Morgunblaðið - 01.06.1974, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIU, LAUGARDAGUR 1. JUNI 1974
7
Afrlskir lögreglumenn í þjálfun fyrir úrvalssveilirnar.
Undantekning frá
aðskilnaðarstefnu
Það er ótrúleg sjón að sjá hvíta
menn og svarta þramma saman
með alvæpni, hlið við hlið, I Suð-
ur-Afríku — landi aðskilnaðar
kynþáttanna, Apartheid. En furðu-
legra er svo að komast að þvi, að
blökkumennirnir eru að búa sig
undir að drepa aðra blökkumenn.
En þetta er þó rétt. Menn þessir
eru félagar í úrvalssveitum
lögregluliðs Suður Afríku. Þeim
hefur verið safnað saman í
sérstæðar hersveitir, sem eiga
að berjast gegn „skæruliða-
sveitum"blökkumanna frá öðrum
Afríkulöndum, en þær sveitir hafa
í vaxandi mæli látið til sín taka í
Rhodesíu og Suður-Afríku að und-
anförnu.
Þetta virðist stangast á við að-
skilnaðarstefnuna, en blökku-
mönnum í Suður-Afríku finnst
ekkert athugavert við að berjast
gegn bræðrum sínum frá öðrum
hlutum Afríku — sem segjast vera
„baráumenn fyrirfrelsi" og stefna
að bví að levsa Rodesíu og Suður-
Afríku undan „oki hvíta
mannsins".
í Ijós kemur, þegar rætt er við
þessa blökkumenn í lögreglusveit-
unum, að þeir telja „skæruliða-
sveitir" og „frelsisbaráttumenn"
ekki réttnefni á þessar innrásar-
sveitir blökkumanna. Allir kjósa
þeir heldur að lýsa óvinunum sem
,, hry ðjuverkamönnum, sem eru
undir handleiðslu og þjálfun
kommúnista".
Það þýðir ekki að deila við þá né
segja, að þeir hafi verið „heila-
þvegnir" í kennslustundum hjá
hvítum þjálfurum sínum, því að þá
benda þeir á, að einn þjálfaranna
sé blökkumaður. Það er heldur
ekki neinn venjulegur blökkumað-
ur, heldur maður, sem í æsku fór
frá Suður-Afrfku, gekk í lið með
„frelsishreyfingunni", og var
sendur til Moskvu og Algeirsborg-
ar til ítarlegrar þjálfunar í
skemmdarverkum og byltingar-
undirbúningi. Fljótt kom að því, að
honum féll ekki andinn í „frelsis-
hreyfingunni" svo hann strauk úr
þjálfuninni og sneri heim til Suð-
ur-Afríku, og nú er þekking hans á
þessum málum fullnýtt á vegum
yfirvaldanna í Pretoria.
„Tiny" Venter hershöfðingi.
fyrrum aðstoðarlögreglustjóri, var
að því spurður, hvort honum þætti
ekki óeðlilegt, að blökkumenn
berðust gegn blökkumönnum — í
þágu hvítu Afríku. Hann svaraði:
„Þegar við berjumst gegn hryðju-
verkamönnum búnum sovézkum
vopnum í landamærahéruðunum
eru hagsmunir okkar þeir sömu og
ekkert óeðlilegt við það að við
stöndum saman. Við erum allir
föðurlandsvinir, og litarháttur
skiptir engu máli."
Þetta er ekki f anda höfundar
forum
world features
Eftir
Gordon Winter
„Apartheid"-stefnunnar Hendriks
Verwörds fyrrum forsaetisráðherra
landsins — en staðreynd er, að
hundruð blökkumanna gegna nú
þjónustu f landamærahéruðum
Suður-Afriku við hlið hvítra,
Engar upplýsingar eru gefnar
um fjölda blökkumanna i þessum
úrvalssveitum lögreglunnar, en
vitað er, að þeir eru að minnsta
kosti 800. Fyrir nokkrum dögum
fengu suður-afriskir fréttamenn í
fyrsta skipti að fylgjast með þjálf-
un 200 svartra nýliða. Eru þjálfun-
arbúðir þeirra i afskekktum dal í
Austur-Transvaal, en nákvæm
staðsetning þeirra er algert trún-
aðarmál.
Helzta vígorðið i þjálfunarbúð-
unum er „útrýmið, útrýmið", og
eitt helzta boðoröið er ,,þögn".
Mikil áherzla er lögð á að kenna
nýliðunum að ferðast hljóðlega
um og með leynd er þeir fara að
leita hópa hryðjuverkamanna og
uppræta þá. Ekki er þeim sagt að
drepa alla hryðjuverkamennina.
Þjálfararnir ráðleggja nýliðunum
að taka fanga, hvenær sem það er
unnt og færa þá til yfirheyrslu.
„En takið aldrei fanga nema þið
séuð algerlega sannfærðir um, að
hann hafi fleygt frá sér öllum
vopnum."
Nýliðarnir er varaðir við að tina
upp hluti, sem þeir finna úti á
viðavangi, þvi að óvinirnir skilja
oft eftir sig penna eða hnífa, sem
tendir eru öflugum sprengjum.
Þess konar „beitu" notuðu
skæruliðar Viet Cong i Suður-Viet
nam, og getur ein svona sprengja
orðið mörgum að bana. Einnig er
brýnt fyrir nýliðunum að fara var-
lega, þegar þeir leita á föllnum
óvinum, þvi að ef til vill hafa
félagar hinna föllnu tengt jarð-
sprengjur eða handsprengjur við
líkin.
Svörtu lögreglumennirnir fá ná-
kvæmlega sömu þjálfun og hvitir
starfsbræður þeirra. Eftir tveggja
vikna námskeið i lögregluskólan-
um i Pretoria fara hvitu lögreglu-
mennirnir til æfingabúðanna i
einn mánuð, þar sem þeir eru i
mjög strangri þjálfun. Blökku-
mennirnir eru þar hins vegar i tvo
mánuði, þvi að þeir hafa yfirleitt
aldrei handleikið vopn fyrr. Að
sögn Venters hershöfðingja reyn-
ast blökkumennirnir oft óttalaus-
ari og harðari bardagamenn en
hvitu félagarnir.
Yfirþjálfari búðanna er „Lollo"
Van Vuuren liðsforingi er ekki síð-
ur hrifinn. „Blökkumennirnir eru
hreint afbragð. Eftir að þeir eru
komnir upp á lagið eru þeir stór-
kostlegir," segir hann. Ekki voru
allir blökkumennirnir ánægðir
með „Apartheid' -stefnuna, þegar
fréttamenn tóku þá tali í þjálf-
unarbúðunum, en sögðu ýmist að
hún væri „óþægileg" eða „ill".
Þeir voru hins vegar sammála um,
að SuÖur-Afrika gæti ráðið fram úr
eigin vandamálum án ihlutunar
annarra ríkja — ekki sízt
kommúnistarikja. „Við blökku-
menn i Suður-Afriku vísum
kommúnismanum á bug. Við vit-
um, að ef kommúnistar tækju
völdin i landí okkar yrði það áfram
undir yfirráðum hvitra manna —
og þá væru engin mótmæli tekin
til greina," sagði einn nýliðanna.
Blökkumönnunum er fullljóst,
hve mikilvægu hlutverki þeir
gegna i baráttunni gegn hryðju-
verkamönnum. Þeir vita, að þeir
eru ómetanlegir, þegar þörf er á
upplýsingum frá svörtu ibúum
landamærahéraðanna. Þeim er
einnig Ijóst, að afriskar konur og
börn hafa látið lífið vegna þess að
hryðjuverkamenn, sem komið
höfðu yfir landamærin frá Zambiu
eða Tanzaniu, fengu hvorki mat
né húsaskjól i þorpum innfæddra.
Einhleypur reglusamur maður óskar eftir tveggja herbergja íbúð til leigu. Upplýsingar í síma 23206 eftir kl. 7 á kvöldin. Keflavik — íbúð óskast. 3ja til 4ra herb. íbúð óskast til leigu strax. Uppl. i síma 1120 frá 9 —12 og i sima 1891 eftir kl. 12.
Plansar suðu beyjur og þenslustykki fyr- irliggjandi 4ra — 1 0". Málmtækni s.f., Súðarvogi 28—30, sími 36910. Duglegur 1 2 ára strákur óskar eftir sendi- starfi eða öðru. Hefur hjól. Enskukunnátta. Uppl. í síma 1 1 247.
Keflavik 2ja herb. íbúð óskast strax. Upp- lýsingar i síma 1099. Birkiplöntur til sölu Úrvals birkiplöntur í mörgum verð- flokkum. Opið til kl. 10 virka daga og til 6 á sunnudögum. JÓN MAGNÚSSON, Lynghvammi 4, Hafnarf. Simi 50572.
Mallorca — Spánn. Nauðsynlegur fróðleikur fyrir ferðafólk. Sparið fé, tíma og fyrirhöfn. Njótið sumarleyfisins til fulls. Ókeypis upplýsingar. Alvis, M64 sendist í Box 1 322. ísvél til sölu Til sölu er nýleg ísvél, 2ja hólfa. Sanngjarnt verð. Upplýsingar í síma 23330.
Áreiðanlegur og duglegur 24 ára gamall mað- ur óskar eftir bifreiðastjórastarfi upplýsingar í síma 43541. Bröyt-grafa til leigu i smærri eða stærri verk. Upplýsingar i sima 99-1419 og 99-1518 eftir kl. 8 á kvöldin.
„Au Pair"
Norsk hjón með 1 barn á öðru ári búsett í
London óska eftir að ráða stúlku 17—19 ára til
heimilisaðstoðar. Ráðningartími helzt 1 ár.
Skriflegar umsóknir sendist Morgunbl. merktar
„Ágúst — 1 067"
Allt á börnin
í sveitina.
Peysur. Buxur. Jakkar. Úlpur. Buxnasett.
Blússur. Regnfatnaður. Barnaútigallar. Fallegar
sængurgjafir. Allur ungbarnafatnaður. Prjóna-
garn. Póstsendum.
Bella.
Laugavegi 99, gengið inn frá Snorrabraut.
Sími 26015.
Volvo eigendur
athugið
Verkstæði okkar verða lokuð vegna sumarleyfa
sem hér segir:
Verkstæðið Suðurlandsbraut 16, frá 15. júlí til
1 3. ágúst.
Réttingaverkstæðið Hyrjarhöfða frá 8. júlí til 6.
ágúst.
Umboðsverkstæði okkar Kambur h.f. í Kópa-
vogi verður opið.
Ve/tir h. f.
Sumartízkan
í skinni
GRAFELDUR HE
INGÓLFSSTRÆTI5