Morgunblaðið - 01.06.1974, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1974
19
Þrjár kynslóðir. Myndin tekin 1953. Þegar mvndin var tekin var Hákon konungur
rúmiega áttræður að aldri.
1 brúðkaupi Haralds ríkisarfa.
heimsókn norsks þjóðhöföingja
til lýðveldisins íslands. Norska
þjóðin finnur sig nátengda
hinni íslenzku þjóð og hefur
fylgzt með örlögum hennar fyrr
og siðar með bróðurlegum
áhuga og samúð. Frændsemis-
tilfinningin og vináttan við ís-
lendinga hefur ætið lifað hjá
norskú þjóðinni. Haf skilur
löndin, en þó eru þjóðir okkar
tengdar sterkum böndum. Sam
eiginleg saga vor hefur og
styrkt þann samhug. Vér Norð-
menn erum stoltir af þvi, að
fyrsti landnámsmaðurinn, Ing-
ólfur Arnarson, var Norðmað-
ur. Þær erfðavenjur og þau lög,
sem snemma gerðu island að
réttarríki, hafa einnig haft mik-
ilvæga þýðingu fyrir þjóðfé-
lagsþróuniNoregi. Grundvöllur
íslenzks þjóðfélags var einstakl-
ingsfrelsi innan þeirra tak-
marka, sem lög samfélagsins
settu, og sú arfleifð hefur einn-
ig orðið undirstaða samfélags í
Noregi og öðrum norrænum
löndum. Mikilvæga þætti sögu
vorrar höfum vér fengið frá
Íslandi. Norsku konungasög-
urnar, ritaðar af islendingum,
urðu mjög mikilvægur aflgjafi
þróun norskrar þjóðernistil-
finningar og urðu um leið mik-
ilvægar þjóðlegri þróun í Nor-
egi. Fyrir þetta verða Norð-
menn ætíð þakklátir islandi. ..
Einnig á vorum tímum hefur
island stóru hlutverki að gegna
í norsku menningarlifi. i klass-
iskum menntum, bókmenntum
og listum, hafa islendingar
unnió afrek. Fjörið og kraftur-
inn í menningarstarfsemi á is-
landi kemur glöggt í ljós, þegar
litið er til þess, að svo fámennri
þjóð, sem talar sérstaka tungu,
hefur ekki aðeins tekizt að
koma á stofn eigin háskóla en
hefur einnig nóg aflögu til að
veita verulegt menningarlegt
framlag til annarra þjóða og
hafa önnur norræn lönd ekki
sízt notið þar góðs af."
SÍÐARI ÁR
Eftir að Haraldur ríkisarfi
festi loks ráð sitt og gekk að
eiga Sonju Haraldsen, sem
hann hafði unnað hugástum ár-
um saman, hefur vegur norsku
konungsfjölskyldunnar farið
vaxandi á ný og áhugi almenn-
ings aukizt að sama skapi. Ljóst
er eftir að litli prinsinn Hákon
fæddist, að framtíö konungsrík-
is í Noregi er tryggð og Harald-
ur ríkisarfi og Sonja krónprins-
essa og börri þeirra hafa öðlazt
vinsældir þjóðarinnar. Þær
raddir í Noregi, sem vilja af-
nám konungdóms, eru þar ekki
háværar og’enda þótt Ólafur
konungur sé sýnu virtari en
sonur hans að svo komnu máli
er ekki líklegt, að Norðmenn
vilji ekki una við að fá Harald
sem konung, þegar þar að kem-
ur.
Norska þjóðin metur Ólaf
konung að verðleikum. Hann
varð henni ungur sameiningar-
tákn, tápleg framkoma hans á
striðsárunum, hlýtt viðmót
hans og einlægur áhugi á vel-
ferð þegna hans mun væntan-
lega verða það, sem landar hans
meta mest og iengst.
Norska konungsfjölskyldan viö heimkomuna til
Noregs að styrjöld lokinni.
Herdís Hermóðsdóttir, Eskifírði:
Silkiormar ríkis-
stjórnarinnar... eða?...
Þau fáheyrðu tiðindi hafa nú
gerzt, að verkföll hafa verið gerð
á islandi til að taka brauðið frá
munni hinna vinnandi stétta, f
bókstaflegri merkingu.
Slíkt hefur vist aldrei verið gert
áður i neinu landi, enda trúlega
engin verkalýðsforysta svo klafa-
bundin ríkisstjórninni, að hún
semji um auknar skattaálögur á
þá, sem verst eru settir tjárhags-
lega í þjóðfélaginu, þ.e. barn-
mörgu fjölskyldurnar og gamla
fólkið. Þetta hefur verkalýðsfor-
ystan gert nú og kallar „kjarabæt-
ur“!
Og ríkisstjórnin, sem kallar sig
„stjórn hinna vinnandi stétta“
gerir meira. Hún leyfir vikulega
stórfelldar hækkanir á öllum
nauðsynjavörum, stórfelldastar á
innlendum matvælum, aðallega
landbúnaðarvörum, svo nú er
vart hægt að tala um verðhækkun
á þeim, heldur stökkbreytingar á
verðlagi búvaranna. Á meðan
bændur njóta rfkisverndaðrar
einokunaraðstöðu, mata þeir
krókinn. Mannlegt kannski, en
siðferðislega rangt. Þetta er ekki
sagt af illvilja við bændur. Það er
sjálfsagt, að þeir fái hliðstætt
kaup og aðrar stéttir, en ef ríkis-
vernduð einokun og okur á búvör-
um þarf til að veita þeim það, á að
leyfa þeim að stunda arðbær störf
í þjóðfélaginu og flytja inn'land-
búnaðarvörur. Það er sannarlega
kominn timi til að hugsa alvar-
lega um þetta mál, þegar svo er
komið, að fólk almennt getur ekki
keypt nauðsynlegustu fæðuteg-
undir til að halda lífi og heilsu.
Nú er svo komið, þrátt fyrir þær
kauphækkanir, sem orðið hafa.
Þessu til sönnunar vilég sýna hér
tvær töflur, sem sýna vikuneyzlu
6 manna fjölskyldu, fyrir og eftir
siðustu kaup- og verðhækkanir.
16.2. 1974 Verð
Mjólk 25.30 kg 4 1 á dag kr. 101,20 kr. 708.40
Rjómi 222.00 kg 1 1 á viku kr. 222.00
Skyr 62.00 kg 2 kg á viku kr. 124.00
Smjör 356.00 kg 2 kg á viku kr. 712.00
Ostur 30% 202.00 kg 1 kg á viku kr. 202.00
Kartöflur 32.00 kg 1V4 kg á dag kr. 336.00
Lærissn. 329.00 kg 3 kg á viku kr. 987.00
Súpukjöt 256.00 kg 3 kg á viku kr. 768.00
Egg 310.00 kg 1 kg á viku kr. 310.00
16.2. ’74, vikukaup verkamanns, dagvinna 6.930.— kr. 4.369.40
kr., 173.25 á klukkustund.
Vikuneyzla 6 manna f jölskyldu.
10.3. 1974 Verð á viku
Mjólk 32.60 kg 4 1 á dag kr. 140.40 kr. 912.80
Rjómi 263.30 kg 1 1 á viku kr. 263.30
Skyr 73.00 kg 2 kg á viku kr. 146.00
Smjör 464.00 kg 2 kg á viku kr. 928.00
Ostur 30% 208.00 kg 1 kg á viku kr. 208.00
Kartöflur 37.00 kg 1H kg á dag kr. 388.50
Lærissn. 406.00 kg 3 kg á viku kr. 1.218.00
Súpukjöt 315.00 kg 3 kg á viku kr. 945.00
Egg 310.00 kg 1 kg á viku kr. 310.00
10.3. 1974, tímakaup verkamanns 203.30 kr, kr. 5.319.60
vikukaup kr. 8.132.— _____________________________
un 171.70 kr. meira á dag. En
aðeins siðasta verðhækkun á 1 kg.
af smjöri og 1 kg af lærissneiðum
(108 kr. hækkun á smjöri, 77 kr. á
lærissneiðum, samtals 185 kr.), er
13.30 kr. hærri en dagkaupshækk-
un hans nemur.
Þetta er orðið hreint brjálæði.
Og hvað segja neytendur? Hvað
segja islenzkar húsmæður? Ekk-
ert. Hreint ekkert, vesalingarnir.
Bitnar þetta dýrtíðarflóð þó einna
mest á þeim, þar sem það kemur í
þeirra hlut að þurfa að sjá til
þess, að börn þeirra og annað
heimilisfólk fái nógari og hollan
mat qg hlý föt, ásamt öðrum nauð-
synjum. Ofan á allt bætist svo það
ófremdarástand, sem ríkir í tolia-
málum varðandi heimilistæki,
sem nauðsynlegust eru á hverju
heimíli, þau eru í 80%, 90% og
100% tollaflokki. Á þessar vörur
er lagður hærri innflutningstoll-
ur en á nokkrar aðrar vörur, sem
fluttar eru til landsins, rétt eins
og þar væru um sérstakan munað-
á viku
Nú getur hver maður séð, hvers
vegna fólk er nauðbeygt til að
vinna fram á nætur og dugir ekki
til. Það er ekki furða, þó að fólki
því, sem hefur verið að greiða
olíureikningana sina fyrir síðasta
mánuð t.d. alltfrá 10 þúsund upp
í 16 þúsund kr., hrjósi hugur við.
Og svo ætlar hin göfuga og rétt-
reiknandi landsforsjón að bæta
kjör hinna lægst launuðu. með
þvi að leggja ofan á hið geigvæn-
lega vöruverð 5% söluskattsstig.
Dettur nokkrum heilvita manni
í hug, að annað'eins og þetta séu
kjarabætur?
Viljandi hef ég sleppt öllum
prósentureikningi. Eg álít út-
reikninga 6 manna nefndarinnar
á landbúnaðarvöruverði i pró-
sentum mjög villandi og rangláta.
Það hlýtur hver maður að skilja,
að eftir því sem vöruverðið er
hærra, þvi hærri krónutala, þó að
hækkað sé um sömu prósentutölu.
Til að skýra þetta nokkuð, vil ég
benda mönnum á, að ef viðtökum
vikukaup verkamanns, sem er nú
8.132.— kr. og skiptum því niður
á hina 7 daga vikunnar, verða
dagpeningar hans 1.161.70 kr. Var
fyrir hækkun kr. 990.— Þá hef-
ur hann eftir siðustu kauphækk-
arvarning að ræða. Þetta er alger-
lega forkastanlegt.Svo eru skatt
arnir nú .til umræðu á Alþingi,
sem ég vona, að verði banabiti
þessar lánlausu rikisstjórnar. Því
að ég trúi ekki, að Bjarni Guðna-
son greiði atkvæði sitt með 5%
söluskattshækkun nú, þó að hann
hafi á sinum tíma greitt nýju
skattalögunum atkvæði sitt. Hann
hefur sýnt, að hann er ekki sam-
vizkulaus.
En fari svo hatrammlega, að
ríkisóstjórnin komi sínum málum
fram enn einu sinni, verða silki-
ormar ríkistjórnarinnar að iða.
Þvi ég lit svo á, að hinar vinnandi
stéttir og raunar allur landslýður
sé af þessari rikisstjórn nýttur
eins og silkiormarnir. Hann er
látinn vinda upp á sig silkiþráð-
inn í spjarir stjórnarinnar. Það
er, hann fær hærri krónutölu,
sem stjórnin hirðir svo aftur í
hækkuðum sköttum eins og silki-
ormaræktandinn vindur þráðinn
ofan af ormum sinum.
Samt ætla ég að vona. að Guð
verði okkur ei svo gramur. að
hann láti það verða hlutskipti
okkar á ellefu hundrað ára af-
mæli islandsbyggðar.
Skrifað 10.3. 1974.