Morgunblaðið - 01.06.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.06.1974, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JUNI 1974 eftir á sinn venjulega „hlutlausa" hátt!: „Mótmæli Einars gegn of- beldi stjórnarliðsins hitti áreiðan lega í mark, þvi Stefán Jóhann Stefánsson forsætisráðherra tók að roðna og þrútna I framan. | Missti hann loks alla stjórn á sér, rak upp reiðiöskur og hellti sér yfir Einar með svo götustráksleg- um fúkyrðaaustri, svo einsdæmi mun að íslenzkur forsætisráð- herra hafi hagað sér svo í þingsöl- um. Linnti hann ekki látum fyrr en forseti hafði marghringt bjöllu sinni til að rninna forsætisráð- herra á að gæta mannasiða og valda ekki þingspjöllum. En það voru fleiri en þingmenn kommúnista sem gerðu grein fyr-. ir atkvæði sínu og skulu hér til- færð ummæli Finns Jónssonar: „Ég mótmæli þeirri svívirðu, sem hér er höfð í frammi af kommúnistum, og ég mótmæli einnig, að meiri hluti þingsins geti ekki tekið sínar ákvarðanir, og segi því já." Að atkvæðagreiðslunni iokinni gat síðari umræða um tillöguna hafist. Framsögumaður meiri hluta utanríkisnefndar var Ólaf- ur Thors, Hermann Jónsson var framsögumaður 1. minni hiuta og Einar Olgeirsson framsögumaður 2. minnihluta. Aðrir sem þátt tóku I umræðunum voru Bjarni Benediktsson, Gylfi Þ. Glslason, Katrín Thoroddsen, Hannibal Valdimarsson, Sigfús Sigurhjart- arson, Ásmundur Sigurðsson, Áki Jakobsson, Finnur Jónsson, Jónas Jónsson. Lúðvfk Jósefsson og Sig- urður Guðnason. Þegar langt var liðið á fundar- tímann tók Sigurður Guðnason til máls og las þá ályktun þá, sem síðar verður vikið að hvernig til var komin. Var hún svohljóðandi: „Almennur útifundur, haldinn í Reykjavík, miðvikudaginn 30. marz 1949, að tíihlutan fulltrúa- ráðs verkalýðsfélaganna mótmæl- ir harðlega þátttöku Islands í Atl- antshafsbandalaginu og vill á úr- slitastundu málsins. enn einu sinni undirstrika mótmæli og kröfur 70—80 félagssamtaka þjóðarinnar um, að þessu örlaga- ríka stórmáli verði ekki ráðið til lykta án þess, að leitað sé álits þjóðarinnar sjálfrar. Fundurinn skorar því alvarlega á Alþingi að taka ekki lokaákvörðun um málið án þess að leitað sé álits þjóðar- innar, og krefst þess að afgreiðslu málsins sé skotið undir aimenna þjóðaratkvæðagreiðslu. Fundur- inn samþykkir að fela fundarboð- endum að færa Alþingi og þing- flokkunum þessa kröfu og óskar skýrra svara formanna þingflokk- anna um afstöðu þeirra til kröfu fundarins. Ráðfærði forseti sig við for- menn þingflokkanna, en mælti síðan: ,,Út af þeirri fyrirspurn sem fram er komin frá háttvirtum 8. þingmanni Reykjavíkur vil ég taka það fram, að ég hef sýnt öllum formönnum þingflokka þeirra, er að ríkisstjórnínni standa, þessa fyrirspurn og segja þeir, að þeir hafi þegar svarað og svarið sé neitandi." Var þá komið að atkvæða- greiðslunni. Nafnakall var við- haft og tillagan samþykkt með 37 atkvæðum gegn 13, en 2 þing- menn sátu hjá við atkvæðagreiðsl- una, en það voru þeir Hermann Jónsson og Skúli Guðmundsson. Kommúnistaþingmennirnir greiddu auðvitað allir atkvæði gegn tillögunni, en auk þeirra framsóknarþingmaðurinn Páll Zóphaniasson og alþýðuflokks- maðurinn Gylfi Þ. Gislason. Gerðu þeir grein fyrir atkvæði sfnu á eftirfarandi hátt: Páll Zóphaníasson: Með því að búið er að fella tillögu á þing- skjali 508 og þar með neita að lofa þjóðinni að segja álit sitt á samn- ingi þessum, svo og að neita að gera við hann viðauka, er tryggi rétt okkar Islendinga, þá get ég ekki verið samþykkur þessari til- lögu. Gylfi Þ. Gíslason, sagði m.a. i sinni greinargerð: „Þess vegna hefði ég viljað gera tvennt að skilyrði fyrir fylgi mínu við aðild Islendinga að Norður- Atlantshafsbandalaginu. 1. Að það verði algerlega ótvírætt. að sú sérstaða tslands sé viðurkennd, að Islendingar geti aldrei sagt öðrum þjóðum strið á hendur og aldrei háð styrjöld gegn nokkurri þjóð. 2. Að Keflavfkursamningur- inn verði endurskoðaður þannig að Islendingar taki rekstur flug- vallarins i Kefalvik algerlega í eigin hendur, svo að þeir öðlist óskoruð yfirráð yfir öllu íslenzku landi, en ella geta Islendingar ekki talizt jafn réttháir öðrum samningsaðilum. Þar eð tillögur um þessi atriði hafa verið felldar segi ég, nei." Þegar atkvæðagreiðslu var lok- ið og búið að afgreiða tillöguna til ríkisstjórnarinnar sem ályktun Alþingis bað forseti Jón Pálma- son menn að biða i húsinu, og fara þaðan ekki nema með samþykki lögreglustjóra, vegna þeirra ókyrrðar og ærsla sem úti fyrir væru. Stóll forseta Alþingis eftir árásina. Fyrstu táragassprengjunum kastað. Lögreglan re.vnir að ryðja Austurvöll. w

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.