Morgunblaðið - 01.06.1974, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JUNl 1974 31
Þorsteinn Antonsson;
Turn í Babilon
Rithöfundur er maður, sem sel-
ur afnotarétt eignar, er hann býr
sjálfur til; í öðru lagi áskilur
hann sér rétt til að ákveða, hvern-
ig sú smíð skuli vera, Hann er þvt
framleiðandi og eftir að vera orð-
inn félagsmaður í hagsmunasam-
tökum rithöfunda til verndar
fjárhagslegu mati rithöfunda á
verkum sínum, kapítalisti. Sam-
staða eigenda framleiðslutækja
um hag sinn af þeim og að þau
séu i einkaeign nefnist kapítal-
ismi.
Teljt höfundur, sem er fé-
lagsmaður hinna nýstofnuðu
hagsmunasamtaka nú að afstöðnu
rithöfundaþingi, að kapítalismi
eigi ekki rétt á sér, er sá kálhaus.
Þinginu má líkja við, að leiguhaf-
ar þungavinnuvéla kæmu saman
til að ákveða sín í milli hækkun
eða taxta yfir leigu þessara véla.
Höfundur selur afnotarétt af
verki sínu með útgáfu þess —
ákveðinn fjöldi eintaka er prent-
aður í eitt skipti og seldur; með
flutningi þess i fjölmiðli; upp-
færslu i leikhúsi; útláni ákveðins
fjölda eintaka úr bókasafni. Sé
framleiðsla svo kostnaðarsöm sem
sú, er hér um ræðir. að verðleggja
verður hana undir kostnaðar-
verði, eða um fram markaðsgengi,
hlýtur sú framleiðsla að leggjast
niður, eða að beina verður til
hennar fjármagni annars staðar
frá, þótt þriðji kosturinn sé til i
þessu tilviki, að tapa alltaf eru
hinir miklu oftar teknir, sem von
er, að hætta eöa reka framleiðsl-
una á sérstökum fjárveitingum til
hennar. Hið síðasttalda er gert í
þessu tilviki og af nefndri
ástæðu; hið opinbera kemur sem
milligönguaðili til móts við rithöf-
unda í kostnaði þeirra. Hér er því
um forréttindaframleiðsluein-
ingu að ræða. Málflutning, sem
hafður er i frammi til stuðnings
þessum forréttindum, getur höf-
undur hiklaust tekið undir, þvi að
hann hlýtur eins og aðrir fram-
leiðendur að auglýsa vöru sina, ef
hann vill leggja áherslu á sölu
hennar. En þó ekki svo, að rök um
þjóðarhag komi niöur á frumkröf-
unni um frjálsræði hans við rit-
störfin, vilji hann ekki koma sér i
einokunaraðstöðu í nafni félags-
skapar síns og vinna gegn „frelsi
orðsins". Bændur hafa forrétt-
indaaðstöðu i samanburði við
aðra framleiðendur; vörur þeírra
eru niðurgreiddar, enda nauðsyn
i f.vrsta lagi sjálfar og í öðru lagi.
að gæði þeirra séu sem mest. Það
er ógerlegt að sýna fram á nauð-
syn skáldskapar. A hinn bóginn
liggur strax ljóst fyrir, að hann er
ónauðsynlegur, þegar litið er á
það, að fjöldi fólks lifir sæmilegu
lífi án hans, í þ.m. án þess að
skáldskapur skipti það nokkru
máli. Talað er linnulítið um
menningargildi skáldskapar og
um list, en hvort tveggja er, sé
ekki um hjal að ræða, starfsemi
sem ætluð er til viðhalds og bygg-
ingar gerviþarfar. Frá sjónarmiði
manns, sem tekið hefur í arf
manngildishugmyndír Popes og
annarra heimsspekinga 18jándu
og 19jándu aldar, er líf hversdags-
mannsins e.t.v. ekki mannsæm-
andi. en það verður svo auðveld-
lega komist hjá því að uppfylla
kröfur gömlu meistaranna, að
nærri liggur að telja það lúxus að
vera manneskja.. Sé það rétt — og
svo er — er skáldskapur einnig
lúxus. Hér er verið að leita eftir
þegnrétti i heiini efnahagslegs
raunsæis, og þvi hljóta þeir menn.
sem beita f.vrir sig orðum eins og
„gerviþörf" að nota annað tveggja
það eða þetta, munaður, um
skáldskap — a.m.k. sin í milli.
Það er hæðilegt.
Vitandi eða óvitað Ijúga allir að
visu. En eftir þetta geta rithöf-
undar ekki einu sinni reynt að
segja satt nema í skáldskap sín-
um.
Nú kann einhver að segja sem
svo, að ég fari með staðlausa stafi,
því að skáldskapur sé, þegar á alll
er litið, tilbúningur, hann sé ekki
neitt og ekki sé hægt að kalla ekki
neitt vöru; annaðhvort sé skáld-
skapurinn vitnisburður um eitt-
hvað, sem einhver maður var að
hugsa í f'yrra eða hitteðfyrra, höf-
undurinn, og hann að selja að-
gang að hugsunum sínum, eða í
skáldskapnum sé að finna upplýs-
ingar, skoðanir og stefnumótun f
félagslega veru, sem að visu séu
bornar uppi af tilbúinni undir-
stöðu, en undirstöðu, sem skipti
engu veruiegu máli i samanburði
við hitt. En sá, sem þannig hugs-
ar, dregur rangar ályktanir. Það,
sem úrslitum ræður um gildi
skáldskapar, fellur utan við þessa
upptalningu, það er einmitt til-
veruleysi hans, einkar mannlegur
áhrifavaldur, sem er hinn verð-
lagsákvarðandi eiginleiki, „var-
an". I veruleik þeim, sem við lif-
um í og látlaust tekur yfirvarps-
breytingum og grundvallaður er á
mótsegjandi kenningum um, hvað
séu staðreyndir hvað ímyndun er
augljóst, að hið síðarnefnda leiðir
til gerða, jafn vel byltinga, ekki
síður en áþreifanleikinn eða
skynsamleg hyggja. I hélugráum
en með sama hætti tilvistarlaus-
um kerfum finna menn rúm til-
finningum sínum og ástríðum í
popplögum, sem í sefmætti sínum
eru ekki annað en sálfræðilegar
og hljómfræðilegar staðre.vndir;
þegar vinsældalistinn hefur viðað
burt hráann, situr eftir eitthvað,
sem ekki er, en er þó eitthvað
mjög mikið samt. Og allir sjá, að
popp er framleitt. Lagið vara.
Inn i þennan sama veruleik
koma rithöfundar nú í fyrsta sinn
sameinaðir sem kröfuhafar. Skil-
yrði, sem við setjum okkur sjálfir
þar með, eru tvenn, í fvrsta lagi
að tala sama mál og tíðkast i þess-
um þjóðfélagsveruleik og i öðru
lagi að viðurkenna hver f.vrir sig
hina nýju stéttarlegu vitund,
hverjar svo sem þær kenndir eru.
sem næm skilningarvit vekja um
þann veruleik. Málið er hagfræð-
ínnar, já, borgaralegrar miðstétt-
arhagfræði, svo lengi sem ekki
fyrirfinnast önnur riik til réttlæt-
ingar tjáningarfrelsi en hennar;
vitundin kapítalismi: anker i tim-
ann.
Að lokum þetta. 1 hvert sinn,
sem ég hef tekið við borgun fyrir
ritsmfó, hef ég blygðast mín.
Er ég. maður i hópnum, að taka
viö borgun fyrir að gerast mál-
svari sjálfs min? Mér hefur fund-
ist, að með því væri ég að gangast
inn á að tjáningin væri einskonar
sýning á mér, einskonar sk.vndi-
leg verðmætisaukning sjálfs mín.
Eða hvers vegna skyldi ég hafa
fjárhagslegan hag af þvi að láta í
ljós skoðanir mínar, alveg öháð
því, hverjar þær eru? Mér hefur
þvert á móti fundist liggja beinna
við, að ég borgaði með mér, líkt og
auglýsendur t.d. gera, þegar þeir
kaupa sér tíma eða rúm i fjöl-
miðli. En svona er það samt: eitt-
hvert afl leiðir til þess, að menn
fá borgað fyrir að láta i sér hevra,
þaðan sem nema má mál þeirra
viða að. Og þegar ég var búinn að
hugsa mig betur um, áttaði ég mig
á, að tilefnið er hugsjón. sem fá
okkar þekkja. færri skilja og
flestir þeirra hafa gleymt. en er
þó samrunnin og óaðskiljanleg
sjálfsímynd Islendinga. Og hér er
hún enn, nú i gervi hinna nýju
kröfuhafa, sem eru annað tveggja
málsvarar sjálfra sin eða leigu-
byssur, nú, eftir að hroki hefur
sundrað babilonarturni nítjándu-
aldar bjartsýni og menn skilja
ekki lengur hver annan nema á
máli hagfræði. Skoðanir, sem
þannig eru fram settar, hafa
sjaldnast önnur áhrif en þau að
vera höfundi til upphefðar likt og
um mansal væri að ræða, í mesta
lagi að menn sliti þær sundur og
skipi niður i óræð kerfi sin. I
heimi vélrænnar tjáningar hentar
best að vera leigubvssa: maður,
sem tjáir hugsanir annarra. sem
þeir ekki vita af, svart fyrir svart-
an, hvítt fyir hvítan. en er sjálfur.
bak við vtri lögin. ósnortinn.
óháður, eins og bandarískur
stjórnmálamaður. eða hetja i sál-
rænuin vestra. Eða kálhaus.
Baldur Jónsson:
I Miðjarðarhafsbotnum
I lesendabréfi. sem birtist í
dálkum Velvakanda 20. marz sl„
er spurzt fvrir um það, hver af
fréttamönnum útvarpsins eigi
heðurinn af orðinu Miðjarðar-
hafsbotnar. Bréfritara þykir sým-
lega lítið til koma og sp.vr enn
fremur, hvort þess megi vænta, að
„framvegis verði t.d. sagt frá olíu-
borun á Atlantshafsbotnum og
rannsóknum á Kyrrahafsbotn-
um..“
Með þvi að ég get ekki með öllu
skotið mér undan ábyrgðinni á
því, að orðið Miðjaröarhafsbotnar
hefir nú um skeið verið notað i
fréttum útvarpsins, er ekki nema
sanngjarnt, að ég geri einhverja
grein fyrir því, úr því að það
virðist geta boðið heim misskiln-
ingi eftir ofangreindu bréfi að
dæma.
Eins og kunnugt er, hafa at-
burðir „i löndunum fyrir botni
Miðjararhafs" verið eitt helzta
fréttaefnið undanfarna mánuði
og þau orð, sem hér eru höfð
innan tilvitnunarmerkja, orðin
svo margtuggin, áð ekki er að
undra, þótt fréttamenn yrðu fegn-
ir’einhverri tilbreytni í orðavali.
Því var það, að fréttastjóri út-
varpsins, Margrét Indriðadóttir,
færði það i tal við mig, hvort ekki
mætti segja ,i Miðjarðarhafsbotn-
um" í stað áðurgreindra orða,
kvaðst ekki muna betur en Hail-
dör Laxness hefði einhvern tím-
ann komizt svo að orði á prenti.
Hugmyndin var ekki sú að út-
rýma gamla orðalaginu, enda hef-
ir það ekki verið gert, heldur ein-
ungis að hafa þetta með í tilbreyt-
ingar skyni. Mér leizt undir eins
vel á þessa hugmynd, en gaf mér
þó góðan tíma til að íhuga málið
og mælti ekki með henni fyrr en
ég hafði fengið góðar undirtektir
manna, sem mér eru málspakari.
Af hálfu Fréttastofu útvarpsins
hefir því ekki verið hrapað að
neinu í þessu efni.
Orðið botn er haft um enda á
einhverju, hvort sem miðað er við
lárétta stefnu eða lóðrétta. Orðin
dal(s)botn og jarðarbotn eru því
a.m.k. tviræð, þótt þau merki oft-
ast nær innsta hluta dais eða
fjarðar (lárétt horf). Svipað er að
segja um orðið hafsbotn. Nú á
dögum er það venjulega notað um
sjávarbotn (lóðrétt horf), en í
fornu máli var það haft um flóa
eða innhöf, þ.e. hafsenda, lárétt
séð. „Af hafinu gengr langr hafs-
botn til landnorðrs, er heitir
Svarfahaf", segir í fyrsta kapitula
Yngiina sögu (i Heimskringlu).
Önnur dæmi má finna i upphafs-
kafla Landnámabókar, í Konungs-
skuggsjá og viðar. Þessi gamla
merking lifir enn í fleirtölunni
hafsbotnar, og í orðasambandinu
„löndin fyrir botni Miðjarðar-
hafs" (eða „Miðjarðarhafsbotni")
er botn sama og hafsbotn í fornri
merkingu.
Almennt mun gert ráð fyrir, að
undir hafi sé aðeins einn botn, en
flóar og firðir að sama skapi
margir. Þegar talað er um hafs-
botna (í fleirtölu), er því varla
um annað að pæða en hafsenda
(lárétt séð). Nú er algengt, að
nöfn á fjörðum, víkum og vogum
taki ekki aöeins til sjávarins,
heldur einnig til landsins upp af
honum. Héraðið fyrir botni E.vja-
fjarðar heitir t.d. Eyjaf jörður.
Bæir eru nefndir Grund í Evja-
firði, Mööruvellir í Evjafirði
o.s.frv, og skilur þó enginn svo, að
þeir séu umflotnir sjó. Húsavík er
bæði vík og kaupstaður við vík-
ina, Kópavogur bæði vogur og
kaupstaður við voginn. Enn
fremur er alþekkt, að
byggð við árós dragi nafn
af ósnum, og er Blönduós
gott dænn um það. Loks
má minna á, að landsvæöi, þar
sem lækir koma upp, er kallaö
lækjarbotnar, og munu margir
þekkja það orð sem örnefni
skammt fyrir ofan Reykjavík.
Nafnið Miðjarðarhafsbotnar er
til komið á svipaðan hátt sem
heiti á löndum. Hið eina. sem er
frábrugðið ofangreindum dæm-
um, er það, að í landaheitinu er
botn í fleirtölu, en oftast í eintölu,
þegar átt er við austurenda Mið-
Þórshöfn í Færeyjum
FÆREYINGAR eru bjartsýnir á
möguleika þess, að olía finnist á
færevska landgrunninu vegna
fréttanna um, að Norðmenn og
Bretar hafi fundið olfu I miklum
mæli f grennd við Hjaltland.
Um fimmtán erlend f.vrirtæki
hafa sótt um le.vfi til þess aö leita
að olíu við Færeyjar og sérstök
færevsk nefnd, sem hefur verið
skipuð, sendir landst jórninni
jarðarhafs. Um þessa fleírtölu-
notkun má að nokkru le.vti vísa til
þess, sem áður er sagt, en að öðru
levti skýrist hún af dæmum hér á
eftir. Bein hliðstæða er Kirjáia-
botn (um sjóinn) og Kirjálabotn-
ar (um landið).
Notkun orðsins Miðjarðarhafs-
botnar í fréttum útvarpsins er
ekki nýjung í íslenzku máli. Eins
og fréttastjóra rak minni til. hefir
Halldór Laxness notað þetta orð á
prenti. m.a.s. hvað eftir annað. Ég
hefi að vfsu ekki gert neina alls-
herjarkönnun á þessu, en án telj-
andi fyrirhafnar hefi ég ratað á
fjögur dæmi úr ritum Halldórs.
og hið fimmta er náskvlt.
Elzta dæmið, sem ég kann að
nefna, er úr Brekkukotsannáli frá
1957. Þar er talaö um „forna sér-
vitrínga úr Miðjarðarhafsbotn-
um" (bls. 25). I Skáldatíma 1963
er sagt frá hótelsmiðum í Khar-
kov, sem „revndu að herma eftir
stíl sem þeir imynduðu sér að
væri ráðandi í Miðjarðarhafsbotn-
um" (bls. 160). I ritgerðinni
„Mannlif hér fvrir landnámstið" í
Tímariti Mals og menningar 1965
er talað um „kristni Miðjarðar-
hafsbotna" (bls. 131), og í ritgerð-
inni „Nokkrir hnýsilegir staðir í
fornkvæðum" í sama tímariti
álitsgerð í sumar um þau skilvrði,
sem setja skuli fvrir undirhún-
ingsrannsóknum slíkra félaga.
Ef þessar rannsóknir leiða í
ljós, að grundvöllur er f.vrir frek-
ari rannsóknum verður tekin af-
staða til þess, hvernig veita eigi
levfi til þeirra og reglur settar um
skiptingu gróða af hugsanlegri
olíuvinnslu við Fære.vjar milli
Færevinga og fyrirtækjanna.
Færeyska embættisinanna-
1970 er sagt. að Kaldear hafi
fundið upp stjörnuspáfræði ,og
kenndu hana í Miðjarðarhafs-
botnum" (bls. 14).
Loks má geta þess. að í ritgerð-
arkorni. sem birtist undir fyrir-
sögninni „Gitanjali á Islandi" í
Timariti Máls og menningar 1961
kemst Halldór svo að orði (bls.
35). að guð sá. sem f.vrirhittist í
einstaka sálmi úr bókmenntum
Gyðinga. Biblíunni. sé kynjaður
úr austurbotnuin Miðjaróarhafs.
Þó að mér sé ekki kunnugt um
Miðjarðarhafsbotna úr rituin ann-
arra en Halldórs Laxness. er notk-
un þessa orðs á allan hátt eðlileg,
eins og útskýrt hefir verið. og
ástæðulaust að lita á það sem sér-
vizkuorð eins manns. Hver veit
nema Heljarslóðarorrusta Grönd-
als búi hér á bak við? Þar er sagt
frá steingráum hesti. ættuðum
norðan úr Grandvíkurbotnum. og
kúnni góðu sem Djúnki hafi
keypt austur i Kirjálabotnum.
Af framansögðu ætti að vera
ljóst. að við því er ekki að búast,
að „framvegis verði t.d. sagt frá
olíuborun á Atlantshafsbotnum",
því að annaðhvort yrði að bora á
Atlantshafsbotni eða í Atlants-
hafsbotnum, ef þeir væru til.
29. marz 1974.
nefndin hefur í starfi sínu staðið í
allnánu sambandi við danska
Grænlandsmálaráðuneytið. sem
hefur nýlega lokið allmiklu starfi
vegna rannsókna á möguieikum
þess að finna megi oliu á Græn-
landi. Formaður færeysku
nefndarinnar er Johan Djurhuus
skrifstofustjón. 1 nefndinni eiga
saúi jarðfræðingar, skattasér-
fræðingar og fleiri.
— Jogvan Arge.
Finnst olía við Færeyjar?