Morgunblaðið - 01.06.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.06.1974, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JUNI 1974 Lýður Björnsson, sagnfræðingur, hefur að undanförnu kannað ýmis gögn varðandi Innréttingarnar f Re.vkjavfk, sem starfræktar voru síðari helming 18. aldar. I erindi, sem hann flutti á ráðstefnu um sögu Re.vkjavíkur á Kjarvalsstöðum á skírdag, kom marg nýstárlegt og athylgisvert fram um þennan merka þátt í sögu Revkjavíkur, svo sem um gamla. Revkjavíkurbæinn, um f.vrsta vísi að slökkviliði, upphaf iðnskóla á íslandi f samhandi við Innréttingarnar, fyrsta veitinga- skenkinn og áhrif hans á bæjarlífið, félagslega spennu f Innréttingun- um, sem gæti verið fyrsti vottur af félagslegri samstöðu verkafölks hér á landi o.s.frv., auk greinargóðra upplýsinga um kostnað, og allt það fé, sem lagt var til Innréttinganna. Það er óþarfi að láta sig vanta verkefni þarna, segir Lýður, Hvergi má hreyfa við svo ekki fari af stað skriða. Sjálfur byrjaði hann í þessari könnun á bréfum og skjölum Innréttinganna, sem vöktu ýmsar spurningar, er svo þuríti að leita svara við. f erindi Lýðs kemur m.a. fram, að gamli Revkjavlkurbærinn stóð enn þegar Innréttingarnar býrj- uðu. Skúli Magnússon kveður í bréfi skort á húsnæði mesta vandamálið í fyrstu og verði ekki séð, að það vandamál verði leyst á annan hátt en þann að nota svo sem kostur er eign Innrétting- anna, húsin í Reykjavík, og rýma þau. Á árinu 1759 gerði Markús kaupmaður Pahl. úttekt á hús- næði Innréttinganna, sem þá áttu 16 hús í Reykjavfk og 2 við Elliða- ár, og er þar sérstaklega tekið fram, að íbúð beykis Innrétting- anna og tvö verkstæðí fyrir hann, séu í hinum fornu bæjarhúsum Reykjavíkurbæjar, sem gert hafi verið við. Bær þessi nefnist þá Bevkisbær, síðar Brúnsbær og stóð þar sem Tjarnargata 4 er nú. Kann því þarna að vera hið fyrsta bæjarstæði Reykjavíkur, að Lýð- ur telur. þ^í ekki var venja að fl.vtja bæina nema eitthvað sér- stakt kæmi upp á. En á myndum frá ferð Gaimar^ má greina torf- hús þarna við endann á Tjörn- inni, sem gætu veríð þessi bæjar- hús Reykjavíkur. Lýður vekur athygli á því, að á þessum tíma verður vart „patriot isma“ hér, sem fari um tíma nokkuð saman við fyrstu slíka vakningu meðal Islendinga í Kaupmannahöfn. Holstein greifi áminnir Skúla fógeta beinlínis um slíkt í bréfi. þar sem Skúli er hvattur til að gera betri grein fyrir tillögum þeim um endurbæt- ur á atvinnuvegum Islendinga, sem hann hafði sett fram í ritgerð sinni um Skagafjarðarsýslu. þótt greifinn telji reyndar .fullþjóð- legan keim af þeim". HAFMEYJAN SMlÐUÐ I REYKJAVÍK Þar sem Lýður fjallur um skip Innréttinganna, sem f.vrst voru tvær seglskútur, Friðriksösk og Friðriksgjöf, kemur m.a. sú nýj- ung fram, að Hafmevjan íslenzka eða Den Islandske Haffrue, sem f.vrirtækið eignaðist eftir að Frið- riksgjöf först 1760. er smíðuð á vegum Innréttinganna í Reykja- vík og segir Lýður. að það sé þriðja þiiskipið. sem smíóað er hér á landi. Það fyrsta smíðaði Sr. Páll í Selárdal, annað Duggu-Ey vindur og þarna verður það þriðja til og nú á vegum opinberra aðila. A reíkningum Innréttinganna næstu sex árin fyrir 1760 er fram- lag til skipasmíða 1336 rd, 32 sk.. og i greinargerð sinni til Lands- nefndar getur Skúli þess. að árið 1753 hafi skip það, sem flutti vist- Rætt við Lýð Björnsson sagnfræðing meðmælabréf, undirritað af Þor- keli Þórðarsyni, umsjónarmanni (öeeonomus) Innréttinganna. Forsvarsmenn Innréttinganna, þeir Holm og Pahl, neituðu kröfu Ragnheiðar og kváðu hana hafa orðið sér úti um meðmælin á sér- staklega ísmeygilegan hátt, en auk þess hafi hún, jafnskjótt og hún hafi komizt yfir föt til að skýla sinum nakta líkama, óhlýðn- azt skipunum húsbænda sinna og bendir þetta til, að þeir Páhl hafi ekki verið of hrifnir af kæru Ragnheiðar. Til andmæla launa- kröfunni leggja þeir fram afrit úr launabókinni sem sönnunargagn. Ljóst er þó af bréfi frá Holm til amtmanns, sem þá var Ólafur Stephensen, dagsettu 5. desember 1766, að amtmaður hefur vakið athygli þeirra Pahls á gildandi lagaákvæðum um vistráðningu, en ekkí er Ragnheiður á skrá yfir starfsmenn fyrirtækisins næsta ár á eftir. Árið 1767 var Þorkeli Þórðarsyni og sagt upp störfum. Hvorkí Ragnheiður né Þorkell Þórðarson vilja láta I minni pok- ann, og er þaö mjög merkilegt á þessum tíma. Segir Lýður, að þarna getí verið fyrsti votturinn að félagslegri samstöðu verka- um að ég kom hingað í fyrra vetur í desember mánuði tíðliga, og fór hér þá til spunaverks, hefi síðan við það verið til þess nú I dag, mér var burtvísað, sem hér með fylgj- andi seðill bókhaldarans Holms útvfsar, og hefi ei I min laun annað meðtekið en 4 al. af 20 föðmum klæðis, ei fullar 5 al. af 5 föðmum lérefts, 2 lýsipund tóbaks og 7 fiska í peningum. Nú þykist ég stórum vanhaldin, að ég skuli burt víkja undir sjálfan vetur bjargarlaus, sem hvergi á höfði mínu að að halla, nema flakka út og suður manna á meðal og fá ei meira en sagt hefi I laun og vetr- arkost. En ég mun sjálf bevisað geta með guðs hjálp, að þeir kven- menn, sem hafa eigi meira unnið en ég, munu þó hafa fengið og fá meiri laun en hér tiltekin eru. Er þvf mín auðmjúk bón til yðar vel- byrðugsta, að þér upp á guðs vegna svo vel gjörið og tilsjáið, annað hvort að ég fái hér vetrar- langt að vera, eður og ég fái pen inga fyrir minn kost til næstkom- andi krossmessu, með hverjum ég kaupa kynni mitt lífs uppheldi. Ég vænti hér uppá náðugr- ar bænheyrslu af yðar velbyrðugst um og vil alltíð finnast og vera það minn sannleiks vitnisburður, að síðan ég kom hingað á næst- liðnu sumri, hefi ég fyrir mfna persónu ei annað heyrt eður séð til nefndrar Ragnheiðar en frómt og æriegt til orða og verka, og það ég hefi séð hana af útiverkum gjöra, þá er hún í betra lagi til þess þjónustukvenmaður, en um innanbæjar þjónustu kann ég ekkert að segja. Þegar svo Pahl gengur sýnilega að honum að taka meðmælin aft- ur og ber á Ragnheiði að hafa fengið meðmælin á sérlega ísmeygilegan hátt, þá skrifar Þor- kell aðeins þessa athugasemd: Eftir það ég útgaf ofanskrifað att- est, hefi ég af öðrum spurt, að nefnd Ragnheiður Jónsdóttir hefi sér ótilbærilega hegðað til orða við sinn yfirboðara hr. Pétur Kol- beinsson og jafnvel fundin að smá tíveríi, hvað ég þá ekkert af vissi og hafði eigi heyrt. Amtmaður Ólafur Stephensen er í sínum bréfum harður við Innréttingamenn, vísar til laga um að vistráðning sé bundin við krossmessu ár, ekki megi vísa þjónustufólki brott fyrr, en aftur á móti eigi að straffa ótrúu, lötu og uppreisnargjörnu þjónustu- fólki með peninga sekt og gapa- MEST AF PACK OG KERSEY I erindi sínu nefnir Lýður fram- leiðsluvörur ullar- og klæðaverk smiðjunnar og kemur þar ýmis- legt fróðlegt fram. Til dæmis hef- ur sýnilega verið til sérstakur vef- stóll fyrir gólfteppi, sem þarna hafa verið ofin og á einum stað er nefnt brókaði, sem þá hefur vænt- anlega verið ofið I sama stöli. Lýð- ur nefnir garn, vaðmál, hörléreft, hörstriga (blaarlærred), kersey, sem er grófur ullardúkur, kennd- ur við borgina Kersey I Suffolk á Englandi, sayette, sem mun hafa verið notað i sparlök, filt eða flóka, pyklagen og paek, sem voru dýrustu tegundirnar af klæði, sem verksmiðjurnar framleiddu og var pyklagen dýrara, rask eða arrasdúka, kamgarn, flannel, emms eða embs, en það var slétt- ofið ullarefni kennt við Borgund- arhólm, Calemanque, en það var ullardúkur, ýmist einlitur, rönd óttur eða með blómamynztri, lík- lega áþrykktu, triffel, sem mun sama klæðistegund og nefnd var hálfstykkisklæði eða Salzwedel við Magdeburg, en það var ein Hansaborga, sarsogserge, en það var í fyrstunni ofið úr silki, en síðar var nafnið notað um létt ullarefni með áberandi vaðmáls- vend, brókaði og mynzturofið ull- arefni og baj eða svanabaj, en það var þykkt og mjúkt lausofið ullar- efni, þæft og ýft. Tekið er fram, að fleiri efni voru framleidd, en mest var framleitt allt tímabilið af pack og kersey. I bréfi einu, dagsett 27. desember 1793 er get- FYRSTA SAMSTAÐA VERKA- FÓLKS? Lýður drepur á mjög merkilegt mál í erindi sínu, sem hann er að kanna, og veitti okkur frekari upplýsingar um. Hann segir: Árið 1766 var spunakonunni Ragnheiði Jónsdóttur vísað úr vinnu og gef- ið að sök að vera þjófótt, óhlýðin, svikul, orðljót, löt og að hirða eliki um þá blygðunarsemi, sem kon- um er meðfædd. Ragnheiður taldi sig aftur á móti eiga inni ógreidd laun hjá fyrirtækinu og kærði málið til amtmanns og lagði fram fólks hér á landi og ætlar að halda áfram rannsóknum sínum á því hvað um þau varð. Segir hann sýnilegt, að Þorkell hafi staðið að baki Ragnheiði. Bréfið, sem hún skrifár amtmanni, til að kæra meðferðina á sér, er merkilega vel stilað, fyrir utan það, að hug- rekki hefur þurft til slíks. Þar segir: Háttvirðandi Herra, Ég orsakast hér með að um- kvarta fyrir yðar velbyrðugheit fundin í að biðja fyrir yður til guðs og góðs árnandi og þénandi meðan tóri Ragnheiður Jónsdóttir. Meðmælabréf Þorkels Þórðar- sonar til Ragnheiðar Jónsdóttur hljóðar svo: Með því Ragnheiður Jónsdóttir, sem héðan frá Reykjavík nú vík- ur, óskar af mér vitnisburðar um sína hegðan og breytur þann tíma ég hefi henni samtfða verið, þá er stokk, og gangi það ekki, eigi hús- bændurnir, áður en þeir vísi þeim brott, að láta prestinn og önnur yfirvöld áminna þau um hlýðni og að gera skyldu sína. Hjálpi það ekki, þáteljist þetta fólkllausafólk og megi dæma það í tugthús. En ekki má hrekja það I burtu. Gerir hann Innréttingum að skyldu að halda stúlkuna, þar til útséð er um að hún vilji bæta ráð sitt og sýna meiri trúskap og dugnað en fram að því, eða þar til hún verði þá dæmd til tugthúsvistar. Ekki kvaðst Lýður enn vita hvað af stúlkunni varð, en hefur hug á að leita heimilda um það. ir til Innréttinganna, fermt timb- ur, ætlað til smíði jaktar, í Moss í Noregi og með því kom tslending- urinn Krákur Eyjólfsson, semöðl- azt hafði mikla reynslu í skipa- smíðum i verkstæðum á Brimar- hólmi. Af reikningum frá íbúum Hornstranda, t.d. Hallvarði Halls- syni er ljóst að rekaviðs til skipa smjða var aflað þar á árunum 1756—1757. Járnsmiður starfaði við Innréttingarnar. Haffrúin var seld á uppboði í Kaupmannahöfn 1766 og lenti til Skotlands, en áður hafði komið til greina að höggva skipið upp. Lýður Björnsson á gangi á slóðum Innréttinganna og við eitt húsanna, sem enn stendur. Vaktarinn hætti þegar fyrsti vínskenk- urinn kom Glefsur úr sögu Reykjavíkur — Glefsur úr sögu Reykjavíkur — Glefsur úr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.