Morgunblaðið - 01.06.1974, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JUNl 1974 29
! fÞKÓTT/lFRtTTIR MORGUNBLABSIAIS
Fyrsta stig Framara
fyrstu mörk Valsara
Valur — Fram 2:2
ÞEIR voru vfst örugglega ekki á
skotskónum Framararnir í fyrra-
kvöld, er þeir mættu Val á
Laugardalsvellinum. Hvert tæki-
færið öðru betra fór í vaskinn hjá
lióinu og þrátt fyrir heiian tug
tækifæri hafói lióiö ekki skoraó
mark fyrir leikhlé. Valsmenn
höfóu hins vegar fengió tvö tæki-
færi og úr þeim skorað tvö góó
mörk. 1 sfðari hálfleiknum fækk-
aói tækifærum Framara nokkuó,
en eigi aö síður voru þeir sterkari
aöilinn og skoruóu þá tvö mörk,
sem dugöu þeim til jafnteflis í
leik, sem þeir heföu samkvæmt
öllum kokkabókum átt að sigra í.
Leikur Framara í fyrrakvöld
var góður þrátt fyrir erfiðar að-
stæður. Boltinn gekk vel á milli
manna og samleikur liðsins var á
tíðum sá bezti, sem sézt hefur hér
i sumar. Valsmenn lögðu sem fyrr
mesta áherziu á varnarleikinn, en
eigi aö síður var vörn liðsins hrip-
lek.
Helztu tækifæri Framara
Það yrði of langt mál að telja
upp öll tækifæri Framara i fyrri
hálfleiknum og því verður hér
aðeins drepið á þau helztu. Vals-
menn vöru lukkunnar pamfflar er
þeir á 13. minútu sluppu með
skrekkinn. Gunnar átti skalla að
marki þeirra, Snorri skot og síðan
Rúnar, en þrátt fyrir aö Fram-
ararnir væru ofan í marki Vals
varð ekki mark úr. Knötturinn
lenti ýmist í Valsmönnum eða
Frömurum og að lokum var hætt-
unni bægt frá. Nokkru síðar varði
Sigurður Dagsson stórglæsilega
skot frá Snorra Haukssyni, mark-
varzla, sem Sigurður varð frægur
fyrir í eina tíð. Á 38. mínútu fyrri
hálfleiksins gerði Jóhannes
Eðvaldsson sig sekan um mikil
mistök — ekki þau fyrstu í fyrri
hálfleiknum — hann sópaði
knettinum úr höndum Sigurðar
Dagssonar, en Framarar voru
seinir að átta sig og enn var hætt-
unni afstýrt.
Skallamörk Valsmanna
Það var Birgir Einarsson, sem
skoraði fyrsta mark Valsmanna í
þessu íslandsmóti í sínum fyrsta
leik á sumrinu. Það var á 33.
mínútu leiksins, að Jóhannes
Eðvaldsson tók aukaspyrnu við
miðju og gaf vel inn i vítateig
Framara. Þar var Birgir Einars-
son óvaldaður og nikkaði knettin-
um laglega framhjá Árna Stefáns-
syni.
A síðustu mínútu fyrri hálf-
leiksins juku Valsmenn forystu
sína. Aléxander tók aukaspyrnu
fyrir utan hliðarlínu vítateigsins
hægra megin, Jóhannes Eðvalds-
son var óvaldaður í vítateignum
og sendi knöttinn í netið með
þrumuskalla. Bæði þessi mörk
komu fyrir sofandahátt varnar-
manna Fram, hávöxnu Valsmenn-
irnir gengu lausir í teignum, en
hvar voru þeir Marteinn Geirsson
og Jón Pétursson?
Hart barist um knöttinn og það er Ásgeir Elfasson, sem
Kjartansson, eins og svo oft f leiknum. (Ljósm. R.Ax.).
hefur betur í baráttunni við Vilhjálm
Framarar þakka fyrir sig
Síðari hálfleikurinn var nokkuð
daufari en sá fyrri, en sem fyrr
voru það Framarar, sem sóttu
mun meira. Framarar áttu færri
tækifæri en í fyrri hálfleiknum,
en tvö þeirra notuóu þeir til að
jafna og þakka þar með fyrir sig.
Strax í upphafi hálfleiksins
minnkuðu Framarar muninn
niður í 2:1. Guðgeir sendi
knöttinn fram hægri kantinn,
Kristinn Jörundsson náði knettin-
um og sendi hann framhjá Sig-
urði Dagssyni, sem var illa stað-
settur í miðjum vítateig Vals.
Síðara markið kom svo á 41. mín.,
er Guðgeir átti þrumuskot af 25
metra færi, knötturinn lenti í
Valsmanni, breytti stefnunni og
lenti í netinu. Staðan 2:2 og þau
urðu úrslit þessa leiks.
Texti: Ágúst I. Jónsson.
M.vndir: Ragnar Axelsson.
Rókanir og breytt liðsskipan
Er 15 minútur voru til loka
leiksins gerðist það að Birgir
Einarsson sló til Ágústar Guð-
mundssonar. Ekki hefði veriö of
strangur dömur að vísa Birgi af
leikvelli, hann fékk aðeins gult
spjald og sömuleiðis mátti
Marteinn Geirsson berja gula
spjaldið augum fyrir einhverja
athugasemd, sem hann lét falia í
garð dómara.
Nokkur óánægja virðist ríkja í
herbúðum Valsmanna um þessar
mundir. Þannig neituðu þeir Ingi
Björn Albertsson og Þórir Jóns-
son að mæta sem varamenn í
þennan leik. 1 stað þeirra komu
Birgir Einarsson og Kristinn
Björnsson inn í liðið. Dýri
Guðmundsson lék nú með Val að
nýju eftir meiðsli. Dýri er sterkur
leikmaður, en er ef til vill ekki í
sem beztri æfingu.
fyrsta stig Framara —
fyrsta mark Valsmanna
Framarar hlutu nú sitt fyrsta
stig í islandsmótinu og hafa því
öll liðin í 1. déildinni hlotið stig.
Ef Framliðið leikur eins vel í
komandi leikjum þurfa þeir ekki
að örvænta, stigin verða fljót að
safnast saman i stigasafni liðsins.
Bezti maður Fram í þessum leik
var Guðgeir Leifsson, en var
greinilega orðinn þreyttur í lokin,
enda ekki nein furða, hann hafði
verið mikið á ferðinni á þungum
vellinum. Jón Pétursson er mikill
baráttumaður og komst vel frá
þessum leik, sömuleiðis nýliðinn
Hlöðver Rafnsson.
Valsliðið átti engan glansleik að
þessu sinni og þeir geta prísað sig
sæla meö það stig, sem þeir hlutu
að þessu sinni. Það var enginn
einn, sem stóð upp úr meðal-
mennskunni að þessu sinni, en þó
vakti sterkur leikur Gríms
Sæmundsen enn á ný athygli
mína.
I stuttu máli.
íslandsmótið 1. deild, Laugar-
dalsvöllur 30. mai.
Valur—Fram 2—2.
IVförk Vals: Birgir Einarsson og
Jóhannes Eðvaldsson.
Mörk Fram: Kristinn Jörundsson
og Guðgeir Leifsson.
Áminningar: Birgir Einarsson,
Val.og Marteinn Geirsson, F'ram.
Áhorfendur: 544.
Dómari: Magnús Pétursson
dæmdi leikinn slælega.
Sagt
eftir
leikinn
EFTIR leik Vals og Fram í
fyrrakvöld ræddum við við tvo
af leikmönnum Valsliðsins og
þjálfara Framara og fara orð
þeirra hér á eftir.
EKKI NOG AÐ VERA
STERKIR A PAPPlRNU.M.
Hörður Hilmarsson, V'al: —
Eg er sannfærður um, að mun
meira býr í Valsliðinu heldur
en það hefur sýnt það sem af
er sumrinu. Liðið á að geta
meira en flest hinna liðanna í
1. deildinni. Það er þö ekki
nóg að hafa sterkt lið á
pappírnum, við þurfum að
sýna hvað við getum þegar út í
slaginn kemur og ég hef trú á,
að þetta fari að koma hjá okk-
ur. Það vantar meiri vinnslu í
leikmenn, meiri kraft og
ákveðni til að framkvæma.
MEÐAN VID FÁUM T.EKl-
FÆRI ER ÉG ÁNÆGDUR.
Jóhannes Atlason, þjálfari
Fram: — Ég er mjög ána'gður
með leik minna manna og ég
held, að ég hafi ekki séð ís-
lenzkt lið leika eins vel og
Framstrákarnir gerðu í kvöld.
Þeir sýndu „karakter" er þeir
komu ákveðnir til leiks í síðari
hálfleiknum og unnu upp
tveggja marka forskot Vals-
manna. Við vorum heillum
horfnir uppi við mark and-
stæðingsins, en meðan við fá-
um tækifæri eins og íkvöld er
ekkert að óttast. Sami dómari
hefur nú farið illa með okkur
tvo leiki í röð og ég vona, að
slíkt komi ekki fvrir oftar.
VANTAR UTHALI)
Jóhannes Eðvaldsson, fyrir-
liði Valsmanna: — Það eru
ekki tækifærin sem tala, held
ur mörkin. Við hefðum átt að
vinna þennan leik 2:1 miðað
við það hvernig leikurinn þró
aðist, fvrra markið, sem við
fengum á okkur, var klaufa-
legt. Annars er greinilegt, að
hjá okkur eru ekki nógu marg
ir menn í toppúthaldi og því
vantar meiri vinnslu á
miðjuna.
ANNAR ENSKUR
TIL VÍKINGS
Nú í vikunni kom hingað til
lands enski knattspyrnuþjálfar-
inn Roy Rees og mun hann verða
Anthony Sanders, hinum enska
þjálfara Víkings til aðstoðar
næstu daga. Roy Rees hefur verið
framkvæmdastjóri áhugamanna-
liðsins Allthingham undanfarin
ár, en þar hefur Sanders verið
þjálfari. Aðalstarf Rees er
kennsla við háskólann í Liverpool
og með knattspyrnuliói þess skóla
kom hann hingað til lands árið
1972. Rees vinnur að því um þess-
ar naundir að skrifa ritgerð um
samanburð á íþróttum á Norður-
löndum og i Englandi. Mun hann í
því sambandi kynna sér uppb.vgg-
ingu íþróttamála hér á landi.
Barist í öllum deildum
LIÐ VALS: Sigurður Dagsson 2, Grímur Sæmundsen 2, Jóhannes
Eðvaldsson 2, Dýri Guðmundsson 2, Vilhjálmur Kjartansson 1,
Jón Gíslason 1, Sigurður Jónsson 1, Hörður Hilmarsson 1,
Alexander Jóhannesson 1, Birgir Einarsson 2, Kristinn Björnsson
1, Þór Hreiðarsson 1. (varam.).
LIÐ FRAM: Árni Stefánsson 2, Ágúst Guðmundsson 2, Hlöðver
Rafnsson 2, Jón Pétursson 3, Marteinn Geirsson 2, Guðgeir
Leifsson 3, Gunnar Guðmundsson 2, Snorri Hauksson 2, Asgeir
Elfasson 3, Kristinn Jörundsson 2, Rúnar Gíslason 2, Atli Jósa-
fatsson 1 (varam.).
TVEIR leikir fara fram í 1. deild-
inni f knattspyrnu um helgina.
Vestmanneyingar og Akurnesing-
ar mætast í Eyjum og hefst leik-
urin kl. 14.00. Tveimur tímum
sfðar hefst svo í Keflavík leikur
ÍBK og Akure.vringa. Það er eink-
um fyrri leikurinn sem vekur at-
hygli og ætti hann að geta orðið
jafn og spennandi. IA og ÍBV
hafa forystu í Islandsmótinu og
liðin eru lfkleg til afreka f mót-
inu. En hvaða lið eru það ekki?
Mótið hefur ekki f nokkur ár ver-
ið eins opið og vissulega getur allt
gerzt. Því skyldu Akureyringar
ekki geta velgt Keflvíkingum
undir uggum. Akureyringar unnu
KR, sem sfðar báru sigurorð af
Keflvíkingum, sem enn eru meira
og minna undir læknishendi.
I 2. deildinni fara sömuleiðis
fram tveir leikir í dag. Völsungar
leika seinni leik sinn f Hafnar-
firðinum, nú mæta þeir FH, en
um siðustu helgi gerðu þeir jafn-
tefli við Haukana. Hefst leikurinn
í Firðinum klukkan 16, en á Isa-
firði hefst kl. 15.00 leikur Isfirð-
inga og Hauka.
Þá verður leikið í þriðju deild-
inni, Hrönn leikur við Reyni og
hefst leikurinn klukkan 16 á Há-
skólavellinum. Klukkan 16 hefj-
ast þrír leikir í deiidinni. Víð-
ir—Þór, IR — Leiknir og siðast
en ekki sízt leika Fylkir og Stjarn-
an á Árbæjarvellinum og er þar
um úrslitaleik þriðju deildar að
ræða. Bæði liöin eru sterk um
þessar mundir og ætla sér ekkert
annað en sigur í 3. deildinni.
A þriöjudaginn veröur aftur
leikið í 1. deild, þá mætast Fram
og Víkingur á Laugardalsvellin-
um. Hefst leikurinn klukkan
20.00 og verður án efa hinn
skemmtilegasti.