Morgunblaðið - 01.06.1974, Side 1
48 SIÐUR
89. tbl. 61. árg. LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Bvssurnar eru loks þagnaðar
Genf, Jerúsalem, Washington og Kairó, 31. maí, AP—NTB.
FULLTÚAR ísraela og Sýrlendinga undirrituðu í morg-
un, kl. 11.17 aö ísl. tíma, í Genf samkomulagið um
vopnahlé í Golanhæðum og aðskilnað herjanna þar.
Hefur þar með verið stigið fyrsta skrefið í átt til þess að
koma á varanlegum og réttlátum friði milli þessara aðila.
Skömmu eftir að samkomulagið var undirritað þögnuðu
byssurnar í Golanhæðum í fyrsta skipti í 81 dag. Um
svipaö leyti lenti einkaþota Henry Kissinger utanrfkis-
ráðherra Bandaríkjanna í Washington, þar sem Nixon
forseti fagnaði þreyttum, en ánægðum manni. Síðustu
friðarumleitanir Kissingers stóðu samfleytt í 33 daga.
Undirritunin í Genf átti að fara
fram kl. 10.45 að ísl. tíma, en
tafðist um rúma hálfa klukku-
stund, þar sem Sýrlendingar
neituðu að leyfa fréttamönnum
að vera viðstaddir. Varð talsvert
þref um þetta atriði áður en
fréttamennirnir létu í minnipok-
ann. Andrúmsloftið í salnum var
mjög kuldalegt meðan á undir-
rituninni stóð. Fulltrúarnir komu
sinn inn um hvorar dyrnar og
heilsuðust ekki. Meðan á undir-
rituninni stóð litu þeir vart hvorir
á aðra. Það var þó ekki fyrr en um
klukkustund eftir að samkomu-
lagið var undirritað, að byssurnar
í Golanhæðum þögnuðu. Hvort sú
þögn helzt veit enginn, þvt að
margt er eftir ógert áður en glitta
fer í varanlegan frið á þessum
slóðum.
Stjórnmálafréttaritarar víða
um heim telja þetta samkomulag
mikinn diplomatiskan sigur fyrir
Bandaríkjamenn, sem Kissinger
hafi næstum upp á eigin spýtur
tryggt.
Gerbreytt staða
Norðmenn tilbúnir til einhliða
Egypta leiddi til þess, að Banda-
ríkjamenn og Egyptar tóku upp
stjórnmálasamband á ný, en
Egyptar rufu það eftir sex daga
stríðið. Stjórnmálafréttaritarar
telja ekki ólíklegt, að samkomu-
lagið, sem undirritað var í dag,
kunni að leiða til þess, að Sýriend-
ingar og Bandaríkjamenn taki
aftur upp stjórnmálasamband.
Meðan á síðustu samningalotu
stóð heimsótti Kissinger Damask-
us 13 sinnum og fregnir herma, að
Assad forseti hafi á honum mikl-
ar mætur ekki síður en Sadat
Egyptalandsforseti, sem kallar
Kissinger „kraftaverkamanninn".
Eitt stærsta vandamálið á
brautinni til varanlegs friðar er
spurningin um réttindi Palestinu-
Araba. Allir eru sammála um, að
varanlegur friður komist ekki á
fyrr en það mál hefur verið leitt í
Framhald á bls. 47
Sýrlenzki hershöfðinginn Tayara neitar að taka við vopnahléssamkomulaginu frá starfsmanni Sam-
einuðu þjóðanna í morgun. Sýrlendingar undirrituðu samkomulagið ekki fyrr en fréttamenn höfðu verið
reknir úr salnum. F.vrir miðju er eg.vpzki hershöfðinginn Taha EI Magdoob.
útfærslu fiskveiðilögsögunnar
Ahrif Bandaríkjanna í Mið-
austurlöndum voru ákaflega lítil
eftir sex daga stríðið 1967, nema í
Saudi-Arabíu, Jórdaniu og
Kuwait. Egyptaland, Sýrland og
írak voru á bandi Sovétríkjanna
og þáðu mikla hernaðar- og efna-
hagsaðstoð frá þeim. Þessi staða
hefur gerbreytzt á sl. 8 mánuðum.
Samkomulagið milli ísraela og
Osló, 31. maf, einkaske.vti til
Morgunblaðsins frá Sigrúnu
Stefánsdóttur.
NORSKA stórþingið felldi í gær
með 127 atkvæöum gegn 16 til-
lögu Kosningabandalags
sósfalista um, að Norðmenn færi
fiskveiðilögsögu sína út í 50 míl-
ur frá 1. janúar nk. Tillaga Hans
Hammond Rossbach um, að ríkis-
stjórnin verði undirbúin undir
einhliða útfærslu var samþvkkt
einróma.
Það kom greinilega fram við
umræðurnar, að Norðmenn eru
tilbúnir til einhliða útfærslu á
næsta ári án tillits til niðurstöðu
hafréttarráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna í Venezúela, sem hefst í
næsta mánuði. Þetta kom fram í
ræðum Knuts Fr.vdenlunds utan-
ríkisráðherra og Eivind Bolle
fiskimálaráðherra og nýtur
stuðnings allra flokka.
Frydenlund sagði í ræðu sinni,
að Norðmenn legðu mikið upp úr
OLAFUR 5. Noregskonungur
mun stíga á fslenzka grund kl.
10.00 að morgni n.k. þriöju-
dags. Konungsskipiö Norge, en
það er gjöf norsku þjóðarinnar
til konungsfjölskyldunnar eftir
sfðustu heimsstyrjöld, mun
leggjast að br.vggju stuttu áður.
Á móti konungi á hafnarbakk-
anum taka fslenzku forseta-
því, að ráðstefnan tækist vel og
því vildu Norðmenn ekki taka
nokkra þá ákvörðun, sem gæti
orðið til að koma i veg f.vrir
heildarlausn á fiskveiðilögsögu-
málinu. Frydenlund sagði, að
Norðmenn myndu mæta á ráð-
stefnunni sem strandríki, en
einnig sem siglingaþjóð. ,,Við
stundum fiskveiðar heima víð og
á úthafinu og erum einnig orðin
Aþenu, 31. maí, NTB.
SPENNAN á Eyjahafi vegna
deilu Grikkja og T.vrkja um rétt
hjónin, Kristján og llalldóra
Eldjárn. Meðal annarra, sem
taka á móti konungi, verða
Olafur Jóhannesson forsætis-
ráðherra og aörir ráðherrar,
forseti sameinaðs þings, Ey-
steinn Jónsson. forseti Hæsta-
réttar, Benedikt Sigurjónsson,
og borgarstjórinn í Revkjavík.
Framhald á bls. 47
mikilvæg landgrunnsþjóð og þess
vegna hafa Norðmenn reynt eftir
megni að brúa bilið milli hinna
ýmsu hagsmuna þjóða heims. '
Frydenlund og Bolle neituðu að
gefa afdráttarlaust svar vió fyrir-
spurn frá þingmönnum Kosninga-
bandalagsins um, hvenær ein-
hliða útfærsla gæti komið til án
tillits til niðurstöðu hafréttarráð-
stefnunnar.
til olíuvinnslu á botni þess hefur
rénað. þar sem Grikkir hafa
afturkallað skipunina. sem her-
aflinn fékk um að vera í við-
bragðsstööu.
1 staðinn hefur gríska heraflan-
um veriö skipað að hafa uppi
sama viðbúnað og fvrirskipaður
var, þegar deilan blossaði upp
fyrir þremur inánuðum, að því er
áreiðanlegar heimildir í Aþenu
herma.
Deilan komst á alvarlegt stig,
þegar tyrkneska rannsóknar-
skipið Candarli sigldi inn á hið
umdeilda svæði undir öflugri
flotavernd og hóf segulrannsókn-
ir á landgrunninu milli grisku
eynna Lesbos og Oazcaada.
En nú hefur gríska stjórnin lýst
því yfir, að T.vrkir hafi tilkynnt
Framhald á bls. 47
Ölafur 5. Noregskonungur
kemur á þriðjudagsmorgun
GRIKKIR DRAGA
ÚR VIÐBÚNAÐI