Morgunblaðið - 01.06.1974, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JUNI 1974
Til vinstri:
Hér má sjá nokkuð af liði
kommúnista með barefli í
höndum og kastandi grjóti.
m
Til hægri:
Lýðræðissinnar fordæmdu
•/ i , • j ii hraustir, mynduðu raðir íneðfi
en kommúnistar voru borubrattir
Þessi jeppi var búinn há-
talara og frá honum var
aðgerðum kommúnista
stjórnað.
Eins <>g við er að l>úast ollu
atburðirnir 30. marz 1949 miklu
umtali og var mikið um þá skrífað
í dagblöð. Frásagnir lýðræðisblað-
anna voru áþekkar og fordæmdu
þau öll framkomu kommúnista.
Við annan tón kvað í Þjóðvilj-
anum, og höf hann mikla baráttu
gegn lögreglunní og kenndi henni
og varaliði hennar um átökin.
Daginn eftir slaginn voru fyrir-
sagnir Þjóðviljans svohljóðandi:
.Landráð framin í skjóli ofbeldis
og villimannlegra árása á frið-
satna alþýðu. 8—10 þúsund Reyk-
vikingar mötmæla fyrir framan
Alþingishúsið og kröfðust þjóðar-
Tíminn sagði m.a.: .Lögreglan
kom yfirleitt fram með festu og
öryggi í þessum óspektum og var
framkoma hennar mjög góð.
Beitti hún ekki kylfum eða tára-
gasi fyrr en brýna nauðsyn bar til
og fólk hafði þverskallast við að
dreifa sér og óróaseggirnir sýnt
henni mikla áreitni.
Aðeins örlítil 1 hluti þeirra
manna, sem þarna voru saman-
komnir hafði sig í frammi í þess-
um óeirðum, en framkoma al-
mennings var með fullkominni
stillingu, enda var hann kominn
af allt annarri ástæðu en komm-
únistarnir".
meðfram
öllu þinghúsinu. Þeir höfðu afl,
getu og kjark til þess að tukta
kommúnistana. — Ég efast ekki
um að þegar leið á daginn, hafi
líka marga þeirra langað til að
svara dálítið fyrir sig. Þeir gerðu
það ekki. Þeir vissu að þeirra
hlutverk var að vernda Alþingi
íslendinga, veita því starfsfrið og
reyna að forða vandræðum. Þeir
stöðu rólegir undir aur og grjót-
kasti skrílsins i marga klukku-
tfma, trúir sínu hlutverki í fullri
vissu þess að þeir voru að vinna
göfugt þjóðþrifaverk."
í sama streng tóku Stefán Jóh.
Stefánsson, Jóhann Þ. Jösefsson,
Sigurður Bjarnason og Eysteinn
Jónsson.
Yörn
gegn
gasárás
NOKKRA daga fyrir óeirðirnar
hafði Þjóðviljinn æst fylgimenn
sina ákaft til dáða, búið þá undir
bardaga. Þann 29. marz gaf blaðið
lesendum sínum þetta heilræði:
,,Þar sem fyrirsjáanlegt er að
lögreglan og hvítliðasveitir fas-
ista ætla að beita gasárásum á
friðsamleg mótmæli reykvískrar
alþýðu, skal hér vakin athygli á
því að gasárás er auðvelt að verj-
ast meö þvi að bregða rökum vasa-
klút fyrir vit sér — sérstaklega
augun — þá stund sem gasið helzt
íloftinu."
Lögregluþjónar
slösuðust alvarlega
Storm-
sveitir
Fram-
sóknar-
flokksins
Ileimsblöðin skýrðu mörg frá
athuröunum við Alþingishúsið,
og voru frásagnir þeirra jafnan
samkvæmt sannleikanum. Frá-
sagnir Moskvuhlaðanna voru þó á
nokkuö annan veg og fer vart á
rnilli mála hvaöan upplýsíng-
arnar voru fengnar. Þannig hljóð-
uðu fréttirnar í Moskvu:
.Uppþot varð í Revkjavík í sam-
bandi við samþvkkt Alþingis á
þátttiiku i Atlantshafsbanda-
Itiginu. Siifnuðust 5—10 þúsund
inanns sainan fyrir framan Al-
þingishúsið í mótmælaskvni.
Tvistraði liígreglan mannfjöld-
anum með táragasi og barsmíðum
og um 20 manns særðust. Mann-
fjiildinn svaradi árásinni með
grjötkasti á glugga Alþingis.
Hægri sósíaldemökratinn Bene-
diktsson fyrirskípaði stormsveit-
um ungra manna. svokölluðum
Kramsöknarflokki, að koma liig-
reglunni til hjálpar. Meðal for-
ingjanna var fasistinn Olafur
Fétursson sérlega áberandi."
atkvæðis. Svör ríkisstjórnarinnar
voru gagnárásir og k.vlfuárásir
lögreglu og vitstola hvítliða-
skríls."
Sagði Þjóðviljinn síðan um upp-
haf óeirðanna: ,. . . var lögreglan
látin æsa fölk upp vitandi vits og
af ráðnum hug. Vargerð útrás frá
Alþingishúsinu samkvæmt skip-
un Olafs Thors, algjerlega af til-
efnislausu, og voru þá þrír menn
barðir til óbóta, meðal þeirra 13
ára unglingur, sem fékk svo ljótt
högg, að fólk óttaðist að hann
hefði látið lífið. Við þessa fyrstu
árás á friðsama Reykvíkinga. sem
neyttu sjálfsagðra réttinda sinna
varð að vonum mikil ölga í mann-
hafinu en Olafur Thors glotti
uppi í þingsalnum.
Eftir þessa skrílmannlegu ákás
jókst grjótkastið nokkuð, en var
þö enn umfangslítið. En sem
heild var hópurinn stilltur vel og
lét reiði sina i Ijös með upphróp-
unum einum saman . . . Loks
kemur að þeirrí stundu að lög-
reglan og blóðþyrstur Heim-
dallarskrill æðir út á völlinn.
Hvítliðahyskið gevstist í fyrstu
áfram og lamdi allt, sem fyrir
varð, konur, börn og gamalmenni
og að lokum styttu Jóns Sigurðs-
sonar — og var það táknrænt."
Sagði Þjóðviljinn að þegar hér
var komið sögu „var hvítliða-
skríllinn pústraður riisklega" og
að „ósigur glæpah.vskisins" hafi
verið orðinn algjer — .þegar liig-
reglustjórí kom vinum sínum til
hjálpar með hinni trylltu gasárás,
sem sfðan hélt áfram í algjeru æði
fram á nött án nokkurs tilefnis".
En Þjóðviljinn og þingmenn
kommúnista voru einir um þessa
skýringu. Aðrir töldu lögregluna
hafa brugðist rétt við og engum
datt í hug að verja framkomu
kommúnista, nema þeim sjálfum.
Þar sem neglt hafði verið fyrir
svotil hvern einasta glugga á
frainhlið Alþingishússins, var
rökkur í salnum, þegar þing-
fundur hófst þann 31. marz. Mátti
glögglega merkja af ræðum þing-
manna að þeim hafði komið hin
nýja baráttuaðferð kommúnista
mjög á óvart.
En þingmenn kommúnista
reyndu að breiða út fullyrðingar
Þjóðviljans um að Olafur Thors
hefði gefið „hvítliðaskrílnum"
merki um að ráðast á fólkið.
Þessum ásökunum svaraði Olafur
í ræðu og sagði m.a.:
„Ég gekk margsinnis út að ýms-
um gluggum þinghússins til að
horfa á það sem fram fór. Mér
varó starsýnt á tiltölulega fá-
mennan hóp æsingalýös er stöð á
gangstéttinni gegnt þinghúsinu.
Einkum tók ég eftir unguin
manni óvenju ógeðþekkum, sem
gretti sig og skældi á fíflslegan
hátt. Pilturinn var með stúdenta-
húíu. Eg benti með fingrinum á
enni mér, sem varð til þess að
unglingur þessi áttaði sig á að
hann bar á höfði sér einkenni
þeirra, sem þjóðfélagið ver árlega
milljónum til að mennta og
manna. Hann hætti að skæla sig.
Þetta gerðist kl. tæplega eitt og
var ég staddur í vestasta herbergi
þinghússins. Það var ekki fyrr en
klukkustund sfðar sem kommún-
istar hófu snörpustu grjótkasts-
hríðina, sem eftir það stóð nær
óslitiö þar til gatan var rudd með
táragasi."
Það kom gliigglega fram hjá
talsmönnum lýðræðisflokkanna á
Alþingi að þeir mátu mikils still-
ingu og rö fólksins sem komið
hafði niður á Austurviill af til-
mælum stjórnarflokkanna. Um
þetta sagði Úiafur Thors m.a.:
„Þessir menn, flestir ungir og
Allmargir meiddust í óeirðun-
um 30. marz 1949, og sumir þeirra
alvarlega. Mest slösuðust fimm
lögregluþjónar, þeir Ágúst Jóns-
son, Eiður Gíslason, Karl Bóason,
Þórður Kárason og Guðmundur
Brynjólfsson.
Ágúst Jónsson var ekki ein-
kennisklæddur þennan dag, og
má því sjá, að ekki hafa koi í in-
istarnir alltáf miðað nákvæm' ga
áður en steinnin flaug. Agúst .• ‘óð
fyrir framan Alþingishúsið og v
hlið hans var iítil 7 ára telpa. Sá
hann þá hvar hellubrot kom fljúg-
andi í loftinu og stefndi að telp-
unni. Tókst honum með snarræði
að grípa til hennar og víkja henni
frá, en fékk þá sjálfur hellubrotið
í höfuðið fyrir aftan vinstra eyrað
og höfuðkúpubrotnaöi hann. Var
Ágúst íluttur í Landspftalann.
Eiður Gíslason fékk skurð i
gegnum efri og neðri vör og
brotnar tennur þegar steinn lenti
í andlitinu á honum.
Karl Bóason hlaut brot og all-
mikil meiðsl í mjöðm. Var ráðist
aftan að honum og kastað f hann
stórum steinhnullung, á meðan
hann átti í átökum við mann, sem
hrifsað hafði af honum kylfuna.
Þórður Kárason og Guðmundur
Brynjólfsson meiddust báðir á
andliti og víðar af grjótkasti og
höggum.
Auk þess uróu margir lögreglu-
menn og hjálparmenn þeirra fyr-
ir minniháttar meiðslum og sama
er aö segja urn almenna borgara.
Leituðu 12 læknishjálpar i Landa-
kotsspitalanum og 2 f Landspítal-
anuin, auk þess leituöu margir til
heimilislækna eða létu gera að
sárum sínum í heimahúsum. Voru
flestir særöir á höfði.