Morgunblaðið - 01.06.1974, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.06.1974, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JUNl 1974 Jón Björnsson rithöfundur: Eftirþankar um listamannalaun i Eins og blaóalesendum er kunn- ugt lauk úthlutunarnefnd lista- mannalauna störfum í febrúar- mánuðí sl. Eg hafði þá gert nokkr- ar athugasemdir viö umræður þær er urðu í sambandi við út- hlutunina. en vegna prentara- verkfallsins gat grein mín ekki komið í tíma. Samt sem áður tel ég — með hliðsjón af ýmsu því er gerzt hefur síðan í málefnum listamanna — rétt að gera grein f.vrir sjónarmiðum mínum í nokkrum aðalatriðum. Ekki hafði úthlutunarnefnd fvrr lokið störfum en „eftírmál- in" voru i fullum gangi. Hin ár- vissa „revýa ' í þessu sambandi lét heldur ekki á sér standa. Segj- um svo að ekki leynist líf með listastarfseminni í landinu! Ekkí veit ég hversu margir hafa gripið til pennans af þessu tilefní, en hér fvrir framan míg hef ég grein í Morgunblaðinu frá 28. febrúar eftir Gísla B. Björnsson teiknara og skólastjóra Handíða- og mvndlístarskólans. Grein sína nefnir hann: .Er ekki mælirinn fullur?” Eg er Gísla B. Björnss.vni algerlega sammála um að mælir- inn er fullur hvað snertir óábyrg skrif um kjör listamanna og skort á skílningi á aðstöðu þeirra. eink- um þó rithöfunda. Því verð ég að fara um grein þessa nokkrum orð- um, þó að firrurnar séu með þeim endemum. að hún er eiginlega ekki svara verð. Skólastjónnn byrjar grein sína á að nefna fjölda þeirra. sem hlutu lístamannalaun í ár og tek- ur sérstaklega fram að af 119 launaþegum séu 44 úr hópi .þeirra. er fást við bókverk Svo virðist sem G.B.B. sjái ofsjónum vfir því. að þessi hópur rithöf- unda skuli njóta listamannalauna — hlutur rithöfunda sé of rffleg- ur samanbonð við aðrar listgrein- ar. Auk þess séu margar listgrein- ar (og iðngreinar!) sníðgengnar. svo sem: silfur- og gullsmíði. leir- kerasmiði og glermuna, mvnd- vefnaður. textilhönnun. gler- myndagerð. auglýsinga- og böka- teiknun. húsgagnahönnun. ljós- mvndun. kvikmvndagerð. leik- tjaldamálun. ..Margar fleiri grein- ar mættí nefna." segir greinarhöf- undur. Já. segjum tveir. Eg gæti bætt við ýmsum fleiri. unz svo færi að lokum, að öll íslenzka þjóðin kæ'mist á listamannalaun! Það þarf ekki mikla gliigg- skvggni til að sjá. hvert hér er verið að lara. Það er veriö að reyna að gera listamannalaun til rithöfunda tortrvggileg. Nú vita- allir, að rithöfúndar hafa átt einna erfiðast allra islenzkra lístamanna vegna fámennisins og það hefur Alþingi viðurkennt í verki frá því er listamannalaunin f.vrst komu til sögunnar. Ymislegt mætti athuga við framangreinda upptalningu G.B.B.. þ(i að það verði ekki gert hér. Hvér sá. sem rennir augum yfir úthlutunarlistann í ár. tekur eftir því. að ágictur gullsmiöur hefur um árabil verið í éf'ri flokki Jistamannalauna. að vísu kannski fyrst og fremst sem listmálari. en það breylir litlu. /Etli svo geti ekki verið líka ineð t.d. ýmsa bókateiknara. sltindi þeir jafn- framt aðra listgrein. Að minnsta kosti er. það vist. að margir af okkar frémstu málurum hafa cinnig fengizt við að myndskreyta bækur. Auk þess finnst mér það þýð- ingarmikið atriði í þessu sam- bandi. hvort listamaöur geti lifn- að af listgrein sinnizcii það hygg ég að allmargir í upptainingunni hjá G.B.B. geti gert. 1 grein skólastjórans er ráðizt að úthlutunarnefndarmönnum, þeir taldir skoðanalausir og vitn- að í hinn fræga sjónvarpsfund fyrir rúmu ári og fullyrt að nefndarmenn hafi goldið hið mesta aíhroð í viðureigninni við kempur þær, er að þeim veittust. En ég er anzi hræddur um, að fáir muni verða greinarhöf. sammála um þetta. Að vísu varð fundur þessi hálfgert hneyksli, en það var nefndarmönnum ekki að kenna, eins og allir vita er á horfðu. Eða hafa menn kannski gleymt þeim fáránlegu smekk- leysum, sem komu fram hjá sum- um þeim listamönnum, sem hugðust stilla nefndinni upp við vegg? Sumt af þvf var þannig, að full ástæða hefði verið til að krefjast þess, að þeir, ergerðu sig seka um slíkt smekkleysi, hefðu beðizt opinberlega afsökunar. II 1 greinarkorni þessu er það ekki ætlun mín að fjalla um aðrar listgreinar en skáldskapinn. Fyrst er rétt að athuga nánar hvort hlutur rithöfunda sé of mikill í úthlutuninni. Hvernig er aðstaða rithöfunda í dag? Allir. sem eitthvað hafa kynnt sér þessi mál. vita, að meðalstór bók (skáldsaga) gef- ur ekki það mikið af sér, að höf. geti lifað af ritlaununum árið, jafnvel þó að bókin hafi orðið svonefnd metsölubók. Lista- mannalaunin eru því mikilsverð uppbót á ritlaun. svo að ekki sé talað um viðbótarritlaunin, en verði tilhögun þeirra áfram í svip- uðu formi og f.vrsta úthlutunin benti til — sem ég tel heppileg- ustu lausnina — geta þau haft stórmikla þýðingu. En þau geta aldrei komið í stað listamanna- launanna, þar sem það gefur auga leið, að oft geta ár liðið á millí þess að rithöfundur gefi út bók, en við útgáfu eru söluskattspen- ingarnir miðaðir samkvæmt ákvörðun Alþingis. Jón úr Vör skrifar athyglis- verða grein í Mbl. þ. 7. marz um málefni rithöfunda og kemur fram með tillögur. Verður síðar vikið lítillega að þeim, en benda má á, að þótt Jón sé hlynntur vissum breytingum á kerfinu. er hann andvígur því að leggja niður efri flokk listamannalaunanna, vill halda honum sem eíns konar tekjutryggingu handa þeim, sem lengi hafa unnið að ritstörfum. Þetta hefur nú verið þannig í mörg ár, efri flokkurínn hefur í reynd verið fastur og er engin ástæða til að Alþingi geri nokkra breytingu á því, þótt óp og óhljóð hafi heyrzt úr ýmsum áttum um að afnema listamannalaunin með öllu og breyta þeim i einhvers- konar starfsstyrkí, m.a. með þeim röksemdum, að engan muni um þessi laun eins og þau eru nú! Eg hef oft furðað mig á slíkum sjón- armiðum, því að sannast að segja hélt ég að 120 þús. krónur væri engínn smápeningur. Míkið and- skoti megi islenzkir rithöfundar vera orðnir ríkir ef þá munar ekkert um það og jafnvel 60 þús. líka! í framhaldi af þessu má geta þess, að Gísli B. Björnsson læzt ekki vita tilganginn með stvrk- veitíngum þessum, nefnir ölmusu, örvun, heiður, vináttu, laun fyrir pólitíska fylgd, frænd- semi og áfram í þessum dúr. Auð- vitað veit hann betur, þó að hon- um henti að snúa málinu við á þennan hátt. Slíkum firrum verð- ur ekki betur svarað en meó orð- um Halldórs Kristjánssonar í grein í Tímanum 12. marz, þar sem hann er að svara Sigurði A. Magnússyni vegna ummæla í út- varpinu varðandi þessi mál, en S.A.M. veittist hart að úthlutunar- nefnd og gleymdi þá eins og stundum áður að hafa sannleik- ann í heiðri: „Auðvitað eiga listamannalaun- in að vera viðurkenning fyrir störf, en þó munu allir telja eðli- legt, að þau geti jafnframt verið örvun og hvatning til meiri starfa. Stundum verða þau þó nánast við- bótarellilífeyrir, og á það ekki sízt við um heiðurslaun Alþingis. Við urkenningin er veitt í þessu formi til þess að menn eigi léttara með að vinna að list sinni, þurfi ekki eins að verða sér úti um óskyld aukastörf, geti keypt sér bækur, létt af sér fjárhagslegum áhyggj- um að einhverju leyti o.s.frv.” Við þessi orð Halldórs er engu við að bæta nema því, að fjárhæð- in, sem úthlutunarnefnd hafði til ráðstöfunar, var svo knöpp, að ýmsir ágætir rithöfundar urðu út- undan eins og stundum áður. III Hér að framan er vikið að því, að svo virðist sem Gisli B. Björns- son telji hlut rithöfunda í út- hlutuninni of ríflegan miðað við aðrar listgreinar. Við skulum at- huga það nánar. Rithöfundar fá ekki námsstyrki eins og t.d. myndlistarmenn, er þeir fara ut- an til náms. Njóta þeir þeirra árum saman og telur það víst eng- inn eftir. En vilji menn á annað borð vera með samanburð á list- greinum, er það lágmarkskrafa, að sá samanburður sé óhlutdræg- ur, en það virðist mér ekki, séu listamannalaun til rithöfunda tal- in eftir og þagað yfir náms- styrkjum til annarra Iistamanna. — Hinir einstöku styrkir, ferðastyrkur, bókasafnsstyrkur o.s.frv., sem stundum falla til rit- höfunda eru of fáir í samanburði við námsstyrki til annarra list- greina. Og i þessu sambandi mætti benda á, að f.vrir unga rithöfunda væri ómetanlegt að hljóta náms- styrki, þó ekki væri nema til eins árs dvalar erlendis. Margir hafa góða reynslu af norrænum lýðhá- skölum. svo að eitthvað sé nefnt. Annað er það og.sem vert er að taka með, þegar rætt er um að- stöðu rithöfunda hér á landi. en það er sú þjónusta, sem þeir láta í té meö útlánum bóka sinna á almennings- bókasöfnum. Eg skal ekki hér taka afstöðu til þess, hvort útlán bóka strax eftir út- komu þeirra eru höfundum til skaða eöa gagns — um það verður ekki sagt nema að undangenginni rannsókn — en víst er, að bóka- söfn hér eru svo fá, að bókakaup þeirra geta ekki staðið undir út- gáfu bóka, eins. og.t.d. á sér stað í Bretlandi og Danmörku — En ómótmælanJegt er, að greiðslur til höfunda fyrir útlán eru svo lágar að það er til vansa. Islenzkir höfundar fá ckki nema tæpan fjórða hluta af því, sem danskir starfsbræður þeirra fá fyrir ein- tak bókar. Mér er ráðgáta hvernig við getum kinnroðalaust tekíð þátt í norrænu samstarfi meðan slíkt misrétti viðgengst. Annað er einnig athyglisvert í sambandi við greiðslur úr al- menningsbókasöfnum, en það er, : að höfundum er meinað að fá greitt í hlutfalli við vinsældir sín- ar. Með þvi að greiða á eintak í | stað útlánafjölda eru vinsælustu höfundarnir sniðgengnir. Undar- legt í þjóðfélagi, sem metur einkaframtakið meira en frum- stæða sósíalíseringu! Og hverjir voru það, sem komu því inn hjá ráðamönnum að hafa þennan fáránlega hátt á? Þvi verður ekki svarað hér, en tæpast nokkrir úr hópi rithöfundanna sjálfra, eða því verður ekki trúað að óreyndu, að þeir þoli ekki, að starfsbræður þeirra njóti vin- sælda sinna. Við endurskoðun bókasafnslaganna þarf að kippa þessu i lag, svo að rithöfundar firri sig ámæli fyrir að vilja stöð- ugt vera að ráðskast með „peninga Guðrúnar frá Lundi”. I þessum efnum sem öðrum: Hverjum sitt, IV Grein Jóns úr Vör nefnist „Að vinna fyrir sér“. Hún hefst á því að vitna f orð kaupsýslumanns nokkurs, sem hélt því fram að leggja ætti niður alla styrki (væntanlega námsstyrki líka!), „því að listamenn eiga bara að vinna fyrir sér eins og aðrir'". Þetta er auðvitað ekki nema rétt, enda vinna listamenn fyrir sér við hin margvíslegustu störf, rétt eins og kaupsýslumaður þessi. Með listamannalaununum hef- ur það ávallt verið tilgangurinn að létta listamönnunum brauð- stritið svo að þeir gætu fremur gefið sig að áhugamálum sinum. Þetta kom fram þegar árið 1891, er fyrstu rithöfundarnir fengu styrk frá Alþingi og hefur haldizt síðan. Með því hefur þjóðin fylli- lega viðurkennt þýðingu bókmenntanna, enda þótt oft hafi verið ráðizt að þeim höfundum, sem nutu þessara styrkja. Er nær- tækt að minnast árásanna á Jón Trausta, sem sumar hverjar höfðu engan annan tilgang en að reyna að svifta þennan vinsælasta rithöfund þjóðarinnar styrk sin- um. Slíkt má aldrei koma fyrir. Að þvi leyti sem Jón úr Vör fjallar um listamannalaunin og telur að efri flokkurinn a.m.k. eigi að haldast í núverandi formi, get ég verið honum sammála, enda er það í samræmi við hefð og ítrekaðan vilja Alþingis síðan 1891. Annars hefur tilhögun þess- ara greiðslna breytzt, þar sem þingkjörin nefnd hefur annazt út- hlutunina, síðustu árin sam- kvæmt lögum frá 1967. Jón úr Vör gagnrýnir mjög, að úthlutunarnefndin skuli vera kos- in pólitískri kosningu og vill, að kjörgengi í hana ættu ekki að hafa „menn, sem sitja í háum pólitískum stöðum, heldur menn með sérþekkingu á bókmenntum eða þjóðkunnir smekkmenn í þeim greinum". Jafnframt telur hann, að sjömenningarnir geti ekki haft „dómgreind og vit á öllum listgreinum". Þetta er auð- vitað alveg rétt svo langt sem það nær, en ég hygg þó. að menn. sem kosnir eru í trúnaðarstöður, muni gera sér far um að afla sér sem víðtækastra upplýsinga. Sú að- ferð er að mínu viti heillavæn- legri en einræði „sérfræðinga", sem við höfum nógsamlega k.vnnzt af skrifum gagnrýnend- anna i blöðunum. Annars er ég fyrir mitt leyti andvígur þessum brigzlum í garð nefndarinnar um pólitíska af- stöðu. Ég held ekki að einlitur pólitískur meirihluti hafi nokkurntíma skapazt í út- hlutunarnefnd. Uthlutunarlistinn ber þess gleggst vitni. Það er skoðun mín að fyrirkomulag það sem nú er, að nefndin sé kosin af stjórnmálaflokkunum, veiti a.m.k. rithöfundum mikið öryggi, i öllu falli meira öryggi en „ef menn með sérþekkingu" fjölluðu um þessi mál og fengju völd sem þeir hafa vilja. Ég minntist á bók- menntagagnrýni hér að framan. Auðvitað eiga þar ekki allir óskil- ið mál. En sú gagnrýni, sem nú hefur hæst, er mjög mótuð af hinum svonefnda ný-marxisma, sem er innfluttur frá Norðurlönd- um, þar sem hann er nú raunar að fjara út. En við erum oftast á eftir, þegar um tízkunýungar er að ræða. — Þetta er sama stefnan og óð hér uppi ódulbúin fyrir nokkrum áratugum, en af skiljan- legum ástæðum verður hún að grímubúast nú, þar sem hinn gamli listkommúnismi þolir ekki dagsins ljós. Svo er heimsviðburð- um síðustu áratuga fyrir að þakka. Efist einhver um að hér sé rétt með farið er honum ráðið til að lesa hið stórmerka bréf Solzhenitsyns til leiðtoga Sovét- ríkjanna. Hér get ég ekki stillt mig um að minna á tillögu, sem samþykkt var á aðalfundi Bandalags isl. iistamanna nýverið, þess efnis, að stjórnmálaflokkar (eða — menn) fengju ekki að hafa með stjórn menningarstofnana að gera. Þar sem ég var ekki á þessum fundi, veit ég ekki hvort tillaga þessi fékk almennt fylgi, eða var af- greidd með „samhljóða" atkvæð- um. En bágt á ég með að trúa því að meirihluti ísl. listamanna sé svo skyni skroppinn að láta sér koma til hugar að svifta löglega kjörna fulltrúa á löggjafarþingi þjóðarinnar þeim sjálfsagða rétti og skyldu að hafa áhrifavald varð- andi menningarstofnanir, rétt eins og á öðrum sviðum. Látið hefur verið í veðri vaka að tilgangurinn með þess- ari barnalegu samþykkt sé að útiioka bein pólitísk áhrif á þessi mál. Þetta mundi verða þveröfugt í reynd, og það getur ekki hjá því farið, að sam- þykktir sem þessi veki grun um að annað búi undir en í orðunum felst, t.d. að hér séu einmitt ein- ræðis-pólitískar afturgöngur á ferðinni, sem ekki þola dagsins Ijós. Auk þess er það bein móðgun við kjörna fulltrúa þjóðarinnar að ætlast til þess að þeir komi hvergi nærri þeim stofnunum, sem þeir veita fjármagn til úr vösum skatt- þegnanna og eru ábyrgir fyrir. Listamenn ættu að hugsa sig bet- ur um áður en þeir senda frá sér aðra slíka samþykkt. Nýverið hefur rithöfundaþing verið haldið með „pomp og prakt". Gleði mikil ríkir nú meðal rithöfunda, enda gerðist margt stórkostlegt á þessú þingi, óhemju merkar tillögur vorú sam- þykktar, svo sein að „hernema" bókaútgáfu Menningarsjóðs, al- gért réttlæti óg óhlutdrséghi (af- neitun stjórnmála og „isma") skal vera æðsta boðorð (hm!) hins ný- stofnaða Rithöfundasambands, sem varð að veruleika á þinginu, ekkí sízt fyrir ötula baráttu þeirra afla í báður rithöfundafélögun- um, sem stóðu fyrir klofningnum fyrir tæpum 30 árum! — En þetta er vfst orðið of langt mál, og nán- ari umfjöllun um þennan merka áfanga í félagsmálum rithöfunda verður þvf að bíða betri tíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.