Morgunblaðið - 01.06.1974, Side 3
MOKGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JUNÍ 1974 3
#4 1 V T Ivsfe. Í p ur vermu eftir einar sigurðsson
Tíðarfarið
Tiðin var ágæt siðustu viku, há
átt ot'tast á norðan og hægviðri.
Atlabrögð
Bátar eru nú sem óðast að byrja
eftir vertiðina. einkum eru það
togveiðar, en sárafáir bátar eru
enn með net. Þá er humarveiðin
að byrja.
Tveir bátar frá Þorlákshöfn eru
nýlega lagðir af stað með afla
sinn, um 70 lestir hvor, til sölu
erlendis, Dalaröst og Jón á Hofi.
Tveir bátar eru að veiðum og
munu einnig sigla.
1 Þorlákshöfn hefur aflinn hjá
þeim, sem veiða í troll og landa
heima, komizt upp í 30 lestir.
Sama er að segja um báta i öðrum
verstöðvum, eins og Sandgerði og
Vestmannaeyjum, þeir hafa verið
að fá upp í 30 lestir í trollið. Hins
vegar hafa minni heimabátar í
Grindavík verið að fá 2—4 lestir
yfir daginn. Einn bátur, Arnar-
borgin frá Sandgerði, er búinn að
fá 90 lestir í trollið, síðan hann
byrjaði. Netabátar frá Grindavík
hafa verið að fá 10—15 lestir, 2ja
nátta. 1 Sandgerði hefur verið
rýrara.
Huinarbátar eru rétt að byrja,
einn og tveir í verstöð og nokkru
fleiri sums staðar. Þeir hafa al-
mennt verið að fá 500 kg af slitn-
um humri. Þó fékkeinnbáturfrá
Grindavík 1500 kg af humri, var
hann austur í bugtum.
Einn bátur, Bjarnarey, landaði
60 lestum af spærlingi i Grinda-
vík i vikunni.
Togararnir
Togararnir hafa verið við Aust-
ur-Grænland og á ,,Fjöllunum“ og
verið að afla sæmilega. Þessi skip
lönduðu i Reykjavík í vikunni:
Þormóðurgoði 2161estir
Júpíter 2161estir
Engey um 300 lestir
ögri var væntanlegur síðast í
vikunni.
Kosningaúrslitin
Það, sem mesta athygli vakti í
vikunni, voru sveitarstjórnar-
kosningarnar um siðustu helgi.
Það er kannski ekki hægt
að segja að einn flokkur sé flokk
ur einkarekstrarins í landinu, það
vantar mikið á. Allir flokkar hafa
til að mynda staðið að svokölluð-
um bæjarútgerðum.
Þetta eru samt að mestu sjónar-
mið eða afstaða, sem komin eru til
ára sinn. Tvær stærstu bæjarút-
gerðir landsins í Reykjavík og
Hafnarfirði, eru áratugagamlar,
og togaraútgerðin á Akureyri
flokkast að miklu leyti undir bæj-
arútgerðir, enda þótt hún sé
hlutafélag.
Upp úr nýsköpuninni spruttu
margar bæjarútgerðir, sem nú
hafa fyrir löngu lagt upp laupana,
og má þar nefna svo til alla aðra
kaupstaði Tandsins til viðbótar
þeim, sem áður eru taldir, svo
sem ísafjörð, Siglufjörð, Seyðis-
fjörð, Neskaupstað, Vestmanna-
eyjar og Keflavík.
En það er margur annar at-
vinnurekstur en útgerð, sem er og
verið hefur á vegum sveitarfélag-
anna, svo sem ýmisiegt á verklega
sviðinu, og skal ekki farið frekar
út í þá sálma.
Sú var tfðin, að sósíaldemó-
krataflokkarnir töldu það sálu-
hjálparatriði, að atvinnurekstur-
inn væri það, sem þá var kallað
þjóðnýttur. En nú hafa þessir
flokkar mjög horfið frá þeirri
stefnu, og kemur það berast fram
í því, að þó þessir flokkar hafi
áratugum saman haft meirihluta
á þjóðþingum til dæmis Norður-
landa, hafa þeir enga tilburði sýnt
í þá átt að þjóðnýta atvinnuveg-
ina.
Hins vegar vita allir, að
kommúnistar stefna að afnámi
eignarréttarins og þjóðnýtingu
svo til alls atvinnu lífs i löndum,
sem þeir ná einræði í.
Nú er það í umræðum um þjóð-
nýtingu fyrir löngu hætt að bera
nokkurn árangur að telja kjós-
endum trú um, að þeir geti haft
einhvern ábata af bæjarreknum
fyrirtækjum.þvert á móti eru þau
tíðum baggi á borgurunum, til að
mynda togaraútgerð, heldur er
haft fram á, að það sé mikilvægt
frá atvinnulegu sjónarmiði. En
nú þegar slegizt er um hverja
vinnandi hönd, eru þau rök líka
að verða léttvæg.
Samt er eðlilegt að gera ráð
fyrir því, að atvinnurekstur,
hvort sem það er útgerð og fisk-
vinnsla, skili arði. Þá má næst-
um segja, að það sé forsenda þess,
að einstaklingar og félög fáist við
slíkt. En hvað veldur því þá aó
bæjarútgerðir og fiskvinnsla, svo
að talið sé það stórvirkasta, skila
kannski tapi ár eftir ár og safna
skuldum hjá bæjarfélögunum.
Þetta er ekki einsæmi, Ham-
borg átti 14 togara og seldi þá;
þegar tapið óx borginni yfir höf-
uð.
Er sambandið milli „eigend-
anna" — borgaranna — og fyrir-
tækisins ekki nógu náið. Það er of
mikil útþynning á „eignaréttin-
um“, að 80.000 manns skuli eiga
þrjá togara og eitt fiskiðjuver. Er
þá sú leið betri, sem Þjóðverjar
hafa mikið farið og mörg sveitar-
félög hérlendis að hafa rekstur-
inn í almenningshlutafélagi. Svo
er til að mynda um hinar frægu
þýzku Volkswagenverksmiðjur.
Svo einkennilegt sem það kann
að virðast, þá fyrirfinnst vart nú
orðið atvinnurekandi í „vonar-
sæti“ á framboðslistum í stærsta
kjördæmi landsins, Reykjavík.
Hins vegar eru margir fulltrúar
úr ýmsum öðrum stéttum. Eru
þeir svona sinnulausir um sín mál
eða hafa þeir gefizt upp við að
berjast fyrir sínum málstað. Eða
er kjörorðið stétt með stétt orðið
að veruleika í öllum flokkum.
Það er þó öllum orðið ljóst, hvar
í flokki sem þeir standa, að mikil-
vægast af öllu er, að atvinnutækin
séu rekin snurðulaust, þá vegnar
öllum vel i þessu landi.
Norðmenn hætta
blokkaútflutningi
til USA
Nordic Group, samband 15
norskra frystihúsa, hefur hætt að
flytja út þorskblokk til Bandarikj-
anna. Birgðir af blokk hlaðast
upp vestra og verðið fellur.
Alaska-ufsinn, sem kemur frá
Japan og er seldur ódýrt, ýtir
þorskinum út af markaðnum.
En það er fleira, sem kemur til.
Undanfarin ár hefur verð á fiski
stórhækkað og verðið á fiski upp
úr sjó fylgt á eftir. Fyrri hluta
þessa árs hefur verðið á banda-
ríska markaðnum lækkað veru-
lega, án þess að hráefnisverðið
hafi fylgt á eftir.
Kjöt og fiskur lækkar í
USA.
Þegar olíukreppan var í Banda-
ríkjunum, dró mjög úr allri verzl-
un, og margar vörur lækkuðu i
verði og þar á meðal kjöt, svo að
ekki varð mikill rnunur á kjöt- og
fiskverði. Nú er talið, að verð á
fiski hafi á þessu ári lækkað um
15—20%. Þó hefur verðið á is-
lenzku flökunum enn ekki lækk-
að, þó að blokkin hafi lækkað.
Japanir í Kóreu
Fyrir utan að framleiða Alaska-
ufsa i Japan hafa Japanir stofn-
sett stór fyrirtæki í Kóreu, þar
sem kaupgjald er mjög lágt til
þess að veiða og framleiða Alaska-
ufsa fyrir Bandaríkjamarkaðinn.
sem kemur til með að hafa þar
mikil áhrif.
Danir Iækka veró
á iðnaóarfiski.
Danir hafa nú lækkað verð á
iðnaðarfiski í 8 krónur kg en var
10 krónur kg. Otrúlega hátt.
Veióin í Perú
Ferú var árum saman mesta
fiskveiðiþjóð heims, en svo gættu
Perúmenn ekki að sér frekar en
Islendingar með síldina — og
veiddu of mikið, svo að veiðin fór
yfir 10 milljón lestir — Islending-
ar veiða alls svona 3/4 milljön
lesta —
Nú verður ekki leyft að veióa i
Perú nema 3 millj. lesta 1974.
En verðið féll líka um helming,
jafnframt því sem framieiðslan
óx, úr 8 krónum kg af mjölinu í 4
krónur nú.
En það var fleira, sem hjálpaði
til. Farið var að nota soyabaunir i
staó fiskimjöls, og verðið á þeim
var mjög lágt vegna mikillar
framleiðslu.
1972 árgangurinn
Norðmenn hafa, meðal annarra
rannsókna, rannsakað þorsk- og
ýsuárgangana frá 1972 og komizt
að þeirri niðurstöðu að þeir séu i
meðallagi. Þeir merktu einnig
mikið af ungfiski i vetur.
Verndun fiskstofnanna
Það gæti verið ástæða til i öllu
nefndafarganinu að skipa nefnd
til þess að gera tillögur um enn
frekari verndun fiskstofnanna
umhverfis Island. Ný reglugerð
um stækkun möskva á botnvörpu,
bann við notkun neta með smáum
möskvum, bann við að fl.vtja í
land meira en 5% af fiski, sem
ekki telst verzlunarvara, og meiri
takmarkanir á smáfiskveiði.
En þetta er ekki nóg. Það þarf
meira til ef ekki á illa aó fara. til
að mynda lokun fleiri uppeldis-
svæða ungfisks og hert eftirlit
með seiðadrápi i rækju- og hum-
arvörpur.
BRv
■ i
UTSYIMARFERÐ
ER SPARNAÐU R!
Hvað kostar góð sumarleyfisferð til
Dæmi: Ferð á eigin vegum SÓ/arlanda?
Almennt flugfargjald til Malaga —
CostadelSol • kr. 47.440.-
1. fl. gisting i nýrri ibúð
með baði og öllum búnaði
samkv. verðskrá i 14 daga kr.
Samtals kr.
-r Samskonar Útsýnarferð kr.
Sparnaður farþegans kr.
9.860.-
57.300.
27 300 -
30.000-
ÚTSÝNARFERÐIN ER FARIN MEÐ SÖMU
FLUGVÉLAGERÐ — BOEING 727 — 1.
FLOKKS VEITINGUM Á LEIÐINNI, SÖMU
GISTINGU OG AÐ OFAN GETUR, OG
ALLRI ÞJÓNUSTU FARARSTJÓRA OG
STARFSFÓLKS ÚTSÝNAR.
MISMUNURINN KR. 30.000,- ER HAGN-
AÐUR FARÞEGANS.
SAMBÆRILEGUR SPARNAÐUR í ÍTALÍU-
FERÐUM!
HVAR GETIÐ ÞÉR GERT BETRI FERÐA-
KAUP?
Mesta feröaúrvaliö —
Beztu sumarleyfisstaðirnir
og ferðimar seljast uppl
Maí
12. Costa del Sol uppselt
22. Italía — Gullna ströndin uppselt
31. Ítalía — Gullna ströndin uppselt
Júní 1. Costa del Sol uppselt
1 5. Ítalía — Gullna ströndin 6 sæti
19. Costa del Sol uppselt
29. Costa Brava 4 sæti
Júlí 2. Ítalía — Gullna ströndin laus sæti
3. Costa del Sol 1 0 sæti
15. Costa del Sol laus sæti
16. Ítalía — Gullna ströndín laus sæti
1 7. Costa del Sol 1 4 sæti
24. Costa del Sol laus sæti
29. Costa del Sol laus sæti
31. Costa del $ol uppselt