Morgunblaðið - 01.06.1974, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JUNI 1974
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 1 00.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 35,00 kr. eintakið.
Aö jafnaöi þætti okkur
Islendingum það
sæmdarauki aö erlend blöð
hvetji menn til þess aó fara
námsferð til íslands og
kynna sér stjórnarhætti
hér á lándi. Þannig gerðist
það fyrir nokkru að eitt
virtasta biað í Noregi
„Norges Handels- og Sjö-
fartstidende“ birti forystu-
grein, þar sem eindregið
var hvatt til þess, að full-
trúar ríkisvaldsins, fjár-
málaráðuneytisins, norska
alþýðusambandsins, sam-
vinnufélaganna og fleiri
stórfyrirtækja héldu í
námsferð til íslands. En
því miður var tilgangur
þessarar námsferðar ekki
slíkur, að viö getum verið
stoltir af. Þvert á móti sýn-
ir þessi forystugrein í hinu
norska biaði hve djúpt við
íslendingar erum sokknir i
augum annarra þjóöa.
Norska blaðið hvatti nefni-
lega til námsferðar til ís-
lands í því skyni, að Norð-
menn mættu læra, hvernig
ekki ætti að stjórna.
í forystugrein blaðsins
segir m.a. um efnahags-
ástand á íslandi: „Vanda-
málin eru orðin svo stór-
kostleg, að það er spurn-
ing, hvort leysa megi þau á
venjulegan hátt eftir al-
gengustu hagstjórnarregl-
um. Við höfum ekki trú á
því. Þaö verður að grípa til
óvenjulegra aðgerða, að-
gerða, sem grípa ekki að-
eins til hluta þjóðfélagsins
heidur alls þess. En ef slfkt
á að takast, þarf sterka
stjórn á íslandi, en stjórn-
málaþróunin á íslandi hef-
ur verið slík, að frekar má
búast við stjórnmálaóró-
leika en festu. Það eitt get-
ur haft alvarlegar afieió-
ingar í för með sér. Við
höfum skrifað þennan leið-
ara m.a. vegna þess, að
norskir sérfræðingar hafa
bent á, aö Noregur sé á
góóri leið með að lenda í
miðju verðbólgubálinu:
Kaupið í dag, verið á undan
öðrum að kaupa, kaupið
meðan þið getið — mjólk-
urlítrinn kostar 32 kr. á
íslandi og bílarnir svo mik-
ið, að þeir verða því sem
næst heilagir við fyrstu
kynni. Það er þó verðmæti
í bifreið, en íslenzka krónu
er ekki einu sinni hægt að
nota sem skiptimynt. Að
lesa eða heyra svona
lýsingu er ekki skemmti-
legt, allra sízt þegar
góðir vinir eiga í hlut.
En þetta getur verið
lærdómsríkt, sérstaklega
fyrir okkur Norðmenn. Við
erum á tveimur bátum,
sem halda sömu stefnu —
ísland siglir í átt að verð-
bólguöngþveitinu með svo
miklum hraða, að boðaföll-
in standa í allar áttir. Nor-
egur rær ágætlega í kjöl-
farið, en á sem betur fer
langa leið fyrir höndum áð-
ur en hann nær íslending-
um. Þess vegna ættum við
að athuga róóralag þeirra,
þeirra stjórnmálaviöhorf
og þeirra hugsunarhátt.“
Þegar norska blaðið hef-
ur með þessum hætti lýst
ástandinu í efnahags- og at-
vinnumálum okkar íslend-
inga, segir það: „Við höld-
um því fram, að þetta þurfi
að gera og það strax. Við
vildum sjá fulltrúa ríkis-
ins, fjármálaráðuneytisins,
norska alþýðusambandsins
og t.d. norsku samvinnufé-
laganna og fleiri stórfyrir-
tækja halda í námsferð til
Islands. Þessir aðilar ættu
að kynna sér alla atvinnu-
hætti landsins, hvar sem er
á íslandi og finna mein-
semdina. Ekki er víst að
meinsemdin finnist f
fyrstu, en útkoman verður
vafalaust sú sama hjá öll-
um: Verðbólgan skaðar
okkur öll, eyðileggur það
gamla og eyðileggur hugs-
anagang unga fólksins og
skaðar stjórnmálamennina
og skaðar landið og síðast
en ekki sízt veikir hún lýð-
ræðið. Það þarf því að eyði-
leggja verðbólguna.
Stjórnmálamenn og hag-
fræðingar: Farið í náms-
ferð til íslands.“
Óhætt er að fullyrða, að
áskorun um námsferð af
þessu tagi til íslands hefur
aldrei fyrr birzt í erlendu
blaði. Óhætt er að fullyrða,
að slík lýsing á ástandi ís-
lenzkra efnahagsmála hef-
ur aldrei fyrr birzt í er-
lendu blaði, enda ekkert
tilefni gefizt til þess. En
vissulega er það íhugunar-
vert fyrir okkur íslendinga
að sjá hvernig erlendir
menn líta á okkar vanda-
mál og þá ekki sízt vinveitt-
ir frændur okkar í Noregi.
Við gerum okkur grein fyr-
ir því, að mikill vandi er á
höndum í efnahagslífi okk-
ar, en höfum við í raun og
veru gert okkur þess grein,
hversu alvarlegur hann
er? Verðbólguþróunin á ís-
landi nálgast nú að vera
um 40% á ársgrundvelli.
Þetta er margfalt meiri
verðbólga en í nálægum
löndum. Þetta er margfalt
meiri verðbólga heldur en
við sjálfir höfum nokkru
sinni kynnzt. Hverjum ein-
asta landsmanni er ljóst, að
það hefur enga þýðingu að
leggja fé til hliðar, krónan
er verðminni á morgun en
hún var í gær. Þessi verð-
bólguhugsunarháttur hef-
ur gegnsýrt allt þjóðfélagið
og við stefnum hraðar og
hraðar út í slíkt ógurlegt
fen, að engin orð fá lýst.
Haldi vinstri stjórn
áfram um stjórnvölinn eft-
ir kosningarnar 30. júní
n.k. mun öngþveitið í efna-
hagsmálum aukast og
óvissan magnast og þar
með kvíði fólksins í land-
inu. Þess vegna ríður nú á,
að þjóðin snúi sér til Sjálf-
stæðisflokksins, sem þeirr-
ar einu kjölfestu í okkar
þjóðfélagi í dag, sem tryggt
getur ró á ný, tekið efna-
hagsöngþveitið föstum og
ábyrgum tökum og tekið af
öll tvímæli um stööu ís-
lands í hinum vestræna
heimi.
I námsferð til Islands!
Enginn fær reynslu af að
takast á við óvænta atburði
„ÉG VIL gjarnan fara vestur, en fengi ég nóg að borða? Gæti ég
fengið atvinnu? Og hve lengi yrði ég að komast yfir eigin fbúð?“
Þannig sp.vr 23 ára gamali leiktjaldahönnuður í austur-Berlín. „Þú
verður að skilja,“ bætti hann við, „að ég hef það nokkuð gott hér.
Það er allt öruggt hér. Hvað sem fyrir kann að koma, mun ég aidrei
svelta."
Stjórn Erichs Honeskers hef-
ur tekizt að koma því til leiðar,
að unga fólkinu I Autur-þýzka
lýðveldinu finnst öryggi þess
mest heima. A þeim 25 árum,
sem liðin eru frá stofnun Aust-
ur-þýzka lýðveldisins, eru Aust-
ur Þjóðverjarorðnirmjög ólíkir
bræðrum sínum I VesturÞýzka-
landi. Þeir hafa ólík sjónar-
mið, skapgerðin er ólík og jafn-
vel tungumálið. Vestur-Þjóð
verjar hafa bætt allls kyns
amrerískum orðum við orða-
forða sinn, en Austur-Þjóðverj
ar hafa aftur á móti vanizt á að
nota marxísk hugtök.
En lífshættir eru einnig
mjög ólíkir. Strax og ég kom
yfir landamærin, fór ég að leita
að leigubíl fyrir mig og farang-
ur minn. Ömögulegt. Lögreglu-
þjónn benti mér á að biðja ein-
hvern vegfaranda að bera með
mér farangurinn á járnbrautar-
stöðina. Allur þjónustuiðnaður
landsins — leigubílaakstur og
þjónusta á veitingahúsum og
allt þar á milli — er lamaður.
Skortur á vínnuafli á vissan
þátt I þessu, en mikilvægasta
atriðið eru launamál.
Póstþjónusta er til dæmis
ótrúlega silaleg. Bréf frá Aust-
ur-Berlín til Dresden er fjóra
daga á leiðinni. Sú skýring er
gefin, að þar sem póstburðar-
gjöld hafi ekki hækkað í 20 ár,
þá séu ekki til nógir peningar
til þess að hægt sé að hafa nógu
margt strafsfólk. Fáir nýir póst-
vagnar hafa bætzt við á síðasta
áratug, þó að þeir gömlu hafi
verið endurbættir. Eins og
þjónustan er núna, þarf jafnvel
að sækja pakka á pósthúsið.
Þó það sé ekki viðurkennt,
þarf að yfirborga alla óæðri
þjónustu. Rithöfundur og kona
hans sögðu mér, að þau borg-
uðu húshjálp sinni fimm mörk
á klukkutíma (nærri 1 sterl-
ingspund). Launaskalinn, sem
ríkið setur, er svo lágur, að það
vill enginn vinna eftir honum.
Bakarar, fisksalar og sótarar
eru svo fáir, að þeir anna ekki
eftirspurn. Þetta er staðreynd I
Austur-Þýzkalandi í dag.
Til þess að vekja sjálfstraust
verkafólksins hafa verið teknir
upp að nýju titlar og heiðurs-
veitingar, með nokkuð góðum
árangri. Kaup hefur einnig ver-
ið hækkað svo mikið, að múr-
aralæriingur hefur hærra kaup
en venjulegur skólakennari.
„Hve þetta er ólíkt því, sem ég
hélt að það yrði... og hve miklu
erfiðara en okkur óraði fyrir,1'
sagði rithöfundurinn, sem er
ákafur sósíalisti. Hann bætti
við: „25 ár eru ekki nógu lang-
ur tími. Við verðum að vera
þolinmóð. Þrátt fyrir allt hefur
sófalisminn hvergi reynzt betur
en í Austur-Þýzkalandi."
„EKKERT BYLTINGAR-
KENNT“
„Vandamál okkar er, að hér
er ekkert byltingarkennt,“
sagði 17 ára gamall nemandi,
sem ég hóf samræður við, þegar
við vorum að horfa yfir borgina
úr hinum nýja, 365 metra háa
sjónvarpsturni. „Ég sá nokkrar
myndir á vestur-þýzka sjón-
varpinu fyrir nokkrum vikum,“
sagði hann, ,,þar voru stúdent
ar að slást við lögregluna í
Frankfurt. Ég öfundaði þá. Við
höfum ekkert lengur til að berj-
ast fyrir. Hér eru allir sofandi.
Og þar að auki hefur ríkis-
stjórnin alltaf rétt fyrir sér.“
Þegar ég sagði rithöfindinum
frá þessu samtali, þá var hann
sammála. Lífið er alltof skipu-
lagt fyrir börnin hans tvö. „Ég
veit ekki hvernig sonur minn
hefði hagað sér undir óörugg-
um kringumstæðum, þar sem
hann hefði fengið að velja sjálf-
ur,“ játaði hann. „Enginn af
hans kynslóð hefur neina
reynslu af að takast á við
óvænta atburði. Ég segi fyrir
sjálfan mig, að ef ég væri ungl-
ingur, þá gæti ég ekki sam-
þykkt sósíalistiska kerfið. En
börnin mín eru öðruvísi," sagði
hann I örvæntingartón.
Þó að Austur-Þjóðverjar
gagnrýni kerfið, þá aðhyllast
þeir ekki kapitalísku leiðina
heldur. Meirihlutinn af 17
milljónum eru stoltir af nýja
landinu sínu og þeim árangri,
sem þar hefur náðst. Allmargir
íbúanna sögðu, að þrátt fyrir
allt væri Austur-Þýzkaland nú
áttunda stærsta iðnríki heims.
Það er algengt I þessari borg
að heyra, að engin vandamál
þrífist undir kerfinu. Stjórnin
er traust. Það er enginn olíu-
skortur. Verðbólga er enn ekki
til í þessu sósfalistíska ríki.
Glæpir eru mjög fátíðir. En
þrátt fyrir allar aðgerðir til að
hafa verkafólkið ánægt, flýðu
6,500 Austur-Þjóðverjar til
Vestur-Þýzkalands sfðastliðið
ár. • Svo Berlínarmúrinn mun
standa enn um ófyrirsjáanlega
framtíð.
Austur-Þjóðverjarnir verja
miklum tima í að horfa á vest-
ur-þýzkt sjónvarp, með öllum
þess auglýsingum. Vörunöfn og
auglýsingaáróður vestursins
eru þekkt á hverju heimili i
Austur-Þýzkalandi, en vörurn-
ar yfirleitt ófánanlegar. „Við
erum ef til vill fátækari en hin-
ir kapitalístísku bræður okk-
ar,“ sagði leigubílstjóri bros-
andi, „en ég held að við séum
ánægðari. Allar lífsnauðsynjar
okkar eru mjög ódýrar hér.
Húsaleiga er líklega sú lægsta,
sem til er í nokkru þróuðu iðn-
aðarlandi heims. Aðeins mun-
aðarvörur eru dýrar."
Allir Austur-Berlínarbúar,
sem ég talaði við, vildu fá að sjá
meira af vestrinu. Yfirvöld hér
segja, áð þrjár og hálf milljón
Austur-Þjóðverja hafi heimsótt
Vestur-Þýzkaland á síðastliðnu
ári. En Bonn telur, að það hafi
aðeins verið þriðjungur af
þeirri tölu. „Eftir að hafa séð
Frankfurt 1972 þá held ég, að
ég vildi ekki búa þar,“ sagði
sjúkraþjálfari frá Madgeburg.
Hún hélt, að það væri ómögu-
legt fyrir konu að vera ein á
ferð að kvöldi til í Vestur-Þýzka
landi. „Ég ,held, að tilfinning
um bæði líkamlegt og fjárhags-
legt óöryggi myndi hindra mig í
að flytjast," sagði hún.
Þegar minnzt var á heimsmál-
in, komu fram undarlega
barnaleg og sakleysisleg sjónar-
mið. „Af hverju stöðva þeir
ekki þessa hræðilegu verðbólgu
í Bretlandi?" spurði sjúkra-
þjálfarinn. Hún var sannfærð
um að rikisstjórnin gæti slökkt
verðbólgubálið með einu höggi.
I Austur-Þýzkalandi hefði rikis-
forum
world features
Eftir Yorick
Blumenfeld
stjórnin sannarlega getað það.
Af heimildakvikmyndum sem
hún hafði séð, trúði hún því
virkilega, að ástandið I Bret-
landi væri sambærilegt við
ástandið í Þýzkalandi
1947—1948.
Afstaða Austur-Berlfnarbúa
til Watergate-málsins var jafn
undarleg. Opinberlega hafa
fjölmiðlar I Austur-Þýzkalandi
ekki minnst á hneykslið. En
ungi leiktjaldahönnuðurinn
sagði, að hann gæti ekki trúað
„öllu málæðinu I Rödd
Ameríku útvarpsstöðinni um
Nixón“. Með undrunarglámpa í
augum sagði hann: „Ég hélt að
hann væri opinber embættis-
maður. Ef hann væri sekur, þá
yæri hann búinn að segja af
sýr, er það ekki?“
En þegar ég spurði vin minn,
efnaverkfræðing, þá svaraði
hann blátt áfram, að hvorki
pólitísk vandamál Bretlands né
Watergatemálið skiptu miklu
máli. „Það eina, sem skiptir
máli, er heimsfriðurinn. Núna,
þegar allir stjórnmálamenn
tala um frið, er ég áhyggjufull-
ur: verður stríð milli Rússlands
og Kína? Ég held ekki.“ Hann
bætti við: „Afleiðingin yrði
hörmuleg fyrir okkur öll.“