakanslari i stjórnarsamsteypu Jafnaðarmanna og flokks sins. Það var Scheel, sem tók við störfum Brandts 7. þessa mánaðar, eftir að hafa árangurslaust reynt að telja hann af því að segja af sér. Scheel var mjög virtur sem stjórnmálamaður og vinsæll með löndum sínum. Hann öðlaðist nokkuð óvenjulega frægð á sl. vetri, er hann söng inn á plötu lagið, ,,Hátt uppi á gula vagninum”, sem er þýzkur slagari. Platan þaut upp í efsta sætið á vinsældalist- um stærstu útvarpstöðva í Evrópu og utanríkisráð- herrann var allt í einu orðinn átrúnaðargoð tugþús- unda manna. Plötuútgáfan var í góðgerðarskyni og rann allur ágóðinn, um 3,7 milljónir ísl. kr. til samtaka, er hjálpa fötluðum börnum. Walter Scheel er 54 ára gamall og því vakti það nokkra athygli, að hann skyldi kjósa að hverfa af vettvangi stjórnmálanna í valdalaust forsetaembætt- en ástæðan mun vera sú, að hann hefur ekki verið heilsuhraustur undanfarið og svo mun hann einnig hafa viljað losna undan oki stjórnmálastreitunnar, sem hann hefur orðið að þola sl. 20 ár. Scheel hefur verið helzti stuðningsmaður ,,Öst- politik" Brandts og sá maður, sem mest hefur unnið að því að hrinda henni í framkvæmd Hann lauk fyrsta áfanga framkvæmdaáætlunarinnar, með heim- sóknum til Ungverjalands og Búlgarlu í marz og apríl sl., en það voru síðustu tvö löndin, sem V-Þjóðverjar tóku upp stjórnmálasamband við Tilraunir V-Þjóðverja til að koma á stjórnmála og efnahagssameiningu aðildarríkja EBE og leysa bönd- in við Bandaríkin hafa hins vegar valdið Scheel meiri vonbrigðum, en hann hefur verið formaður ráðherra- nefndar bandalagsins frá áramótum sl. Þó að hann sé mikill stuðningsmaður Atlantshafsbandalagsins, varð hann fyrir barðinu á reiði Henry Kissingers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, yfir því að Evrópu- Nýkjörinn forseti V-Þýzkalands þjóðirnar hefðu ekki ráðgast við Bandaríkjastjórn, áður en þær buðu Arabaþjóðum samvinnu á sviði iðnaðar og efnahagsmála í marz sl. Þýzkur diplomat sagði, að reiði Kissingers hefði að nokkru leyti verið sprottinn af heiðarlegum misskilningi, vegna við- ræðna hans við Scheel daginn áður,,en Scheel er sagður meistari í því að hlusta á tvö andstæð sjónarmið og skilja síðan svo við andstæðingana, að báðir telji sig hafa unnið hann á sitt band Gagnrýnendur Scheels segja að hann sé óhóflega bjartsýnn og sjái stundum erfið mál I einhverjum rósrauðum bjarma. Því er ekki að neita, að stundum kemur það fyrir að ályktanir hans eru rangar. Hann gerði t.d. Brandt öskureiðan í vetur, er hann lýsti því yfir í hópi vina og samstarfsmanna, að hann hefði í hyggju að reyna sem forseti að hafa meiri áhrif á stjórnarstörf en Gustav Heinemann hefði gert. For- setaembættið í V-Þýzkalandi er nær algerlega valda- laust. Scheel, sem lagði stund á bankastörf, eftir að hann lauk háskólaprófi, gekk I raðir frjálsra demó- krata árið 1 946 og var kjörinn á þing 1953, eins og áður sagði Hann varð formaður flokksins árið 1 966, eftir að Erich Mende, lét af flokksforystunni. Talið er að vinsældir Scheels hafi verið helzta orsökin fyrir þvi að flokkur hans jók fylgi sitt í 8,4% í kosningunum 1 972. Áður en Scheel varð ráðherra í stjórn Brandts, hafði hann verið ráðherra í stjórn Kurts Kissingers og Erharts, áárunum 1961 —'66, er frjálsir demókratar voru í stjórnarsamstarfi með kristilegum demókröt- um. Scheel er í útliti og framkomu, hinn dæmigerði diplomat, virðulegur og á auðvelt með að brosa. Einn kollega hans, Gaston Thorn frá Luxemburg, sagði nýlega um Scheel, að hann væri eini stjórnmálamað- urinn, sem gæti stappað niður fæti, án þess að eyðileggja rætur gróðursins. Walter Scheel kvæntist árið 1969, dr. Mildred Wirzt, en hann missti fyrri konu sína 1 966. Hann á einn son, 34 ára, frá þv! hjónabandi Þau hjónin eiga 4 ára dóttur og 5 ára son, sem er kjörbarn frá Bólivíu, en þau rákust á hann á barnaheimili, er þau voru þar á ferðalagi. Frú Scheel á einnig 1 1 ára dóttur frá fyrra hjónabandi Þau búa nú í stóru húsi í Venusberg, skammt frá heimili Brandts, en Venus- berg er fínasta íbúðarhverfið í Bonn. Forsetasetrið er einnig í Bonn, ! Villa Hammerschmidt, en ekki er Ijóst hvort fjölskyldan flyzt þangað, er Scheel tekur við embætti 30. júlí n.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.