Morgunblaðið - 01.06.1974, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.06.1974, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JUNI 1974 nun krist- Hirð- ingjum hjálpað „Stofnfundur kristinnar kirkju verður haldinn f loft- stofunni f dag, hvítasunnudag, kl. 9 árdegis. Allir eru vel- komnir, sem áhuga hafa á and- legum málum. F.h. postulanna, Símon Pétur.“ Ætli það hafi ekki verið ein- hvern veginn þannig, sem stofnun kristinnar kirkju var undirbúin á sínum tíma? Þannig mundum við sennilega fara að á okkar dögum. Þannig stofnum við félög og samtök. Við setjum áberandi auglýs- ingu í blöðin. Síðan er minnt á stofnfundinn í útvarpi og sjón- varpi, jafnvel sagt frá því í fréttunum líka, svo að hann fari ekki fram hjá nokkrum þeim, sem áhuga kynni að hafa á málinu. Var það þannig hinn fyrsta hvítasunnudag? Nei, þar var eitthvað annað. Lítill hópur manna, sem iétu fara lítið f.vrir sér og forðuðust að vekja á sér athygli, safnaðist saman í loftsalnum þennan morgun. Þeir höfðu hitzt þar dagana næsíu á undan. Þeir rifjuðu upp atburði seinustu vikna. Þeir töluðuum það.sem gjörzt hafði, um leiðtogann, sem líflánnn hafði veríð á krossi, en síðan risið aftur upp frá dauðum. Hann hatði birzt þeim. en engum öðrum ulan hóps laerlsveinanna. Þeim hafði gengið erfiðlega tð trúa því, sem gjörzt natoi. Trúnni á hinn uppnsna Jesúm Kríst var bók- staflega troðið upp á þá. Þeir létu þá fvrst sannfærast, er þeir mættu hinum upprisna sjálfum. Fólk utan hópsins, sem hefði heyrt þá tala um þetta, hefði aðeins yppt öxlum og álitið lærisveinana eitthvað skrítna, ef ekki annaö enn verra. Enda eru engar frásagnir til um, að þeir hafi re.vnt að tala um þetta víð aðra utan hópsins. Það voru lærisveinarnir einir, sem voru saman komnir á hvítasunnu- morgun, þeir, sem sjálfir höfðu þekkt Krist, meðan hann gekk um f mannlegu holdi. Þeir gátu borið honum vitni. Kristur hafði boðið þeim að bíða f Jerúsalem eftir því, að hann sendi þeim Heilagan Anda. Þess vegna biðu þeir og létu fara lítið fyrir sér. Þeir hafa áreiðanlega ekki auglýst samkomu sína. Og þessi dagur var ekkert frábrugðinn öðrum. Þeir voru enn saman komnir og biðu. Þá rættist fyrirheitið. Guð sendi Heilagan Anda vfir hópinn. Við sjáum atburðunum nákvæm- Iega lýst í Post. 2. Breytingin á þessum litla hópí var athyglisverð. ÖIl feimni og ótti hurfu gjörsam- lega eins og dögg fyrir sóiu. Þeir f.vlitust djörfung. Og Símon Pétur. sem áður hafði verið svo hræddur við þjón- ustustúlkur æðsta prestsins, að hann hafði afneitað frelsara sínum, gekk nú fram og bar fram fyrsta vitnisburðinn um hinn krossfesta og upprisna frelsara, sem fluttur hefur ver- ið á þessari jörð. Hver urðu viðbrögð manna? Osköp svípuð og við þekkjum i dag. Sumir siigðu: Þeir eru innar kirkju drukknir. Orð þeirra hljómuðu eins og heimskuþvaður, alveg eins og mörgum þykir vera enn í dag. Aðrir stungust í hjörtun og sannfærðust um sannleika vitnisburðarins. Þeir eígnuðust trúna fyrir gjöf Heilags Anda. Á þessum degi bættust 3000 sálir í hóp lærisveina Jesú Krists. Þannig varð kristin kirkja til. Hér voru ekki menn að verki, heldur Guð. Þess vegna er kirkjan ekki venjulegur mann- legur félagsskapur. Kirkjan varð til, er Guð sjálfur greip inn í mannlega sögu á þessari jörð. Hér var raunverulega um nýja sköpun að ræða. Eins og Guð í upphafi skapaði himin og jörð og manninn tíl samfélags við sig, þannig skapaði hann á hvítasunnunni nýja menn til samfélags við sig, fyrir trúna á Jesúm Krist. Ný sköpun fór fram í hjörtum þeirra. Guð skapaði kirkju sína. Kristin kirkja er líkami Krists á jörðinni. Kristur er höfuð safnaðarins. Við erum limir á líkama hans, er við trú- um á Krist. Við erum þá sam- félag heilagra. Að vera heilag- ur merkir ekki að vera synd- laus eða Iýtalaus. Því marki ná- um við menn aldrei í þessu jarðneska lifi. Að vera heilagur merkir að vera frátekinn Guði til eignar. Samfélag heilagra er þvf samfélag frelsaðra syndara, sem vita sig eiga allt komið undir náð og miskunn Guðs. Þess vegna getur kristin kirkja aldrei orðið aðeins eitt af félög- um áhugamanna um andleg málefni. Kristin kirkja er sam- félag allra þeirra, sem trúa á Jesúm Krist sem frelsara sinn og eiga alla von sína í honum. Samkvæmt Agsborgarjátn- ingunni er kristna kirkju aðeins að finna þar, sem Guðs orð er boðað hreint og ómeng- að og sakramentin eru réttilega um hönd höfð. Annars staðar ekki. Við þekkjum hína ytri sýni- legu kirkju með sfnu fasta skipulagi og starfsmönnum. Engin slfk ytri einkenni ein eru trygging fyrir því, að þar sé að finna hina sönnu kirkju Krists. Boðskapur kirkjunnar sker úr því, hvort hún er sönn eða ekki, boðskapurinn um hjálpræði Guðs í Jesú Kristi. Þar sem hann er fluttur, er kirkja Krists, annars staðar ekki. Þessi sannfæring gaf Marteinn Lúter djörfung til þess að rísa upp gegn rómversku ktrkjunni á sínum tima. Hann beygði sig hvorki fyrir páfa né kirkju- þingum, engú ytra skipulagi. Hann lagði mælikvarða Guðs orðs á kirkjuna. Sama gildir enn. Ef hvítasunnuundrið var verk Guðs eins, hvað getum vtð mennirnir þá gjört til þéss að fá að reyna svipaða blessun hans? Athugum, hvað lærisveinarnir gjörðu miili páska og hvíta- sunnu. Þeir treystu fyrírheiti Krists. Þeir héldu fast saman og biðu uppfyilingar þess. Þeir voru staðfastir í bæninni og treystu Guði aigjörlega. Þeir væntu mikilla hluta frá Guði. Þess vegna gjörðust miklir hlutir í lífi þeirra. Hér sjáum við einn af leyndardómum guðssamfélagsins. Sá maður, sem væntir lítilla hluta frá Guði, fær litla blessun. Hinn, sem væntir mikilla hluta, fær mikla blessun. Og þetta gildir um okkur enn í dag. Hvítasunnuundrið var ekki sett á svið af mönnum. Þá hefði það verið okkur harla lítils virði. Það var verk Guðs sjálfs, unnið í hjörtum lærisveina Krists fyrir Heilagan Anda. Við getum aldrei sett neitt á svið í guðssamfélaginu. Guð gefur blessun sína. Guð gefur anda sinn. Guð skapar trúna. Guð bætir enn í hópinn þeim, sem frelsastláta. En okkur er gefið fyrirheitið eins og lærisveinunum forðum. Við eigum að búa okkur undir að taka á móti blessun Guðs. Við eigum að fara að fordæmi postulanna og rækja helgidóm- in, vera einhuga i bæninni, rækja sakramentin og biðja náð Guðs niður yfir lif okkar og samferðamanna okkar. Við eig- um að vænta mikilla hluta frá Guði. Þá munum við fá að sjá mikla hluti gjörast í lífi okkar. Ötal einstaklingar okkar á meðal geta borið vitni um slíkt. Og einmitt nú á allra seinustu tím- um sjáum við anda Guðs fara um heiminn eins og sterkviðri. Víða um lönd eru miklar trúar- vakningar, þar sem þúsundir manna bætast við í hóp læri- sveina Krists á sama hátt og hinn fyrsta hvítasunnudag. I Suður-Kóreu hefur fjöldi krist- inna manna tvöfaldazt á tiu ár- um. I Indónesíu eru einhverjar mestu vakningar, sem um getur í sögunni, þar sem tugþúsundir manna eignast trúna á Krist sem lifandi frelsara. Og jafnvel vonlausir eiturlyfjasjúklingar og forfallnir ofdrykkjumenn eignast nýtt líf fyrir þessa sömu trú. Slík dæmi gjörast einnig á okkar eigin landi. I öllu þessu sjáum við verk Heilags Anda í mannshjörtum. Guð er enn að skapa nýja menn. Og enn eru viðbrögð manna misjöfn eins og fyrr. Sumir lofa Guð, meðan aðrir yppta aðeins öxlum og tala um sjálfssefjun eða ofstæki. Hvað gjörum við, þú og ég? Við eigum hlut í þessu sama fyrirheiti Guðs. Hann vill gefa okkur ómælt anda sinn. Viljum við þiggja blessun Guðs inn i líf okkar? Lesum við orð hans? Biðjum við tií hans? Bíðum við í trausti til náðar hans? Við getum aldrei setí neitt á svið í eigin krafti. Verkið er Guðs eins og fyrr. En förum að fordæmi hinna fyrstu læri- sveina. Væntum mikilla hluta frá honum. Opnum líf okkar og hjörtu fyrir Heilögum Anda. Þá munum við einnig la að sjá stórkostlega hluti gjörast. Þá mun hvítasunnuundrið einnig gjörast i lífi okkar. Guð gefi okkur öllum gleði- lega hátíð. Jónas (ííslason. í Eþíópíu er enn unnið að því að dreifa matvælum til þeirra, sem hungraðir eru, meðan beðið er eftir uppskeru. Sums staðar hefur rignt nokkuð svo að innan fárra mánaða má búast við, að sumir þjóð- flokkarnir geti fætt sig sjálfir. Hér fer á eftir frásaga norskrar hjúkrunarkonu, sem greinir frá neyðinni og því hvað gert er til hjálpar. Jorunn Hamre starfar meðal Bórana-þjóðflokksins, sem er hirðingjaþjóðflokkur í suðurhluta Eþíópíu, sunnan við Konsó, þar sem tslendingarnir eru að starfi: Hvað get ég tekið til bragðs? Hvernig get ég hjálpað þeim, sem búa við sult og seyru? Þessi spurning hefur daglega verið i huga mér, eftir að ég kom til Mega. Ég skil það nú, að það yrði erfitt að vinna að hjúkrunarstörfum og boða fagnaðarerindið, án þess að metta þá, sem svelta. Þetta varð að bæn í hjarta mér: Guð, þú, sem stjórnar öllu og sérð allt, greiddu svo úr mál- um, að fóikið fái hjálp. Síðan komu bréf frá Noregi með ávísunum og kveðjum: Notið peningana til að hjálpa þeim, sem svelta! Þetta var bænarsvar. 1 sex mánuði hef ég keypt maís og dreift meðal mörg hundruð manna. Það hefur ekki komið fyrir i eitt einasta skipti, að ég hafi ekki haft nóg. Dreifingin fer fram á mánudög- um og fimmtudögum. Þá safnast fólkið saman við varð- stofuna, allt að 600 manns. Hlustaó á orö Guós. Aldrei hafa gefist önnur eins tækifæri til þess að ná til svo margra með orð Guðs. Við byrj- um á því að syngja söngva á máli þjóðflokksins. Þessir fátæklingar hafa lært stutt, ein- föld vers um kærleika Jesú, og þeir taka undir. Síðan er orð Guðs boðað. Fólkið hlustar með mikilli at- hygli. Það er hljótt eins og í kirkju. Jesús flutti fátækum fagnaðarerindið. Þeir trúðu og tóku við því. Það er einmitt þetta, sem við lifum núna um þessar mundir. Margir hafa látið í ljós, að þeir vilji trúa á Jesúm. Við höfum alltaf guðræknis- stund áður en matardreifingin hefst. I hvert skipti fá þeir að heyra, að mestu máli skiptir, að sálin, sem aldrei á að deyja, fái fæðu. Ég hef aldrei heyrt neinn segja: „Gefðu okkur fyrst að borða.“ Þeir hlusta með djúpri lotningu á orðið, sem er boðað. Dag einn hugleiði ég orðið i 1. Jóh. 3, 8: „Til þess birtist Guðs sonur, að hann skyldi brjóta niður verk djöfulsins." Ég lýsi fyrst ósætti tveggja manna i þorpi einu og hvernig það getur endað með dauða. Fólkið kinkar koili — það hafði verið vitni að siíkum hlutum. Ég held áfram: „Við eigum mikinn óvin. Hann stefnir að einu marki, að leiða okkur inn í eilífan dauða, fjarri Guði. Þekkið þið hann?" Þarna rétti Boro upp hönd- ina, ungi þræilinn, sem ég hitti í Mega árið 1965. Hann var rekinn frá ástvinum sínum, af þvf að hann varð krístinn, vottur Jesú. „Ég veit það,“ sagði hann. „Má ég svara?“ Boro stóð upp og hrópaði út yfir mannfjöldann: „Mesti óvinur okkar er sjeitan (satan)." Það hljómaði eins og niður frá fólkinu.: „Já, hann þekkjum við.“ Nú voru allir með á nótunum. Ég sagði frá Jesú, sem hafði sigrað þennan óvin, sigrað verk djöfulsins. Ég sýndi stóra mynd af Jesú á krossinum og benti á fórnarlambið, á blóðið, sem rann til hreinsunar á synd okkar. Þetta var mikill boð- skapur. Orðið hefur áhrif. Meðan ég var að tala, varð mér litið til Djillo. Hún sat alltaf í forsælu stóra trésins. Ég man vel, þegar ég sá hana í fyrsta sinn, því að brjóst hennar var þakið perlum, hringjum og mörgum öðrum hlutum. „Hvers vegna ertu að bera þetta allt, þú, sem ert orðin gömul og bogin i baki?“ sagði ég við hana dag nokkurn. „Þetta er þungt fyrir þig.“ „Það er satan, sem hefur sagt mér að gera það,“ svaraði Djillo. Hið eina, sem hefur kraft til þess að leysa þessa fjötruðu, heiðnu konu er orð Guðs, hugsaði ég með sjálfri mér. Hið lifandi guðsorð hefði verkað í hjarta gömlu kon- unnar. Hún hafði komið auga á fórnarlambið, sem hafðt unnið sigur á djöflinum og henni gafst djörfung til þess að varpa af sér byrðinni, sem satan hafði lagt á hana. Vegir Guðs eru ekki okkar vegir. Það hefur oft komið upp í hug mér eftir allt það, sem ég hef séð, heyrt og lifað þennan tíma. Matardreifingin sjálf gengur fljótt og vel. Við Marta, stúlkan min á varðstofunni, sjáum um hana. Við höfum sett ákveðnar reglur, sem allir verða að hlita, ella hefói þetta verkefni orðið okkur um megn, þar sem við erum ekki fleiri. Það veitir stórmikla gleði að taka þátt í þessu starfi. Altir eru innilega þakklátir fyrir þá hjálp, sem þeim er veitt og þakklætið hlýt ég að bera áfram til ykkar, sem gefið til kristniboðsins. Einn daginn fékk ég litla skjaldböku frá gamalli konu. Hún gaf af einlægu hjarta það, sem hún átti — þakkargjöfina fyrir fæðuna, sem hún fékk. Ég held, að gullskart hefði ekki glatt mig meira en skjaldbakan, gjöf frá fátækri konu í Mega. Það er komið meó mörg börn, sem þjást af næringarskorti, til varóstofunnar. Mæðurnar gráta: „Barni mitt er óþekkjan- legt. Það hefur fengið bjúg um allan líkamann. Hvað getur þetta verið? Ég veit það eitt, að ég á ekki mat handa barninu." Þannig komast þær að orði. Þaó er mikilvægt verkefni að leggja mæðrunum góð ráð, og margar koma á hverjum degi til þess að fá barnamjöl og mjólkurduft handa börnunum. „Kalítta“ t byrjun desember var Elma lögð inn á sjúkradeildina. Mað- urinn, sem kom með hana, skýrði svo frá, að hún væri lomuð í fótunum. Það var ekki erfitt að kveða upp úr um sjúk- dóminn, sem að henni gekk. Hún var ekki lömuð, heldur að dauða komin af hungri. Fyrstu dagana fékk hún fljótandi fæðu, en smátt saman vandist maginn á fasta fæðu, og Elma braggaóist. „Sagale fed, gefðu mér mat,“ Framhald á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.